Morgunblaðið - 17.03.2007, Page 16

Morgunblaðið - 17.03.2007, Page 16
16 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi hækkaði um 0,71% eða í 7.315 stig í gær. Gengi bréfa Össurar hækkaði um 1,6% og gengi bréfa Bakkavarar um 1,4% en gengi bréfa Atlantic Petrolium lækkaði um 2,1%. Veiking krónunnar frá því á fimmtudag gekk að stórum hluta til baka í gær en krónan styrktist um 0,73% og endaði gengisvísitalan í 121,55 stigum. Evran kostar nú 89,5 krónur, pundið 130,6 krónur og dollarinn 67,2 krónur. Krónan styrkist ● MP Fjárfestingabanki hagnaðist um 1,3 milljarða króna á síðasta ári, sem er methagnaður, en árið 2005 nam hagnaðurinn 613 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár jafngildir 39,6% ávöxtun á ársgrundvelli. Vaxtatekjur námu 2,4 milljörðum og hækkuðu um 254% milli ára. Hreinar vaxtatekjur voru jákvæðar um 65 milljónir og hreinar rekstrartekjur námu 2,1 milljarði. Greiða á 18% arð til hluthafa bankans en horfur í rekstri eru sagðar góðar á þessu ári. Methagnaður hjá MP Fjárfestingabanka ÍSLENSK viðskiptabankaþjónusta einkennist af fákeppni. Vaxtamunur, há lántökugjöld og uppgreiðslugjöld eru skýr merki um það. Viðskipta- vinir bankanna geta ekki óhindrað flutt viðskipti sín til þeirra sem bjóða bestu kjörin. Ein ástæða þess er stimpilgjaldið en það dregur veru- lega úr samkeppni. Þannig komast iðnþingsfulltrúar m.a. að orði í ályktun sem samþykkt var á Iðnþingi í gær, þar sem skorað er á stjórnvöld að afnema stimpil- gjaldið, það hafi æ minna gildi sem tekjustofn fyrir ríkið og skaðsemi gjaldsins fari vaxandi. Öðruvísi tak- ist ekki að ýta undir heilbrigða sam- keppni bankanna og tryggja betur samkeppnishæfni íslensks atvinnu- lífs. Samstaða náist um ESB Þá krefjast Samtök iðnaðarins þess að Alþingi, sem kjörið verður í vor, og næsta ríkisstjórn taki aðild Íslands að Evrópusambandinu til al- varlegrar skoðunar og komist að nið- urstöðu á kjörtímabilinu. Ná þurfi sem víðtækastri samstöðu meðal stjórnmálaflokka, samtaka atvinnu- rekenda og launþega um stefnu þjóðarinnar í Evrópumálum. Stimpilgjald burt Samtök iðnaðarins skora á stjórnvöld Iðnþing Samþykktar voru nokkrar harðorðar ályktanir á Iðnþingi í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg FJALLAÐ var um íslensku flug- leitarvélina dohop.com í sjónvarpsþætt- inum BBC Click í vikunni, en þar eru teknar fyrir helstu tækninýj- ungar og fjallað um áhugaverðar vefsíður í hverj- um þætti. Hægt er að sjá þáttinn á Netinu en í grein á vefsíðu þáttarins er farið mjög lofsamlegum orðum um leitarvefinn. Hugmyndin að baki dohop.com er sögð stórsnjöll og vefurinn aðgengilegur í notkun fyrir þá sem eru að leita sér að flugferðum, en hægt er kanna flugáætlun og verðskrá hjá 660 flugfélögum um allan heim. Aðal- eigandi dohop.com er Frosti Sigurjónsson, fv. forstjóri Nýherja. Þátta- gerðarmaður BBC segir að vefurinn sé bylting fyrir ferðalanga, sem velti því fyrir sér með hvaða flugfélögum sé hægt að fara á milli valinna áfanga- staða, á hvaða verði og á hvaða tímum. Þegar t.d. ákveðnar dagsetningar hafi verið valdar gefi vefurinn upp nákvæmar og aðgengilegar upplýs- ingar um ferðir og verð. BBC fjallar um íslenska leitarvél /  0$"  " " 0! ;7<= #2.6,                           !" # $% & ' ($   & % & )  )      *  + , -.-   /         "0  $  1  &   ! &$ 1  &  23 . 4)5 67 6 7$$$ , , 8  ,       *- # $* ,  &       ! & !  ,.     !                                                        ;9<: =9 ?:9:: 9=: @<9 @  ?::>9:: ?9 >9:: ? ?<9;: ?@9:: @>9;: @9= @>9?: >9: ?9:: :9:: 9?= >9@: =9 ?9; ??9:: >9=: !& + ,  & $ 6 ,A & $B ' *  ::: ?>=?>; =>:: @<?<; =;<><> ? @:<>; ?=?< ?>=??;? ?:<=;= ?;<=;=;;? @=;?; @=:?>= ;=:;:@> ?>::; ?:>?@@ ;::: + @ + + ?:=:;:: + + + + + ;9<: =9 ?:9:: 9=: @<9 @9@:  ?::>9:: ?9 >9:: ? ?<9;: ?@=9:: @>9;: @9=: @9<: >9:: ?9:: + 9?? >9:: + ?9; ??9:: + <9@: =9>= @:9:: 9>: @<9>: @ 9>: ?:?9:: ?9>: > ?9>: ?<9<: ?@9:: @;9:: @9= @>9?: >9: + + 9?= >9 + + + ;9:: 8, A C  6!D  $    .& , ? ?< ? ? ?= ? ? >  ?? ;@ ?  >> = ? + @ + + > + + + + + *A,  ,  ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.