Morgunblaðið - 16.03.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.03.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 74. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is 20-50% Opið til 19 í kvöld AFSLÁTTUR AF NÝJUMVÖRUM LEIKSTJÓRI BALTASAR KORMÁKUR ER EFTIRSÓTTUR ERLENDIS >> 20 ERU SAMT ALVEG HÆTTIR AÐ SPILA HJÁLMAR EINU SINNI ENN >> 24 FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÓLÍKLEGT er að eldri borgarar ryðji er- lendu fólki út af vinnumarkaði þó að at- vinnuþátttaka þeirra aukist. Það gæti þó gerst að útlendingum fækkaði í vissum at- vinnugreinum eins og t.d. í verslun, en þar hefur útlendingum fjölgað verulega síðasta árið. Þetta er mat viðmælenda blaðsins. Mikil þensla er á vinnumarkaði og at- vinnulífið kallar eftir fólki til starfa. At- vinnuþátttaka aldraðra hefur þó ekki aukist síðustu ár, en hún er samt sú mesta á Ís- landi af öllum löndum OECD. Í nýrri könnun Rannsóknaseturs versl- unarinnar lýsti rúmlega helmingur fólks á aldrinum 65–71 árs áhuga á að vinna. Sambærileg umræða hefur átt sér stað í Noregi og hér á landi um að gera eldri borg- urum kleift að vinna án þess að tekjurnar leiði til skerðingar á bótum. Í Noregi hefur líkt og hér verið mikill skortur á vinnuafli og mikill innflutningur á erlendu vinnuafli. Til dæmis hefur reynst mjög erfitt að manna leikskóla í Noregi og hefur ríkisstjórnin sérstaklega horft þar til aukinnar atvinnu- þátttöku aldraðra sem lausnar. Rannsókn í gangi Rannsóknasetur verslunarinnar og Hag- fræðistofnun Háskólans eru að reikna út hver yrði samfélagslegur kostnaður af því ef eldri borgarar héldu bótum sínum óskertum þótt þeir færu út á vinnumark- aðinn. Í þessum útreikningi á að meta kostnað ríkisins af því að greiða áfram bæt- ur og eins tekjur sem ríkið fengi af skatti sem eldriborgarar greiddu af launum. Alþingi samþykkti í vetur að breyta lög- um þannig að nú getur fólk unnið sér inn 300 þúsund í árstekjur eða 25 þúsund króna mánaðarlaun án þess að bætur skerðist. Viðmælendur blaðsins telja þetta skref í rétta átt en ganga hefði þurft lengra. Mikil starfsmannavelta er í mörgum verslunum, t.d. er hún um 100% í lágvöru- verðsverslunum. Bónus reyndi fyrir rúmu ári að auglýsa eftir eldri borgurum í vinnu. Svanur Valgeirsson, starfsmannastjóri Bónuss, sagði að lítill árangur hefði orðið af þessu. Þeir sem hefðu haft samband hefðu sumir spurt hvort hægt væri að koma því þannig fyrir að þeir gætu fengið að vinna svart. Hann sagði það reynslu Bónuss að í búðum þar sem fullorðið fólk ynni með ungu fólki væri meira jafnvægi og stöðugleiki. Morgunblaðið/Golli Koma vart í stað út- lendinga Atvinnuþátttaka aldr- aðra hér er mjög mikil Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is AUÐLINDAFRUMVARPIÐ verður ekki afgreitt á þessu þingi en sérnefnd um stjórnarskrármál hefur haft það til umfjöllunar und- anfarna daga. Í frumvarpinu er lagt til að náttúruauðlindir Íslands verði skilgreindar sem þjóðareign en skoðanir hafa verið mjög skiptar um málið, bæði meðal þingmanna, lögfræðinga og hagsmunaaðila. Sérnefndin ákvað því í gær að vísa málinu til stjórnarskrárnefndar forsætisráðherra sem hefur fjallað um endurskoðun stjórnarskrárinn- ar frá árinu 2005. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að formenn stjórnarflokkanna hafi gert heiðarlega tilraun til að koma málinu í höfn með þessu frumvarpi og hafi átt von á að stjórnarnandstaðan yrði fús til samstarfs eins og hún hafi gefið til kynna. „Það reyndist ekki vera og við höfðum ekki áhuga á að knýja mál sem þetta í gegn í krafti okkar þingmeirihluta í andstöðu við hugs- anlega stóran hluta þingsins,“ segir Geir. „Það eru margvísleg sjónar- mið í þessu máli en við höfum auð- vitað ekki sagt skilið við það því það er ásetningur stjórnarflokkanna að ákvæði sem þetta komi í stjórnar- skrá, eins og við sömdum um fyrir fjórum árum,“ segir Geir en bætir við að finna þurfi rétt orðalag svo um það geti náðst sátt. Stjórnarandstöðuþingmenn saka hins vegar formenn stjórnarflokk- anna um sjónarspil og segja að þing og þjóð hafi verið höfð að fífli. „Það var aldrei meining hjá þessum flokkum að gera neitt með þetta,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, í um- ræðum um störf þingsins á Alþingi í gærkvöld. Formenn stjórnarflokk- anna hefðu komið með stjórnar- skrártillögu sem hefði gert það eitt að skapa réttaróvissu í landinu fjór- um dögum fyrir áætluð þinglok. „Svona haga menn sér ekki. Svona umgangast menn ekki lýðræðið.“ Þingstörf voru mjög lituð af bið eftir niðurstöðu sérnefndarinnar í gær enda var dagurinn áætlaður síðasti starfsdagur þingsins. Þing- fundur stóð fram á nótt. Var óljóst í gærkvöld hvaða þingmál verður lögð áhersla á að klára. Ljóst er að ekki næst að afgreiða öll mál sem liggja fyrir. Forseti Alþingis stefnir að því að klára þing fyrir helgi. Ásakanir á báða bóga eftir frestun auðlindaákvæðis Formenn ríkisstjórnarflokkanna vísa ábyrgðinni á þingmenn stjórnar- andstöðunnar sem aftur saka þá um sjónarspil og að hafa þjóðina að fífli Í HNOTSKURN » Auðlindamálin komust ádagskrá þegar Fram- sóknarráðherrar lýstu yfir eindregnum vilja til að koma málinu í gegn á þessu þingi. » Stjórnarandstaðan boð-aði blaðamannafund og „bauð Framsókn upp í dans“. » Formenn stjórnarflokk-anna lögðu í sameiningu fram frumvarp um auðlinda- ákvæði í stjórnarskrá.  Auðlindir | 2 RÚM 28% svarenda í könnun Capa- cent Gallup sem gerð var fyrir Morgunblaðið og RÚV, segjast helst vilja að mynduð verði rík- isstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að loknum alþingiskosn- ingum í vor. Samstjórn þessara tveggja flokka var oftast nefnd þegar spurt var hvaða flokkar ættu helst að mynda ríkisstjórn. 24,2% nefndu áframhaldandi samstjórn núverandi stjórnarflokka en 22,4% sögðust helst vilja samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Fram kemur að afstaða stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks- ins til samstarfsmöguleika er nokkuð mismunandi. 42,6% sögðust vilja samstarf við Framsóknarflokkinn en rúm 35% við VG. | 4 Flestir kjósa samstarf Samfylkingar og VG                     VARÐSKIPIÐ Týr kom inn til hafnar í Reykjavík í gærkvöldi með tvo gáma af þeim fimm sem féllu af flutningaskipinu Kársnesi úti fyrir Garðskaga í fyrrakvöld. Þar fékk það á sig mikinn brotsjó á bakborða með þeim afleiðingum að skipið hallaðist 45 gráður á stjórnborða. Þyrla Landhelg- isgæslunnar, TF-LIF, fann gám- ana tvo um kl. 14.30 í gærdag þar sem þeir möruðu í hálfu kafi úti á miðjum Faxaflóa enda báðir mjög laskaðir. Áhöfn Týs tók gámana tvo í tog enda var haugasjór og þótti ekki vogandi að reyna að taka þá um borð. Týr sigldi síðan á hægri ferð, eða 4–5 mílna hraða, með gámana í eftirdragi inn til Reykjavíkur.Ljósmynd/Jón Kr. Friðgeirsson Gámar til hafnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.