Morgunblaðið - 16.03.2007, Page 46

Morgunblaðið - 16.03.2007, Page 46
46 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lilja Viðars-dóttir, sendi- herra, fæddist á Akranesi 31. maí 1957. Hún andaðist á Landspítala – Há- skólasjúkrahúsi 7. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Viðar Daníelsson múr- arameistari, f. 3. júní 1925, d. 21. júlí 1992, og Guðrún Lilja Friðjónsdóttir, húsfreyja, f. 23. september 1925. Systkini Lilju eru Helga, f. 19. 2. 1949, Daníel, f. 23.11. 1951, Viðar, f. 21.3. 1956 og Friðjón Már, f. 27. 7. 1961. Hinn 29. desember 1995 giftist Lilja eftirlifandi maka sínum Ro- ger Verbrugghe frá Gent í Belgíu, stjórnmálafræði, með áherslu á al- þjóðasamskipti, frá Kent State University, Kent. Að námi loknu starfaði Lilja í fimm ár sem deild- arstjóri hjá Fastanefnd Alþjóða verslunarráðsins, en árið 1988 hóf hún störf hjá utanríkisþjónustunni og starfaði í tengslum við hana og á hennar vegum allar götur síðan, sem sendiráðsritari, sendiráðu- nautur, sendifulltrúi og staðgeng- ill skrifstofustjóra. Ber þar eink- um að nefna vinnu hennar við undirbúning og síðar framkvæmd samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið. Um sex ára skeið gegndi hún stöðu framkvæmda- stjóra á sviði frjálsra vöru- viðskipta hjá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA. Hinn 1. september 2006 var Lilja skipuð sendiherra hjá utanríkisþjónustunni. Frá þeim tíma til dauðadags starfaði hún sem aðstoðarframkvæmda- stjóri EFTA. Lilja verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju í dag 16. mars og hefst athöfnin kl. 15. f. 10. apríl 1938. Þau bjuggu lengst af í Gent, Elene og Brussel í Belgíu, auk Reykjavíkur. Lilja ólst upp á Akranesi ásamt systkinum sínum og að loknu stúdents- prófi frá Mennta- skólanum við Hamra- hlíð 1977 lá leið hennar til Banda- ríkja Norður- Ameríku. Fyrsta ár sitt þar stundaði hún nám við Andrew College, Cut- hbert í Georgíu, styrkt af Rót- aryklúbbi Akraness. Árið 1981 lauk hún BA námi í opinberri stjórnsýslu, með áherslu á sögu, frá Walsh College í Canton, Ohio og síðan MA prófi árið 1983 í Gott er ein með Guði að vaka, gráta hljótt og minnast þín, þegar annar ylur dvín, - seiða liðið líf til baka, og láta huggast systir mín ! Við skulum leiðast eilífð alla, - aldrei sigur lífsins dvín. Ég sé þig elsku systir mín. Gott er þreyttu höfði að halla að hjarta guðs – og minnast þín (Systurminning eftir Jóh. úr Kötlum.) Kveðja, Helga systir. Elsku Lilja okkar Nú þegar kom- ið er að því að við verðum að kveðja þig og fáum því miður ekki notið samvista við þig meira í þessu lífi, langar okkur að segja þér einu sinni enn hvað okkur þótti óendanlega vænt um þig og hvað þú varst ynd- isleg dóttir og systir, sú besta sem nokkur móðir og systir getur óskað sér. Tryggð þína, ræktarsemi þína og örlæti þitt í okkar garð var einstakt að upplifa. Þótt oft væri landfræðilega langt á milli okkar var samt mjög stutt á milli þar sem síminn gegndi stóru hlutverki. Og þótt við söknuðum þess oft að geta ekki skroppið í kaffi þá kom á móti að þegar við hittumst var það gert með stæl. Þá frábæru gestrisni sem við nut- um hjá þér og allt sem þú gerðir fyr- ir okkur og með okkur sem gerði margar þeirra stunda að hápunktum lífs okkar munum við alltaf geyma í minni og erum þér ævarandi þakk- látar fyrir. Í okkar huga hefur þú alltaf verið flottust og fallegust og þvílík hetja sem þú hefur alltaf verið, að gefast upp var ekki til í þínum orðaforða, það sýndi sig best síðustu dagana. Þú hafðir allt undir kontról þá eins og þú hefur alltaf haft og heim skyldirðu komast og þér tókst það. Hafðu hjartans þökk fyrir allt, elsku vinan. Guð geymi þig og varðveiti. Þín mamma og Helga. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Það má segja að ég hafi bókstaf- lega rekist á Lilju, væntanlega mág- konu mína, þegar við hittumst í fyrsta sinn haustið 1974. Hún bjó í íbúð við Baldursgötuna í Reykjavík með bræðrum sínum, þar af vænt- anlegum eiginmanni mínum, Daníel. Þau voru í menntaskóla, en bjuggu annars á Skaganum. Ég fann strax að þarna var á ferð skemmtileg kona, full af smitandi hlátri, glað- værð og léttleika. Hún var hrein og bein og líkleg til að fara sínar eigin leiðir ef þurfti. Okkur kom vel sam- an frá byrjun og bar þar aldrei skugga á. Það var ljóst að þau voru góðir vinir, systkinin Lilja og Daníel og gátu rætt allt milli himins og jarðar af hreinskilni, þó þau væru ólík. Umhyggja Lilju fyrir foreldr- unum var aðdáunarverð, sem hún var í mjög góðu sambandi við alla tíð og hringdi oftast í þau daglega. Hún var bæði ástkær dóttir og einstakur vinur þeirra. Þau heimsóttu hana til Bandaríkjanna meðan hún var þar við nám og nutu ferðarinnar út í ystu æsar. Stutt er síðan ég heyrði tengdamóður mína rifja upp skemmtilegar minningar frá New York þegar Lilja fór með þau á söngleik á Broadway og ekki síður þegar hún dreif þau með sér á diskótek í stórborginni. Þó Lilja ætti ekki börn sjálf naut hún þess að ræða við þau og umgekkst þau af áhuga, virðingu og forvitni. Fengu synir okkar tveir að njóta þeirrar væntumþykju hennar alla tíð og fylgdist hún mjög náið með uppvexti þeirra og þroska. Gaman er að minnast þess að skömmu eftir stúd- entspróf kenndi Lilja við Brekku- bæjarskóla á Akranesi og þótti hin- um reynslulitla leiðbeinanda vænt um hrós foreldra nemendanna fyrir þolinmæðina sem hún sýndi ærsla- fullum ungmennum. Lilja var lengi starfsmaður í utan- ríkisþjónustunni. Svo skemmtilega vildi til að Lilja og Daníel urðu sam- starfsmenn í nokkur ár hjá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, í Brüssel. Það var sérkennilegt að vera bú- sett erlendis með heimþrá, en á sama tíma vera ljónheppin að hafa náinn ættingja sem systur sína og mágkonu á næstu grösum og geta skroppið hvenær sem var í heim- sókn til þeirra Lilju og Rogers. Þau voru óþreytandi að gefa nýbúunum góð ráð um lífið í Brüs- sel. Ekki var verra að fá í leiðinni hjá Roger betri mynd af hugarheimi Belganna, gestgjafa okkar. Lilja var samviskusöm og hörkudugleg í vinnu og í hverju því sem hún tók að sér. Hún var falleg kona og okkur til sóma hvar sem hún fór. Hún barðist við illvígan sjúkdóm í mörg ár, en allan tímann meðan á erfiðum veikindum stóð, bar hún sig vel og gerði sem minnst úr alvar- leika sjúkdómsins. Hún lét hann ekki stöðva sig og vildi ekkert umtal þrátt fyrir að vera oft kvalin. Hún var æðrulaus og kjörkuð þar til yfir lauk. Ég vil að endingu þakka minni kæru Lilju innilega fyrir samveruna í gegnum lífið og votta Roger eft- irlifandi eiginmanni hennar, Gunnu tengdamömmu, svo og systkinum hennar innilega samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Margrét Magnúsdóttir Kynnum okkar Lilju bar saman þegar ég kynntist eiginmanni mín- um, bróður hennar, fyrir 12 árum. Lilja var einstaklega þægilegur per- sónuleiki og kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd. Það var greinilegt að hún mat starf sitt mik- ils og hafði brennandi áhuga á þeim verkefnum og málefnum sem hún sinnti. Lilja átti glæstan starfsframa og henni hafði hlotnast mikill heiður m.a. í því að verða skipuð sendi- herra sem við vorum mjög stolt af, en þetta breytti ekki Lilju. Þrátt fyrir diplómatastörf með tilheyrandi annríki, móttökum og venjum þess umhverfis, þá var hún ekki fyrr komin heim til sín en hún var komin í jogginggallann og farin að njóta samverunnar með fjölskyldunni og vinum. Fjölskyldan og vinir hennar voru henni afar dýrmæt og sýndi hún alltaf einlægan áhuga á því sem fólkið hennar var að gera og hvernig því leið. Lilja var einstaklega natin við börn og nutu systkinabörnin sér- staklega góðs af því. Hún var oft að gauka að þeim gjöfum og var mjög rausnarleg í þeim efnum. Hún kom fram við þau sem jafningja sinn og hafði einstakt lag á þeim og átti við þau afar gott samband. Hún var t.a.m. fljót að viða að sér leikföngum fyrir dætur okkar sem hún geymdi á vissum stað á heimili þeirra Rogers í Reykjavík og einnig keypti hún sér- stakan barnastól til að hafa kláran þegar við kæmum í heimsókn. Við höfðum alltaf lúmskt gaman af því hve sérstakt dálæti hún hafði af þjóðlegum mat og var eina systkinið sem pantaði „gamlan mat„ hjá móð- ur sinni. Þær mæðgurnar nutu þess svo að gæða sér á kræsingum eins og siginni grásleppu og skötu hve- nær sem tækifæri gafst. Hún reyndist móður sinni afar vel og einstakt má telja að hún hafði daglegt samband við hana í öll þessi ár þrátt fyrir að hafa verið búsett erlendis lungann úr starfsævinni. Fjölskylda hennar fékk að njóta meiri samveru með henni frá lokum árs 2002–2006 þegar hún starfaði hér og var það ómetanlegur tími. Í veikindum sínum var Lilja mikið hörkutól, hún stundaði krefjandi vinnu þó að það hallaði undan fæti. Henni fannst ekkert annað kom til greina enda hafði hún einstaklega gaman af því að vinna á þessum vettvangi og vera í hringiðu líðandi stundar. Oft var fjölskyldan skiln- ingsvana á það hvaðan hún fékk þessa orku því annað eins er vart á færi hraustrar manneskju. Á engan skal hallað þegar móðir hennar er nefnd sem hennar helsta stoð og stytta í gegnum þessar þrautir á meðan hún bjó hér á landi. Erfitt var fyrir fjölskylduna að vita af henni aftur í útlöndum þegar veik- indin báru hana ofurliði en við erum jafnframt þakklát því að hún skyldi fá að kveðja þennan heim hér á Ís- landi. Góð vinkona Lilju frá Ameríku lýsir henni vel þegar hún sagðist vera sannfærð um að hún kæmi til með að fylgjast vel með okkur ofan af himninum þar sem hún treysti engum hinna englanna til að gera það betur. Guð gefi Gunnu tengdamömmu, Roger og okkur öllum styrk til að takast á við lífið án Lilju. Margrét Sigurjónsdóttir. Það olli okkur bæði sársauka og uppnámi að frétta af andláti Lilju Viðarsdóttur, sem gegndi störfum aðstoðarframkvæmdastjóra EFTA á skrifstofu samtakanna í Bruss- el.Ég átti mjög náið samstarf við Lilju síðasta hálfa árið sem hún lifði. Við tókum bæði við störfum hjá EFTA síðastliðið sumar.Við tók- umst í sameiningu á við það verkefni að leiða EFTA-skrifstofuna og vinna að hagsmunum aðildarríkj- anna í samstarfi þeirra við Evrópu- sambandið. Lilja var ómetanlegur samstarfs- maður. Ég hafði gríðarlega mikið gagn af þeirri miklu reynslu sem hún hafði aflað sér á sviði Evrópu- mála og af þekkingu hennar á EES- samningnum sem hún átti þátt í að semja um snemma á tíunda ára- tugnum. Lilja barðist hetjulegri baráttu við sjúkdóminn sem hún var haldin. Hún var full bjartsýni og þótt hún væri þjáð lét hún skyldur sínar og velferð vina og samstarfsmanna jafnan ganga fyrir. Fagmennska Lilju og elja, látleysi og alúðlegt við- mót gerðu hana að afar virtum sam- starfsmanni sem naut mikils trausts. Þetta hálfa ár sem við áttum sam- an í EFTA verður mér ávallt minn- isstætt sem einhver bestu samskipti sem ég hef átt á nokkrum vinnustað. Í Lilju átti ég ekki aðeins samstarfs- mann heldur einnig kæran vin. Allir í „EFTA-fjölskyldunni“ munu sakna hennar sárt. Fyrir hönd vina og samstarfs- manna í EFTA vil ég koma á fram- færi við fjölskyldu og vini Lilju, og við stjórnvöld á Íslandi, innilegri samúð okkar og hluttekningu við fráfall yndislegrar konu og virts stjórnarerindreka. Kåre Bryn, framkvæmda- stjóri EFTA Sumarið 1961 fæddist Viðari bróður mínum og Gunnu konu hans sitt 5. barn. Ég var beðin að koma og hjálpa til við að hreingera húsið og líta til með börnunum fjórum sem þá voru á aldrinum 4–12 ára, meðan Gunna væri á spítalanum. Það var þá sem sú yngsta fjögurra ára með gulrótarrauða hárið og stóru bláu augun sín fangaði hjartað í „gömlu frænku“. Þá strax varð hún ein af uppáhalds eins og við köll- uðum það og hefur ekki valdið von- brigðum, aldrei. Hún varð stór og fór til Ameríku að læra á stóra styrknum eins og það var kallað þá. Kom heim og fór að vinna hjá Versl- unarráðinu. Þá bjó ég í Stigahlíðinni og þar var gott að koma við eftir erf- iðan vinnudag og fá sér matarbita. Koma mér þá í hug hin frægu bjúgu og við brosum báðar. Því næst lá leiðin í Utanríkis-ráðuneytið þar sem hún vann síðan bæði heima og heiman. Allan þennan tíma átti vinn- an hug hennar allan. Allt skyldi gert með nákvæmni og eins vel og unnt væri. Í bréfi frá Lilju þann 23. jan- úar s.l. skrifar hún aðallega um vinnuna og hvað hún sé henni mikils virði og hvað allt sé skemmtilegt. Hún var að undirbúa móttöku á fjór- um ráðherrum. Hún talar lítið um eigin líðan en segir þó að heldur séu fæturnir á sér orðnir linir og latir þegar líða tekur á daginn. Og bréf- inu lýkur á því að hún verði að drífa sig, hún þurfi að ljúka við undirbún- inginn á því að taka á móti nefndum ráðherra, hún sé sko í vinnunni. Og hverjum er þetta líkt, nema Lilju. Þegar litið er yfir samverustundir okkar víkur sorgin sem nú er í hug- um okkar allra fyrir gleðinni sem svo gjarnan fylgdi henni og lífið verður bærilegra í þessum táradal þar sem við stöndum núna. Upp koma ljúfar minningar frá ferðum okkar Erlings til Brussel og okkar allra til Parísar, Amsterdam og víð- ar á erlendri grund. Og ekki má gleyma bestu ferðinni okkar, útileg- unni miklu á Kirkjubæjarklaustri. Þegar við ókum síðdegis á föstudegi gegnum þykkustu þoku sem sést hefur á Suðurlandi og allir hugsuðu það sama: „Ekki fær Roger mikið að sjá af okkar fallega landi í þessum túrnum“. En þokunni létti rétt áður en við komum að Klaustri og við tjölduðum í því besta veðri sem komið hefur á Íslandi og borðuðum bestu grillsteik „a la Jónas“ sem grilluð hefur verið, og ekki spillti rauðvínið gleðinni. Og næstu dagar, hvílík himnaríkisdýrð! Hvað við vor- um stoltar þegar við sýndum Roger Jökulsárlónið, Skaftafell og fleiri perlur Suðurlands í þessu líka fal- lega veðri. Ég man eftir hvað ég kveið mikið fyrir því að hitta Roger, það var þeirra fyrsti kvöldverður saman hjá mér. Hvað átti ég, heimaalningurinn frá Íslandi, að segja við mann sem var útlendur og þar að auki eldri en ég? En það voru engin vandræði, hann spilaði á skeiðar, krukkur og pottlok, söng gamanvísur á flæmsku, fetti sig og bretti og ég skellihló, svo auðvelt var það. Og ekki hafa vandræðin verið í okkar samskiptum síðan. Allt á besta veg, væntumþykja og vellíðan. Síðasti kvöldverður Lilju og Ro- gers saman í Fögrubrekkunni var 2. janúar s.l. Ekki var talað mikið um veikindi, hún frænka mín talaði um væntanlegt 50 ára afmæli sitt í maí og hvernig „við“ ætluðum að hafa það þá. Minnugar kveðjuveislunnar góðu sem hún hélt hér í sumar. Við dekkuðum hér í garðinum fyrir 40 manns, skáluðum í kampavíni og borðuðum jarðarber, stórsteik, skál- uðum í rauðvíni, sungum og höfðum gleði og gaman í fyrirrúmi. Hún tal- aði um þegar við Erlingur kæmum til Agde í sumar og ættum með þeim góðar stundir í Suðurfrans sem hún talaði svo oft um. Dauðinn var hvergi nærri í hennar orðum en við vissum báðar af honum – vildum ekki um hann tala. Þegar ég var bú- in að kveðja þetta kvöld og var á leiðinni upp stigann læddist að mér sá grunur að kannske væri þetta í síðasta sinn, svo ég hljóp niður aftur og fékk stóran knús og koss – það var sá síðasti. Að morgni 24. nóvember 1963 kallaði skólameistari MA, Þórarinn Björnsson, okkur nemendur sína á sal. Hann hóf ræðu sína á orðunum: „Góður drengur er fallinn frá“. Þau orð meistara geri ég að mínum við andlát bróðurdóttur minnar og bæti við: „Hún var hetja og barðist til síð- ustu stundar.“ Elsku Gunna og fjöl- skylda, elsku hjartans Roger minn, við Erlingur sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur úr Fögru- brekkunni og biðjum góðan guð að styðja ykkur og styrkja í sorginni. Hlín Daníelsdóttir. Lilja Viðarsdóttir, sendiherra, átti farsælan og margbreytilegan feril innan íslensku utanríkisþjónustunn- ar þar sem þekking hennar og innsæi í alþjóða- og utanríkismálum urðu íslensku þjóðinni til heilla. Lilja var ein þeirra embættismanna sem unnu sitt starf fjarri skjanna- birtu fjölmiðla, eins og vera ber, og ávann hún sér virðingu allra sam- starfsmanna sinna. Lilja réðst til starfa í utanríkis- þjónustu Íslands árið 1988 þegar ljóst var að framundan væru erfiðar og flóknar samningaviðræður um stofnun hins Evrópska efnahags- svæðis. Hannes heitinn Hafstein, sem þá var ráðuneytisstjóri og seinna aðalsamningamaður Íslands við EES viðræðurnar, valdi Lilju sem sinn nánasta samverkamann í upphafi samningaviðræðnanna og í gegnum þær allar. Fullyrða má að enginn hafi unnið eins lengi og sam- fellt að málefnum EES samningsins, sem er óumdeilanlega farsælasti milliríkjasamningur sem gerður hef- ur verið af Íslands hálfu. Verulegir fjárhagslegir hagsmunir fyrir Ísland eru tengdir rekstri samningsins en Lilja Viðarsdóttir er þar meðal ann- arra í fararbroddi sem sá embætt- ismaður er hafði yfirgripsmestu þekkingu á þessum samningi. Lilja fékk leyfi frá störfum 1. september s.l. til að gegna stöðu að- stoðarframkvæmdastjóra EFTA í Brussel og var hún fyrsta konan innan EFTA ríkjanna til þess að gegna því þýðingarmikla starfi. Hún var jafnframt skipuð sendiherra í utanríkisþjónustunni frá sama tíma. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að Lilja var mín hægri hönd um tæplega fjögurra ára skeið og skildi strax hvers vegna vinnusamband hennar og Hannesar var eins sterkt og raun bar vitni. Lilja var mikill vinur samstarfsmanna sinna, afar vinnusöm alla tíð og hafði þá fágætu eiginleika að vera bæði metnaðar- gjörn og fórnfús. Ég lærði fljótt að metnaðurinn var fyrir hönd verkefn- anna en ekki hennar sjálfrar. Þegar ég greindi framkvæmdastjóra Lilja Viðarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.