Morgunblaðið - 17.03.2007, Side 2
Eftir Elva Björk Sverrisdóttur
og Þóri Júlíusson
KRISTINN Björnsson, fyrrverandi
forstjóri Skeljungs, segir það mik-
inn létti að sjá fyrir endann á málinu
með dómi Hæstaréttar. Dómurinn
sé jafnframt ákveðinn vendipunktur
í málaferlum á hendur olíufélögun-
um.
„Ég er búinn að lifa með þessu
máli frá 18. desember 2001 þegar
Samkeppnisstofnun fór inn í húsa-
kynni olíufélaganna. Fljótlega eftir
að Samkeppnisstofnun ákvað að
fara með málið til ríkislögreglu-
stjóra í júní 2003 fengu tæplega 40
manns hjá olíufélögunum réttar-
stöðu sakbornings. Með dómi
Hæstaréttar kemur umbúðalaust
fram að allur þessi málatilbúnaður
er ekki á neinum rökum reistur,“
segir Kristinn og tekur fram að
dómurinn feli það í sér að málinu sé
endanlega lokið gagnvart einstak-
lingum.
„Það er ekki síst vegna þess að í
dóminum er vitnað bæði í stjórn-
arskrá og Mannréttindasáttmála
Evrópu. Þegar af þeim ástæðum
hefur þetta mál aldrei átt neinn rétt
á sér. Mér finnst þetta vond lög-
fræði sem hefur verið unnið eftir
bæði hjá ríkislögreglustjóra og síð-
an hjá embætti saksóknara í efna-
hagsbrotum.“
Bagalegt fyrirkomulag
rannsóknar
Aðspurður segir Kristinn að
þessa niðurstöðu hefðu menn ein-
faldlega getað séð fyrir í upphafi. Sú
lögfræði sem unnið hafi verið eftir
hafi hins vegar ekki verið nógu góð.
Þá sé það fyrirkomulag sem hafi
einkennt rannsókn málsins eins
bagalegt og hugsast geti.
„Við höfum ekki ráðið því hvernig
málin hafa verið rekin. Það hafa
annars vegar stjórnsýslustofnanir
og hins vegar dómstólar gert. Við
erum einungis leiksoppar í þessari
atburðarás allri og verðum í raun-
inni að dingla með eins og krakk-
arnir segja. Þetta er eins bagalegt
og hægt er að hugsa sér að svona
geti þetta farið og á meðan sitji
menn og geti ekki borið hönd fyrir
höfuð sér. Menn geta engu svarað,
hvorki ásökunum sem á þeim dynja
né öðru vegna þess að það er verið
að rannsaka málið hjá lögreglu.
Þannig kann allt sem þú segir að
vera túlkað þér í óhag. Nú er því
ástandi lokið og þá kemur í ljós
hvernig menn bregðast við því.“
„Ég trúi því að með þessum dómi
verði ákveðinn vendipunktur í þessu
máli öllu saman. Ég er ekki málsvari
fyrir neitt olíufélag lengur og mun
ekki tala um þau mál sem snúa að
félögunum sjálfum. Það hljóta hins
vegar allir glöggir menn að hafa séð
að hingað til hafa menn ekki verið
reiðubúnir að tjá sig um þetta sam-
keppnismál olíufélaganna. Það
byggist auðvitað á því að helstu for-
ráðamenn þeirra félaga, hvorki fleiri
né færri en tæplega 40 manns, voru
með réttarstöðu sakbornings og
gátu þar af leiðandi ekki tjáð sig um
málið meðan á þessari svokölluðu
rannsókn stóð hjá lögreglunni […].
Nú er því ástandi lokið með þessum
dómi og það er mín skoðun að þarna
verði ákveðinn vendipunktur. Menn
munu sjá á þessu máli miklu fleiri
hliðar en hingað til í einhliða mál-
flutningi sem hefur átt sér stað af
hálfu Samkeppnisstofnunar.“
Kristinn átelur þann seinagang
sem hann telur hafa einkennt málið,
enda séu liðin rúm þrjú ár frá því að
það fór upphaflega til lögreglu og
tæp sex ár frá því að það hófst.
„Þetta er ótrúlegur seinagangur á
máli sem er verið að reka annars
vegar fyrir stjórnsýslustofnunum og
hins vegar dómstólum. Það hlýtur
að vera eitthvað sem menn þurfa að
velta fyrir sér hvort ekki sé afar
óæskilegt í svo góðu þjóðfélagi sem
Ísland er.“
„Við fögnum
þessari niðurstöðu“
Einar Benediktsson, forstjóri Ol-
íuverzlunar Íslands, vildi ekki tjá sig
um málið að svo stöddu. Gísli Baldur
Garðarsson, lögmaður Einars, sagði
niðurstöðu Hæstaréttar á þá lund að
málsmeðferðin hefði verið í and-
stöðu við þær reglur sem gilda í
þjóðfélaginu. „Við fögnum þessari
niðurstöðu og hún er í fullu sam-
ræmi við þær væntingar sem við
höfðum,“ segir Gísli Baldur.
Geir Magnússon, fyrrverandi for-
stjóri Olíufélagsins – sem nú heitir
Ker, vildi ekki tjá sig um málið að
svo stöddu. Ragnar Tómas Árnason,
lögmaður Geirs, vísaði til þeirra um-
mæla saksóknara efnahagsbrota að
málinu væri lokið og sagðist engu
hafa við þau að bæta.
„Menn munu sjá á þessu máli
fleiri hliðar en hingað til“
Morgunblaðið/Júlíus
2 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is
Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Her-
mannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Örlyg Sigurjónsson
orsi@mbl.is
UM 300 lítrar af dísilolíu láku niður á
svonefndan Strípsveg í Heiðmörk
inni á miðju vatnsverndarsvæði
Reykvíkinga í gær. Forstjóri Orku-
veitu Reykjavíkur sem hefur umsjón
með svæðunum segir atvikið alvar-
legt en telur að vel hafi tekist að
bjarga málum.
Óhappið varð þegar ökumaður
vörubíls var að taka beygju á veginum
en aksturinn tengdist framkvæmdum
Kópavogsbæjar við vatnslögn í Heið-
mörk. Svo virðist sem bíllinn hafi rek-
ist í grjót með þeim afleiðingum að
undirvagninn rifnaði og olían lak út.
Gripið var til þess ráðs að moka
upp olíumenguðum jarðvegi og fjar-
lægja hann en að sögn Lúðvíks Gúst-
afssonar, deildarstjóra á umhverfis-
sviði Reykjavíkurborgar, var bót í
máli að olían lak ofan á veginn sjálfan
í stað þess að fara fram af vegbrún-
um.
Óhappið varð á svokölluðu grann-
svæði en því er skipt upp í nokkur
brunnsvæði, þ.e. vatnsbólin sjálf.
Næsta brunnsvæði, Myllulækur, var í
nokkurra kílómetra fjarlægð frá
staðnum.
Að sögn Lúðvíks er erfitt að segja
til um hættu á mengun og hversu
mikil olía fer ofan í jarðveginn. „En
sem betur fer sýnist mér olían hafa
aðallega lekið eftir veginum,“ benti
hann á. „Það hefði verið verra ef olían
hefði lekið út til hliðar við veginn.“
Aðspurður hvort gripið verði til
ráðstafana til að takmarka hættu á að
annað eins endurtaki sig, bendir Lúð-
vík á að ökumenn verði vitaskuld að
meta aðstæður á hverjum tíma. „Það
er alltaf alvarlegt atvik þegar mörg
hundruð lítrar af olíu leka niður á
grannsvæði. Mestu máli skiptir að ná
sem mest af olíunni upp.“ Sagði hann
að umhverfissvið ætti nú eftir að ræða
hvort fylgst yrði með hugsanlegri ol-
íumengun í vatnsbólum á næstunni.
Reglulegar sýnatökur úr þeim mæla
ekki olíumengun að sögn Lúðvíks.
Mengunarslys í Heiðmörk
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óhapp Slökkviliðsmenn og starfsmenn umhverfissviðs Reykjavíkurborgar komu strax á staðinn þar sem óhappið
varð. Um 300 lítrar af olíu láku niður. Gripið var til þess ráðs að moka upp olíumenguðum jarðvegi og fjarlægja.
„NIÐURSTAÐA í þessu máli er
endanleg og það er dómur Hæsta-
réttar sem ræður úrslitum,“ segir
Helgi Magnús Gunnarsson sak-
sóknari um dóm réttarins frá í
gær. Ekki verði gefin út önnur
ákæra vegna þess „að það er engin
önnur rannsókn til að byggja þá
ákæru á heldur en þessi eina rann-
sókn sem verið er að segja að sé
ekki fullnægjandi“.
Niðurstaða dómsins hafi verið sú
að meðferð málsins, fyrst rannsókn samkeppnisyf-
irvalda frá 2001–2003 og svo lögreglurannsókn, hafi
verið það ófullkomin varðandi tryggingu réttar sak-
borninga að ekki væri hægt að byggja ákæru á henni.
„Það var búið að benda á þetta af lögreglu og rík-
issaksóknara. Ríkissaksóknari var búinn að gera at-
hugasemdir við að þetta væri óheppilegt fyr-
irkomulag, strax þegar málið kom upp hjá lögreglu
árið 2003,“ segir Helgi Magnús. Hvorki sé við lög-
reglu né samkeppnisyfirvöld að sakast, en þeim beri
að vinna samkvæmt lögum. Lögin um þetta séu hins
vegar ófullnægjandi að mati Hæstaréttar.
Helgi Magnús segir þó að ákæruvaldið hafi talið að
málsmeðferðin ætti ekki að hafa þau áhrif að málinu
yrði vísað frá dómi. Sjónarmið lögreglu séu nokkuð í
samræmi við sératkvæði Ólafs Barkar Þorvaldssonar,
sem hafi lagt fyrir héraðsdóm í sínu atkvæði að hefja
efnismeðferð málsins.
Helgi Magnús bendir á að í dómi Hæstaréttar sé því
hafnað í sératkvæði Ólafs Barkar að brot séu ekki
refsiverð fyrir einstaklinga sem og öðrum forsendum
fyrir niðurstöðu héraðsdóms fyrir frávísun.
„Þau sjónarmið sem voru höfð uppi í héraðsdómi
um það að þetta væri ekki refsiverð hegðun fengu
ekki meðbyr í Hæstarétti,“ segir hann.
Helgi Magnús segir að frá því rannsókn málsins
hófst hafi löggjöf um samskipti samkeppnisyfirvalda
og lögreglu verið bætt. Þau hafi nú skýrari mynd um
hvernig þau eigi að framkvæma rannsóknir sínar og
„vonandi á ekki að þurfa að koma til þessara vand-
ræða aftur“.
„Ég óska þessum sakborningum til hamingju með
það að vera lausir undan þessu máli. Það hlýtur að
vera léttir. Það er búið að taka langan tíma og ákæru-
valdið hefur alls ekki verið ánægt með þessa tvöföldu
málsmeðferð,“ segir hann ennfremur.
Endanleg niðurstaða
Helgi Magnús
Gunnarsson
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
jók í gær loðnukvótann um 15 þús-
und lestir. Það þýðir að heildarkvót-
inn á vetrarvertíðinni verður 385
þúsund lestir. Hafrannsóknastofnun
hafði áður gert tillögu um þessa við-
bót, en hún er til komin vegna vest-
angöngu sem stofnunin mældi í byrj-
un þessa mánaðar. Rannsóknaskipið
Árni Friðriksson mun á næstu dög-
um ljúka loðnurannsóknum á þessari
vertíð.
Ánægjuleg tíðindi
„Þetta er mjög ánægjulegt og
skiptir máli,“ sagði Friðrik J. Arn-
grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Hann sagðist vonast eftir að loðnu-
leit Hafrannsóknastofnunar fyrir
vestan land skilaði jákvæðri niður-
stöðu. Það væri því ekki hægt að úti-
loka að leyft yrði að veiða meira, en
það væri þó ekki á vísan að róa í þeim
efnum.
Friðrik sagði að það hefði verið
eftir að veiða u.þ.b. 6.000 tonn þegar
nýr kvóti var gefinn út.
Í gær var Krossey að lesta á Höfn
í Hornafirði og fór loðnan í frystingu.
Víkingur og Jóna Eðvalds eru á leið
til lands. Friðrik sagði að fá skip
væru við veiðar en þeim myndi vænt-
anlega fjölga eftir kvótaaukninguna.
Loðnan væri góð og hrygningu ekki
lokið. Það væri því hægt að stunda
þessar veiðar í nokkra daga í viðbót.
Loðnukvót-
inn aukinn