Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 37 ÞAÐ mun ekki fordæmalaust að skipstjóri losi sig við stýrimann sem þykir svo efnilegur að honum finnst stöðu sinni ógnað. Hefði einhver sagt í mín eyru fyrir nokkru síðan að Guðjón Arnar Krist- jánsson myndi fylla þann flokk, hefði ég reiðst fyrir hans hönd, en lengi skal manninn reyna. Magnús Þór Hafsteinsson er ekki leiðtogaefni.Fyrir til- viljun skolaði honum á fjörur Frjálslynda flokksins í aðdraganda alþingiskosninga en þá var hann mjög í sviðs- ljósinu sem fréttamað- ur. Ástæðan fyrir því að hann valdist í fyrsta sætið var að hann þótti fríðari en Grétar Mar. Einkennilegt andrúmsloft mætti mér þegar ég kom á landsfundinn. Nokkuð var liðið á daginn og at- kvæðagreiðsla að hefjast. Öngþveiti ríkti í biðröðum og einn mann hitti ég sem var svo ruglaður að hann hélt að hann væri staddur í prófkjöri. Í anddyrinu hitti ég einn af forkólfum Nýs afls. Hann fagnaði mér glað- klakkalegur og greinilegt var að hann taldi stuðning minn vísan. „Ertu kominn með tossamiða?“, var fyrsta spurningin. Ég varð víst held- ur langleitur en hann útskýrði að smalamenn hefðu útbúið lista yfir fólk sem hjörðin skyldi kjósa. Seinna féllu orð sem leiddu mig í allan sann- leika um göfgi málstaðarins: „Við ætlum að sjá til þess að Sverrir Her- mannsson endi ævina áhrifalaus og útskúfaður úr íslenskri pólitík“. Ég ætla að láta vin minn, sem þetta sagði, njóta nafnleyndar. Margt hef- ur verið sagt um Sverri Her- mannsson en hatursmenn hans eiga það sameiginlegt að hafa einhvern tíma látið í minni pokann fyrir hon- um. Ég dreg ekki í efa að reiði þeirra kunni að vera réttlát en það eru sjúkir menn sem yfirfæra óvild sína í garð Sverris Hermannssonar yfir á dóttur hans. Niðurstaða fundarins er reið- arslag fyrir flokkinn. Öllum er ljóst að Margrét getur ekki starfað innan flokksins eftir ósigur í varafor- mannskjöri í kjölfar brottrekstrar úr stöðu framkvæmdastjóra. Aðför- in að Margréti Sverrisdóttur er heimskulegasti afleikur sem hugsast getur. Án hennar hefur flokkurinn ekki þá breidd sem þarf. Til þessa hefur Guðjón Arnar notið óskoraðs trausts og margir létu hollustu við formanninn ráða at- kvæði sínu. Það er þyngra en tárum taki að þegar flokkurinn var að ná þeirri stærð að rúma þau bæði, skyldi Guðjón reynast of lítill fyrir flokkinn. Eftir stendur formað- urinn, með þá Magnús og Sigurjón að ógleymdu Nýju afli með sín 1500 at- kvæði, eftir að hafa kastað frá sér kosningasigri sem við blasti og hefði breytt landslagi íslenskra stjórn- mála til frambúðar. Ekki get ég séð að flokknum sé mikill styrkur af ein- um fallkandidat úr Samfylkingunni og þótt „sleggjan“ sé öflug þá kemur hún ekki í stað kjósenda og gaman verður að sjá hvernig Magnúsi gengur að láta Guðjón Arnar koma þessum nýja liðsmanni undir flokks- aga. Þetta er endastöð Guðjóns í póli- tík. Magnús hefur ítrekað talað um Frjálslynda flokkinn sem klofnings- brot úr Sjálfstæðisflokknum þótt það komi frjálslyndum spánskt fyrir sjónir. Kannski hann leiti í móð- urfaðminn. Annars nenni ég varla að eyða orðum á Magnús og ras- istabullið. Það eru engir rasistar í Frjálslynda flokknum og ekki í Nýju afli svo ég viti, en það er augljóslega ætlun þeirra Magnúsar að fiska í þeim fúla pytti og verður örugglega ágengt. Þaðan mun berast liðsauki sem dugir til að fæla burt það sem eftir er af upprunalegu fylgi flokks- ins. Nýtt afl er sorglegt fyrirbæri. Þarna eru menn sem hafa beitt sér fyrir góðum málum. Þeir hafa reynt fyrir sér í öðrum flokkum en alltaf orðið undir. Þeir eru ötulir, en verð- ur aldrei neitt ágengt vegna þess að drifkrafturinn er beiskja vegna gamalla ósigra. Það var brýn þörf að hefja umræðu um málefni innflytj- enda en ábyrgðarlaust að kynda undir útlendingahræðslu með tali um að flokka menn eftir uppruna og trúarbrögðum. Guðjóni er vorkunn. Eftir þessi mök við Nýtt afl á hann sér ekki viðreisnar von. Hann hafði vonda ráðgjafa sem ólu á ótta hans við Margréti. Gamli kjarninn í flokknum hefur frá upphafi litið á hana sem framtíðarleiðtoga. Vissu- lega mátti Guðjón Arnar verja stöðu sína en hann hafði ekki siðferðilegan rétt til að gefa fyrirmæli um hverjir skyldu kjörnir til trúnaðarstarfa, ekki að reka úr starfi farsælan fram- kvæmdastjóra sem gefið hefur flokknum alla krafta sína og umfram allt mátti hann ekki gera bandalag við fimmtu herdeild pólitískt aft- urgenginna undirróðursmanna. Kannski tekst flokknum að draga fram lífið fram yfir næstu kosningar á atkvæðum þeirra sem óttast músl- ima en ég vona ekki því það verður ekki sá flokkur sem ég tók þátt í að stofna. Mér er þungt í skapi því flokkurinn minn er feigur. Bana- mein hans er lítilmennska. Hugleiðingar að loknum landsfundi Trausti Þórðarson fjallar um málefni Frjálslynda flokksins »Mér er þungt í skapiþví flokkurinn minn er feigur. Banamein hans er lítilmennska. Trausti Þórðarson Höfundur er fyrrverandi sjómaður. MIKLAR árásir hafa dunið á Frjálslynda flokknum síðustu mánuði, einna helst vegna stefnu hans í málefnum inn- flytjenda. Ægir Geir- dal fjallar um stefnu Frjálslynda flokksins í Morgunblaðinu þriðjudaginn 20. febrúar. Þar gerir hann lítið úr þeirri stefnu Frjálslynda flokksins að útlend- ingar sem hingað koma til búsetu skuli framvísa sakavottorði við komuna til lands- ins. Þann sama dag birtast fregnir í fjöl- miðlum um hugs- anlega klámráðstefnu í Reykjavík. Nú hafa þeir aðilar sem mót- mæltu stefnu Frjáls- lynda flokksins umpólast og vilja nú að Íslendingar ráði hverjir koma til landsins, varla gerist tvískinnungurinn meiri. Nú liggur sú staðreynd fyrir að árlega koma hingað í þúsundatali útlendingar til búsetu og má búast við að þeim fjölgi gríðarlega. Viljum við Íslendingar allt þetta flæði? Viljum við fá tugþúsundir nýbúa árlega inn í efnahags-, vel- ferðar- og heilbrigð- iskerfið okkar? Heldur velferðar- og heil- brigðiskerfið velli þeg- ar slík aukning verður á lágtekjufólki? Hafa verið gerðar ráðstaf- anir varðandi þá er- lendu glæpahringi sem eru að skjóta hér rótum? Frjálslyndi flokk- urinn er eini flokk- urinn sem hefur þorað að taka afstöðu í mál- efnum innflytjenda og gagnrýnum við harð- lega stjórnvöld fyrir stefnuleysi í þeim mál- um. Sú skoðanakúgun sem ríkir í málefnum innflytjenda er með öllu óviðunandi. Ísland er heimilið okkar og að sjálfsögðu eigum við að ráða hverjir setjast hér að. Ísland er heimilið okkar Viðar Guðjohnsen fjallar um málefni innflytjenda Viðar H. Guðjohnsen » Viljum við fátugþúsundir nýbúa árlega inn í efnahags-, velferðar- og heilbrigð- iskerfið okkar? Höfundur er lyfjafræðinemi og í for- svari fyrir ungliðahreyfingu Frjáls- lynda flokksins. Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu flugsætunum til Austurríkis. Flogið verður í beinu morgunflugi til Salzburg. Frábær aðstaða fyrir skíðamenn er t.d. í Zell am See, Flachau og Lungau. Fjöldi af lyftum og allar tegundir af brekkum, eftir óskum og getu hvers og eins, snjóbretti og gönguskíði ekki undan- skilin. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Skíði í Austurríki 3.-10. mars frá kr. 19.990 Síðustu sætin Nú eru síðustu forvöð að fara á skíði til Austurríkis með beinu morgunflugi. Verð kr. 39.990 Vikuferð á Pension Moser Innifalið: Flug, skattar og gisting á Pension í Schüttdorf í tvíbýli með morgunmat í 7 nætur, 3. -10. mars. Netverð á mann. Verð kr. 59.990 Vikuferð á hótel Neue Post Innifalið: Flug, skattar og gisting á Hótel Neue Post  í Zell am See í tvíbýli með morgunmat í 7 nætur, 3.-10. mars. Netverð á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, 3. -10. mars. Netverð á mann. SAMFYLKINGARFÓLK í Hafnarfirði, sem styður stefnu flokksins á landsvísu og er andvígt stækkun álversins í Straumsvík, hefur átt erfitt með að koma mál- stað sínum á framfæri við kjós- endur, áður en Hafnfirðingar greiða atkvæði um málið hinn 31. mars nk. Þetta er ójafn leikur. Annars vegar er auðhringur með fullar hendur fjár, sem er sagður hafa eytt þegar fyrir áramót 80– 100 milljónum króna í kosningaá- róður. Almannasamtökin Sól í Straumi eru sögð hafa eytt 60 þús- undum á sama tíma. Bæjaryfirvöld hafa enn ekki sinnt þeirri sjálf- sögðu kröfu, að þau styrki al- mannasamtökin til að gera þeim kleift að koma upplýsingum og röksemdum andstæðinga álvers- stækkunar á framfæri við kjós- endur, áður en þeir ganga að kjör- borðinu. Ákvörðun bæjaryfirvalda um að leggja málið í dóm kjósenda er lofsverð og til fyrirmyndar. En þá skiptir máli, að lýðræðislegar leik- reglur séu hafðar í heiðri, og að auðhringnum líðist ekki að bera fé í dóminn. Almenningur á kröfu á því, að fá upplýsingar frá báðum hliðum, áður en kjósendur kveða upp sinn dóm. Bæjarfulltrúum ber, sem línuvörðum lýðræðisins í þessu máli, að tryggja, að ekki halli á annan aðilann. Þetta er sér- lega mikilvægt í ljósi þess, að bæj- arfulltrúar Samfylkingarinnar, sem stýra hreinum meirihluta í Hafnarfirði, hafa undirgengist sjálfskipað þagnarbindindi í mál- inu. Það hafa þeir gert með skír- skotun til þess, að Samfylking- arfólk, eins og annað fólk, hafi skiptar skoðanir á málinu. En þótt bæjarfulltrúarnir geti múlbundið sjálfa sig er ekki þar með sagt, að þeir geti múlbundið aðra. Ekki múlbinda þeir auðhringinn. Hví skyldu þeir þá múlbinda eigin fé- lagsmenn? Ástæða þess, að ég spyr, er eft- irfarandi: Hinn 21. febrúar sl. efndi Samfylkingarfólk, sem er andvígt stækkun álversins, til fundar í Bæjarbíói í Hafnarfirði til þess að kynna málstað sinn. Þar töluðu Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður kjördæmisins, Tryggvi Harðarson, frambjóðandi Samfylkingarinnar til þings í kjör- dæminu, auk undirritaðs. Að lokn- um framsöguræðum voru frjálsar umræður. Fundarboðendur sneru sér til Samfylkingarinnar í Hafn- arfirði og báðu um, að þessi fundur Samfylkingarfólks yrði kynntur á póstlista Samfylkingarinnar. Við því var að sjálfsögðu orðið. En þá brá svo við, að daginn, sem fund- urinn var haldinn, fékk Samfylk- ingarfólk í Hafnarfirði sérstaka orðsendingu í tölvupósti, þar sem beðist var afsökunar á fundarboð- inu. M.ö.o. skrifstofa Samfylking- arinnar í Hafnarfirði er samkvæmt æðra boðvaldi látin biðja Samfylk- ingarfólk afsökunar á því, að það var látið vita af fundi um stórmál, sem Samfylkingarfélögum, ásamt öðrum kjósendum, er ætlað að út- kljá við kjörborðið. Hér með óskast upplýst: Hver mælti fyrir um þessa afsök- unarbeiðni? Var það bæjarstjórinn eða forseti bæjarstjórnar, eða ein- hverjir aðrir? Sá, sem fyrir þessu stóð, er vinsamlegast beðinn um að gefa sig fram og skýra mál sitt. Það vill nefnilega svo til, að and- stæðingar stækkunar álversins í Hafnarfirði eru að fylgja fram yf- irlýstri stefnu Samfylkingarinnar á landsvísu, sem sett hefur verið fram í snotrum bæklingi undir heitinu „Fagra Ísland“. Er kannski verið að biðjast afsökunar á því? Jón Baldvin Hannibalsson Afsökunarbeiðni? Höfundur var formaður Alþýðu- flokksins 1984–96. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.