Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 19 BANDARÍSKU tæknifyrirtækin Cisco Systems og Apple hafa náð samkomulagi um nýtingu á vöru- merkinu iPhone sem felur það í sér að bæði fyrirtækin munu geta not- að merkið fyrir vörur sínar. Apple kynnti í síðasta mánuði nýjan farsíma í anda iPod tónlist- arspilarans og sagði hann munu verða kallaðan iPhone. Stuttu síðar kom svo á daginn að Cisco hafði tryggt sér vörumerkið árið 2000. Samkvæmt nýja samkomulaginu munu fyrirtækin einnig vinna sam- an að öryggismálum og sam- skiptum milli neytenda og fyr- irtækja. Tíu ára gamalt nafn Þá hefur öllum lagalegum mála- rekstri tengdum málinu verið hætt, en Cisco hafði sakað Apple um að hafa með viljandi og skaðlegum hætti brotið gegn réttindum Cisco á iPhone nafninu. Cisco eignaðist réttinn til nafnsins þegar það keypti annað fyrirtæki, Infogear árið 2000, en það fyrirtæki hafði skráð merkið fjórum árum fyrr, í marsmánuði árið 1996. Apple og Cisco Systems ná saman um iPhone Reuters Síminn Forstjóri Apple, Steve Jobs, kynnti iPhone-farsímann í janúar á þessu ári og búist er við að hann muni koma á markað í Evrópu fyrir árslok. FRÁ áramót- um hefur ís- lenska Úrvals- vísitalan hækkað meira en helstu hlutabréfavísitöl- ur Norðurlanda, Evrópu, Banda- ríkjanna og Asíu. Í Hálffimm- fréttum Kaupþings kemur fram að hún hafi hækkað um tæp 15% frá áramótum og að norrænu vísitöl- urnar hafi einnig flestar hækkað nokkuð. Finnska Hex-vísitalan er í öðru sæti yfir mestu hækkanirnar frá áramótum og hefur hún hækkað um 8,4% og því næst kemur danska KFX-vísitalan sem hefur farið upp um 8,3% á sama tímabili. Engin af samanburðarvísitölun- um hefur lækkað frá áramótum en Dow Jones-vísitalan hefur hækkað minnst eða um 1,8%. Vísitalan hækkar mest SLÁTURFÉLAG Suðurlands skilaði rúmlega 23 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, en hagnaður félagsins árið 2005 nam rúmum 343 milljónum. Mest munar um að sölu- hagnaður eigna var um 190 millj- ónum króna lægri á síðasta ári en árið áður. Þá námu fjármagnsgjöld tæpum 159 milljónum króna sam- anborið við um 49 milljónir árið 2005. Eigið fé er tæpir 1,6 milljarðar og er eiginfjárhlutfallið 42%. Rekstrartekjur samstæðu Slátur- félags Suðurlands námu rúmum fimm milljörðum króna árið 2006, en voru tæpir 4,9 milljarðar árið áð- ur og hækkuðu um 4% milli ára. Aðrar tekjur jukust úr 28 millj- ónum króna í 41 milljón króna. Veltufé frá rekstri var 365 millj- ónir króna árið 2006, samanborið við 355 milljónir árið 2005. Heildareignir Sláturfélagsins 31. desember námu um 3,7 milljörðum. Tekjur SS aukast um 4% SAMSKIP hafa bætt við tveimur skipum á siglingaleiðunum milli meginlands Evrópu, Skandinavíu, Rússlands og Eystrasaltslandanna. Kemur þetta fram í fréttatilkynn- ingu frá félaginu. „Þrátt fyrir að við höfum aukið flutningsgetu okkar á þessum leið- um um helming fyrir tæpu ári dugir það ekki til. Eftirspurnin eftir gáma- flutningum á þessum mikilvægu flutningsleiðum er alltaf að aukast þar sem æ fleiri viðskiptavinir vilja frekar nýta sjóflutninga en land- flutninga, því þeir eru bæði hag- kvæmari og umhverfisvænni,“ segir Jens Holger Nielsen, framkvæmda- stjóri gámaflutningaþjónustu Sam- skipa. Flutningaskipið Samskip Explor- er, sem flutt getur 803 gámaeining- ar, verður í siglingum milli Hull og Rotterdam, með viðkomu á Norður- löndum, en Anna G, sem flytur 550 gámaeiningar, verður í siglingum milli Helsingjaborgar og Eystra- saltslandanna. Fleiri skip í siglingum ◆ ◆
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.