Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING BRESKA skáldið Harold Pinter mun leika aðal- hlutverkið í sínu eigin leikriti, Heimkomunni (Homecoming), í uppfærslu einnar af útvarps- stöðvum Breska ríkisútvarpsins, BBC. Það er hlutverk hins ráðríka fjölskylduföður Max sem Pinter mun spreyta sig á en hann hefur áð- ur leikið son Max, Lenny, í sviðs- uppfærslu árið 1969. Heimkoman er frá 1964 og var fyrst sett upp árið 1965, þá í leik- stjórn einnar af stærstu stjörnum bresks leikhúss, Peters Halls. Sex persónur koma við sögu leikritsins, þar af fimm karlmenn. Þar segir frá því er bandarísk eiginkona elsta son- arins heimsækir fjölskyldu eig- inmanns síns í London í fyrsta skipti. Mikil kynferðisleg spenna einkennir verkið. Talsmaður Radio 3 kvað forsvars- menn útvarpsstöðvarinnar vera hæstánægða með að geta boðið hlustendum sínum upp á þessa sögu- legu uppfærslu. Hann sagði það sömuleiðis fagnaðarefni að stöðin gæti með þessu móti haldið áfram farsælu samstarfi við Pinter, en í október í fyrra fagnaði Radio 3 75 ára afmæli hans með 45 mínútna löngu verki, Röddum (Voices), þar sem Pinter skeytti saman völdum köflum úr leikritum sínum. Pinter hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2005. Skömmu áð- ur hafði hann tilkynnt að hann hygð- ist hætta að skrifa fyrir leikhús og beita sér í auknum mæli á pólitíska sviðinu og sinna ljóðagerð. Heimkomunni verður útvarpað sunnudaginn 18. mars. Pinter í eigin verki Leikur Max í Heimkomunni Harold Pinter HUNDRAÐ og sjötíu gömul mál- verk úr lista- verkaeigu nas- istaforingjans Hermanns Gör- ings eru á leiðinni á uppboð, ári eftir að þeim var skil- að til erfingja upprunalegs eig- anda. Er þetta nýjasta dæmið um listaverk, sem nasistar stálu í seinni heimsstyrjöld- inni, sem fara umsvifalaust á uppboð eftir að þeim hefur verið skilað til lögmætra eigenda. Umrædd verk verða boðin upp í vor á vegum Christie’s-uppboðs- hússins og er búist við að fyrir þau fáist á bilinu 1,5–2,5 milljaðar króna, en þar er m.a. að finna landslags- málverk eftir listmálarann Salmon van Ruysdael. Að sögn The Guardian er um að ræða málverk sem tilheyrðu áður safni Jaques Goudstikker. Goud- stikker þessi var virtur hollenskur listaverkasafnari sem flúði heima- land sitt árið 1940, þegar nasistar nálguðust Holland, og skildi safn um 1.400 verka eftir. Goudstikker lést á flóttanum er hann féll niður um hlera á skipi og hálsbrotnaði. Fáeinum dögum eftir brotthvarf hans kom Göring í gallerí Goud- stikkers og keypti gjörvallt safnið fyrir smánarlega upphæð. Eftir stríðið komst stór hluti verkanna í hendur hollenskra yfirvalda. Eftir löng málaferli var þeim hins vegar skilað til erfingjanna, og urðu marg- ir til þess að lýsa yfir áhyggjum af örlögum verkanna í kjölfarið. Nasistaþýfi á uppboð Jacques Goudstikker KARLAKÓRINN Þrestir heldur upp á 95 ára starfs- afmæli sitt með tónleikum í Hásölum í Hafnarfirði í dag. Kórinn var stofnaður í Hafn- arfirði 19. febrúar 1912 af Frið- riki Bjarnasyni tónskáldi og er því elsti karlakór landsins. Ár- ið 1975 var gefin út fyrsta hljómplata Þrasta en síðasta útgáfan var í tilefni 90 ára af- mælis kórsins árið 2002. Þá kom út geisladisk- urinn Sveinar kátir syngið! Í tilefni afmælisins kemur út geisladiskurinn Þrestir 95. Stjórnandi Þrasta er Jón Kristinn Cortez, en píanóleikari er Jónas Þórir. Kórtónleikar Þrestir fagna 95 ára afmæli Merki Þrasta. GUÐRÚN Ingimarsdóttir sópransöngkona, Alex Auer flautuleikari og Kurt Kopecky píanóleikari koma fram á tón- leikum í Iðnó í Vonarstræti í kvöld á Vetrarhátíð í Reykja- vík. Flutt verða verk fyrir sópran, flautu og píanó eftir m.a. M. Emmanuel, Delibes, Adam, Rossini og Donizetti. Guðrún hefur tekið þátt í fjölda óperuuppfærslna í Bret- landi og Þýskalandi og komið fram á fjölmörgum tónleikum í Bretlandi, Ítalíu og Þýskalandi, m.a. með óperuhljómsveitinni í München. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. Tónleikar Sópran, flauta og píanó í Iðnó Guðrún Ingimarsdóttir Á SUNNUDAGINN mun einn fremsti orgelleikari af yngri kynslóðinni, hinn franski Vin- cent Warnier, halda tónleika á vegum Listafélags Hallgríms- kirkju. Warnier er organisti Saint-Etienne-du-Mont kirkj- unnar í París en nýtur einnig hylli sem einleikari. Tónleikarnir eru skipulagðir í tengslum við frönsku menn- ingarhátíðina Pourquoi Pas? Franskt vor á Íslandi sem nú stendur yfir. Þeir hefjast klukkan 17 og standa í rúma klukkustund. Miðaverð er 2.000 krónur, 1.200 krónur fyrir nem- endur og eldri borgara en ókeypis er fyrir börn. Orgeltónleikar Vincent Warnier í Hallgrímskirkju Vincent Warnier Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Í AÐALSAL Kringlubíós verður innan skamms hægt að horfa á kvik- myndir í þrívídd. Dagana 17.–19. mars munu starfsmenn frá fyr- irtækinu RealD setja upp tilheyr- andi tækjabúnað í salnum og er stefnt á að frumsýna þrívídd- artölvuteiknimyndina Meet the Robinsons hinn 30. sama mánaðar. Að sögn Björns Árnasonar hjá Sambíóunum er um að ræða nýja tækni sem RealD er í fararbroddi fyrir. Hinar þrívíðu kvikmyndir eru að hans sögn mun skýrari og dýptin meiri en hingað til hefur þekkst. Einnig kemur það til að farið er að notast við stafrænar sýningarvélar. Fyrir vikið verður myndin skarpari. „Það verður enginn svikinn af því að upplifa þetta. Ég sá þetta sjálfur í London um daginn og það var alveg magnað,“ segir Björn og bætir því við að í stað gömlu pappagler- augnanna sé farið að nota gæðalegri og fullkomnari gleraugu. Vaxandi markaður Björn áætlar að til að byrja með verði sýnd ný þrívíddarmynd annan hvern mánuð í Kringlubíói en svo sjái aðstandnedur Sambíóanna fram á að sýna þéttar þegar fram líða stundir. „Þetta er að fæðast núna og ekki um margar myndir að ræða í upphafi. Meet the Robinsons er fyrsta stóra stúdíómyndin sem er framleidd sérstaklega fyrir þessa tækni og svo koma nokkrar í kjöl- farið.“ Hann segist þess þó fullviss að framleiddar verði sífellt fleiri þrí- víddarmyndir. „Nú eru ein- staklingar með góða myndvarpa, heimabíó og hágæðasjónvörp heima hjá sér. Þess vegna þurfa kvik- myndahúsin að gera eitthvað öðru- vísi, til að fólk finni hjá sér ástæðu til að fara í bíó.“ Í grein sem birtist í nýjasta tölu- blaði hins virta kvikmyndatímarits Variety er tekið undir forspá Björns um vaxandi hlut þrívíddarmynda í framleiðslu helstu kvikmyndavera heims. Nú þegar séu nokkar þrí- víddarmyndir í framleiðslu en enn sem komið er sé hins vegar líklegt að meira úrval verði af vinsælum eldri myndum, sem yfirfærðar hafi verið á þrívíddarsnið, en nýsköpun. Þannig mun George Lucas t.d. skoða þann möguleika að flytja Stjörnustríðsmyndabálkinn yfir á slíkt snið. Gæði hinna eiginlegu þrí- víddarmynda taka hinum yfirfærðu myndum hins vegar fram, að sögn Björns. Einnig kemur fram í Variety að sífellt fleiri kvikmyndahús búi sig nú undir að geta boðið upp á sýn- ingar slíkra mynda, einmitt til að bregðast við tækninýjungum sem gera upplifun á kvikmyndum heima fyrir sífellt auðveldari og ánægju- legri. Að horfa á þrívíddarmyndir heima í stofu sé hins vegar ekki inni í myndinni né sé hægt að afrita slík- ar myndir á heimilistölvuna. „Í dag eru einungis 250 kvik- myndasalir útbúnir fyrir [sýningar á þrívíddarmyndum] í heiminum. Sú tala ætti að tvöfaldast á næstu tveimur mánuðum – og fjórfaldast fyrir loks árs 2007,“ fullyrðir blaða- maður Variety sannfærður um að í þetta sinn sé þrívíddarbíó komið til að vera, ólíkt fyrri tilraunum. Margir möguleikar Í umfjöllun Vaiety segir að kostn- aður við að umbreyta venjulegum sýningarsal, með stafræna sýning- arvél, sé á bilinu 1,5 til tvær millj- ónir króna. Björn staðfestir að það sé ekki fjarri lagi en starfsmenn RealD munu m.a. setja upp nýtt sýningartjald, svokallað silfurtjald, koma sérstakri linsu fyrir framan á sýningarvélinni og setja stafrænan kubb inn í vélina. „Það er mikið af möguleikum fyr- ir utan kvikmyndasýningar, hvort sem um er að ræða t.d. útsendingu íþróttaviðburða eða sýningu dýra- lífsmynda,“ útskýrir Björn um hvernig þrívíddarsalurinn muni not- ast og segir að Sambíóin muni skoða alla slíka möguleika. „Alveg magnað“ Sambíóin opna þrívíddarsal í Kringlubíói í næsta mánuði  Kvikmyndatímaritið Variety spáir miklum uppgangi í gerð þrívíddarkvikmynda á næstu árum Þrívídd Þessar skrautlegu persónur úr teiknimyndinni Meet the Robinsons verður hægt að sjá í þrívídd í aðalsal Kringlubíós frá og með 30. mars nk. Í HNOTSKURN » Frumsýningarmyndin í nýj-um þrívíddarsal Sambíóanna verður Meet the Robinsons frá Disney-kvikmyndaverinu. » Í dag eru um 250 þrívídd-arsalir í heiminum öllum. Tímaritið Variety spáir fjórföld- un fyrir árslok 2007. » ÓskarsverðlaunaleikstjórinnJames Cameron frumsýnir þrívíddarmyndina Avatar sum- arið 2009. » Í þrívíddarsal er einnig hægtað horfa á venjulegar kvik- myndir. HÁTÍÐ til heiðurs hinum heims- þekkta danshöfundi Merce Cunn- ingham hófst í gær í Miami og stendur til sunnudagsins 4. mars. Hátíðin nefnist Merce Miami og er hljómsveitin Sigur Rós á meðal þeirra sem koma þar fram. Sigur Rós flytur tónlist við dansverkið Split Sides á sunnudaginn en þar er á ferð 40 mínútna verk, í tveim- ur hlutum, og er tónlistin eftir Sigur Rós og Radiohead. Þegar verkið var frumsýnt í New York í október 2003 spilaði hvor sveitin í 20 mínútur og spann tónlistina á staðnum. Meðan hátíðin hverfist um dans- verk Cunninghams verður einnig hægt að sækja tónleika þar sem leikin verður tónlist sem samin hefur verið við verk hans. Þann 25. janúar sl. hófst svo í samtíma- listasafninu í Miami sýning helguð listamönnum sem hannað hafa búninga og sviðsmyndir fyrir dansflokk Cunninghams. Ólafur Elíasson kemur þar við sögu þar sem verkefni hans um veðrið, sýn- ing í túrbínusal Tate Modern- safnsins í London 2003, gegndi í skamman tíma hlutverki sviðs- myndar fyrir dansflokkinn. Sigur Rós heiðrar Cunningham Morgunblaðið/Sverrir Merce Cunningham Dansflokkur hans sýndi tvö verk á stóra sviði Borgar- leikhússins árið 2002 og var hinum roskna danshöfundi einkar vel tekið. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.