Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
menning
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
GRETTIR, ÉG
KANN ROSALEGA
VEL VIÐ LÍSU
EN ÉG VIL FARA MÉR HÆGT.
ÉG VIL EKKI DRÍFA OF MIKIÐ Í
ÞESSU SAMBANDI
ÉG ER EKKI TILBÚINN TIL ÞESS AÐ
SÝNA HENNI SOKKASKÚFFUNA MÍNA
NEI, ÞÚ ÆTTIR
AÐ BÍÐA MEÐ ÞAÐ
ÞANGAÐ TIL Á
BRÚÐKAUPS-
NÓTTINNI
ÉG HELD
AÐ ÉG FARI
HEIM Í
STURTU
NÚNA..
ÆTLAR ÞÚ AÐ ÞRÍFA
ÞIG, SKÍTAPÉSI?
ÉG HEF SAMT LÆRT
ÞAÐ AÐ BÚAST ALDREI
VIÐ OF MIKLU FRÁ
STURTUNNI..
HÚN NÆR ALDREI AÐ ÞVO
MÉR BAK VIÐ EYRUN
MAMMA
HVAÐ,
KALVIN?
ÞÚ
KANNAST
VIÐ SÓFANN
INNI Í
STOFU?
JÁ, HVAÐ
MEÐ HANN?
FINNST
ÞÉR HANN
EKKI OF
BREIÐUR?
ÉG VAR
BARA AÐ
SPYRJA
HRÓLFUR,
HÆTTU ÞVÍ SEM
ÞÚ ERT AÐ GERA
OG KOMDU
NIÐUR EINS
OG SKOT!
ÉG ER FREKAR
UPPTEKINN!
HVAÐ ER
AÐ?
ÞÚ
GLEYMDIR
NESTINU
ÞÍNU!
FYRIRGEFÐU. ÞAÐ VAR
KANNSKI EKKI NÓG PLÁSS
TIL ÞESS AÐ SVEIFLA KETTI
EFTIR ALLT SAMAN
BLESS MAMMA.
TAKK FYRIR OKKUR
OKKAR VAR
ÁNÆGJAN. TAKK
FYRIR KOMUNA
GAMAN
AÐ SJÁ
YKKUR
ALLTAF GAMAN
AÐ HITTA
YKKUR
TÓKSTU
EFTIR ÞVÍ HVAÐ
MAMMA
TALAÐI MIKIÐ
NIÐUR TIL MÍN?
ÉG GAT
EKKI BEÐIÐ
EFTIR AÐ
KOMAST
ÞAÐAN ÚT
Á SKRIFSTOFU DR. SMITHSON
ÉG ER BÚINN AÐ
SKRÁ ÞIG INN Á
SPÍTALA PARKER
EN ÞAÐ ER
EKKERT AÐ
MÉR
BLÓÐIÐ ÞITT ER ÞAÐ
ÓVENJULEGT AÐ ÞAÐ
GÆTI BENT TIL ÞESS AÐ
ÞETTA SÉ NÝ VEIRA
ÞVÍ
MIÐUR...
ÉG VERÐ AÐ LÁTA
SETJA ÞIG Í SÓTTKVÍ
ÞEIR sem hafa séð kvikmyndina
Síðasti konungur Skotlands eru á
einu máli um að Forest Whitaker
sýni afburðaleik í myndinni og eigi
Óskarsverðlaunin vís, en þau verða
afhent annað kvöld. Kvikmyndin
fjallar um einræðisherrann Idi Amin
sem níddist á þegnum sínum í Úg-
anda á áttunda áratugnum. Sagan er
sögð í gegnum uppdiktaðan karakter
Nicks Carrigan, skosks læknis, sem
ferðast til Úganda til að láta gott af
sér leiða. Hann er fenginn til að gera
að sárum einræðisherrans eftir bíl-
slys og í kjölfarið tekur Amin hann
upp á sína arma og skipar hann
einkalækni sinn. Hægt og bítandi
kemst Carrigan þó að grimmdareðli
Idis Amins og þegar honum verður
ljóst að illska einræðisherrans geti
hæglega orðið honum sjálfum að ald-
urtila er ekkert annað í stöðunni en
að koma sér í burtu.
Leikstjóri myndarinnar er Kevin
MacDonald, sem á myndir á borð við
One Day in September og Touching
the Void að baki, en á tímabili leit út
fyrir að Baltasar Kormákur tæki
leikstjórn myndarinnar að sér.
Kvikmyndin er sýnd í Smárabíói
og Regnboganum.
Frumsýning | Síðasti konungur Skotlands
Illmenni Forest Whitaker fer á kostum í hlutverki Idi Amin.
Óskarinn innan seilingar
ERLENDIR DÓMAR
Newsweek 90/100
Washington Post 80/100
Los Angeles Times 80/100
Empire 80/100
The New York Times 70/100
EndurmenntunarstofnunHáskóla Íslands býðurupp á námskeiðið Hag-fræði á vorönn. Nám-
skeiðið er bæði boðið sjálfstætt og
sem hluti af Rekstrar- og við-
skiptanámi Endurmenntunar.
Kristján Jóhannsson, lektor við
viðskipta- og hagfræðideild HÍ, er
umsjónarmaður námskeiðsins
ásamt Sveini Agnarssyni, sérfræð-
ingi hjá Hagfræðistofnun: „Nám-
skeiðið er inngangsnámskeið og
fjallar um tvær hliðar hagfræð-
innar; þjóðhagfræði, sem fæst við
efnahag samfélagsins, og rekstr-
arhagfræði, sem fæst við starfsemi
fyrirtækja,“ segir Kristján. „Nem-
endur læra um grunnhugtök hag-
fræðinnar og er markmiðið með
náminu að þeir geti tekið virkan
þátt í efnahagsumræðu, geri sér
grein fyrir samspili helstu þjóð-
hagsstærða og geti jafnframt nýtt
þekkingu á hagfræði í starfi.“
Í þjóðhagfræðihluta námskeiðs-
ins er m.a. fjallað um verðlag og
vísitölur, fjármagnsmarkaðinn og
peningakerfið: „Í rekstrarhagfræði-
hlutanum beinum við sjónum okkar
hins vegar að markmiðum í fyrir-
tækjarekstri og eiginleikum ólíkra
rekstrarforma,“ segir Kristján.
„Nemendur fræðast um fram-
leiðslu, kynnast framleiðsluþáttum
og kostnaðarhugtökum, og hvernig
þau nýtast í rekstri. Fjallað er um
neytendur og hegðun þeirra, og
hvernig má ná til þeirra, og að
endingu eru allir þættir tvinnaðir
saman til að finna undir hvaða
kringumstæðum afkoma fyrirtækis
getur verið best.“
Áhersla á hagnýti
Á námskeiðinu spreyta nem-
endur sig á raunhæfum dæmum
sem herma eftir rekstri fyrirtækja
á ólíkum sviðum atvinnulífs: „Lögð
er mikil áhersla á að veita nem-
endum þekkingu sem er hagnýt
þegar út í atvinnulífið er komið og
vinnum við m.a. hermimódel um
rekstur verslunar, framleiðslufyr-
irtækis og leikhúss,“ segir Krist-
ján.
Í lok námskeiðsins þurfa nem-
endur að þreyta próf sem haldið er
eftir sömu formkröfum og önnur
próf í Háskóla Íslands, en námið er
hægt að fá metið við viðskiptaskor
kjósi nemendur að bæta við sig
frekara námi á sviðinu og ljúka
BS-námi í viðskiptafræði.
Rekstrar- og viðskiptanám End-
urmenntunarstofnunar er þriggja
anna nám sem hægt er að stunda
með starfi. Í náminu er fjallað um
kjarnaatriði í viðskiptafræði, s.s.
reikningshald, stjórnun, markaðs-
fræði, lögfræði, rekstrarstjórnun,
fjármál og stefnumótun.
Kennt er í 30 til 40 manna
bekkjum. Gerð er almenn krafa um
háskólamenntun og reynslu af at-
vinnurekstri en lágmarksundirbún-
ingur er stúdentspróf eða sambæri-
leg menntun.
Námskeiðið Hagfræði hefst 26.
febrúar. Nánari upplýsingar og
skráning er á heimasíðu Endur-
menntunarstofnunar, www.end-
urmenntun.hi.is.
Menntun | Inngangsnámskeið í þjóðhagfræði
og rekstrarhagfræði hjá Endurmenntun
Kjarninn
í hagfræðinni
Kristján Jó-
hannsson fæddist
í Reykjavík 1951.
Hann lauk stúd-
entsprófi frá
Verslunarskóla
Íslands 1972,
B.Sc.Econ.-prófi
frá Viðskiptahá-
skólanum í
Kaupmannahöfn 1978 og fram-
haldsnámi á sviði fyrirtækjafjár-
mála frá sama skóla 1981. Kristján
hefur verið lektor við viðskipta- og
hagfræðideild Háskóla Íslands í 15
ár og jafnramt starfað sem rekstr-
arráðgjafi og stjórnarmaður. Krist-
ján er kvæntur Ingibjörgu Sigurð-
ardóttur kaupmanni og eiga þau
þrjú börn og eitt barnabarn.