Morgunblaðið - 24.02.2007, Síða 56

Morgunblaðið - 24.02.2007, Síða 56
|laugardagur|24. 2. 2007| mbl.is staðurstund Forest Whitaker þykir hörku- góður sem Idi Amin í myndinni Síðasti konungur Skotlands sem frumsýnd var í gær. » 60 kvikmyndir Vetrarhátíð í Reykjavík lýkur með tónleikum frönsku rokk- hljómsveitarinnar Dionysos í Hafnarhúsinu í kvöld. » 59 tónlist Sem fyrr verður tekist á við fyrripart í útvarpsþættinum Orð skulu standa sem er á dag- skrá í dag. » 61 útvarp Birta Björnsdóttir veltir því fyr- ir sér hverjir beri sigur úr být- um á komandi Óskarsverð- launahátíð. » 57 af listum Í Tölunni 23, sem var frumsýnd í gær, leikur Jim Carrey mann sem er heltekinn af bók sem ber titil myndarinnar. » 58 kvikmyndir Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Þó að Ólöf Arnalds sé núfyrst að gefa út plötu meðeigin efni hefur hún veriðvirk í tónlistarlífi landans í meira en tíu ár. Kornung söng hún með hljómsveitinni Mósaík á Mús- íktilraunum árið 1995, en í þeirri sveit var gítarleikari Benedikt H. Hermannsson, Benni Hemm Hemm. Það væri að æra óstöðugan að telja upp öll þau verkefni sem hún hefur tekið þátt í síðan þá, en áberandi að undanförnu hefur verið vinna henn- ar með múm og Skúla Sverrissyni. „Ólafarlegt“ Plata Ólafar heitir Við og við, plata sem er falleg að innan sem ut- an, en umslagið er eins og lítil barna- bók. Hönnuður er vinkona Ólafar, Sara Riel. „Það var smábras að koma þessu í gegn,“ segir Ólöf. „Ég sit t.d. sjálf við og lími vasann, sem geymir sjálf- an diskinn, inn í bókina. En mér finnst fínt að þessu fylgi smávegis heimaiðnaður.“ Ólöf hefur eins og áður segir léð hinum ýmsu tónlist- armönnum og hljómsveitum krafta sína í gegnum tíðina. „Þar ber maður ekki einn hitann og þungann af útkomunni, þannig að þessi plata er ný upplifun fyrir mér. Ég ber ábyrgðina og stend og fell með því sem á henni er.“ Tilurð plöt- unnar liggur í því að Ólöf byrjaði að semja lög ein fyrir u.þ.b. tveimur ár- um, lög sem hún vissi ekki almenni- lega hvað ætti að gera við. „Ég vissi ekki alveg hvað mér fannst en svo þegar ég fór að vera minna feimin byrjaði ég að bera þau undir vini og félaga. Ég spurði hvort þeim fyndist þetta ekki eitthvað skrítið en ég fékk oftast þau svör að þau væru þvert á móti mjög „Ólaf- arleg“. Ég fór í lokin að sætta mig vel við þá skýringu og leyfði lög- unum þá bara að vera eins og þau væru, þau yrðu bara að hafa sinn gang. Það má segja að ég hafi ákveð- ið að hlýða lögunum og tekið að þjónusta þau.“ Meiri tónlist Ólöf segir að samstarf sitt og Skúla Sverrissonar á plötu hans Ser- iu hafi haft mikil áhrif á Við og við. „Ég var nefnilega í miklum vand- ræðum með textagerð og var að semja texta á ensku sem mér fannst frekar hjákátlegir. En svo þegar ég samdi texta við lagið „Vaktir þú“ á Seriu opnaðist eitthvað. Snjóbolti fór að rúlla og textarnir komu einn af öðrum. Textarnir hjálpuðu svo upp á lagasmíðarnar, ákveðið texta- brot kallaði kannski á viðlag o.s.frv.“ Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós sá um að taka plötuna upp og veitti Ólöfu góð ráð í gegnum ferlið. „Flestar tökurnar eru heilar tök- ur, þ.e. söngur, gítar og strengja- kvartett t.d. eru í gangi samtímis,“ segir Ólöf. „Svo var einhverju bætt við eftir á. Þá tókum við þetta upp á segulband.“ Það var ekki knýjandi þrá sem rak Ólöfu endilega í plötu- gerðina, það var meira þannig að tónlistin sjálf stýrði henni í hana. „En vissulega hef ég haft löngun til að gera sólóplötu frá fyrstu tíð. Ég sagði einu sinni við Söru þegar við vorum litlar að einhvern tíma ætlaði ég að gera plötu og þá myndi hún búa til umslagið. Sá draumur hefur nú ræst. Það var góð tilfinning sem fylgdi því að gera þessa plötu og ég finn að eftir að hún kláraðist þá opn- aðist fyrir fullt af nýjum hug- myndum. Ég get því ekki beðið eftir því að fara að gera meira af tónlist.“ Útgáfutónleikar Ólafar Arnalds verða svo á NASA hinn 21. mars. Farið að lögum Morgunblaðið/Kristinn Ólöf Arnalds „Ég vissi ekki alveg hvað mér fannst en svo þegar ég fór að vera minna feimin, byrjaði ég að bera þau undir vini og félaga,“ segir Ólöf Arnalds sem fékk önnur viðbrögð en hún bjóst við. Tónlistarkonan Ólöf Arnalds gefur út sína fyrstu sólóplötu Sú fyrsta Umslag fyrstu sólóplötu Ólafar Arnalds, Við og við. TÓNLISTARSKÓLINN í Reykja- vík heldur seinni hljómsveit- artónleika sína á þessu starfsári í Neskirkju í dag klukkan 17. Tvisvar á ári fer fram keppni meðal nemenda skólans um að fá að koma fram sem einleikari á tón- leikum hljómsveitar skólans. Að þessu sinni eru það þær Rannveig Káradóttir sópransöngkona og Sól- rún Gunnarsdóttir fiðluleikari sem spreyta sig í hlutverki einleik- aranna. Sólrún segir þetta verða sína fyrstu einleikstónleika og var að vonum spennt. „Ég hef æft á fiðlu í 14 ár, þar af sex í Tónlistarskólanum,“ sagði hún í samtali við Morgunblðið í gær. „Ég held þó að maður verði aldrei fullnuma fiðluleikari heldur haldi áfram að læra svo lengi sem maður spilar.“ Aðspurð um keppnina meðal nemenda skólans segir Sólrún nem- endur æfa 15 mínútna tónverk, aríu eða eitthvað annað að eigin vali til að leika fyrir dómnefnd, sem skipuð er formönnum deilda skólans. „Venjulega er einn nemandi val- inn en við Rannveig vorum jafnar í ár,“ sagði Sólrún. Mozart og Vivaldi Rannveig sagði það hafa komið sér á óvart að verða fyrir valinu. „Ég var viss um að Sólrún yrði valin en það var mjög gaman að við skyldum fá að koma báðar fram. Það var líka sérstaklega skemmti- legt í ljósi þess að söngvari hefur aldrei verið valinn í keppninni,“ sagði hún í samtali við Morg- unblaðið í gær. Rannveig er á þriðja ári í söng- námi en sneri sér nýverið að klass- ískum söng. „Ég tók þátt í Idolinu á sínum tíma og æfði djasssöng,“ segir Rannveig en nú á sópransöngurinn hug hennar allan. Rannveig ætlar að syngja aríur eftir Mozart, Dvorák og Rachm- aninoff og Sólrún leikur Rómönzu eftir Árna Björnsson og „Vetur“ úr árstíðunum eftir Antonio Vivaldi. Hljómsveitin flytur einnig forleik að leikritinu Nýársnóttinni eftir Árna Björnsson og svítu eftir Bizet sem byggð er á tónlist úr óperunni Carmen. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafs- son. Lærir svo lengi sem spilar Morgunblaðið/ÞÖK Einleikarar Sólrún Gunnarsdóttir og Rannveig Káradóttir fá að spreyta sig á hljómsveitartónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík í Neskirkju í dag. » Það var mjög gamanað við skyldum fá að koma báðar fram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.