Morgunblaðið - 16.03.2007, Qupperneq 30
Hawaií terta Tilvalin til að bera
fram í saumaklúbbnum.
Stundum er það einfaldastaallra best og það á við umþetta pæ. Frábært að reiðafram á góðu kvöldi eða til
dæmis sem eftirrétt eftir létta máltíð.
Einfalt ávaxta- og berjapæ
fyrir 5
6 dl frosin ber, eða ávextir
2½ dl gott ristað múslí með hnetum
80 g marsipan, skorið í litla bita
5 sneiðar af frosnu smjöri (skorið
með ostaskera)
¼ l rjómi
1 dós hrein jógúrt
1 msk. vanillusykur
Hellið berjunum eða ávöxtum að
eigin vali í eldfast form. Bláber,
hindber og jarðarber eru mjög góð
og epli og mangó ekki síður. Dreifið
múslíblöndunni yfir og marsípaninu.
Sneiðið smjör með ostaskera og setj-
ið yfir. Bakið við 180°C í 30 mínútur
eða þar til pæið er bakað í gegn og
skorpa hefur myndast að ofan. Þeyt-
ið rjóma og vanillusykur og hrærið
hreint jógúrt saman við.
Hawaii-terta
fyrir 8–10
Botn
4 eggjahvítur
140 g flórsykur
140 g kókosmjöl
Krem
60 g flórsykur
100 g mascarponeostur
4 eggjarauður
100 g suðusúkkulaði
Þeytið eggjahvítur alveg stífar og
hrærið flórsykri og kókosmjöli saman
við. Bakið í stóru tertuformi við 180°C
í 20 mínútur. Látið kólna alveg áður
en kremið er sett á. Þeytið saman
mascarponeost og flórsykur og setjið
eggjarauður saman við. Bræðið
súkkulaðið og hellið varlega saman
við kremið og hrærið í því á meðan.
Berið kremið yfir kökuna og stráið
kókosmjöli yfir. Þessa köku má
skreyta með litlum pappasólhlífum
eða sólum til að fá réttu stemninguna.
Túnfisksnúningur
með ólífutvisti
fyrir 8–10
1 heilhveitirúllutertubrauð
2 dósir túnfiskur í olíu
2 harðsoðin egg
¾ dl vorlaukur, smátt sneiddur
2 msk. dijon-sinnep
2 tsk. karrí
¼ tsk. salt
2 dl ólífur, niðurskornar
4 msk. kapers
½ dl ólífuolía
1 tsk. sítrónusafi
ferskt dill
svartur nýmalaður pipar
Túnfiskur með ólífutvist Nútímaleg nálgun við gömlu góðu brauðtertuna.
Góðgæti fyrir gestina
Það þarf ekki endilega að
vera tímafrekt að bjóða
gestum heim því girni-
lega veislu má útbúa með
litlum fyrirvara. Heiða
Björg Hilmisdóttir
galdraði fram góða rétti.
Einfalt ávaxta- og berjapæ Bráðnar hreinlega í munni.
matur
30 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Fagráðstefna skógræktar 2007 haldin dagana 22. og 23. mars á Eiðum
Dagskrá fimmtudagsins 22. mars
Skógur er meira en tré. Efnahagslegur og samfélagslegur ávinningur skógræktar.
10:00 – 13:00 Móttaka og skráning
Rútur frá Egilsstaðaflugvelli
12:00 – 13:00 Léttur hádegisverður og móttaka á Eiðum
13:00 – 13:15 Setning – Skógrækt er byggðarmál
Guðmundur Ólafsson, Héraðsskógum
13:15 – 13:40 Félagslegur og efnahagslegur ávinningur Héraðsskógaverkefnisins
Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri
13:40 – 14:00 Skógar Íslands og nýting þeirra frá landnámi til lýðveldis
Þröstur Eysteinsson, Skógrækt ríkisins
14:00 – 14:20 Úr vörn í sókn - félagslegar og hagrænar orsakir umskipta
frá skógeyðingu til skógræktar.
Jón Geir Pétursson, Skógræktarfélagi Íslands og Rannsóknastöð
Skógræktar ríkisins, Mógilsá
14:20 – 15:10 Forestry and rural development in countries with low forest cover
(Erindi flutt á ensku) Bill Slee, Professor of Rural Economy,
Macauley Land Use Research Institute, Skotlandi
15:10 – 15:30 Fyrirspurnir og umræða
15:30 – 16:00 Kaffihlé
16:00 – 16:40 Kolefnisbúskapur skógræktar á Írlandi (Erindi flutt á ensku)
Eugene Hendrick, COFORD (eða annar írskur fyrirlesari)
16:40 – 17:00 Loftslagsstefna íslenskra stjórnvalda og skógrækt
Hugi Ólafsson, Umhverfisráðuneytinu
17:00 – 17:20 Beinar mælingar á árlegri kolefnisbindingu Kyotoskóga
Brynhildur Bjarnadóttir, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá
17:20 – 17:40 Umfang og hagfræðilegur ávinningur bindingar með skógrækt
Arnór Snorrason, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá
17:40 – 18:00 Fyrirspurnir og umræða
18:30 – 19:30 Skoðunarferð í Eiðaskóg
20:00 – > Kvöldverður og skemmtidagskrá
Dagskrá föstudagsins 23. mars
07:30 – 08:45 Morgunverður
08:45 – 09:00 Inngangur - Ný stefnumið í skógræktarmálum Íslands
Aðalsteinn Sigurgeirsson, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá
09:00 – 09:20 Orkuskógur - Kyndistöð á Hallormsstað
Loftur Jónsson, Skógráði ehf.
09:20 – 09:40 Kolefnisbinding mismunandi trjátegunda
Bjarni D. Sigurðsson, LBHÍ
09:40 – 10:00 Afríkusögur - skógur og fólk í Austur-Afríku
Jón Geir Pétursson, Skógræktarfélagi Íslands og Rannsóknastöð
Skógræktar ríkisins, Mógilsá
10:00 – 10:20 Afföll í nýgróðursetningum á Íslandi – mat byggt á gögnum
Íslenskrar skógarúttektar
Arnór Snorrason, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá
10:20 – 10:50 Kaffihlé
10:50 – 11:10 Nestun og blöndun í bakka
Þorbergur Hjalti Jónsson, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá
11:10 – 11:30 Geymsla og frysting skógarplantna
Rakel Jakobína Jónsdóttir, nemi LBHÍ
11:30 – 11:50 Mat á verkefninu Lesið í skóginn með skólum
Ólafur Oddsson, Skógrækt ríkisins
11:50 – 12:20 Fyrirspurnir og umræður
12:20 – 13:30 Hádegisverður
13:30 – 14:00 Use of zoning in management planning (Erindi flutt á ensku)
Morten Leth og Sherry Curl, Skógrækt ríkisins
14:00 – 14:20 Áhrif skógræktar með birki og lerki á þróun og fjölbreytileika svepprótar
Brynja Hrafnkelsdóttir, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá
14:20 – 14:40 Áhrif asparryðs á þvermálsvöxt alaskaaspar
Ólafur Eggertsson, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins Mógilsá
14:40 – 15:00 Hekluskógaverkefnið
Guðmundur Halldórsson, Landgræðslu ríkisins
15:00 – 15:20 Áhrif skógræktar á þéttleika jarðvegsdýra
Edda S. Oddsdóttir, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá
15:20 – 15:40 Punktar úr umhirðu- og nýtingaráætlun Vaglaskógar
Rúnar Ísleifsson, Skógrækt ríkisins
15:40 – 16:00 Fyrirspurnir og umræður
16:00 Ráðstefnuslit
Ráðstefnugjald kr. 9.600 (báðir dagarnir) · Hátíðarkvöldverður kr. 4.900
Upplýsingar og skráning í síma 471-2184
eða senda póst á netfangið freyja@heradsskogar.is
Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir mánudaginn 19. mars nk.
SKÓGRÆKT
RÍKISINS
Af átaki
og vín-
veitingum
Hreiðar Karlsson hjó eftir því að„Átak í heilsurækt“ sótti um
vínveitingaleyfi fyrir norðan:
Hvergi þykir menning meiri,
mannlífið er gott og frægt.
Notar fólk á Akureyri
öl og vín í heilsurækt.
Þá Hálfdan Ármann Björnsson:
Í dag er eflaust Davíð Hjálmar glaður
og djammvonin af ásjónunni skín.
Hann er sagður heilsuræktarmaður
og hlýtur að leggjast strax í öl og vín!
Hjálmar Freysteinsson læknir á
Akureyri er ánægður með
þróunina:
Ég væskilslegur var og er,
sem visin jurt með skrælnuð blöð.
Kannski ég ætti að kaupa mér
kort í líkamsræktarstöð.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir á
Sandi í Aðaldal fylgdist með
yrkingum um Framsókn og
flokkshollustu á þessum stað í gær,
segir 95 ára móður sína flokksholla,
að vísu til hægri við miðju, og orti
svo um Framsókn:
Reri á sjó og rúði fé
og reyndi sveit upp byggja.
Nú fær hún ekki fylgi í hné
þó flest hún mundi þiggja.
Jón Arnljótsson fylgdist með
umræðum um nýtt
stjórnarskrárákvæði:
Sjórinn okkar sameign er,
að synda allra réttur,
en sá er þar til fiskjar fer,
í fangelsi er settur.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ