Morgunblaðið - 16.03.2007, Page 45

Morgunblaðið - 16.03.2007, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 45 REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát eiginkonu minnar, ÁSTHILDAR EYJÓLFSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B2 á Land- spítala háskólasjúkrahúsi Fossvogi. Þórður R. Jónsson, Sigríður Björk Þórðardóttir, Sigurður Björgvinsson, Hjörtur Þórðarson, Helene Alfredson, Harpa Þórðardóttir, Ásmundur Þórðarson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Hjartans þakkir til allra er vottuðu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓSEFS TRYGGVASONAR bónda, Þrastarhóli, sem jarðsunginn var frá Möðruvallarkirkju laugar- daginn 24. febrúar sl. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar á Akureyri, Karlakórs Akureyrar-Geysis og sr. Solveigar Láru Guðmundsdóttur. Guð blessi ykkur öll. Vilborg Pedersen, Hreinn Pálsson, Sigríður Bjarkadóttir, Salvör Jósefsdóttir, Árni Ómar Jósteinsson, Ingibjörg V. Jósefsdóttir, Sigurður Svan Gestsson, Óskar Jósefsson, Ingibjörg Sverrisdóttir, Haraldur Jósefsson, Sigrún Jósefsdóttir, Friðbjörn Hilmar Kristjánsson, Hildur Jósefsdóttir, Guðmundur Örn Helgason, Níels Jósefsson, Anna Jóna Vigfúsdóttir, Heiða Björk Jósefsdóttir, Ingi Rúnar Jónsson, Sigríður Hrefna Jósefsdóttir S., Ricky Carl Sørensen, Ólöf Harpa Jósefsdóttir, Axel Grettisson. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegs bróður okkar, mágs og frænda, ÞORVARÐAR GUÐMUNDSSONAR bónda, Stekkum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fyrir góða umönnun og hlýju. Sigríður Elín Guðmundsdóttir, Haukur Guðjónsson, Böðvar Sigurjónsson, Guðmundur Lárusson, Margrét Helga Steindórsdóttir, Valdimar Lárusson, Elísabet Helga Harðardóttir og fjölskyldur. þinn er mikill og ykkar allra og bið ég að Guð gefi ykkur styrk og von á þessum erfiðu tímum. Elsku Ingvar, ég kveð þig með miklum söknuði en minningin um þig lifir með okkur. Nú legg ég augun aftur, Ó Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. Þín, Þorbjörg Þessi orð eru rituð í minningu vinar míns Ingvars Árnasonar. Þó svo að Ingvar hafi verið giftur henni Elsu föðursystur minni þá leit ég ávallt á Ingvar sem vin minn. Þegar ég var um níu ára aldur þá áttaði ég mig á því að Ingvar öðru vísi en hitt full- orðna fólkið, hann gaf sér alltaf tíma til þess að tala við mig einslega á jafn- ingjagrundvelli. Hann talaði ekki nið- ur til mín eins og sumt fullorðna fólkið gerði, til að sýnast kurteist, heldur talaði hann við mig sem jafningja í stað þess að líta á mig sem einhvern krakka. Ég fékk að hafa skoðanir og þær voru jafnréttmætar skoðunum hans, þessi samskipti voru mér dýr- mæt og eiga eftir að nýtast mér sem veganesti til framtíðar. Ég man hvað það var gaman að koma til Ingvars og Elsu þegar ég var yngri, þar var alltaf til það nýjasta. Hvort sem það var vídeó-tæki, lyft- ingagræjur eða njósnasjónaukar, allt var til í Hafnarfirðinum. Stundum var nánast ævintýralegt að koma í heim- sókn. Þó ég hafi elst þá mun ég halda áfram að koma við í Hafnarfirðinum, bæði til að heilsa upp á Elsu og einnig til að láta hugann reika til ævintýra- bjarma æskuheimsóknanna. Ég mun viðhalda minningunum um heimsóknirnar og vin minn Ingvar með því að segja mínum nákomnustu sögur af þessum ævintýrum og af þessum einstaka vini sem ég eignað- ist. Ég votta Elsu, börnum, barnabörn- um og foreldrum Ingvars mína dýpstu samúð. Ingi Björn Ég á ennþá erfitt með að trúa því að þú sért farinn, Ingvar, það er svo miklu auðveldara að ímynda sér að þú verðir í eldhúsinu, tilbúinn að spjalla, næst þegar ég kem í heimsókn í Lækjarbergið. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar Elsu, hjá þér fann maður að það var hlustað og tekið mark á manni. Það breytti engu á hvaða aldri ég var, alltaf gat ég verið viss um að þú kæmir fram við mig sem jafningja. Elsku Ingvar, takk fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar, sérstaklega í eldhúsinu hjá ykkur Elsu. Elsku Elsa, Árni, Doddi og fjöl- skylda, megi góður guð styrkja ykk- ur. Sandra Rut. Það er svo erfitt að trúa því að hann Ingvar sé farinn, það er svo ósann- gjarnt að svona góður maður skuli þurfa að kveðja fyrir aldur fram, hon- um hefur verið ætlaður annar tilgang- ur. Hann Ingvar var einn sá persónu- leiki sem manni finnst forréttindi að hafa fengið að kynnast. Ég var svo lánsöm að fá að þekkja Ingvar, það voru ófáar útilegurnar sem við Val- geir fórum með þeim á árum áður, alltaf var gaman, við með strákana okkar og þau með strákana sína. Við lentum í ýmsum uppákomum í úti- legunum, sérstaklega þegar veður var vont, einu sinni td. vöknuðum við upp við það á Kirkjubæjarklaustri að Ingvar og Elsa fengu beljufót í gegn- um tjaldið hjá sér, annað skipti urðum við að taka allt upp um miðja nótt vegna veðurs. Alltaf var þetta samt gaman, Ingvar var ekki að æðrast yfir svona smámunum, heldur hafði alltaf lag á að gera gott úr hlutunum og finna eitthvað spaugilegt við aðstæð- urnar, svo þetta eru bara skemmti- legar minningar. Ég fór í mína fyrstu utanlandsferð með Valgeiri, Elsu og Ingvari og vinahjónum þeirra. Það var mikið gaman, margar góðar minningar frá þeirri ferð. Við vorum ekki í miklum samskiptum um nokk- urra ára skeið, en sem betur fer komu þau Elsa og Ingvar til okkar þar sem ég bjó í Florida 2005, það var svo notalegt að fá þau í heimsókn, eins og alltaf, þau komu mér gjörsamlega á óvart í samráði við Reyni, þau bönk- uðu uppá, ég fór til dyra, kíkti útum hliðargluggann á útihurðinni, sá að- eins framan í mann sem stóð fyrir ut- an og hugsaði með mér „Ef ég vissi ekki betur gæti ég svarið að þetta væri hann Ingvar“. Og það voru hann og Elsa. Við áttum með þeim skemmtilegar stundir þar, fórum með þeim hitt og þetta, og ekki hafði Ingv- ar breyst neitt, alltaf sami Ingvar, skemmtilegur með sérlega góða nær- veru. Ég mun alltaf þakka fyrir þá heimsókn, að hafa endurnýjað kynnin við þau góðu hjón. Við töluðum um að þau mundu koma oftar og oftar, en við fluttum heim það sama ár, og höfðum góð samskipti við þau eftir að við komum heim. Það var alltaf svo nota- legt að koma til þeirra, síðast þegar við komum sýndu þau okkur nýja Bensinn hans Ingvars, hann var svo ánægður með hann, kominn á draumabíl. Hann ferðast öðruvísi núna en vonandi líður honum vel þar sem hann er, kvalirnar á enda. Því miður verða ekki fleiri stundir með Ingvari, ég hlakkaði svo til að verða búin að koma mér fyrir í Hafnarfirð- inum ég ætlaði að fá þau í mat sem fyrst til okkar, en við eigum Elsu eftir og góðar minningar. Elsku Elsa, megi allar góðar vættir styrkja þig og alla fjölskylduna þína á þessum svo mjög erfiðu tímum. Minningin um þennan góða dreng lifir með okkur. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. Kveðja, Hulda og Reynir. Þakkarkveðja til félaga míns og vinar í alltof stuttan tíma. Ingvar minn, ég þakka þá umhyggju og ósér- hlífni gagnvart mér og þeim sem minna máttu sín. Eina sögu vil ég segja, ekki af því að allir séu góðir sem látnir eru held- ur hreinan og beinan sannleikann: Dag einn milli jóla og nýárs hafði vínguðinn náð af mér völdum eins og stundum vill verða. Hafði ég þá fengið Ingvar til að keyra mig eftirmiðdag einn og fram eftir kvöldi. Þar sem vínguðinn hafði náð heltökum á mér var mér fótaskortur og hrasaði á höf- uðið, beint á andlitið, losnuðu við það framtennur og illa var sprungin neðrivörin. Ingvar vildi drífa mig beint upp á slysavarðstofu en ég hélt nú ekki, það væri nú ekkert að mér. Keyrði Ingvar mig þá heim, lét vita hvert ferðinni var heitið og fór strax með mig upp á slysavarðstofu eins og hann sagðist mundu gera. Allt kvöldið sat hann og beið, ekki veit ég hversu lengi en svo mikið veit ég að ég vaknaði heima morguninn eftir. Kom þá strax upp í hugann að ég hafði gleymt að borga bílinn. Ég fór strax í símann og hringdi í Ingvar, til að athuga hversu mikið ég skuldaði honum. Ingvar svaraði strax „ekki neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég hef aldrei tekið krónu fyrir að keyra fólk á slysavarðstofu eða spítala, það myndir þú Ólafur Einars- son heldur ekki gera“. Þarna hafði ég tekið vinnu af Ingvari heilan eftirmið- dag og fram eftir kvöldi, og ekki var króna borguð. Margur maðurinn hefði tekið sitt og jafnvel rúmlega það án þess að svo mikið sem sýna þakklæti. Ingvar minn, ég tók eftir góð- mennsku þinni og umhyggjusemi gagnvart eldra fólki. Þakka vil ég þér fyrir dekrið við gömlu frænku mína sem farin er. Var hún í einhverri dægrastyttingu á DAS. Er ég sá þig koma snemma morguns, stíga út úr bílnum að útidyrahurðinni, banka og fylgja frænku út. Sami siður var hafð- ur þegar komið var til baka. Ingvar minn, það er gott til þess að vita þegar manns eigin stund rennur upp og búin verða skil á mínu lífi. Þá dreg ég upp litla gula miðann sem stendur á Ingvar Árnason – bílstjóri, tek upp símtólið og panta mér bíl. Mikið vildi ég að væru fleiri eins og þú en þeim fer fækkandi. Eiginkonu og börnum Ingvars, foreldrum, bræðrum og öðrum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Kveðja í bili, Ólafur Einarsson. Okkur var brugðið sunnudaginn 4. mars, s.l. þegar okkur var sagt að Ingvar Árnason, kenndur við Kæn- una í Hafnarfirði væri allur. Veikindi höfðu gert vart við sig hjá honum, en að þau væru svo langt gengin áttuð- um við okkur ekki á. Ingvar vann mikið allt sitt líf og finnst manni eðli- legra að menn eins og hann fái notið efri ævidaga, en lífsklukkan snýst ekki um hvað manni finnst, heldur er hún eitt af því sem við mennirnir fáum ekki við ráðið. Í öllu því er Ingvar tók sér fyrir hendur um ævina, stóð Elsa kona hans honum við hlið og fór þeim ein- staklega vel að vinna saman. Þau reistu og ráku um langan tíma veitingahúsið Kænuna við Suðurhöfn- ina í Hafnarfirði. Kænan, vann sér fljótt fastan sess í hafnar- og bæjarlífi okkar Hafnfirðinga. Samhliða veit- ingarekstrinum ráku þau bensínstöð og afgreiðslu henni tengda í sama húsi. Þar var unnið alla daga og ekki var klukkan þar í hávegum höfð, nema þá til að standa vaktina, þar var litið til þess sem þurfti að gera. Við- skiptavinunum leið vel og sýndi það sig best með fjölda fastakúnna. Vel- vilji þeirra hjóna var mikill og lánuðu þau m.a. Kænuna, húsið, þegar það var í byggingu, undir bryggjuball, sem haldið var af Sjálfstæðisflokkn- um í Hafnarfirði. Það ball verður lengi í minnum haft sem og þakklæti fyrir tækifærið á þeirri góðu skemmt- un. Ingvar var drengur góður, dugnað- arforkur, hreinskiptinn, fastur fyrir og gaf ekkert eftir, sérstaklega ekki þegar stjórnmál og ákvarðanir tengd- ar þeim voru í umræðunni. Samt var alltaf stutt í glettnina, hlýtt stríðnis- brosið, sérstaklega ef honum þótti vel svarað. Ingvar stundaði sjómennsku, var í eigin útgerð og nú síðast keyrði hann leigubíl. Þau voru góð árin við höfnina í Hafnarfirði, þegar Suðurhöfnin var að taka breytingum til að mæta aukn- um kröfum tímans, þá samveru sem og alla samleið, vináttu og tryggð, þökkum við Böddi í dag. Elsku Elsa, við vottum þér, Árna, Þórði og fjölskyldum ykkar, okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Ingvars Árna- sonar. Valgerður Sigurðardóttir. Elskulegur mágur minn er dáinn. Ég kynntist honum ung að aldri, aðeins 15 ára gömul. Valdi vissi ekki hvað kynslóðabil var. Hann kom eins fram við alla, börn, unglinga og fullorðna og honum mátti treysta. Hann var hlýr og glettinn og fádæma gestrisinn. Eng- inn kom í hlað öðruvísi en vera boðið í kaffi og spjall. Valdi fylgdist með öllu sem gerðist í fréttum og þjóð- málum bæði til sjós og lands. Hann var fróður um margt. Valdi var góð- ur bóndi og þó búið væri ekki stórt átti hann fallegt vel ræktað fé sem gaf góðar afurðir og meðalvigt var há í Núpakoti. Valdi var hestamaður á árum áður og átti fallega hesta enda gott hestakyn frá Núpakoti. Þegar ég kynntist Valda var elsta systir mín að koma sem ráðskona á heimilið með unga dóttur sína, Jó- hönnu Rannveigu. Þau Magga og Valdi giftust síðar og reyndist Valdi Jóhönnu góður faðir og félagi. Seinna fæddist Hafdís. Við það sást enn betur sú hlið á Valda sem sneri að umhyggju og ást sem hann átti Þorvaldur Sigurjónsson ✝ Þorvaldur Sig-urjónsson fædd- ist í Núpakoti undir Austur-Eyjafjöllum 1. október 1929. Hann lést á Dval- arheimilinu Lundi 22. febrúar síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Eyvind- arhólakirkju 3. mars. svo nóg af. Þegar Guðlaug fæddist óx stolt hans en hann var ákaflega stoltur af dætrum sínum. Þær veittu honum ómælda gleði og hann var kletturinn í lífi þeirra. Dæturnar, bú- störfin og síðar barnabörnin voru það sem allt líf Valda snerist um. En tíminn er eins og vatnið í bæjarlæknum, ekk- ert stöðvar það. Veik- indi og erfiðleikar knúðu dyra. Magga var oft mikið veik og seinna Valdi sem alltaf hafði verið hraustur. Það hefur allt sinn tíma og nú kveð ég þig kæri mágur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guðrún Árnadóttir (Ninna).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.