Morgunblaðið - 17.03.2007, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 17.03.2007, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 35 MINNINGAR ✝ Kristjón Haf-liðason fæddist 6. mars árið 1919 að Búð í Þykkva- bæ. Hann lést á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu 7. mars 2007. For- eldar Kristjóns voru Hafliði Guð- mundsson og Guð- rún Daníelsdóttir frá Búð í Þykkva- bæ. Helga Tyrfings- dóttir fæddist 30. september árið 1925 að Vestri- Tungu í Vestur-Landeyjum. Hún lést á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu 12. mars 2007. Foreldrar Helgu voru Tyrfingur Einarsson og Þóranna Helgadóttir frá dvöldu á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu. Börn Kristjóns og Helgu eru: a) Ásdís Erla, f. 27. desember 1947, maki Sigurður Sigurð- arson, b) Þórunn, f. 15. febrúar 1950, maki Ragnar V. Sigurðs- son, c) Hafrún, f. 24. júní 1953, maki Sigurbergur Kristjánsson, d) Tyrfingur Arnar, f. 31. maí 1959, maki Nína Kristjónsson, e) Jóna María, f. 28. ágúst 1969, maki Guðmundur Hreinsson, f) Steinn (uppeldissonur), f. 25. september 1968, maki Súsanna Helgadóttir. Barnabörn Krist- jóns og Helgu eru 13 og barna- barnabörnin eru 12. Útför Kristjóns og Helgu verð- ur gerð frá Þykkvabæjarkirkju, laugardaginn 17. mars, og hefst athöfnin kl. 13. Vestri-Tungu í Vestur-Land- eyjum. Kristjón og Helga giftu sig þann 18. maí 1946 og hófu búskap í Tjörn, Þykkvabæ sama ár. Þau bjuggu þar allan sinn bú- skap utan síðasta árið sem þau Elsku mamma og pabbi (amma og afi). Nú eruð þið búin að fá hvíldina. Þið voruð greinilega mjög náin og þegar þú pabbi fékkst hvíldina löngu gat mamma hreinlega ekki án þín verið og yfirgaf hið jarðneskja líf til að vera með þér. Ég er ykkur sér- laga þakklátur fyrir að fá tækifæri til að kveðja ykkur í hinsta sinn. Þið fóruð með mikilli reisn. Þegar ég lít til baka koma upp í hugann ótal minningar um stundir sem ég og fjölskylda mín áttum í Þykkvabænum með ykkur. Ég naut þeirra forréttinda að alast upp hjá ykkur og hefur vart verið hægt að hugsa sér betri aðstæður en einmitt það að alast upp í sveitinni sem var ykkur svo kær. Ungur lærði ég þau vinnubrögð sem tíðkuðust í sveitinni og er óhætt að fullyrða að vinnusem- in hafi verið fyrirferðarmikil á heim- ilinu. Ég minnist ótal hausta þegar fjöldi manna kom saman í kartöflu- upptöku og var jafnan glatt á hjalla þrátt fyrir mjög langa og erfiða vinnudaga. Kartöfluupptakan gat einnig verið einskonar fjölskyldu- mót því þá komu börn ykkar, tengdabörn og jafnvel barnabörn og aðstoðuðu við upptökuna. Ég veit að þú, mamma, beiðst alltaf í ofvæni eftir haustinu því þá vissir þú að fjöl- menni yrði á heimilinu og þannig vildir þú hafa það. Dugnaðurinn sem þú sýndir í eldhúsinu var einstakur og alltaf var allt til alls. Sá stuðningur sem þið veittuð mér til náms og íþrótta var einnig mjög dýrmætur. Og þótt þú pabbi hefðir ekki mikinn áhuga á íþróttum vildir þú alltaf vita hvernig mér og Súsönnu gengi, bæði á mótum heima sem og erlendis. Og þú mamma sýndir ávallt náminu mikinn áhuga og fylgdist grannt með hvernig okk- ur gengi. Það var einnig gaman að ræða gamla tíma og þú pabbi varst einstaklega fróður um sögu sveitar- innar og gamla búskaparhætti sem við ræddum oft saman um. Þegar við fórum í bíltúra um sveitina þreyttist þú aldrei á að segja okkur sögur sem tengdust sögu fjölskyld- unnar og sveitarinnar. Eftir að ég og Súsanna eignuð- umst börnin okkar voru stundirnar dýrmætar sem við eyddum með ykkur í Þykkvabænum. Börnin elsk- uðu að koma til ykkar og njóta sveitasælunnar og veitinganna sem þú mamma galdraðir fram. Bæði fylgdust þið af áhuga með börnun- um okkar og því sem þau tóku sér fyrir hendur. Við viljum þakka ykkur fyrir allar dýrmætu stundirnar sem við áttum saman. Við erum þakklát fyrir að þið fenguð að kveðja þetta jarðneska líf saman. Steini og Súsanna Kæru tengdaforeldrar mínir, ég kveð ykkur í hinsta sinn. Það var svo stuttur tími á milli þess að þið kvödduð okkur og held ég að það hafi verið ykkar vilji. Á svona stundu birtast í hugum okkar minn- ingar sem við fjölskyldan áttum með ykkur. Hvort sem það var á Tjörn eða þegar Helga kom í heimsókn til okkar, hvar svo sem við bjuggum í það skiptið og gisti hjá okkur. Er mér í fersku minni hvað það var oft glatt á hjalla þegar Helga var hjá okkur. Ég gerði það á góðum stund- um að leggja það til við Helgu að við fengjum okkur einn bjór fyrir svefn- inn, sem hún ávallt þáði, áttum við þá oft góðar samræður sem voru ávallt léttum nótunum. Sterk bönd voru á milli Kristínu minnar og Helgu og veit ég að Helga hélt mikið upp á ömmustelpuna sína og þakka ég þér, Helga mín, fyrir öll kvæðin og ljóðin sem þú fórst með fyrir hana fyrir svefninn. Mér er ofarlega í huga hér á árum áður hvað það var fastur þáttur í lífi okkar fjölskyld- unnar að fara austur í Þykkvabæ um helgar, og hvað það var mikilvægt að vera kominn fyrir hádegi því þá beið Helga með steik eða annað álíka góðgæti, og var henni mjög umhugað að maður væri vel mettur allan daginn. Á milli mála var gaman að bjóða Kristjóni í bíltúr um Þykkvabæinn og skoða bæina. Núna eigum við eftir að sakna nánast dag- legra símhringinga frá þér, Helga mín, að spyrja frétta af okkur og heilsu okkar, og veit ég að það voru margar andvökunætur sem þú áttir, baðst fyrir okkur Jónu og börnunum okkar ef eitthvað bjátaði á og þakka ég þér fyrir það. Kæru tengdafor- eldrar mínir, þakka ykkur fyrir sam- ferðina í gegnum lífið og megi guð geyma ykkur. Ykkar tengdasonur Guðmundur Hreinsson Elsku amma og afi. Nú eruð þið farin frá okkur og upp til himna þar sem ykkur líður betur núna. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman í sveitinni og allt sem þið gáfuð okkur. Það var alltaf gaman að koma til ykkar í Þykkva- bæinn. Nú eigum við tvo nýja engla á himninum sem fylgjast með okkur og vernda. Saknaðarkveðjur, Helga Rut, Hinrik Snær og Þór- dís Eva Steinsbörn. Það er tómlegt þegar fólk, sem ávallt hefur verið fastur punktur í tilveru okkar, kveður svo snöggt. Ekki aðeins einn fjölskyldumeðlim- ur heldur tveir. Þetta er lífsins gangur en við erum þó þakklát fyrir að hafa átt þau svo lengi sem raunin varð. Amma og afi voru auðsjáanlega tengd hjón sem vildu fara saman á aðrar slóðir, þegar yfir lauk. Afi kvaddi þennan heim, daginn eftir 88 ára afmælisdaginn sinn og lét amma hann ekki bíða lengi eftir sér, frekar en fyrri daginn enda ekki vön að láta nokkurn mann gera það. Hún fór til hans aðeins fimm dögum síðar. Síðustu bílferðina þeirra ömmu og afa saman, frá Tjörn að Lundi á Hellu, óskaði afi eftir því að þau yrðu keyrð „ástarbrautina“, sem þau og gerðu. Tilviljun? Eða voru þetta forlögin? Það má með sanni segja að þetta hafi verið einstakur, fallegur og eilít- ið rómantískur endir á farsælu lífi þeirra hjóna. Við kveðjum ömmu og afa með söknuði og þökkum fyrir liðna tíð. Helga Jóna og fjölskylda. Elsku amma og afi. Það er óhætt að segja að okkur hafi verið brugðið þegar pabbi hringdi og tilkynnti okkur að afi væri dáinn. Einhvern veginn höfð- um við ekki leitt hugann að því að sá dagur yrði í bráð. Einungis fimm dögum síðar komu aðrar sorgar- fréttir. Pabbi tilkynnti okkur að amma hefði dáið laust fyrir mið- nætti. Þetta bar allt skjótt að. Hugg- unin var sú að þau þurftu ekki að líða kvalir. Einhvern veginn eftir á að hyggja kom svo sem ekki á óvart að þegar kallið kom hafi þetta geng- ið fljótt fyrir sig. Annað hefði ekki verið þeirra stíll. Ímyndin um afa var alltaf sú að hann væri sá sem ekkert biti á. Þótt að hann hafi verið kominn langleið- ina að níræðu fannst okkur hann aldrei breytast. Hann var alltaf sá sterki sem bar inn kartöflupokana í kartöflukofann eins og ekkert væri á meðan aðrir sliguðust undan þeim. Það fór ekkert á milli mála hver væri húsbóndinn á Tjörn. Þegar fjöl- skyldan fór í kartöflutökuna voru það fastir liðir eins og venjulega. Sá gamli stýrði traktornum af stakri snilld og vinnuhópurinn vann sem smurð vél í upptökuvélinni. Eftir há- degismat lagði sá gamli sig í drykk- langa stund og aðrir biðu eftir næsta skrefi. Þarna fór ekkert á milli mála hver stýrði ferðinni. Óhætt er að segja að afi hafi fylgst vel með þjóð- málunum fram á síðasta dag. Hann hafði sterkar skoðanir á málunum og ekkert fór fram hjá honum. Amma okkar var ótrúleg kona. Hún vildi allt fyrir okkur gera. Mót- tökurnar á Tjörn voru alltaf höfð- inglegar. Þar var lykilatriði að mæta í hádegismatinn. Alltaf þegar við til- kynntum ömmu símleiðis að við vær- um á leiðinni var spurt; Og komið þið ekki í hádegismat? Það var nauð- synlegur hluti ferðarinnar. Rjóma- tertan í kaffinu var líka ómissandi. Gestrisnin var hennar aðal. Hún kunni að taka á móti fólki og leiddist það ekki. Þegar við vorum guttar fórum við reglulega austur. Ýmist með mömmu og pabba eða urðum eftir í einhvern tíma. Það var alltaf mikið ævintýri. Óhætt er að segja að amma hafi kennt okkur margt. Hún var mjög trúuð og kenndi okkur að rækta trúna. Farið var með henni á sunnudögum í kirkju og farið með bænir fyrir svefninn. Að þessari reynslu búum við enn og munum gera um ókomna tíð. Úr sveitinni eru margar minning- ar. Ógleymanlegt var þegar afi ,,gaf“ traktorinn. Það var ekki lítið talað um það. Dæmi um það hversu vel maður undi sér í sveitinni er frægt þegar ónefndur kvaddi ömmu sína eftir enn eina vel heppnaða dvöl. Þá sagði sá stutti; Þetta er allt í lagi amma, ég kem bara aftur á morgun. Og hvernig ætlarðu að koma? sagði amma. Bara með einhverjum bíl, sagði sá stutti og málinu var reddað. Það var alltaf gaman að fara austur og þótti okkur sérstaklega vænt um að barnabörnin fengu að kynnast langömmu og langafa. Þeim þótti frábært að fá að leika lausum hala í sveitinni. Já, minningarnar eru ótal margar sem koma í hugann og munu fylgja okkur um ókomna tíð. Elsku amma og afi. Við kveðjum ykkur með þessum orðum og þökk- um ykkur um leið fyrir allt sem þið kennduð okkur. Hlynur, Bjarki, Sigurður og fjölskyldur. Elsku amma og afi. Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú að mér gáðu. Vertu guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. Guðjón Leó, Kristín Rós og María Ellen. Elskuleg frænka mín og vinkona Helga Tyrfingsdóttir fékk hvíldina þann 12. mars sl., fáeinum dögum eftir að eiginmaður hennar Kristjón Hafliðason fékk hvíldina, og verða þau bæði kvödd í Þykkvabæjar- kirkju í dag. Við Helga vorum systradætur, en fyrst og fremst vor- um við vinkonur. Helga var með ein- dæmum glaðlynd kona og oft var glatt á hjalla í eldhúsinu hjá henni og ég tala nú ekki um þegar systur hennar Sísí og Anna voru staddar hjá henni, þá var mikið hlegið og sögurnar frá gömlu góðu tímunum rifjaðar upp. Hressileg framkoma, glaðværð og hlýtt fas einkenndi Helgu. Hún átti afskaplega gott með að sjá broslegu hliðar hlutanna og gat verið glettin í tilsvörum. Hún var stórlynd kona sem sagði afdrátt- arlaust sínar skoðanir á mönnum og málefnum. Ríkustu þættirnir í fari hennar voru þó hjálpsemi og um- hyggja fyrir sínum nánustu. Hún var hvunndagshetja sem bjó yfir takmarkalausri fórnfýsi. Börnum Helgu og Kristjóns, tengdabörnum og öllum afkomend- um þeirra sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Hafðu hjartans þökk fyrir sam- fylgdina og vináttu þína, kæra vin- kona. Hvíl í friði. Fanney. Er vinir kveðja hér í heim í hinsta sinn brýst harmanóttin heljarmyrk í hjartað inn. Oss finnst þá oft, að fokið sé í flest öll skjól, og gengin undir geislum svipt vor gleðisól. Þú, ljóssins Guð, sem lífið gafst og lífsins mátt, og heimsins rök og heill og von í hendi átt, þú einn ert voru lífi líf í lengd og bráð. Ó, vak þú stöðugt yfir oss með ást og náð. (Einar M. Jónsson) Ein af þöglum hetjum þessa lands er öll, hún Helga systir hennar mömmu. Þær voru þrjár systurnar frá Tungu í Vestur-Landeyjum og er Helga sú fyrsta sem kveður. Helga var félagslynd, kát og skemmtileg. Húmoristi hinn mesti enda ekki langt að sækja það, því hláturmildari konu man ég vart eftir en henni ömmu minni og afi var glettinn og gamansamur. Vinnusemi var henni í blóð borin. Systurnar þrjár erfðu alla þessa kosti foreldra sinna, alltaf líf og fjör í kringum þær og kærleikur mikill. Ég undirrituð fékk sem barn að fara með ömmu minni Þórönnu að Tjörn og vera þar nokkra daga í senn. Margt var sér til gamans gert og í minningunni var alltaf sól. Helga kletturinn, sem alltaf var hægt að leita til. Ef erfitt var að sofna og heimþrá sótti að var gott að fá faðmlag frá góðri frænku sem þerraði tár og stappaði í mann stál- inu Hún helgaði heimilinu alla sína krafta og var alltaf til staðar fyrir börnin sín, hlúði að þeim og krafðist einskis í staðinn. Hún var góð amma og fjölskyldan var henni allt. Kristjón eiginmaður hennar lést aðeins fimm dögum á undan henni og verða þau því samferða síðasta spölinn. Elsku Erla, Þórunn, Hafrún, Tyrfingur, Jóna María og fjölskyld- ur, ykkar missir er mikill. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Blessuð sé minning Helgu og Kristjóns. Þóranna Ingólfsdóttir. Kristjón Hafliðason og Helga Tyrfingsdóttir ✝ Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, INGA S. BJÖRNSDÓTTIR, Lönguhlíð 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 4. mars. Útför fór fram í kyrrþey þriðjudaginn 13. mars að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall Ingu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 11-E og heimaaðhlynningu Karitasar. Guð blessi ykkur öll. Hulda Gunnarsdóttir, Sævar Snæbjörnsson og fjölskylda. ✝ Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, HANNA ERLENDSDÓTTIR, Backmo, Svíþjóð, lést mánudaginn 12. mars. Útförin fer fram frá Ljungskile-kirkjunni í Svíþjóð föstudaginn 30. mars kl. 11.00. Minningarathöfn verður auglýst síðar. Ægir Guðmundsson, Jóhanna Jónsdóttir, Helga Björk Ægisdóttir, Tomí Meette, Stefanie Ægisdóttir, Natalie Jóhanna og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.