Morgunblaðið - 17.03.2007, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 17.03.2007, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 51 Það sagði við mig maður umdaginn, að það væri ein-kennilegt með vinsælu ungu söngvarana í dag, að þeir syngju ekki, væru meira svona notalegir raularar. Mér virtist sem undrun mannsins fælist í því að fólk gæti orðið vinsælt þrátt fyrir að syngja á þennan óformlega hátt. Það er vissulega allur gangur á því á hvaða hátt söngvarar kjósa að nota raddböndin sín, hvernig svo sem rödd þeirra er af náttúrunnar hendi, og svo er líka hægt að læra að beita röddinni.    Það er til gömul sjónvarps-upptaka með Kór mennta- skólans við Hamrahlíð, og þar syng- ur Rannveig Fríða Bragadóttir með kórnum. Í þá daga var var Rannveig með bjarta og fínlega og ekkert sér- lega mikla sópranrödd. Í söngnámi kom í ljós að dýpra raddsvið hennar var ónuminn fjársjóður sem átti eftir að gera hana að einni okkar bestu mezzósópransöngkonu, með vold- uga, breiða og dökka rödd. Þegar Diddú kvaddi Spilverkið og fór að læra söng spáðu sumir því að þar með yrði hennar yndislega nátt- úrurödd eyðilögð, og að hún myndi aldrei geta sungið meir. Sá ótti reyndist að sjálfsögðu ástæðulaus flónska.    Það verður seint sagt að MariaCallas, ein mesta óperusöng- kona síðustu aldar, hafi haft fagra rödd. Hún var hol og málmkennd. Hvað með Tom Waits? Hvers vegna nennir yfir höfuð nokkur maður að hlusta á hans rámu raust? Bob Dylan á sér margar raddir. Nina Hagen, pönkdrottningin þýska, reif raddböndin niðrí rass, en söng svo „Naturträne“ þannig að maður bókstaflega skældi af hrifn- ingu á þeim fagra söng.    Ætli niðurstaðan sé ekki sú aðfleira þurfi í dansinn en fagra skó, svo stolist sé í skýringar ann- arrar listgreinar. Það verður enginn „söngvari“ af því einu að hafa góða rödd. Það er ekki svo sjaldan að fram koma á sjónarsviðið söngvarar með glæsilegar og miklar raddir, en það er sama hversu hátt þeir hafa, söngurinn hreyfir ekki við manni. Sama má auðvitað segja með margt annað, hvort sem er í listum eða ann- ars staðar. Hæfileikarnir einir eru ekki uppspretta þess sem lifir, held- ur það hugvit og það innsæi sem not- að er til að beita þeim. Þegar það fer saman – og eflaust fleiri þættir líka – þá fyrst er von á þeim skapnaði sem nær að hræra í sálum fólks, hrífa þær og græða. Ef Maria Callas hefði ekki haft hugvitið og innsæið sem gerðu hana að einum magnaðasta túlkanda óperutónlistarinnar fyrr og síðar hefði hún kannski orðið meðalsöngkona, kannski ekki. Diddú hafði það sem til þurfti, og skipti ekki nokkru máli hvort röddin hennar var skóluð eða óskóluð. Tom Waits og Nina Hagen fundu sér hillu þar sem þeirra tjáningarháttur fékk notið sín fullkomlega. Nina Hagen hefði vel getað orðið frábær óp- erusöngkona alveg eins og pönk- söngkona.    Það á við um allt tónlistarnám, aðmikil áhersla er lögð á að byggja upp góða tækni. Það er skilj- anlegt. Það er flóknara að „kenna“ túlkun og sumir efast jafnvel um að hana sé hægt að kenna, því svo stór hluti hennar eigi rætur í dýpstu rót- um persónunnar. Þriðja víddin er svo hvað söngvari vill syngja og hvar hann finnur tjáningarþörf sinni bestan farveg. Það er þáttur sem mætti taka mun betur á í söngnámi. Áfangastaðirnir í söngnum liggja víða, og afar persónulegt hvar hver og einn finnur sína fjöl, hvort sem söngnám liggur að baki eða ekki. Naglasúpa söngsins Pönkdívan Þegar Nina Hagen var ung þótti líklegast að hún yrði óperusöngkona eða ballerína. AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir »Ætli niðurstaðan séekki sú að fleira þurfi í dansinn en fagra skó, svo stolist sé í skýringar annarrar listgreinar. begga@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Dublin ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Innifalið: Flug, flugvallarskattar, íslensk fararstjórn og gisting með morgunmat. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. 5.–9. apríl Róm 5.–9. apríl 59.600 kr. Hvernig væri að skella sér til Dublin um páskana. Fjórar nætur og þú þarft ekki að fá frí í vinnunni. Verslaðu hagstætt, slappaðu af og láttu þér líða vel í þessari frábæru borg. Golfferð: Verð frá 82.940, 3 golfhringir, 4 nætur. 83.520 kr. Borgin eilífa hefur um aldir verið sögusvið keisara, páfa og pílagríma sem lagt hafa leið sína til borgar- innar um aldirnar. Og nú er komið að þér. Fjórar nætur, sem seint munu gleymast. Páskar í Dublin eða Róm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.