Morgunblaðið - 17.03.2007, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 17.03.2007, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fallstjórn Sögnin að stinga getur eins og fjölmargar aðrar sagnir ýmist tek- ið með sér þolfall eða þágufall í mismunandi merkingu, t.d. stinga mann (í bakið); stinga upp kál- garð, stinga lyklinum í vasann/ skrána og stinga einhverju að ein- hverjum. Munurinn er skýr en í nútímamáli ber þó við að notkun sé ekki í samræmi við málvenju. Á heimasíðu Flugleiða er að finna eftirfarandi leiðbeiningar: ‘þegar innritun á sér stað er greiðslukort, sem sett var inn sem auðkenni, stungið í vélina og inn- ritun getur hafist’. Ætla mætti að stórfyrirtæki á borð við Flugleiðir hefði metnað og burði til að sýna sjálfu sér, íslenskri tungu og við- skiptavinum þá virðingu að senda frá sér hnökralausan texta. Það ætti ekki að vera fyrirtækinu of- viða að standa straum af kostnaði við yfirlestur. Af svipuðum meiði er eftirfar- andi dæmi: af ótta við að einhverjir kunni að nota það sem við segjum til að renna stoðir undir ímynd- aðar samsæriskenningar (20.10.06). það er auðvitað eitt að renna e-ð ‘sníða til (í rennibekk)’ en annað að renna e-u ‘láta e-ð renna’. Merking orða Talsverður munur er á því að herða e-ð (sig, skrúfuna) og herða á e-u (sér, skrúfunni). Í eftirfar- andi dæmi er þessu tvennu ruglað saman: stjórnvöld verði að taka af- stöðu til þess hvort að [svo] HÍ verði áfram þjóðskóli opinn öllum eða hvort að [svo] herða skuli á inntökuskilyrðum (28.8.06). Algengt er að tala um að ganga að e-u vísu ‘telja e-ð öruggt, tryggt’ en orðasambandið ganga af e-m dauðum vísar til þess er e-r liggur dauður eftir (viðureign, við- skipti við annan), sbr. enn fremur að orðasambandið ganga frá e-m (óvini sínum) má einnig nota í svip- aðri merkingu. Umsjónarmanni finnst hæpið að tala um að ganga af gæðum dauðum en sýnu verra að ganga að gæðum dauðum, eins og sjá má í eftirfarandi dæmi: Annar fréttastjóri sagði um svipað leyti að niðurskurður á fréttastof- um (‘á fé til fréttastofa’) væri að ganga að gæðunum dauðum (Mbl. 17.10.06). Þegar fara á betur en vel fer oft verr en illa Jón biskup Vídalín notar máls- háttinn í myndinni þegar fara á betur en vel, þá fer verr en illa með vísun til manns sem lagði sig allan fram í verkum sínum en gleymdi þó því sem mikilvægast er. Máls- hátturinn getur einnig vísað til þess að það er góðra gjalda vert að vanda sig í framsetningu en mál- venja og málkennd er þó mik- ilvægari. Orðatiltækið taka e-ð óstinnt upp (fyrir e-m) merkir ‘skilja, túlka e-ð illa/(linlega) (fyrir e-m)’ > ‘taka e-u illa’. Lýsingarorðið óst- innur merkir ‘linur, óstæltur’ og af því er myndað atviksorðið óstinnt. þar sem ó- er neitunarforskeyti og heildarmerking ao. óstinnt er einn- ig neikvæð finnst mönnum unnt að sleppa forskeytinu, t.d.: stjórn- arandstöðuþingmenn tóku um- mæli Sólveigar Pétursdóttur … stinnt upp en þar sagðist hún vera þeirrar skoðunar að kannski þyrfti að takmarka ræðutíma í annarri umræðu (18.1.07). Hér virðist gæta ofvöndunar en vitaskuld ræð- ur málvenja hér sem endranær. Af sama toga er endurtúlkun lo. óhultur ‘öruggur’ sem verður þá hultur, sbr. enn fremur orða- tiltækið vera ómyrkur í máli ‘tala tæpitungulaust; segja hug sinn skýrt og vafningalaust’, sem verð- ur þá ranglega vera myrkur í máli. Úr handraðanum Í fyrstu Mósebók (1. Mós 6, 17) greinir frá syndaflóðinu, sem svelgir synduga menn. Syndaflóðið vísar reyndar upphaflega til ‘sí- flóðs, mikils flóðs’, sbr. fhþ. Sintfluot > Sündflut, þ.e. for- skeytið sint- (‘sí-’) er tengt Sünde ‘synd’. Enn er auðvelt að misskilja orð. Fyrir allmörgum árum var þýskur stúdent við nám í Háskóla Íslands. Á hverjum degi lá leið hans upp í Háskóla fram hjá Sund- höll Reykjavíkur og olli heitið hon- um miklum heilabrotum. Dag einn spurði hann umsjónarmann: Hvað gera Íslendingar eiginlega í þess- ari sundhöll (Sündenhalle)? Um- sjónarmaður svaraði auðvitað um hæl: þar þvo þeir af sér syndir sín- ar. Orðasambandið eftir mig kem- ur syndaflóðið ‘það lafir á meðan ég lifi’ vísar til hámarks skamm- sýni og eigingirni. það á uppruna sinn í fleygum ummælum (í frönsku): après nous le déluge. Ummælin eru oft eignuð Mdm. Pompadour, eiga að hafa fallið í samtali hennar við Loðvík 15. (1757), aðrir leggja ummælin Loð- vík 15. í munn. Hvorugt mun vera rétt. Trúlega er um að ræða gaml- an franskan málshátt: Après moi le déluge. Elsta dæmi í íslenskum heimildum er frá miðri 19. öld. Orðasambandið er algengt í nú- tímamáli, sbr. eftirfarandi dæmi: Nú – svo er auðvitað gamla góða ráðið frá Loðvík 15., síðasta Frakkakóngi fyrir stjórnarbylt- inguna: Syndaflóðið kemur ekki fyrr en eftir minn dag. – Meinið er bara það að Alcan í Straumsvík er á dagskrá núna strax (20.1.07). Umsjónarmanni þykir þýðingin ‘það lafir á meðan ég lifi’ bráðsnjöll en því miður hefur hann ekki hug- mynd um aldur hennar og upp- runa. jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 98. þáttur Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosn- inganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu- leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar ÞAÐ var mikill þungi í fundarmönnum á borgarafundinum á Ísafirði á sunnudaginn. Undir niðri kraumar uppsöfnuð og langvarandi reiði vegna skeytingarleysis stjórnvalda um hagsmuni íbúa fjórðungsins. Það er uggur í fólki vegna sölu, lokunar og gjaldþrota einstakra fyr- irtækja á Ísafirði undanfarnar vikur. Hvert byggðarlagið á fætur öðru hefur mátt þola áföll sem hafa riðið yfir eins og brotsjóir í hálfan annan áratug. Fyrst á Patreksfirði, síðan Bíldudal, Þingeyri, Suðureyri, Flateyri, Bolungavík, Súðavík, Hólmavík og Ísafirði. Öll áföllin tengdust sölu kvóta eða gjaldþroti lykilfyrirtækja og höfðu sömu afleiðingar, atvinna dróst saman, fólki fækkaði, tekjur lækkuðu, eignir féllu í verði. Þegar aðalatvinnuvegurinn dregst stórlega saman verður sambærilegur samdráttur í peningaveltunni, launagreiðslum og öðrum umsvifum. Með öðrum orðum neikvæður hagvöxtur. Þetta eru fjötrar kvótalaganna. Það duga ekki neinar smáskammtalækningar til þess að vega upp samdráttinn. Tíu milljónir króna á ári frá ríkinu í þrjú og hálft ár er eiginlega verra en ekkert. Það er sama og að gera grín að Vestfirðingum. Á Austurlandi þurfti meira en 10 milljónir króna. Landsvirkjun setti milljarða króna í rannsóknir og undirbúning að virkjun við Kárahnjúka og framkvæmdin ásamt álveri losar 200 milljarða króna. Í Þingeyjarsýslum er verið að setja mikla peninga til þess að koma á fót álveri við Húsavík. Það tekur ríkið eina öld að verja 1 milljarði króna til atvinnumála á Vestfjörðum, það er að segja ef einhver trúir því að vaxtarsamningurinn verði framlengdur um 97 ár. Vaxtarsamningur í eina öld er samt ekki nema 0,5% af Austfjarðaátaki ríkisstjórnarinnar. Það mun taka 200 aldir með sama áframhaldi að ná „Kárahnjúkaumfangi“ á Vestfjörðum. Þyrnirós svaf lengi, heila öld, en sá svefn er sem örskotsblundur hjá þessu. Ég skil þá vel á Norðurlandi vestra að neita að skrifa undir sambærilegan vaxtarsamning fyrir sitt svæði. Það eru takmörk fyrir langlundargeðinu. Til er máltæki sem hefst á orðunum með lögum skal land byggja. Satt er það að lög eru nauðsynleg til þess að menn byggi land í friði hver við ann- an. En máltækið endar á orðunum: en með ólögum eyða. Þegar það gerist að fólki fækkar um liðlega fimmtung á aðeins 12 árum í heilum landsfjórð- ungi eru ólög að verki. Vestfirðingar muna það að byggðin norðan Ísa- fjarðardjúps fór í eyði fyrir rúmum 40 árum. Hraðinn á fólksfækkuninni nú er slík að ef horft er 2 áratugi fram í tímann með sama áframhaldi áttar sig hver maður á því að byggðin vestan Djúps vestur í Breiðafjörð getur eyðst líka. Með lögum skal land byggja, en ólögum eyða. Þess vegna skorar borgarafundurinn á kjörna fulltrúa að taka höndum saman, leggja flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinast um þau brýnu úrlausnarefni sem við blasa í atvinnu- og byggðamálum. …en með ólögum eyða Kristinn H. Gunnarsson skrifar um málefni Vestfirðinga Höfundur er alþingismaður í Norðvesturkjördæmi. UM síðustu mánaðamót var stigið stærsta skref sem tekið hefur verið fram til þessa í þeim tilgangi að lækka matarverð hér á landi. Var sú aðgerð í nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi var neðra þrep virðisaukaskattsins lækkað um helming, úr 14% í 7%. Með þeirri aðgerð lækkaði stærstur hluti matvæla og drykkjarvöru. Í öðru lagi voru þau matvæli sem enn báru 24,5% virðisaukaskatt færð niður í neðra þrepið og bera nú 7% skatt. Í þriðja lagi voru vörugjöld felld niður á mat og drykkjarvörur sem jafnframt leiðir til lækkunar matarverðs og í fjórða lagi lækka tollar á kjöti um 40% sem styður og bætir við fyrrnefnd áhrif til lækkunar mat- arverðs. Enn fremur má geta þess að fyrirhugaðri hækkun á mjólkurafurðum var frestað, sem að öðrum kosti hefðu tekið gildi um síðustu áramót, og virð- isaukaskattur á veitingaþjónustu lækkar, sem leiðir til lækkunar á veitingahúsum. Aldrei fyrr hefur ríkisvaldið tekið annað eins skref í þá átt að lækka matarverð í landinu. Ég hef fulla trú á að verslunin í landinu gæti þess áfram að þær breytingar sem ríkisstjórnin hefur gert á þessu sviði skili sér að fullu til neyt- enda í landinu. Árni M. Mathiesen Lækkun virðisauka- skatts á matvælum Höfundur er fjármálaráðherra. EINA hugsanlega leiðin til að binda enda á sívaxandi ofbeldi í Írak er að bandaríski herinn hverfi á braut ásamt herlið- um annarra svokall- aðra viljugra ríkja. Jafnframt verða bandarísk fyrirtæki að draga starfsemi sína úr landinu, fyrirtæki eins og Halliburton, Bechtel og olíu- fyrirtækin sem nú eru að leggja undir sig ol- íuvinnslu í landinu. Meginástæða of- beldisins er innrás og hernám Bandaríkj- anna. Það er sama hversu mikið herlið Bandaríkja- menn senda til Írak, þau hryðju- verk sem þar eru framin dag hvern verða ekki stöðvuð með hervaldi því að hryðjuverkin eru vopn hins valdalausa gegn hervaldinu. Þótt ekki sé rétt að kenna villimannsleg hryðjuverk, sem valda fyrst og fremst limlestingum og dauða al- mennings, við frelsisbaráttu er það samt vafalaust að innrás og her- nám Bandaríkjanna í Írak er orsök þessa ástands. Engin von er þó til að ofbeldinu linni sjálfkrafa þótt Bandaríkja- menn hverfi á braut ásamt þýjum sínum. Átökin eru orðin miklu flóknari en svo. En þá fyrst, þegar Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hverfa á brott, verður hægt að byrja að vinna að friði. Þá verða Bandaríkjamenn að halda sig til hlés en láta önnur ríki, ríkja- sambönd eða yfirþjóðleg samtök og stofnanir, sem á engan hátt komu að innrásinni, svo sem Sameinuðu þjóðirnar (en ekki NATO sem er undir forystu Bandaríkj- anna), gangast fyrir friðarumleitunum í Írak og að þeim verða allir innlendir aðilar að koma. Nú er ekki líklegt að Bandaríkjamenn muni fallast á þetta, af því að það er ekki meginmarkmið þeirra að koma á friði, lýð- ræði og stöðugleika í Írak. Það sem fyrst og fremst vakir fyrir þeim er að ná ítökum í landinu meðal annars til að ná yfiráðum yfir olíuframleiðsl- unni. Þó að mikilvægt sé fyrir þá að koma á friði er þeim meira virði að halda ítökum sínum. Alþjóðasamfélagið svokallaða verður því að þrýsta á Bandaríkin að hverfa frá Írak. Og þar gegna hin svokölluðu viljugu ríki mik- ilvægu hlutverki. Meðal þeirra er Ísland. Íslenska ríkisstjórnin getur alls ekki sagt að hún hafi haft rangar upplýsingar þegar hún ákvað að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Ef svo var, þá var utan- ríkisráðuneytið engan veginn starfi sínu vaxið. Mjög trúverðugar upp- lýsingar lágu fyrir um að sáralitlar líkur væru á að gjöreyðingavopn væru til í Írak og vopnaeftirl- istmenn báðu um aðeins lengri frest til að sannreyna það sem lá næstum ljóst fyrir. Aðrar ástæður, sem tíundaðar hafa verið, eru jafnfráleitar. Jafnframt lágu fyrir skýrslur frá ýmsum viðurkenndum aðilum um hugsanlegar afleiðingar innrásar þar sem spáð var miklum hörmungum. Það eina sem íslensk stjórnvöld geta gert núna er að skammast sín og lýsa því yfir að þessi stuðningur hafi verið mistök. Jafnframt verða þau að horfast í augu við ábyrgð sína á þeim hörm- ungum sem dunið hafa yfir írösku þjóðina frá því að innrásin hófst (látum viðskiptabannið og allt sem því fylgdi liggja milli hluta að sinni). Síðan ætti ríkisstjórnin að hafa frumkvæði að því að fá önnur „viljug ríki“ til að gera hið sama og snúa sér svo sameiginlega til bandarískra stjórnvalda og krefj- ast þess að þau hverfi frá Írak, bæði með her og bisness, svo hægt verði að fara að vinna að friði. Loks ber Íslendingum að opna landið fyrir íröskum flóttamönnum, því að hverjir eiga að gera að ef ekki þeir sem bera ábyrgð á ástandinu? Eina leiðin til friðar er að Bandaríkin hverfi frá Írak Einar Ólafsson fjallar um ástandið í Írak »Meginástæða ofbeld-isins er innrás og hernám Bandaríkjanna. Einar Ólafsson Höfundur er rithöfundur og ritstjóri Friðarvefjarins, fridur.is. FYRIR stuttu skrifaði ég grein hér í blaðið og fjallaði um endurteknar atlögur Sjálfstæðisflokksins að atvinnulífinu, vegna þess dauðahalds sem flokkurinn heldur í úreltar hagstjórnaraðferðir og einangrunarhyggju á alþjóðavett- vangi. Ég nefndi að efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins væri eins og spegilmynd af efnahagsstefnu Ögmundar Jón- assonar: Þegar fortíðaraðferðir í hagstjórn væru farnar að valda metnaðarfullum fyrirtækjum óbærilegum kvölum væri lausnin ekki að breyta hagstjórnaraðferðunum heldur hrekja fyr- irtækin úr landi. Nú hafa þau tímamót orðið að Vinstri-græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa náð saman um stefnumörkun í Evrópumálum. Þar er boðorðið van- metakennd og heimóttarskapur og blindni á þau verkefni sem bíða okkar í alþjóðavæddum heimi. Valið í íslenskum stjórnmálum verður því sífellt ljósara. Annars vegar er kreddufull fortíðarhugsun sameinaðs afturhalds VG og Sjálfstæðisflokksins sem virðir að vettugi hagsmuni atvinnulífs og almennings. Hins vegar býðst stefna Samfylkingarinnar, sem byggist á metnaðarfullri þátttöku Íslendinga í alþjóðasamstarfi, agaðri hagstjórn og aðlögun íslensks efnahagslífs að evrópskum veruleika. Sameinað afturhald Árni Páll Árnason Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.