Morgunblaðið - 24.02.2007, Page 19

Morgunblaðið - 24.02.2007, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 19 BANDARÍSKU tæknifyrirtækin Cisco Systems og Apple hafa náð samkomulagi um nýtingu á vöru- merkinu iPhone sem felur það í sér að bæði fyrirtækin munu geta not- að merkið fyrir vörur sínar. Apple kynnti í síðasta mánuði nýjan farsíma í anda iPod tónlist- arspilarans og sagði hann munu verða kallaðan iPhone. Stuttu síðar kom svo á daginn að Cisco hafði tryggt sér vörumerkið árið 2000. Samkvæmt nýja samkomulaginu munu fyrirtækin einnig vinna sam- an að öryggismálum og sam- skiptum milli neytenda og fyr- irtækja. Tíu ára gamalt nafn Þá hefur öllum lagalegum mála- rekstri tengdum málinu verið hætt, en Cisco hafði sakað Apple um að hafa með viljandi og skaðlegum hætti brotið gegn réttindum Cisco á iPhone nafninu. Cisco eignaðist réttinn til nafnsins þegar það keypti annað fyrirtæki, Infogear árið 2000, en það fyrirtæki hafði skráð merkið fjórum árum fyrr, í marsmánuði árið 1996. Apple og Cisco Systems ná saman um iPhone Reuters Síminn Forstjóri Apple, Steve Jobs, kynnti iPhone-farsímann í janúar á þessu ári og búist er við að hann muni koma á markað í Evrópu fyrir árslok. FRÁ áramót- um hefur ís- lenska Úrvals- vísitalan hækkað meira en helstu hlutabréfavísitöl- ur Norðurlanda, Evrópu, Banda- ríkjanna og Asíu. Í Hálffimm- fréttum Kaupþings kemur fram að hún hafi hækkað um tæp 15% frá áramótum og að norrænu vísitöl- urnar hafi einnig flestar hækkað nokkuð. Finnska Hex-vísitalan er í öðru sæti yfir mestu hækkanirnar frá áramótum og hefur hún hækkað um 8,4% og því næst kemur danska KFX-vísitalan sem hefur farið upp um 8,3% á sama tímabili. Engin af samanburðarvísitölun- um hefur lækkað frá áramótum en Dow Jones-vísitalan hefur hækkað minnst eða um 1,8%. Vísitalan hækkar mest SLÁTURFÉLAG Suðurlands skilaði rúmlega 23 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, en hagnaður félagsins árið 2005 nam rúmum 343 milljónum. Mest munar um að sölu- hagnaður eigna var um 190 millj- ónum króna lægri á síðasta ári en árið áður. Þá námu fjármagnsgjöld tæpum 159 milljónum króna sam- anborið við um 49 milljónir árið 2005. Eigið fé er tæpir 1,6 milljarðar og er eiginfjárhlutfallið 42%. Rekstrartekjur samstæðu Slátur- félags Suðurlands námu rúmum fimm milljörðum króna árið 2006, en voru tæpir 4,9 milljarðar árið áð- ur og hækkuðu um 4% milli ára. Aðrar tekjur jukust úr 28 millj- ónum króna í 41 milljón króna. Veltufé frá rekstri var 365 millj- ónir króna árið 2006, samanborið við 355 milljónir árið 2005. Heildareignir Sláturfélagsins 31. desember námu um 3,7 milljörðum. Tekjur SS aukast um 4% SAMSKIP hafa bætt við tveimur skipum á siglingaleiðunum milli meginlands Evrópu, Skandinavíu, Rússlands og Eystrasaltslandanna. Kemur þetta fram í fréttatilkynn- ingu frá félaginu. „Þrátt fyrir að við höfum aukið flutningsgetu okkar á þessum leið- um um helming fyrir tæpu ári dugir það ekki til. Eftirspurnin eftir gáma- flutningum á þessum mikilvægu flutningsleiðum er alltaf að aukast þar sem æ fleiri viðskiptavinir vilja frekar nýta sjóflutninga en land- flutninga, því þeir eru bæði hag- kvæmari og umhverfisvænni,“ segir Jens Holger Nielsen, framkvæmda- stjóri gámaflutningaþjónustu Sam- skipa. Flutningaskipið Samskip Explor- er, sem flutt getur 803 gámaeining- ar, verður í siglingum milli Hull og Rotterdam, með viðkomu á Norður- löndum, en Anna G, sem flytur 550 gámaeiningar, verður í siglingum milli Helsingjaborgar og Eystra- saltslandanna. Fleiri skip í siglingum ◆ ◆

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.