Morgunblaðið - 16.03.2007, Side 28

Morgunblaðið - 16.03.2007, Side 28
meistaramatur 28 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Fylltar tortillakökur með skinku og osti 1 tortillakaka (vefja) 1 sneið Gotta-ostur 1 sneið SS-brauðskinka 10 g fitulítill Delfí-rjómaostur 2 blöð iceberg-salat Smyrjið tortillakökuna með rjómaostinum, setjið á ost, skinku og salat. Vefjið upp og setj- ið í plastfilmu. Skemmtilegar samlokur með kæfu og banana 1 sneið rúgbrauð 1 sneið fjölkornabrauð 10 g kæfa 1⁄4 banani Smyrjið báðar brauðsneiðarnar með kæfu, skerið þunnar sneiðar af banana og setjið ofan á fjölkornabrauðið og lokið síðan með rúg- brauðssneiðinni og stingið út ef vill. Gott að setja í plastfilmu. Ostarúllur með gúrku 2 sneiðar Gotta-ostur 2 blöð iceberg-salat 1⁄4 skólagúrka Rúllið upp iceberg-blaði, ostsneið og gúrku. Það má einnig nota papriku í stað gúrkunnar ef maður vill. Tortillakaka Góð tilbreyting frá samlokunni. Ostarúlla Af hverju ekki að rúlla ostinum upp með grænmeti? Hollt og gott í nestisboxið Landsliðskokkarnir Bjarni Gunnar Kristinsson og Ragnar Ómarsson kynna hollan íslensk- an nútímamat sem er tilvalið að útbúa í nestisbox barnanna. heilsa HREYFING eykur blóðstreymi í heilanum og hjálpar til við mynd- un nýrra heilafrumna á því svæði heilans sem stjórnar minninu, að því er ný rannsókn sýnir. Frá þessu er sagt í vefútgáfu Jyllands- posten. Hópur bandarískra vísinda- manna hefur varpað nýju ljósi á jákvæð áhrif hreyfingar á heilann. Á undanförnum árum hafa augu vísindamanna opnast æ betur fyrir því að regluleg hreyfing getur fyrirbyggt heilasjúkdóma tengda ellinni eins og Parkinsons og Alz- heimers. Enginn hefur þó fram að þessu rannsakað nákvæmlega hvernig áhrif hreyfing hefur á heilann. Vísindamennirnir frá læknamið- stöð Columbia-háskólans í New York hafa m.a. skráð það að hreyfing eykur fjölföldun heila- frumna í þeim hluta heilans sem leikur stórt hlutverk þegar kemur að hæfileikum manna til að muna hluti. Að sögn dr. Scott Small sem stýrði rannsókninni er næsta skref að finna út nákvæmlega hvaða hreyfing hefur best áhrif á minnið. Hreyfing styrkir minnið Reuters Oh, hverju gleymdi ég? Robin Williams ætti þó engu að gleyma, því maðurinn getur aldrei verið kyrr. hægt að endurskapa allt herbergið, sem sófinn á að vera í, raða inn öðr- um húsgögnum og sjá þannig alveg nákvæm- lega hvernig nýja mubl- an kemur út. Ekki nóg með það; með því að ýta á hnapp var hægt að láta forritið reikna út hvað nýi sófinn myndi kosta, upp á punkt og prik. x x x Víkverji prentaði útmyndina af sóf- anum sínum, fór svo í búðina og þurfti ekki að gera annað en að velja áklæðið, sem var reyndar dálítill hausverkur af því að úrvalið var svo mikið. Nú bíður hann spennt- ur eftir sófanum, sem hann á að fá af- hentan eftir nokkrar vikur. Eining- arnar verða framleiddar einhvers staðar í útlöndum eftir pöntun Vík- verja. Sjálfsagt sparar búðin á því að liggja ekki með lager, en kannski nenna Íslendingar heldur ekki að bíða eftir nýjum sófa heldur vilja fá hann strax. x x x Víkverji er alltént ánægður meðþjónustuna og reyndar verðið líka. Nú bíður hann bara og vonar að allt skili sér eins og það á að gera, svo hann verði ekki fyrir vonbrigðum. Víkverji rak horninaðeins í hús- gagnaverzlanir á dög- unum; fannst þær iðu- lega flytja heim til hans eitthvað annað en hann keypti og almennt ekki veita neitt óskaplega góða þjónustu. Auðvit- að eru undantekningar frá þessu. Víkverji hrósaði til dæmis Exó í Fákafeni. Nú getur hann líka hrósað ann- arri húsgagnabúð, ná- granna Exó, BoCon- cept í Faxafeni. Þrátt fyrir asnalega stafsett nafn veitir þessi búð alveg hreint frá- bæra þjónustu. x x x Víkverja vantaði nefnilega sófa oghann var búinn að líta í ýmsar sófabúðir án þess að finna það sem hann vantaði. Á heimasíðunni hjá Bo- Concept fann hann sófa, sem honum leizt vel á. Hann var hins vegar ekki nógu langur. Víkverji ætlaði að fara að leita annars staðar, þegar hann rak augun í að á heimasíðunni er hægt að hlaða niður forriti, þar sem maður getur sett saman sinn eigin sófa úr BoConcept-einingum. Þetta reyndist auðvelt og skemmtilegt og brátt var Víkverji búinn að hanna sinn eigin sófa, nákvæmlega í plássið. Fljótlega kom í ljós að í forritinu var     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. mars 2007, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. mars 2007 og önnur gjald- fallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. mars 2007, á stað- greiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengis- gjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, viðbótar- og auka- álagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueft- irlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutn- ingsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúk- dómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekju- skattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatrygginga- gjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhús- næði, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjald- anda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 12.700 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.350 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreg- inn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrr- greindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. mars 2007. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.