Morgunblaðið - 24.02.2007, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 53
Hvers konar samstarf?
I. Bekkir / námshópar - Þátttakendur komi frá tveimur ríkjum eða sjálfstjórnarsvæðum
á Norðurlöndum. Verkefnið hafi kennslufræðilegt gildi og byggi á námsskrá og starfsáætlun
skólans. Öll fög eru gjaldgeng í verkefni. Ferðir / heimsóknir standi ekki skemur yfir en fimm daga.
II. Kennarar - a. Kennaraskipti milli a.m.k. tveggja skóla í tveimur löndum.
b. Farkennsla - Kennari ferðast á milli skóla í öðru landi og kennir grein sína.
III. Nemendur - Þátttaka einstakra nemenda annaðhvort í starfsþjálfun iðngreina eða kennslu í framhaldsskólum.
Norræna skólanetið www.nordskol.org er vettvangur skólasamskipta. Þar er hægt að skrá skóla og óska eftir
samskiptum. Rafrænar umsóknir eru á slóðinni: www.ask.hi.is - leiðbeiningar um umsóknarferlið er á sömu slóð.
Umsóknarfresturinn 15. mars gildir fyrir skólaárið 2007/2008.
Landsskrifstofa NORDPLUS / Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins
Neshaga16, 107 Reykjavík, www.ask.hi.is, netfang: aslaugj@hi.is, s. 525 4997
Nordplus Junior styrkir
Nemendaskipti og ferðir kennara á grunn- og framhaldsskólastigi
til Norðurlanda. Umsóknarfrestur er til 15. mars
Evrópsk skólaverkefni á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.
Samstarf a.m.k. þriggja skóla í Evrópu. Sótt er um verkefni til 2 ára, þau geta tengst öllum námsgreinum.
Styrkir eru veittir til verkefnafunda kennara, verkefnavinnu og gagnkvæmra nemendaskipta. Einnig eru veittir
styrkir til að sækja tengslaráðstefnur eða til undirbúningsheimsókna í Evrópu þar sem lagður er grunnur að
skólaverkefni.
Endurmenntunarnámskeið. Styrkir eru veittir til leik-, grunn- og framhaldsskólakennara til að sækja endur-
menntunarnámskeið í sínu fagi í 1-4 vikur í Evrópu einhvern tíma á tímabilinu frá 1. 6. 2007 - 1. 10. 2007.
Þrír umsóknarfrestir á ári.
Evrópsk aðstoðarkennsla. Leik-, grunn- og framhaldsskólar geta sótt um að fá evrópskan aðstoðarkennara í
3-8 mánuði á næsta skólaári. Aðstoðarkennararnir eru styrktir frá sínu heimalandi.
Aðstoðarkennsla í Evrópu. Íslenskir stúdentar sem lokið hafa a.m.k. 2 ára háskólanámi og stefna að kennslu
geta dvalið í 3-8 mánuði í e-u ESB landi og starfað sem aðstoðarkennarar.
Námskeið / námsgagnagerð. Samstarfsverkefni a.m.k. þriggja stofnana frá ESB/EES löndum við að koma á fót
endurmenntunarnámskeiðum fyrir kennara eða vinna við námsgagnagerð.
Umsóknarfrestur er til 30. mars - umsóknir berist til Framkvæmdastjórnar ESB.
Umsóknarfrestur 30. mars nk. í alla þætti Menntaáætlunar ESB.
Eyðublöð og nánari upplýsingar eru á Landsskrifstofu Menntaáætlunar ESB / alþjóðaskrifstofu háskólastigsins,
www.lme.is, Neshaga 16, 107 Reykjavík, s. 525 4311, netföng: rz@hi.is, teva@hi.is
Comeníus styrkir
kennara og skóla á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.
Umsóknarfrestur 30. mars nk.
Félagslíf
Kevin White predikar á
samkomu í kvöld kl. 20.30.
Akurinn kristið félag,
Núpalind 1, Kópavogi
Samkoma sunnu-
dag kl. 14.00
Ræðumaður Zacha-
rias Zachariassen,
trúboði frá Færeyjum.
Á 45 ára ferli sínum
hefur hann gefið út
yfir 100 bókatitla.
Allir hjartanlega
velkomnir.
25.2. Selatangar - Húshólmi
Brottf. frá BSÍ kl. 10:30.
V. 2.600/3.000 kr.
2.-4.3. Landmannalaugar,
jeppa- og gönguskíðaferð
Brottför kl. 19:00.
Skráningar í ferðir á skrifstofu
Útivistar í síma 562 1000 eða
utivist@utivist.is
Sjá nánar á www.utivist.is
Fáðu
sms-fréttir
í símann
þinn af
mbl.is
FRÉTTIR
STOFNFUNDUR félags umhverfisfræðinga
verður haldinn í dag, laugardaginn 24. febr-
úar. Fundurinn verður haldinn í stofu 131 í
Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, og
hefst kl. 15.30.
Félaginu er ætlað að vera faglegur vett-
vangur fyrir umhverfis- og auðlindafræðinga
og aðra fræðimenn á sviði umhverfismála sem
með starfa sínum eða öðru framlagi styrkja fé-
lagið með þátttöku sinni.
Á dagskrá stofnfundar er samþykkt laga fé-
lagsins, ákvörðun félagsgjalda, kosning stjórn-
ar og annarra embættismanna og önnur mál.
Stofnfundur félags
umhverfisfræðinga
OPINN fundur og ársþing Kvennahreyfingar
Samfylkingarinnar verður á Hótel Loftleiðum
í dag, laugardaginn 24. febrúar, undir yf-
irskriftinni – Konur í baráttuhug.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir al-
þingiskona og Helga Vala Helgadóttir laga-
nemi hefja dagskrána á opnum fundi sem
hefst kl. 17 og flytja stutt erindi um reynslu
sína úr pólitík fyrr og nú.
Síðar munu þær Þórunn Sveinbjarnardóttir
alþingiskona, Guðný Hrund Karlsdóttir við-
skiptafræðingur, Kristrún Heimisdóttir lög-
fræðingur og Valgerður B. Eggertsdóttir
laganemi segja örsögur úr sínu pólitíska lífi
og starfi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, rit-
stjóri hins nýja vikublaðs Krónikunnar, flytur
erindi á fundinum sem hún nefnir: Kynlegir
fjölmiðlar. Fundurinn er öllum opinn.
Á ársþinginu, sem hefst kl. 14 með setning-
arræðu formanns, Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur, verður m.a. kjörinn nýr formað-
ur og ný stjórn, auk hefðbundinna ársþings-
starfa.
Opinn fundur
Kvennahreyfingar
Samfylkingarinnar
Rangt nafn
RANGT var farið með nafn föður litlu stúlk-
unnar, sem við sögðum frá í forsíðufrétt í
blaðinu í gær. Rétt nafn er Jóhann Kristján
Eyfells. Beðist er velvirðingar á þessum mis-
tökum.
LEIÐRÉTT
BÍLABÚÐ Benna kynnir nýja kynslóð Porsche
Cayenne-lúxusjeppa nú um helgina.
„Þróun í útliti er ávallt ígrunduð af Porsche
og aldrei róttæk, en í tæknihlutanum er breyt-
ingin öflugri í öllu tilliti. Með nýrri tækni á stýr-
ingar á beinni innsprautun inn í brunahólf
(DFI), þá eykst afl og tog en eyðsla minnkar um
allt að 15%,“ segir í frétt frá Bílabúð Benna.
Slagrými vélanna hefur verið aukið og V8-
vélarnar eru nú búnar Porsche VarioCam Plus-
ventlastýribúnaði sem er nýjung. Hins vegar
hefur hámarksafl Porsche Cayenne Turbo auk-
ist í nákvæmlega 500 hö (368 kW).
Nýr Porsche Cayenne verður frumsýndur á
Vagnhöfða 23, opið verður frá klukkan 12–16 á
laugardag og 13–16 á sunnudag.
Ný kynslóð Porsche Cayenne
KIA umboðið, Laugavegi 172 í Reykjavík,
frumsýnir fjölskyldubílinn KIA cee’d um
helgina.
„KIA cee’d er nettur og rúmgóður fjöl-
skyldubíll sem mætir ýtrustu kröfum mark-
aðarins. Bíllinn er sérhannaður fyrir evrópskar
aðstæður, enda framleiddur í bílaverksmiðjum
KIA í Zilina í Slóveníu. KIA cee’d er hlaðinn
staðalbúnaði,“ segir m.a. í fréttatilkynningu.
Einnig verða til sýnis nýi fjölnotabíllinn KIA
Carens og KIA Sorento-jeppinn.
KIA umboðið, Laugavegi 172 í Reykjavík,
Höldur á Akureyri og Söluumboð Heklu í
Reykjanesbæ verða opin laugardag og sunnu-
dag kl. 12–16. Bílasala Selfoss verður opin á
laugardag kl. 11–16.
Frumsýning á KIA cee’d um helgina
BRIMBORG frumsýnir nú um helgina Ford S-
MAX, nýjasta fjölnotabílinn frá Ford. Frum-
sýningin verður í dag í húsakynnum Brim-
borgar á Bíldshöfða 6 í Reykjavík og á
Tryggvabraut 5 á Akureyri á milli klukkan
12 og 16 og eru allir boðnir velkomnir. Boðið
verður upp á kaffi og kleinur.
Eins og flestir fjölnotabílar rúmar Ford S-
MAX allt að sjö farþega en hefur það fram yf-
ir marga að mjög auðvelt er að leggja öll aft-
ursætin niður og búa þannig til afar rúmgott
farangursrými. Þetta byggir á tækni er nefn-
ist FoldFlatSystem. Í nóvembermánuði hlaut
Ford S-MAX titilinn Bíll ársins í Evrópu 2007
hjá samtökunum Car of the Year en að þeim
standa sjö bílatímarit í jafnmörgum Evr-
ópulöndum.
Ford S-MAX frum-
sýndur hjá Brimborg