Morgunblaðið - 24.02.2007, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.02.2007, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKÁTAR á Íslandi minntust þess í skátamiðstöðinni við Hraunbæ í Reykjavík á fimmtudag að 100 ár eru frá upphafi skátastarfs í heim- inum. Þar var afhjúpaður minn- isvarði um skátastarf í 100 ár. Upphaf skátahreyfingarinnar miðast við fyrstu skátaútileguna en hún var haldin á Brownsea-eyju við England í júlí árið 1907. Útilegan var ekki fjölmenn en þó merkileg fyrir þær sakir að hún hratt af stað gríðarstórri hreyfingu sem hefur bækistöðvar í nær öllum löndum í heiminum. Upphafsmaður skátahreyfing- arinnar var sir Robert Baden- Powell en hann taldi að drengir eyddu of miklum tíma við iðjuleysi í stórborgum og vildi hann því ýta undir þroska þeirra og hæfileika. Hann taldi einnig að með því að nýta hæfileika hvers einstaklings og kenna þeim að vinna saman myndi myndast sterk heild sem gæti jafnvel leyst flóknustu verk- efni. Baden-Powell bauð 22 strákum á aldrinum 13–16 ára að taka þátt í þessari fyrstu útilegu en þeir komu meðal annars úr helstu menntaskólum Englands. Verkefni og viðfangsefni skáta- starfsins hafa tekið miklum breyt- ingum á þeim 100 árum sem liðin eru síðan Robert Baden-Powell hóf skátastarf í Bretlandi árið 1907. En aðferðafræðin – skátaaðferðin – er að grunni til sú sama, ennþá er byggt á flokkakerfinu sem Baden- Powell byggði á. Skátar Margrét Tómasdóttir skátahöfðingi afhjúpaði minnismerkið við skátamiðstöðina í Hraunbæ í Reykjavík með aðstoð nokkurra skáta. Minntust skátastarfs í 100 ár „FRÁVÍSUN hópa, sem engin lög hafa brotið, er alvarlegt mál sem getur leitt til skaðabóta enda um mikil viðskipti að ræða fyrir mörg fyrirtæki hér á landi.“ Þetta segir í ályktun frá Samtökum ferðaþjón- ustunnar vegna fjölmiðlaumræðu um samkomuna „Snow Gathering“, sem áformað var að halda á Íslandi. „Þrátt fyrir óbeit sem fólk kann að hafa á klámiðnaði og annarri starfsemi, sem fólk stundar löglega í heimalandi sínu en er bönnuð á Ís- landi, er vandséð hvernig ferða- þjónustufyrirtæki getur meinað því fólki að koma í skemmtiferð til Ís- lands. Það koma rúmlega 400 þús- und ferðamenn árlega til Íslands, þeir eru ekki yfirheyrðir um störf sín heima við enda ógerlegt. Sam- kvæmt dagskrá þessarar umræddu samkomu ætlaði fólkið að vera í skipulögðum skoðunarferðum allan tímann. Ljóst er að ómögulegt er fyrir fyrirtækin að flokka gesti sína í æskilega og óæskilega gesti hafi engin lögbrot verið framin,“ segir í ályktuninni. Hafa engin lög brotið STEFÁN Lárus Stefánsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg, hefur verið skip- aður formaður í stefnumörkunarnefnd ráðherranefndar Evrópuráðins. Skipun þessi er að ósk fastafulltrúa San Marínó sem nú gegnir formennsku í Evrópuráðinu. Fulltrúar 46 ríkja eiga sæti nefndinni og er þetta í fyrsta sinn sem Íslendingur tekur að sér formennsku hennar. Meðal verkefna nefndarinnar er að forgangs- raða öllum verkefnum á vegum Evrópuráðsins og leggja þar með línurnar að megináherslum ráðsins á næsta ári. Stefnumörkunarnefndin starfar í nánu samráði við fjárlaganefnd ráðherranefndarinnar. Störf nefnd- arinnar snerta um þessar mundir sérstaklega þá miklu hagræðingarvinnu sem nú fer fram varðandi alla starfsemi Evrópuráðsins og kemur með beinum hætti að störfum ráðherranefndarinnar, Mannréttindadómstóls Evrópu og þing Evrópuráðsins. Formaður hjá Evrópuráðinu Stefán Lárus Stefánsson FYRSTI fundur Íslands og Banda- ríkjanna um framtíð ratsjár- og loftvarnakerfisins á Íslandi var haldinn í Brussel í gær. Á fundinum var rætt um fyr- irkomulag og fjármögnun á kerf- inu, líkt og kveðið er á um í sam- komulagi Bandaríkjanna og Íslands, sem undirritað var í októ- ber á síðasta ári. Í fréttatilkynn- ingu segir að fundurinn hafi verið jákvæður og verður viðræðum fljótlega haldið áfram. Ratsjárkerfið Í MORGUNBLAÐINU í gær birtist frétt um að Línuhönnun væri farin að vinna fyrir Varmársamtökin. Í fréttatilkynningu frá Línuhönnun segir að þetta eigi sér ekki stoð í veruleikanum. Línuhönnun HREINSUN fjörunnar við Gerða- kotstjörn hófst í gær og lýkur vænt- anlega um helgina. Ekki hafa fleiri olíublautir fuglar fundist í fjörunni þar sem Wilson Muuga strandaði. Hreinsa fjöruna FIMM voru teknir fyrir ölvunar- akstur á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhring en þeir voru stöðvaðir í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Kópavogi og á Kjalarnesi. Ölvunarakstur HVER árgangur vinnandi fólks á at- vinnumarkaðnum skilar þjóðarbúinu um 12 milljörðum króna á ári og aukin atvinnuþátttaka eldri borgara gæti lækkað sjúkrakostnað um leið og hún myndi skila auknum tekjum í ríkissjóð. Þetta var meðal þess sem fram kom í erindi Benedikts Jóhannes- sonar, framkvæmdastjóra Talna- könnunar, á seinni degi ráðstefnu um öldrun og málefni aldraðra á upplýsingaöld sem fram fór í Há- skólanum í Reykjavík í vikunni. Aðrir fyrirlesarar á þessum seinni degi ráðstefnunnar „Er öldrun úrelt í nútímasamfélagi?“ voru Einar B. Baldursson, dósent við Álaborg- arháskóla, Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarsviðs Reykjavík- urborgar, Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár-Almennra, Björn Leifsson, eigandi World Class, og Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Guðfinna S. Bjarnadóttir var ráðstefnustjóri en þó svo að ekki gæfist tími fyrir fyrirhugaða samantekt hennar í lok- in kvaðst hún í stuttu máli hæst- ánægð með ráðstefnuna og sagðist vonast til að hún kæmi af stað nýrri og löngu tímabærri umræðu. Íslendingar tryggja síður ástvini en leiktæki Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár- Almennra, sagði í fyrirlestri sínum að Íslendingar byggju í dag við „jafnan rétt til þess að bíða í bið- röðum“ í heilbrigðiskerfinu. Hann kvað það vera hálfgert tabú að tala um þátttöku einkafyrirtækja í heil- brigðisgeiranum en sagðist jafn- framt sjá fyrir sér breytta framtíð hvað það varðar og benti á nýlega þátttöku tryggingafyrirtækja í kostnaði við að auka öryggi vega- kerfisins. „Það er auðvitað fjárhagslegt at- riði fyrir okkur að fækka slysum og stuðla að góðri heilsu þjóðarinnar. Alveg eins og það var okkur í hag að styrkja vegaframkvæmdir gæti það borgað sig fyrir tryggingafélög að bjóða upp á eigin lausnir í heilbrigð- ismálum. Það er stundum talað um að fólk eigi ekki að geta borgað sig fram fyrir röðina og auðvitað hafa allir Íslendingar jafnan rétt til heil- brigðisþjónustu. Það gleymist hins vegar oft að margir kaupa sig nú þegar fram fyrir aðra með því að fara utan eða á einkastofur,“ sagði Þór og bætti við að röðin styttist ef valmöguleikum fjölgaði. Eins og staðan væri í dag væri ekki annað að sjá en æpandi úrræðaleysi. Þór sagði að frekar en að halda uppi kerfi sem gerði efnuðu fólki kleift að borga sig fram fyrir raðir væri nær að gefa þeim sem hugsuðu fram í tímann kost á að „tryggja sig fram fyrir röðina“ með því að taka þátt í einhvers konar einkareknu heilbrigðis- eða umönnunarkerfi. Ennfremur benti Þór á að meiri- hluti viðskipta tryggingafyrirtækja á Íslandi væri vegna trygginga á bíl- um, fasteignum og dýrum leiktækj- um. „Af einhverjum ástæðum finnst okkur ekkert sjálfsagðara en að kaupa tryggingu áður en við förum heim með nýjan og fínan snjósleða. Samt leiðir enginn hugann að trygg- ingum þegar nýfætt barn kemur í heiminn. Ég sá um daginn könnun þar sem kom fram að helsta áhyggjuefni fólks í tilteknu hverfi í Reykjavík væri skortur á bílastæð- um. Fólk á ekki alltaf auðvelt með að leiða hugann að stærri málum sem kunna að liggja lengra fram í tím- ann.“ Lokaorð Þórs á ráðstefnunni voru jafnviðeigandi og þau voru fyrirsjá- anleg: „Þú tryggir ekki eftir á. Takk fyrir.“ Reykjavíkurborg taki mið af þörfum aldraðra Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, flutti erindi um stefnu Reykjavík- urborgar í málefnum aldraðra. Jórunn sagði ljóst að margir væru tilneyddir að hætta vinnu allt of ung- ir. Fólk ætti að hafa val um hvernig það verði efri árunum ef það væri vinnufært. Hún áætlaði að árlegt tap upp á marga milljarða króna hlytist af ótímabærum starfslokum Íslend- inga. Jórunn bætti því við að þjónusta við aldraða yrði að taka mið af þörf- um einstaklinga en ekki aldri þeirra. Sagði hún Reykjavíkurborg vera að hefja uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fólk á eftirlaunaaldri. Það væri hluti af stærra átaki nýs meirihluta í þessum málaflokki. Morgunblaðið/ÞÖK Fjárhagur Fram kom í máli Benedikts Jóhannessonar, framkvæmdastjóra Talnakönnunar, að þeir sem eiga þess kost að fresta því að fara á eftirlaun geti hækkað lífeyrisréttindi sín um hálft prósent á mánuði. Bótaskerðingar valda ótímabærum starfslokum Ráðstefna um öldrun og málefni aldraðra í nútímasamfélagi fór fram fyrir helgi í Háskólanum í Reykjavík. Gunnar Hrafn Jónsson segir frá seinni degi ráðstefnunnar þar sem m.a. kom fram að aukin atvinnuþátttaka aldraðra gæti lækkað sjúkrakostnað um leið og hún skilaði skatttekjum í ríkissjóð og stuðlaði að betri andlegri og líkamlegri heilsu eldra fólks. BENEDIKT Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Talnakönnunar, sagði í erindi sínu þekkingu eldri borgara vera vannýtta auðlind og að sú hug- mynd að mannskepnan væri „Best fyrir: 67“ (merkimiðinn var skemmtilega settur upp á glæru) væri hreinasta firra. Hann sagði al- gengustu ástæður þess að fólk hætti atvinnuþátttöku fyrir aldur fram vera ósveigjanlegar reglur á vinnu- stöðum, sem sumir hverjir skikka fólk til að fara á eftirlaun við 65 eða jafnvel 60 ára aldur, og þá stað- reynd að skerðing bóta geri vinnu afar óhagstæða eftir ákveðinn ald- ur. Þessum tveimur atriðum taldi Benedikt æskilegt að breyta í þágu alls samfélagsins, þar sem aukin at- vinnuþátttaka aldraðra minnkaði sjúkrakostnað jafnhliða því að skila tekjum í þjóðarbúið. Samfélagið græddi þannig tvöfalt á hverjum einstaklingi sem haldið gæti áfram að vinna eftir 67 ára aldur. Benedikt undirstrikaði enn- fremur hversu mikils virði það væri að halda reyndu fólki á vinnumark- aðnum og benti á að í dag myndi engum detta í hug að biðja konur um að „víkja“ fyrir atvinnulausum körlum. Þvert á móti hefði aukin at- vinnuþátttaka kvenna verið höf- uðástæðan fyrir gríðarlegum efna- hagsbata síðari ára. Eftirlaun og lífeyrismál bar einn- ig á góma í umfjöllun Benedikts. Að sögn hans hafa kannanir sýnt að flest vinnandi fólk telji um 70 pró- sent af lokalaunum sínum á vinnu- markaðnum vera sanngjarnan líf- eyri. Það dæmi gangi hins vegar aldrei upp sé miðað við 10 prósenta iðgjald. Hann sagði lífeyrismál kom- in í óefni sökum þess að arfleifð kerfis sem hugsað var sem tíma- bundin lausn hefði ílengst og sé því í sumum tilvikum ófært um að mæta þörfum og kröfum ellilífeyrisþega. „Þetta átti alltaf að vera tímabundið ástand,“ sagði Benedikt, „það var aldrei ætlunin að skilja fólk eftir á köldum klaka.“ Óviðunandi ástand Hann sagði mörg dæmi um að fólk sem borgað hefði samvisku- samlega í lífeyrissjóð frá því þeir voru settir á laggirnar árið 1970 endaði með 60 prósent eða minna af lokalaunum sínum eftir starfslok – og það ástand væri algjörlega óvið- unandi. Benedikt sagði lífeyriskerfið þó hafa skánað nokkuð um síðastliðin áramót þegar greiðslur hækkuðu al- mennt og dregið var úr skerðingum. Persónulega hefði hann reyndar kosið að aðeins 30–40 prósent af heildartekjum kæmu til skerðingar í stað 60 prósenta, eins og staðan væri í dag. En hann sagðist telja það mikilvægt skref í rétta átt að nú gæfist eldri borgurum kostur á að þéna allt að tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði án skerðingar. Þó svo að upphæðin virtist ekki stór gæti hún haft mikla þýðingu fyrir þá verst settu. Að lokum minnti Benedikt ráð- stefnugesti á að þeir sem kjósa, og eiga þess kost að fresta því að fara á eftirlaun, geti hækkað lífeyrisrétt- indi sín um hálft prósent á mánuði. Þannig geti einstaklingur sem hætt- ir vinnu við 70 ára aldur, eða þrem- ur árum seinna en almennt gengur og gerist, hækkað með því heildar- lífeyri sinn um 30 prósent og trygg- ingaréttindi um 18 prósent. Mikilvægt að halda reyndu fólki á vinnumarkaðnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.