Morgunblaðið - 16.03.2007, Side 18

Morgunblaðið - 16.03.2007, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞJÓNN á bjórkránni Schweitzerhaus í skemmtigarð- inum Wurtzl Prater í Vín með ágætlega hlaðinn bakka. Garðurinn var opnaður í gær eins og venjan er á þess- um tíma ársins og fögnuðu gestir á kránni ákaft. Aust- urríkismenn eru miklir vinir drykkjarins sem stundum er kallaður fljótandi brauð. Reuters Loksins hægt að svala þorstanum! Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is KHALID Sheikh Mohammed, sem áður var einn af æðstu mönnum al-Qaeda-hryðju- verkasamtak- anna, hefur játað fyrir herrétti að hafa skipulagt hryðjuverkaárás- irnar á Bandarík- in 11. september 2001. Kemur það fram í yfirlýsingu frá bandaríska varnarmálaráðuneyt- inu en í henni segir, að Mohammed hafi einnig viðurkennt aðild að 30 öðrum hryðjuverkum eða áætlunum um þau. „Ég bar ábyrgð á árásunum 11. september frá upphafi til enda,“ sagði Mohammed við réttarhöldin, sem fram fóru í Guantanamo á Kúbu. Í þeim á að skera úr um það hvort hann er svokallaður „óvinahermað- ur“ en að því staðfestu verður hann dreginn fyrir sérstakan herdómstól. „Ég bar á því ábyrgð gagnvart Osama bin Laden að skipuleggja og hrinda í framkvæmd árásunum á Bandaríkin,“ sagði Mohammed og fram kemur, að hann hafi einnig ját- að ábyrgð á sprengjutilræðinu í World Trade Center 1993, árásunum á næturklúbba á Bali 2002 og á hótel í Kenýa það sama ár. Svo hafi einnig verið með tilraun „Skósprengju- mannsins“ svokallaða, Richards Reid, til að sprengja upp bandaríska farþegaþotu. Að auki nefndi hann ýmsar áætlanir, sem ekkert varð af, til dæmis um árás á Heathrow-flug- völl, skrifstofuhverfið Canary Wharf og Big Ben í London, á skotmörk í Ísrael og áætlun um að sprengja upp Panamaskurðinn. Bandaríska varnarmálaráðuneyt- ið hefur eftir Mohammed, að í kjölfar árásanna 11. september 2001 hafi átt að ráðast á háhýsi í Los Angeles, Seattle og Chicago og á Empire State-bygginguna í New York. Einn- ig segir, að Mohammed hafi játað að- ild að samsæri um að myrða Jóhann- es heitinn Pál II páfa og Bill Clinton og Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þá játaði hann að hafa myrt bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl í Pakistan. Líkti Bin Laden við George Washington Fram kemur í úrdrætti úr fram- burði Mohammeds, að hann hafi jafnvel harmað örlög þeirra 3.000 manna, sem létu lífið í árásunum á Tvíburaturnana í New York. „Ég hef ekki ánægju af því að drepa börn, ég vil ekki drepa fólk,“ er haft eftir honum en hann reyndi hins vegar að réttlæta hryðjuverkin sem hluta af heilögu stríði. Sagði hann t.d. að Bin Laden ætti í sams konar sjálfstæðisstríði og George Washington, fyrsti forseti Banda- ríkjanna, sem unnið hefði sigur á ný- lendustjórn Breta. Mohammed var handtekinn í Pak- istan 2003 og haldið í leynilegu fang- elsi ásamt 13 öðrum mönnum, sem Bandaríkjamenn telja mikilvægustu al-Qaeda-liðana í sínum höndum. Til Guantanamo komu þeirra í fyrra. Játaði ábyrgð á árás- unum á Bandaríkin Khalid Sheikh Mohammed Í HNOTSKURN » Í hryðjuverkaárásunum áBandaríkin 11.9. 2001 létu 2.973 menn lífið og 24 er sakn- að. » Vegna árásanna réðustBandaríkjamenn á Afgan- istan í október 2001 og hröktu frá talibanastjórnina, sem skotið hafði skjólshúsi yfir al- Qaeda-hryðjuverkasamtökin. » Talið er, að Osama binLaden sé í NV-Pakistan ef hann er þá enn lífs. Harmaði dauða fólksins en sagði hann hluta af heilögu stríði Harare. AFP. | Robert Mugabe, for- seti Zimbabwe, sagði í gær and- stæðingum sínum að þeir gætu sín vegna „hengt sig“ og skellti skolla- eyrum við gagnrýni leiðtoga ann- arra ríkja á handtöku og barsmíðar á stjórnarandstöðuleiðtoganum Morgan Tsvangirai. Jakaya Kikwete, forseti Tansan- íu, fór til Harare til að reyna að miðla málum milli Mugabe og stjórnarandstöðunnar. Mugabe sagði eftir fund með Kikwete að hreyfing Tsvangirais hefði komið af stað átökum í landinu. „Þegar þeir gagnrýna stjórnina þegar hún reynir að hindra ofbeldi og refsa ofbeldisseggjunum er af- staða okkar sú að þeir geti hengt sig,“ sagði Mug- abe á blaða- mannafundi með Kikwete. Búist er við að Tsvangirai út- skrifist af sjúkra- húsi í dag eftir að hafa sætt bar- smíðum í fang- elsi. Læknar komust að þeirri nið- urstöðu að Morgan Tsvangirai væri úr hættu og hefði ekki orðið fyrir heilaskaða vegna barsmíðanna sem hann sætti eftir að hann var hand- tekinn í höfuðborginni á sunnudag á mótmælafundi sem yfirvöld höfðu bannað. Segir stjórnarandstæðingun- um að þeir geti „hengt sig“ Robert Mugabe GESTIR höggmyndagarðs norska listamannsins Gustafs Vigelands í Ósló ráku upp stór augu í gærmorg- un þegar þeir sáu að pappírsmiðar höfðu verið límdir á kynfæri, brjóst og rass nokkurra höggmynda. „Það er nóg af nekt í blöðunum. Losum okkur við hana í garðinum!“ sagði á miða sem var hengdur á súlu með undirskriftinni F.M.N.H. Ekki var vitað hvað skammstöfunin merk- ir. Í garðinum standa 212 högg- myndir eftir Vigeland sem fékk svæðið að gjöf árið 1924 undir högg- myndir sínar en auk þeirra hannaði hann allan garðinn. Hann lést 1943. Klám? Pappírsmiðar fjarlægðir af styttum í Vigeland-garðinum í Ósló. Reuters Nekt höggmynda hulin í Vigeland-garðinum í Ósló JAPANSKIR veðurfræðingar hafa beðið þjóðina afsökunar á því að vegna tölvuvillu sögðu þeir rangt fyrir um það hvenær kirsuberja- blómin myndu springa út, að sögn BBC. Er nú sagt að blómgunin verði á miðvikudag, þremur dögum síðar en áður hafði verið spáð. Blómin springa út á afar stuttu tímabili og er atburðurinn hafður í hávegum í landinu. Margar borgir og fyrirtæki voru búin að undirbúa hátíðarhöld og teiti. „Við höfum valdið truflunum hjá þeim sem treystu á upplýsingar okkar og við biðjumst innilega afsökunar,“ sögðu veðurfræðingarnir. Röng blómaspá Reuters Blómgun Gestir í skemmtigarði mynda útsprungin kirsuberjablóm. FRANSKUR læknir fékk í gær eins árs skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að skipa hjúkrunarfræðingi að gefa sjúklingi með ólæknandi sjúkdóm lyf sem varð honum að bana. Hjúkrunarkonan var sýknuð. Læknir dæmdur FJÁRVEITINGANEFND full- trúadeildar Bandaríkjaþings sam- þykkti í gær að setja það skilyrði fyrir fjárveitingu vegna hernaðar- ins í Írak að bandaríska herliðið þar yrði kallað heim fyrir 1. októ- ber á næsta ári. Öldungadeildin hafnaði tillögu um að herinn yrði kallaður heim innan árs. Herliðið heim? NORSKA tölvu- nefndin mun á ný taka til athug- unar hvort leyfa beri flugfélaginu SAS Braathens að nota fingra- farasamanburð við eftirlit þegar farþegar rita sig inn, að sögn Aftenposten. Ætlun félagsins er að nota fingraförin til að tryggja að þeir sem innrita farangur séu sama fólkið og ritar sig inn sem farþeg- ar. SAS notar aðferðina þegar í Svíþjóð og hún verður tekin upp í Danmörku í sumar. Norska nefnd- in hafnaði í fyrstu beiðninni og vís- aði þá til laga um persónuvernd. Taldi hún að þau bönnuðu notkun fingrafara. En nefnd um persónu- vernd hefur úrskurðað að svo sé ekki. Fingraför við innritun FRANSKUR dómari ætlar að yf- irheyra Jacques Chirac eftir að hann lætur af embætti forseta í maí vegna ásakana um að hann hafi gerst sekur um spillingu þegar hann var borgarstjóri Parísar. Chirac yfirheyrður RÍKIN fimm, sem eru með neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, hafa náð samkomulagi um drög að ályktun um hertar refsiaðgerðir gegn Íran. Talið er nánast öruggt að aðgerðirnar verði samþykktar á fundi ör- yggisráðsins í næstu viku til að refsa Íran fyrir að verða ekki við kröfu ráðsins um að hætta auðgun úrans sem hægt er að nota í kjarnavopn. Sam- kvæmt ályktunardrögunum verður Írönum bannað að flytja út „hvers kon- ar vopn og tengd efni“ og aðildarlöndum Sameinuðu þjóðanna er sagt að takmarka sölu á skriðdrekum, brynvögnum, stórskotatækjum, herflug- vélum, herskipum, eldflaugum og fleiri hergögnum til Írans. Samið um vopnasölubann Gaza-borg. AP, AFP. | Samsteypustjórn helstu fylkinga meðal Palestínu- manna, Hamas og Fatah, og óháðra þingmanna var kynnt í gær. Vonast er til, að henni takist að binda enda á bræðravígin í landinu og rjúfa þá al- þjóðlegu einangrun, sem Palestínu- menn hafa verið í síðan Hamas komst til valda. Ráðherrar í nýju stjórninni verða 25 og fær Hamas 12 en Fatah sex. Hinir ráðherrarnir sjö eru ýmist óháðir þingmenn eða fulltrúar lítilla flokka. Athygli vekur, að nokkur mik- ilvægustu embættin falla óháðum í skaut, utanríkismál, fjármál og innan- ríkismál. Ziad Abu Amr, væntanlegur utanríkisráðherra, og Salam Fayyad, væntanlegur fjármálaráðherra, eru báðir menntaðir í Bandaríkjunum og njóta virðingar á alþjóðavett- vangi. Hefur sá fyrrnefndi barist hart fyrir lýðræð- islegum umbótum og sá síðarnefndi var um sinn starfsmaður Al- þjóðagjaldeyris- sjóðsins. Hefur hann beitt sér mjög gegn spillingu og lagt áherslu á að bæta meðferð opinberra fjármuna. Hafna samskiptum Viðbrögð Ísraelsstjórnar við sam- steypustjórninni voru þau, að hún ætlaði engin samskipti við hana að eiga og hún skoraði jafnframt á al- þjóðasamfélagið að gera slíkt hið sama. Áður hafði háttsettur, ísr- aelskur embættismaður sagt, að yrði ísraelskum hermanni, sem er í haldi á Gaza, sleppt og eldflaugaárásum á Ísrael hætt, kæmi samstarf til greina. Þessu er nú vísað á bug. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði í gær, að hún myndi bíða með allar yfirlýsingar þar til nýja stjórnin væri tekin til starfa en hvatti um leið Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, til að fá samsteypustjórnina til að uppfylla þau skilyrði, sem tiltekin væru í Vegvísi Kvartettsins svokall- aða. Voru viðbrögð Evrópusam- bandsins mjög í sama dúr. Samsteypustjórnin kynnt Haniya forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.