Morgunblaðið - 17.03.2007, Qupperneq 26
tíska
26 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
Getur skóhællvirkilega hafttáknræna merk-ingu í samfélagi
manna? Svo sannarlega!
Kona sem gengur í skóm
með pinnahælum er talin
gefa önnur skilaboð en sú
sem gengur á skóm með
breiðum, fylltum hælum.
Skósýki hefur löngum ver-
ið talin akkilesarhæll
margra kvenna og enginn
furða – skór geta verið
sjúklegir, sérstaklega þess-
ir með hælunum. Það er
eins og hællinn lyfti skón-
um bókstaflega upp á stall
– og víddin verður önnur.
Það var þó ekki fyrr en seint á 16. öld sem
skóhællinn leit dagsins ljós í Vesturheimi. Til-
gangurinn hefur þó sennilega ekki verið sá að
gera skóinn þokkafyllri, hvorki á konum né
körlum. Það hefur að öllum líkindum þótt fyrst
og fremst hagnýtt að bæta leðurbót við sólann
en áhrifin í hælatískunni sjálfri eru talin koma
frá Austurlöndum fjær.
En þótt uppruninn sé ekki skýr er ljóst að
hælarnir, jafnvel hinir minnstu, voru tákn vel-
megunar, stéttar og stöðu. Hái hællinn sló þó
ekki í gegn hjá hástéttarfólki fyrr en um miðja
sautjándu öld, hugsanlega voru það ósjálfráð
viðbrögð því þá var almúginn farinn að ganga
á hælum, litlum að sjálfsögðu. Rauðu hælarnir
á skótaui sólkonungsins Lúðvíks 14. í Frakk-
landi (1643–1715) voru svo sannarlega umbylt-
ing og tíska með slíkt aðdráttarafl var fljót að
breiðast út – að ofan og niður.
350 árum síðar fetaði annar maður í fót-
sporin og gerði rauða sólann að einkenni sínu,
nefnilega Christian Louboutin. Það virðist
ekkert vera nýtt undir sól-
inni.
Skóhæll sem
ógnar lýðræði
Snemma á 18. öld varð
hinn hái hæll eingöngu
kvenkynsins í röðum
frjálsra aristókrata. Hann
varð líka táknrænn fyrir
eftirsótta kvenímynd,
greind og kynþokka, sem
konur máttu flagga í rík-
ara mæli en áður. Hællinn
hækkaði sífellt þar til undir
lok aldarinnar að hann
hrapaði á skömmum tíma
niður í nokkra millimetra
og markaði um leið ný spor
í ímynd kvenleikans.
Í kjölfar frönsku bylting-
arinnar 1789 virtist sem
hællinn hæfði ekki táknmynd þeirra almennu
og félagslegu umbóta sem byltingarmenn
höfðu lagt áherslu á, frá einræði til lýðræðis,
hann hæfði ekki ímyndinni um konuna sem
móður og húsmóður. Svo mikið er vald skó-
hælsins að hann getur veist að ríkjandi stjórn-
arháttum.
Hælnum var þó ekki hægt að halda lengi
niðri því upp úr miðri 19. öld fór hann að
teygja sig aftur upp á við hjá velmegandi fólki.
Þótti hann ögrandi og jafnvel erótískur sem
sumir túlkuðu sem skilaboð um siðspillingu,
aðrir sem frelsi og sjálfstæði.
Örar þjóðfélagsbreytingar á 20. öldinni og
aukin þátttaka kvenna í samfélaginu í kjölfar
iðnbyltingarinnar og heimstyrjaldanna gerðu
skóhælinn á þeirri öld að eign allra kvenna, án
tillits til stéttar eða stöðu. Síðan hefur hællinn
farið upp og niður, eftir straumum og stefnum
hverju sinni, en árið 2007 eru háir hælar á
toppnum. Í öllum útgáfum. Valdið er (oftast)
kvenna að velja.
Reuters
Óbrigðull Hinn norskættaði Peter Dundas hannaði þessa skó fyrir Emanuel Ungaro, fulkom-
lega óbrigðul hönnun sem lítur ekki síður vel út á hvolfi.
Óskundi Geggjaðir skór eftir japanska hönn-
uðinn Junko Shimada sem vekur ósvikinn en
óskilgreindan óskunda fyrir unnendur skó-
skúlptúra. Ótvíræður sigurvegari þetta árið.
Ómótstæðilegir Sænski hönnurinn Paulo
Melim Andersson er á rauðum skóm og þykk-
um stöðugum hælum fyrir tískuhúsið Chloe.
Óhó Þessi ómótstæðilegu stígvél kalla óhjá-
kvæmlega á athygli! Erótískur hællinn virkar
síðan eins og dávaldur …
Ódauðleg Hin svarthvíta litasamsetning er
ódrepandi draumur, sem á eftir að sjást víða á
næstunni. Hinni króatísku Ivönu tekst sérlega
vel upp með formin í þessari hönnun fyrir
tískuhúsið Celine.
Ósvikinn Skemmtilegur bræðingur 17. og 21.
aldar hjá hinni portúgölsku Christinu Miguel
og ósvikin hönnun fyrir næsta haust.
Óbærilegir Þessir kvenmannsskór frá Gianni Versace eru einfaldlega óbærilega flottir. Þeir
eru þó líklega ekki alveg nógu hentugir fyrir þær okkar sem ganga á milli staða, einkabílstjóri
og þotulíf er líklega lykilorðið fyrir þennan fótabúnað.
Ófælinn Þessir skór Luis Onofre er ekki
hannaðir fyrir fælnar konur, þeir kalla á
áræði, jafnvel ófyrirleitið.
Óforbetranlegur Breski hönnuðurinn John
Galliano er óforbetranlegur. Hér er hann með
nýstárlega skóhönnun fyrir tískuhús Dior.
Óbeygjanlegur John Galliano lætur ekki
beygja sig og kemur alltaf fram með ný til-
brigði við tískuna, þetta er frábært!
Í HNOTSKURN
»Virðulegir hönnuðir einsog Salvatore Ferragamo
höfðu í lok fjórða áratugarins
komið hinum hagnýta fyllta
hæl í tísku. Hann þótti þó og
þykir enn ekki ná hinum eró-
tíska þokka mjórri hæla sem
sveigjast líkt og Eiffel-turninn
ef honum væri snúið á hvolf.
»Seint á tíunda áratugnumvoru nöfn Manolos Blahnik
og Christians Louboutin undir
hinum háa hæl tískunnar og
sögupersónur eins og Carrie
Bradshaw í Sex in the City
gáfu hugtakinu „skósjúk“ nýja
merkingu – og í hugum sumra
jákvæða!
Vald hinna háu hæla