Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 49 ✝ Karl Júlíussonfæddist á Karls- stöðum í Arnarfirði 6. febrúar 1933. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 16. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Júlíus Pálsson, bóndi á Karls- stöðum, f. 29. nóv- ember 1886, d. 20. apríl 1974, og Ragn- hildur Jónsdóttir, húsfreyja á Karls- stöðum, f. 13. september 1897, d. 26. apríl 1973. Systkini Karls eru: Einar Vilhjálmur, f. 1925, d. 1999, Jón, f. 1926, d. 1998, Ragnar, f. 1928, Guðlaug Anna, f. 1930, Ást- hildur, f. 1932, Olga Þorbjörg, f. 1934, Dagmar, f. 1938, d. 2004, og Borghildur, f. 1940. Karl var í sambúð með Magneu Ingu Tryggvadóttur og eignaðist með henni soninn Pál Tryggva, f. 16. janúar 1968. Þau slitu sam- vistir. Páll Tryggvi er í sambúð með Finndísi Fjólu Birgisdóttur og á með henni tvær dætur. Ronju Rán, f. 2004, og Ylfu Dröfn, f. 2006. Eftirlifandi sam- býliskona Karls er Sigrún Guðmunds- dóttir. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Óskar Helgason, bóndi á Hólmakoti á Mýr- um, f. 1912, d. 2000, og Gréta Gunn- hildur Sigurð- ardóttir, húsfreyja á Hólmakoti, f. 1907, d. 1994. Synir Karls og Sigrúnar eru: Guðmundur Grétar, kennari, f. 30. október 1980, Sig- urður Rúnar, nemi, f. 10. nóv- ember 1985, og Jón Júlíus, nemi, f. 31. ágúst 1987. Karl vann til sjávar og sveita alla sína tíð. Fyrri hluta ævi sinn- ar vann hann á Vestfjörðum, að- allega í Arnarfirði og Dýrafirði en síðar á Mýrum og í Borg- arfirði. Einnig var Karl á vertíð- um fyrir sunnan. Síðustu 22 árin bjó Karl í Grindavík þar sem hann stundaði fjárbúskap ásamt því að vinna í fiskverkun. Útför Karls verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jæja, pabbi minn, núna hefurðu fengið hvíldina sem þú þráðir. Síð- ustu mánuðir voru afskaplega erf- iðir fyrir þig. En það var alveg ótrú- legt að fylgjast með þér, hvað þú barðist hetjulega og hversu sterkur þú varst. Þær hrósuðu þér allavega mikið stelpurnar á D-deildinni fyrir það hversu duglegur þú varst og þær töluðu um að þær hefðu ekki séð svona sterkan mann áður. Dugnaðurinn var líka fyrir hendi hjá þér allan tímann. Þú gekkst með mér gangana á deildinni í nánast hvert einasta skipti sem ég kom til þín, jafnvel þótt þú ættir erfitt með það. Þú varst mikill göngugarpur þegar þú varst yngri og þú hélst því nafni á lofti allt til enda. Eitt af því sem einkenndi þig var að þú varst alltaf tilbúinn að gefa og hjálpa þeim sem voru í vandræðum eða minna máttu sín. Mér er minn- isstætt frá í vetur þegar þú fréttir af einstæðri móður sem hafði misst allt sitt í bruna. Þó svo að þú værir fár- veikur sjálfur hringdir þú í hana og bauðst henni húsaskjól og peninga. Ég man jafnframt þegar þú gekkst með mér um ganga sjúkradeildar- innar og þú tókst með þér namm- iskálina. Þú bauðst starfsfólki, sjúk- lingum og aðstandendum þeirra að fá sér nammi. Þér þótti svo gaman að gefa. Þú tókst alltaf mikið af myndum og hafðir mikið gaman af að sýna fólki myndir og segja því frá sögu myndanna. Þú varst afskaplega barngóður maður og börn hændust að þér. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir börnin. Að leika við þau og segja þeim sögur. Það var líka svo með okkur bræður. Alltaf hafðirðu tíma fyrir okkur og varst tilbúinn að hjálpa ef á þurfti að halda. Ég man að það voru oft ókunnug börn utan úr bæ sem vöndu komur sínar til þín til að skoða kindurnar þínar. Kindurnar þínar voru þér mikið. Þú hugsaðir um þær af svo mikilli alúð. Þú varst alltaf vanur að tala við þær og varst mikið með þeim þegar þær voru hýstar. Þetta þótti þér það skemmtilegasta, að hugsa um kindurnar þínar. Árlega komu krakkar úr skólum Grindavík- urbæjar til að skoða lömbin þín á vorin. Það þótti þeim afskaplega spennandi og þú varst ekki síður stoltur að fá sýna þeim lömbin þín. Þú fékkst svo sendar heim teikn- ingar af lömbunum frá krökkunum og það þótti þér geysilega skemmti- legt. Þú lagðir mikið upp úr því að eiga fallegar kindur í hinum ýmsu litum. Þú varst afskaplega mannblendin persóna og hélst góðu sambandi við fólk sem þú hafðir kynnst á lífsferl- inum. Mikill sprelligosi og hafðir gaman af því að gantast í fólki. Þú varst jafnframt afskaplega hrein- skilinn maður, kannski stundum fullhreinskilinn, og olli það stundum árekstrum. Húsið þitt, Garðhús, var þér einkar hugleikið. Þér tókst með dugnaði og nægjusemi að eignast allt þetta hús. Það var þinn vilji að húsið yrði gert fínt fyrir 100 ára af- mælið og munum við ganga í það verk. Þinn sonur, Guðmundur Grétar. Mig langar að kveðja með fáein- um orðum gamlan fjölskylduvin okkar, Sigurð Karl Júlíusson eða Kalla eins og hann hefur ætíð heitið í okkar huga. Hverf ég fyrst til haustsins 1955 vestur í Dýrafirði þegar Gulli á Granda kom með Kalla að Lamba- dal því Kalli ætlaði að hjálpa föður mínum að stinga út úr fjárhúsunum. Kalli hafði verið hjá Gulla og Imbu á Tjaldanesi undanfarin ár í vinnu- mennsku. Við fyrstu kynni var Kalli mikil nýlunda fyrir okkur systkinin í Innri Lambadal. Hann varð fljótt meiri félagi og vinur okkar systk- inanna en við áttum að venjast af óskyldu fullorðnu fólki. Sérstaklega urðu yngri systkini mín hænd að honum sem og ég. Í bernsku minni kom Kalli og fór eins og algengt var með ungt farandverkafólk þess tíma en alltaf var hann hjá okkur milli slíkra vinnutarna. Innréttaði hann fyrir sig litla herbergiskytru í gamla járnklædda torfbænum sem við bjuggum í í Lambadal. Ég man að Kalli fræddi okkur um tröll og drauga, nokkuð sem við höfðum ekki haft kynni af til þess tíma. Stóð Kalla greinilega mikil ógn af þeim skepnum og smátt og smátt varð okkur ljóst að hann hafði mátt þola stríðni, harðræði, hrekki og ógnanir á uppvaxtarárum sínum í Arnar- firði. Setti þetta mark á manninn, þannig að hann rakst ekki í hvaða hópi sem var og var oft óþarflega tortrygginn á samtíðarfólk sitt. Eftir að Kalli hafði verið hjá okk- ur tvö til þrjú ár keypti hann sér lít- ið trilluhorn. Fór hann stundum á bátnum um fjörðinn, til Þingeyrar og víðar innfjarðar. Einhverjar bestu bernskuminningar mínar eru frá samfylgd með Kalla á sjó. Lærði ég 9-10 ára gamall að fara með bát- inn og fór í fáein skipti einn með bátinn eftir að hafa farið með Kalla til Þingeyrar. Tvö vor vorum við Kalli og Þórir bróðir í nokkur skipti á innhluta Dýrafjarðar að dorga fyr- ir fisk og ég stundum einn. Veiddum við stundum vel og flöttum aflann í gamalli sjótótt innan við Lamba- dalsána. Var ég upp með mér yfir trausti Kalla til mín varðandi bát- inn. Man ég hve þungt mér reyndist er ég var einn að snúa vélinni í gang og einnig að leggja bátnum við stjóra við fjöruna. Þá þurfti að keyra bátinn löturhægt uns hann kenndi grunns. Hnýta síðan stjóra- tauminn við bátinn og ýta bátnum til baka svo hann flyti. Það gátu verið mikil átök. Seinna var ég talsvert einn með Kalla er hann gætti fjárstofns föður míns í Lambadal, síðasta búskapar- vetur fjölskyldunnar. Voru húsa- kynnin þá stundum svöl hjá okkur Kalla. Síðar hitti ég Kalla er hann bjó á Grænanesi en þá var fjöl- skylda mín flutt suður og ég í sveit hjá öðlingshjónum í fremri Hjarð- ardal. Þá var Kalli farinn að föndra nokkuð við skáldskap sem síðar jókst, Mýrhreppingum til ómældrar dægrastyttingar. Nokkru síðar (er ég var í landsprófi á Núpi) kom ég til Kalla sem þá bjó í Innri-Lamba- dal. Hafði hann nú þroskað skáld- skap sinn meira ásamt að leggja nokkra rækt við framleiðslustörf í gambratunnu er hann geymdi í kjallaranum. Komu sveitungar stundum til að bergja á skáldskap og heimagerðu öli. Var gerður góð- ur rómur að. Þann vetur tók Kalli að sér konu er fylgdi honum nokkur ár. Ekki var hún Kalla happadráttur og fóru í hönd ár með miklu basli og með henni átti hann soninn Pál Tryggva sem foreldrar mínir ólu upp. Hefur hann sum lyndisein- kenni föður síns, er góður við börn og dýr. Nokkru síðar kynntist Kalli Sigrúnu, þeirri happaskútu er sigldi með honum síðan. Fór nú sjór Kalla að kyrrast, þau fluttu til Grindavík- ur, settust þar að og ólu upp þrjá mannvænlega stráka. Með þessu kveð ég minn gamla vin Kalla og sendi fjölskyldu hans samúðar- kveðjur. Ágúst Guðmundsson. Ég kynntist Kalla fyrst fyrir um fimmtíu árum þegar hann kom sem vinnumaður til fjölskyldu minnar í Innri Lambadal í Dýrafirði. Kalli var barngóður og hafði skemmtilega frásagnargáfu. Börn hændust auð- veldlega að honum og mikið fannst mér gaman að sitja í fanginu á hon- um Kalla og hlýða á ævintýrin streyma af vörum hans. Ævintýri sem fjölluðu um prinsa og prins- essur eða bara frásagnir af krökk- um sem hann hafði hitt á ferðum sínum um sveitina. Mér fannst æv- intýrin hans Kalla einstaklega skemmtileg og mikill fengur í að fá hann inn á heimilið. Kalli var vænsti maður og reynd- ist okkur vel í sveitinni. Hann var ljóðelskur og hagmæltur og höfðu ýmsir gaman af kveðskap hans. Ljóðin í Skáldu, ljóðabókinni hans Kalla, vöktu hrifningu okkar systk- inanna jafnt sem sveitunga. Þegar fjölskylda mín brá búi og fluttist til Reykjavíkur nokkrum ár- um síðar, skildu leiðir í bili og höfð- um við lítil samskipti næstu árin. Á þessum árum kynntist Kalli stúlku og eignaðist með henni son. Það samband varaði ekki til frambúðar og nokkrum árum síðar kom Kalli með tveggja ára son sinn, Pál Tryggva, á heimili foreldra minna og bað móður mína að taka dreng- inn að sér. Palli litli hafði þá verið í fóstri á ýmsum stöðum og notið mis- jafnrar umönnunar. Foreldrar mín- ir tóku hann að sér og var hann hjá þeim til sextán ára aldurs. Kalli kom mér oft á óvart því hann framkvæmdi hluti sem margir láta sig aðeins dreyma um. Á fimm- tugsaldri hóf hann sambúð með Sig- rúnu Guðmundsdóttur og keyptu þau Garðhús í Grindavík og settust þar að. Þau innréttuðu þar nokkrar íbúðir sem þau höfðu annað hvort til eigin nota eða leigðu út. Í mínum huga var þarna komin „draumahöll- in“ úr ævintýrunum hans Kalla. Í Grindavík undi Kalli hag sínum vel og þar eignuðust þau Sigrún þrjá efnilega syni sem Kalli var afskap- lega stoltur af. Kalli var félagslyndur og ræktaði samband sitt við vini og kunningja. Hann sagði meiningu sína án þess að hafa áhyggjur af skoðunum ann- arra og olli það stundum árekstrum. Við Kalli héldum alltaf sambandi og spjölluðum öðru hverju saman í síma. Það gaf mér tækifæri til að fylgjast með því sem hann var að fást við hverju sinni. Bjartsýni var einn af góðum eig- inleikum Kalla. Hann hafði ánægju af dýrum, var þeim sérlega góður og í Garðhúsum var hann svo heppinn að hafa aðstöðu til að vera með nokkrar kindur á fóðrum. Hann hafði næg verkefni og stundum undraðist ég hve stórhuga hann var og fylginn sér í því sem hann tók sér fyrir hendur. Það má segja að loka- verkefni Kalla hafi verið barátta hans við krabbameinið. Því verkefni hafði hann hug á að ljúka á annan veg en raun varð á. Ég vil þakka Kalla samfylgdina og votta Sigrúnu, Gumma, Sigga, Júlla og Páli Tryggva og fjölskyldu hans samúð. Minningin um Kalla mun lifa. Gunnjóna Una Guðmundsdóttir. Ég vil með nokkrum orðum minn- ast Karls Júlíussonar sem lést hinn 16. febrúar sl. Kalli, eins og hann var ávallt kallaður, kom í vinnu- mennsku til foreldra minna að Innri-Lambadal í Dýrafirði haustið 1955. Þá var ég á þriðja ári og kynni okkar stóðu æ síðan. Alltaf var stutt í gamansemina hjá Kalla við okkur krakkana. Allar minningar mínar um Kalla taka mið af kynnum okkar meðan hann var einn af fjölskyldunni í Innri-Lamba- dal. Þrátt fyrir misjöfn kjör í æsku, stríðni og harðræði sumra í hans garð, eins og hann trúði mér fyrir seinna á lífsleiðinni, var hann með eindæmum barngóður. Börn löðuð- ust að honum og alla tíð sýndi hann þeim mjög mikið umburðarlyndi og þolinmæði. Ef kastaðist í kekki á milli okkar systkinanna eins og svo oft getur gerst í systkinahópi gat Kalli ekki á heilum sér tekið fyrr en allir voru orðnir sáttir. Þegar ég hugsa til baka þá er margs að minnast, m.a. að þegar Kalli var hjá okkur í sveitinni keypti hann sér skektu. Ef gott var veður fékk ég stundum að fara með í róður til að veiða í soðið. Í minningunni var aflinn rígaþorskur sem var flatt- ur og saltaður í tóftinni af gamla naustinu þegar heim var komið. Kalli fylgdist vel með öllum nýj- ungum og þegar segulböndin fóru að koma til sögunnar keypti hann eitt slíkt og kom með það heim. Brugðið var á leik og talað var inn á bandið, síðan hlustað á og haft gam- an af. Kalli hafði einstakt lag á dýr- um og umgekkst hann þau af vænt- umþykju og samviskusemi. Alla tíð naut hann þess að eiga nokkrar kindur til að líta eftir. Eftir að við fluttum til Reykjavík- ur árið 1960 bjó Kalli áfram vestur í Dýrafirði, en kom alltaf í heimsókn er hann átti leið suður. Fyrir vestan kynnist Kalli Magneu Ingu Tryggvadóttur og áttu þau saman soninn Pál Tryggva 1968. Ekki ent- ist sambúð Kalla og Ingu lengi og árið 1970 kom Kalli með Pál Tryggva til móður minnar og bað hana um að taka Pál í fóstur. Hjá okkur var Páll Tryggvi til sextán ára aldurs. Páll hafði það frá föður sínum að hann var mjög barngóður og átti auðvelt með að laða börn að sér. Eins var það með væntumþykj- una gagnvart dýrum. Upp úr 1975 urðu þáttaskil í lífi Kalla er hann kynntist Sigrúnu Guðmundsdóttur frá Hólmakoti á Mýrum. Varð hún fasti punkturinn í lífi hans frá fyrstu stundu og stofn- uðu þau heimili sitt í Grindavík. Þar eignuðust þau synina Guðmund Grétar, Sigurð Rúnar og Jón Júlíus. Hann var stoltur af strákunum sín- um og oft sagði hann mér frá því hvað þeir væru að fást við og hvað þeir ætluðu að verða og hann studdi þá í hvívetna í leik og starfi. Í haust er við ræddum saman og hann sagði mér frá veikindum sín- um varð mér ljóst að það styttist í ævikvöldið hjá Kalla. Nú þegar hann er farinn á ég ekki eftir að svara í símann og heyra kunnuglega rödd segja: „Komdu sæll, ég ætlaði bara að heyra hvernig þið hefðuð það.“ Með þessum orðum vil ég kveðja tryggan mann sem var mér kær. Þórir Örn, Þingeyri. Karl Júlíusson Inga bernskuvin- kona spurði mig hvort ég vissi að Guðrún Sigríður væri dáin, ég vissi það ekki enda ekkert samband verið milli okkar utan þess að hafa hist á förnum vegi, en ekki mörg undanfarin ár, ég bú- andi þá í öðru bæjarfélagi. Ég fylltist alltaf gleði að hitta hana, fannst hún skemmtileg, drífandi. Höfðum stundum sungið saman í kór, og ég vissi að Guðrún var þá barnakennari, taldi að það ætti vel við hana, ákveðin og hlýleg. Upphaf okkar kynna var að Inga þekkti Guðrúnu úr Melaskólanum, Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir ✝ Guðrún Sigríð-ur Friðbjörns- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 27. apríl 1944. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 15. jan- úar síðastliðinn og var jarðsungin frá Fossvogskapellu 26. janúar. þær árinu eldri, og mál þróuðust þannig að við stofnuðum fé- lag sem hét Þrjár jafnfljótar, en það var göngufélag, og var áreiðanlega hug- mynd síðarnefndu. Við ætluðum að ganga mikið, og halda dagbók um ferðirnar. Fyrsta ferðin var þannig að við gengum frá heim- ilum okkar vestur í bæ alla leið að Elliða- ánum, skoðuðum stífluna, settumst niður með nestið okkar og ákváðum nafn félagsins. Þetta átti vel við mig, ævintýra- mennska og gönguferðir, það voru þreyttar en ánægðar 11–12 ára stelpur sem komu heim til sín þann dag. Við stöllur vottum að- standendum og vinum samúð. Hefði viljað ganga með henni oft- ar. Blessuð sé hennar minning. Norma E. Samúelsd. LEGSTEINAR Tilboðsdagar Allt að 50% afsláttur af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.