Morgunblaðið - 17.03.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 15
FRÉTTIR
Ármúla 42 · Sími 895 8966
mánudaga - föstudaga 10-18
laugardaga og sunnudaga 11-18Opið
Glæsilegir gólfvasar
á sprengiverði
30-80% afsláttur
AÐEINS
laugardag og sun
nudag
Fjölbreytt úrval
Margar stærðir
ÚTFLUTNINGUR á Skyr.is til
Bandaríkjanna sló öll met í vik-
unni þegar 9 tonn á 50 vörubrett-
um voru flutt þangað flugleiðis.
Þetta er tæplega fimmfalt það
magn sem allajafna hefur verið
flutt vestur um haf undanfarnar
vikur. Þetta magn svarar til tæp-
lega 53.000 lítilla (170 g) skyrdósa.
Sala á Skyr.is innanlands er að
jafnaði um 20 tonn í viku hverri.
Ástæðuna fyrir þessari miklu
aukningu má fyrst og fremst rekja
til þess að íslenskar mjólkuraf-
urðir voru í vikunni seldar í fyrsta
sinn til verslana Whole Foods-
verslunarkeðjunnar í New York
og Boston og nágrenni. Þar með
bættust 40 verslanir við þær 30
innan keðjunnar sem höfðu áður
selt íslensku mjólkurafurðirnar.
Auk skyrs í fjórum bragðteg-
undum selja verslanir Whole
Foods íslenskt smjör og osta á
borð við Höfðingja og Stóra-
Dímon.
Í fréttatilkynningu frá Ms er
haft eftir Guðbrandi Sigurðssyni,
forstjóra Mjólkursamsölunnar, að
þessi áfangi marki ákveðin tíma-
mót í útflutningi íslenskra mjólk-
urafurða vestur um haf. Þar kem-
ur fram að Bandaríkjamenn greiði
töluvert hærra verð fyrir skyrið
en Íslendingar, eða um 200 krónur
fyrir dósina. Fyrirtækið hafi búið
sig vel undir þessa söluaukningu
og því hafi ekki verið neinum erf-
iðleikum bundið að mæta þessum
stóraukna útflutningi.
Morgunblaðið/ÞÖK
Skyr Mikið hefur verið flutt til Bandaríkjanna af skyri síðustu daga eða
tæplega fimmfalt það magn sem alla jafna er flutt þangað í viku hverri.
Níu tonn af skyri með flugi
SAMTÖK verslunar- og þjónustu
lýsa yfir undrun og óánægju með
afgreiðslu Alþingis á tillögum Sam-
taka atvinnulífsins og SVÞ um að
úthluta tollkvótum vegna innflutn-
ings án kvótasölu þegar umsóknir
um kvóta eru meiri en framboðið.
„Það er ekki ábyrgðarfullt af hálfu
þingsins að þegar þjóðarátak er
ákveðið af ríkisstjórninni til að
lækka matvöruverð í landinu í
góðri sátt að því er séð verður skuli
ákvarðanir Alþingis beinlínis vinna
gegn slíku átaki,“ segir meðal ann-
ars í tilkynningu frá SVÞ.
Allt að fimm hundruð milljónir
króna í tekjur fyrir ríkissjóð
Samtökin bentu á að sala á toll-
kvótum sem giltu frá hvaða landi
sem væri, svo og á tollkvótum frá
Evrópusambandinu samkvæmt nýj-
um samningi, gæti þýtt allt að fimm
hundruð milljónir í tekjur fyrir rík-
issjóð sem væru í raun ígildi tolls og
hluti af innkaupaverði vörunnar.
Morgunblaðið/Eggert
Ostar Erlendir og innlendir ostar
auka fjölbreytnina.
Óánægja og
undrun SVÞ
NEYTENDASTOFA hefur innkallað hættulega borð-
lampa, hugsanlega standlampa einnig, sem seldir voru
af Geymslusvæðinu ehf. (sala varnarliðseigna) á síðari
helmingi síðasta árs, 2006, t.d. í Blómavalshúsinu við
Sigtún í Reykjavík. Um er að ræða lampa frá varnarlið-
inu á Keflavíkurflugvelli. Skoðun á vegum öryggissviðs
Neytendastofu hefur leitt í ljós að af viðkomandi lömp-
um getur stafað hætta á raflosti.
Um er að ræða lampa sem gerðir eru fyrir amerískan
markað og rafkerfi og henta ekki í Evrópu. Peruhöldur
lampanna eru öðruvísi en í lömpum fyrir evrópskan
markað og af þeim sökum er leiðandi hluti perunnar,
þ.e. skrúfugangur, snertanlegur við venjulega notkun, t.d. við peruskipti.
Neytendastofa gerir fleiri athugasemdir við öryggi viðkomandi lampa en
þetta er sú alvarlegasta, segir í frétt á heimasíðu Neytendastofu: http://
www.neytendastofa.is.
Kalla inn hættulega lampa
Borðlampar geta
verið hættulegir.
EINN var með allar fimm tölurnar
réttar þegar dregið var í fimm-
földum potti í Lottó síðastliðið laug-
ardagskvöld. Miðinn var keyptur í
Happahúsinu í Kringlunni. Vinn-
ingshafinn hefur gefið sig fram við
Íslenska getspá og fengið vinning-
inn staðfestan.
31 milljón ríkari
HINN árlegi Skrúfudagur Fjöl-
tækniskóla Íslands í Reykjavík
verður haldinn í dag, laugardag,
frá klukkan 13 til 16.30.
Almenningi gefst kostur á því að
kynna sér nám og starfsemi skólans
og skoða húsa- og tækjakost hans.
Einnig er þetta kjörið tækifæri fyr-
ir fyrrverandi nemendur skólans,
Vélskóla Íslands og Stýrimanna-
skólans, að koma saman.
Dagskráin er fjölbreytt og mót-
ast nú m.a. af því að Fjöltækniskól-
inn hefur tekið við rekstri Flug-
skóla Íslands.
Skrúfudagur í dag
ÁTTA konur starfa nú hjá Sorp-
hirðu Reykjavíkur en aldrei fyrr
hafa svo margar konur starfað við
sorphirðu að vetri til. Ásókn er í af-
leysingavinnu á sumrin og reynt er
að auka hlut kvenna og hafa þá ver-
ið allt að 10–12 konur. Um 60
starfsmenn vinna að jafnaði við
sorphirðu hjá borginni.
Fjölgun kvenna
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
ÞRÓUNARFÉLAGIÐ Þyrping vill
byggja upp stuðningsnet fyrir aldr-
aða til að auðvelda þeim að njóta lífs-
ins til æviloka. Þyrping vill flytja
þjónustuna frá ríki til sveitarfélaga
og einkavæða hana með hagkvæmni
og skilvirkni í þjónustuframboði í
huga þannig að þjónustan aðlagist
einstaklingnum og þörfum hans en
ekki öfugt. Málið verður rætt á ráð-
stefnu um breyttar áherslur í þjón-
ustu aldraðra, Njótum lífsins – ævina
út, sem verður haldin á Grand Hóteli
í Reykjavík á þriðjudag.
Þyrping fékk Lovísu Ólafsdóttur,
iðjuþjálfa og meistaranema í heilsu-
hagfræði, til að taka að sér þróun-
arverkefni þess efnis að skoða breytt-
ar áherslur í þjónustu við aldraða og
með hvaða hætti einkaframkvæmd
gæti verið. Margir sérfræðingar og
fulltrúar heilbrigðisstétta og eldri
borgara hafa komið að verkefninu og
hefur það meðal annars verið kynnt
fyrir bæjarstjórum og ráðuneytum.
Lovísa segir að það hafi fengið góðar
undirtektir og tilgangur með ráð-
stefnunni sé að koma af stað jákvæðri
umræðu um málefni aldraða. Í verk-
efninu sé reynt að tengja saman alla
sem koma að þjónustu við aldraða
með einhverjum hætti. Lögð sé
áhersla á að nýta tækni til að rjúfa
einangrun og auka á búsetuöryggi
einstaklinga. Komið sé inn á fjár-
hagslegt öryggi og hvaða kröfur verði
gerðar í framtíðinni með það í huga
að hægt sé að undirbúa efri árin og
tryggja aukið valfrelsi í sambandi við
t.d. kaup á þjónustu. Í stað stærri
hjúkrunarstofnana sé lögð áhersla á
lítil sambýli fyrir um sex til átta ein-
staklinga þar sem einstaklingurinn
hafi eigið rými en samnýti annað
rými. Þetta geti verið blönduð sam-
býli, sambýli fyrir karla eða konur
eða jafnvel sérhæfð sambýli eins og
t.d. fyrir Alzheimer-sjúklinga. Í
tengslum við heilsueflandi heima-
þjónustu sé lögð áhersla á gagnvirka
þjálfun og breytta þjónustu í sam-
bandi við aðhlynningu, lyfjaumsjón
og forvarnarstarf í formi hjálpar til
sjálfshjálpar. Boðið verði upp á sér-
hæfða öldrunareiningu með end-
urhæfingar- og hvíldardeild auk for-
varnardeildar og göngudeildar sem
taki á móti t.d. þeim einstaklingum
sem nú fari inn á bráðamóttöku með
tilheyrandi óþægindum og biðtíma.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, flytur ávarp í byrjun ráð-
stefnunnar og síðan verða flutt níu
erindi frá kl. 9–15. Þar á meðal fjallar
markaðsstjóri ASCOM Worldwide í
Hollandi um tækifæri í bættum sam-
skiptum og þjónustu fyrir eldri borg-
ara í eigin búsetu, en ASCOM er sér-
hæft á því sviði með það að markmiði
að auka á öryggi eldri borgara og
rjúfa einangrun þeirra. Fram-
kvæmdastjóri White Oak í Ástralíu
greinir frá reynslu Ástrala af sam-
þættri heimaþjónustu og einka-
framkvæmd en fyrirtækið hefur
starfað á þessu sviði í Perth síðan
1998 í nánu samstarfi við heilbrigð-
isráðuneytið, bæjarfélagið, fé-
lagsþjónustuna, heilsugæslu og spít-
ala. „Þetta eru ekki ósvipaðar
áherslur og við sjáum fyrir okkur að
færa þjónustuna til sveitarfélaganna
þannig að þau sinni þessu fólki en
ekki heilbrigðisráðuneytið og félags-
málaráðuneytið eins og nú er,“ segir
Lovísa og bendir á að þótt ein-
staklingur sé aldraður þýði það ekki
endilega að hann sé veikur. „Við vilj-
um bjóða upp á fjölbreytta þjónustu
til þess að gefa einstaklingnum kost á
auknu valfrelsi í aðkeyptri þjónustu í
formi hjálpar til sjálfshjálpar þannig
að hann geti valið og hafi tök á að búa
í eigin húsnæði eins lengi og hann
kýs.“
Þjónusta við aldraða
verði einkavædd
Eldri borgarar
njóti ætíð lífsins
Morgunblaðið/RAX
Breytingar Lovísa Ólafsdóttir
bendir á nýjar leiðir fyrir aldraða.