Morgunblaðið - 17.03.2007, Síða 33

Morgunblaðið - 17.03.2007, Síða 33
anda Fredriksberg Centeret til ráð- herra. Bréfið, sem má finna í heild sinni á heimasíðu SÁÁ, er í raun ekki svaravert, en þar sem það er eina gagnið sem afhent var frá ráðu- neytinu og ræðir hugsanlegan fjár- hagslegan ávinning af því að auka göngudeildarþjónustu, neyðist ég til að nefna það hér. 1. Í bréfinu er fullyrt að dagmeð- ferð skili jafn góðum árangri og inn- lagnarmeðferð skv. fjölmörgum könnunum. Hverjar þessar kannanir eru kemur ekki fram og þekki ég engar slíkar. Þar er enn talað í vé- fréttarstíl. 2. Ein aðaltillaga Gizurar til sparnaðar er sú að sjúklingar komi með matarpakka að heiman. Þetta er auðvitað ekki sparnaður heldur er verið að koma kostnaði yfir á sjúk- linginn. 3. Gizur nefnir að spara megi í kostnað með svipuðum hætti og gert er í meðferð sem hann rekur á Grænlandi, en þar sjái sjúklingar um matargerð, hreingerningar, þvott á fötum og annað sem tilheyrir daglegu lífi. Þetta er athyglisverð hugmynd og spurt er hvort hana ætti þá að útfæra frekar til sparnað- ar í heilbrigðiskerfinu þar sem um inniliggjandi sjúklinga sé að ræða. Hitt er annað mál að ekki eru þessi rök tæk þegar meta á kosti göngu- deildarmeðferðar umfram inniliggj- andi meðferðar. Þar til fyrir liggja kannanir og rannsóknir sem Gizur vísar í þá verður því miður ekki tekið mark á þessu hjali hans og mér er í raun óskiljanlegt af hverju bréf hans fær að fljóta með svari HTR til mín. Hvet ég alla til þess að kynna sér bréfið í heild sinni svo þeir megi nú móta sér sjálfstæða skoðun á gæð- um ráðlegginga sem þar birtast. Af ofansögðu er ljóst að engin haldbær rök liggja til grundvallar þeirri fullyrðingu Davíðs Gunn- arssonar að spara megi hjá SÁÁ með því að auka göngudeild- armeðferð á kostnað inniliggjandi meðferðar. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá SÁÁ. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 33 anförnum árum, en það er langt því frá að hún sé fullnægjandi eða ásættanleg, nýsamþykktar reglur um ferðaþjónustu fatlaðra ganga allt of skammt í að bæta þjón- ustuna og eru vonbrigði fyrir marga sem væntu mikils af nýjum reglum. Ég varpaði því fram í fyrri grein minni að rétt væri að bjóða þessa þjónustu út, fremur en að fela Strætó bs. framkvæmdina. Það eru fjölmörg önnur fyrirtæki sem sérhæfa sig í fólksflutningum og sum með símaver opin allan sólahringinn (en ekki bara á skrif- stofutíma eins og Strætó bs). Ég deili þeirri skoðun ekki með Al- berti að einkaframkvæmd sé í eðli sínu knúin græðgi og hvetji til slæmrar þjónustu. Því tel ég rétt að kanna hvaða þjónustu aðrir sem starfa á þessu sviði eru til- búnir að veita, ef það má verða til þess að bæta þjónustuna við not- endur ferðaþjónustu fatlaðra. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylk- ingarinnar. Fréttir á SMS GAGNLEG Í VINNUNNI Sérstök áhersla á ný og mikilvæg þekkingarsvið, svo sem upplýsingatækni og viðskipti. ÓMISSANDI Í DAGLEGU LÍFI Fjöldi orða og orðasambanda úr daglegu máli samtímans. Af sérstökum ástæðum er þessi glæsilegi veitingastaður til sölu. Staðurinn er opinn allt árið. Hundruðir sumarbústaða eru í nágrenninu og margir í byggingu. Þetta er einn glæsilegasti veitingastaður á landinu. Sjá nánar: www.thrastalundur.is. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofu. Verðtilboð. Þrastalundur - Grímsnesi FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.