Morgunblaðið - 16.03.2007, Síða 13

Morgunblaðið - 16.03.2007, Síða 13
straumsvik.is Um fimmtán ára meðalstarfsaldur þeirra sem vinna í álverinu í Straumsvík talar skýru máli um gæði vinnustaðarins og þá miklu reynslu og sérþekkingu sem starfsfólk álversins býr yfir. Í þeirri hæfni eru mikil verðmæti fólgin sem skila sér í góðri afkomu, góðum tekjum starfsmanna, umtalsverðum tekjum til Hafnfirðinga og mikilvægum tekjum til íslensks samfélags. Ef ráðist verður í stækkun álversins mun um 350 manns til viðbótar opnast tækifæri til fjölbreyttra starfa innan álversins og verðmætasköpun þess mun aukast til muna. Konum að störfum í álverinu fer stöðugt fjölgandi og eru þær um þessar mundir u.þ.b. 80 talsins en karlar 370. Alcan á Íslandi er hreykið af því að greiða nákvæmlega sömu laun fyrir sömu vinnu. Misrétti kynjanna er óþekkt hvort sem litið er til launa, verkaskiptingar eða tækifæra til menntunar og starfsframa. Sérhæfð þekking á áliðnaði nýtist ekki, neyðist starfsmenn til að hverfa til annarra og óskyldra starfa. Sérþekking þeirra nýtist heldur ekki Hafnfirðingum hefji þeir störf í álverum annars staðar á landinu. Þess vegna hvetur Alcan Hafnfirðinga til að kynna sér röksemdir fyrir stækkun álversins og taka vel ígrundaða ákvörðun í kosningunum sem framundan eru. Hornsteinn þeirra miklu verðmæta sem rekstur álversins í Straumsvík skapar í íslensku samfélagi er samanlögð 6.750 ára reynsla og sérþekking um 450 starfsmanna okkar í áliðnaði. Á þeim grunni er gott að byggja áfram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.