Morgunblaðið - 16.03.2007, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 16.03.2007, Qupperneq 55
Volta Björk Guðmundsdóttir kynnir nýja plötu sína á árinu. BJÖRK Guðmundsdóttir hefur tónleikaferð sína um heiminn með tónleikum í Laugardalshöll 9. apríl næst- komandi. Þar kemur hún fram með hljómsveit sinni, en hluti hennar er blásarasveit tíu íslenskra stúlkna. Tón- leikaferðin er farin til að kynna sjöttu breiðskífu Bjark- ar, Volta, sem kemur út 7. maí. Hljómsveit Bjarkar á tónleikunum í Laugardalshöll og í fyrirhugaðri tónleikaferð skipa Jónas Sen píanó- leikari, blásaradecet skipaður Brynju Guðmunds- dóttur, Sigrúnu Kristbjörgu Jónsdóttur, Hörpu Jó- hannsdóttur, Erlu Axelsdóttur, Særúnu Ósk Pálmadóttur, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Valdísi Þor- kelsdóttur, Sylvíu Hlynsdóttur, Sigrúnu Jónsdóttur og Björk Nielsdóttur, auk þeirra Mark Bell og Chris Cors- ano. Næstu tónleikar í ferðinni verða 27. apríl, en þá leik- ur Björk á Coachella hátíðinni í Bandaríkjunum. Síðan leikur hún á Sasquatch-tónlistarhátíðinni 26. maí, á Glastonbury í Bretlandi 22. júní, á Rock Werchter í Belgíu 28. júní, Open’er í Póllandi 1. júlí, Hróars- kelduhátíðinni 5. júlí og svo Paleo hátíðinni í Sviss 25. júlí. Á vefsetri Bjarkar, bjork.com, kemur fram að fleiri tónleikar muni bætast við á næstu dögum og vikum. Björk hélt síðast tónleika hér á landi í desember 2001, þá í Laugardalshöll og Háskólabíói. Hún flutti einnig þrjú lög með höpuleikaranum Zeenu Parkins á Náttúrutónleikunum í Laugardalshöll í byrjun janúar 2006 og kom fram með Sykurmolunum 17. nóvember sl. Þess má geta að Björk kemur einnig fram 1. apríl nk. á styrktartónleikum fyrir Forma, samtök átrösk- unarsjúklinga á Íslandi, á Nasa. Þar mun hún syngja tvö lög með blásaradecetnum. Fyrstu tónleikar Bjarkar í sex ár Í HNOTSKURN»Björk syngur eitt lag áplötunni A Tribute To Joni Mitchell sem er væntanleg í plötubúiðr þann 24. apríl næstkomandi. Björk syngur þar lagið „The Boho Dance“. Á meðal flytjenda á plötunni eru Sufjan Stevens, Prince, Annie Lennox og Elvis Cos- tello »Þrjú ár eru liðin frá síð-ustu breiðskífu Bjarkar, Medúllu, en einnig hafa komið út endurhljóðblöndunarskífan Army of me: Remixes and Cov- ers og Drawing Restraint 9. »Björk fær í næstu viku af-hent hin frönsku Qwartz- verðlaun fyrir framlag sitt til tónlistar. Kemur fram í Laugardalshöll ásamt 13 manna hljómsveit MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 55 Föstudagur <til frægðar> Nasa Árlegt ball með Spöðum Oliver DJ JBK frá kl. 23. Barinn Benni B-Ruff á 1. hæð DJ Raggi á 2. hæð Pravda DJ Áki Pain og DJ Maggi Flass. Players Austfirðingaball þar sem fram koma meðal annarra Á móti sól. Prikið Jón Tryggvi og strákarnir í Blautt malbik. Hressó Dúettinn Gotti og Eisi og DJ Jo- hnny. Kringlukráin Rokksveit Rúnars Júlíussonar Laugardagur <til lukku> Oliver Dj Suzy og Elvis frá kl. 23. Barinn DJ Peter Parker á 1. hæð DJ Davíð & Haukur á 2. hæð Pravda Húsið opnar klukkan 22. DJ Áki Pain og DJ Addi Exos. Café Amsterdam Amsterdjamm með DJ Fúsa. Loftkastalinn Herranótt MR sýnir leikritið DJ Lilli. Hressó Pub-lic og DJ Jón Gestur. Hverfisbarinn Plötusnúðarnir Paul Hill og Paul Wilkins leika en þemað er „happy house ’n’ disco“. Kringlukráin Rokksveit Rúnars Júlíussonar Nasa Hljómsveitin Hjálmar Players Von Prikið Cafe Au Lait-þema. Plötusnúðarnir KGB, Kári og Árni Sveins. Hljóm- sveitin Bloodgroup hefur leik upp úr klukkan 22. ÞETTA HELST UM HELGINA »
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.