Morgunblaðið - 27.04.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.04.2007, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði ÍSLANDS MÁLNING Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. Afsláttur af málningarvörum 20% Sætúni 4 Sími 517 1500 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður Sætúni 4, S. 517 1500 - Skútuvogi 13, S. 517 101 við hliðina á Bónus ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti í gær tímaáætlun um brotthvarf Bandaríkjahers fyrir 31. mars 2008. Fulltrúadeildin hafði fyrr um daginn samþykkt laga- frumvarpið sem efri deildin stað- festi og hefur George W. Bush Bandaríkjaforseti þegar lýst því yf- ir að hann muni beita neitunarvaldi sínu gegn hinu umdeilda frumvarpi þingmeirihluta demókrata. Alls greiddu 218 þingmenn full- trúadeildarinnar atkvæði með frumvarpinu en 208 á móti því og féllu atkvæði nokkurn veginn sam- kvæmt flokkslínum. Í efri deildinni skiptust atkvæði þannig að 51 studdi frumvarpið, þar af tveir repúblikanar, 46 voru því andvígir. Umrætt frumvarp gerir ráð fyrir viðbótarfjárveitingu til herliðsins í Írak upp á 124 milljarða Banda- ríkjadollara, sem samsvarar 7.967 milljörðum ís- lenskra króna. Í umsögn sinni um atkvæða- greiðsluna sagði Harry Reid, leið- togi demókrata í efri deildinni, að frumvarpið markaði nýja stefnu í átt frá borg- arastríði sem ætlaði engan endi að taka, í átt til brotthvarfs í áföngum – öryggismál færðust til Íraka. David Petraeus, æðsti hershöfð- ingi Bandaríkjahers í Írak, sagði hins vegar að ofbeldi myndi aukast yrði fækkað í herliðinu. Þá sagði Bush frumvarpið myndu „hand- járna“ bandaríska herforingja í at- höfnum sínum í Írak. Samþykkja tímaáætlun um brotthvarf frá Írak Harry Reid ÞESS var minnst í Baskabænum Guernica á Spáni í gær, að þá voru liðin 70 ár frá því að Þjóðverjar, sem studdu Francisco Franco í spænska borg- arastríðinu, gjör- eyddu honum næstum í miklum loftárásum. Messur voru sungnar og blómsveigar lagðir að minn- ismerki um þá, sem féllu, og ítrekaðar voru fyrri kröfur um, að hið fræga málverk Picassos, „Guernica“, yrði sýnt í bænum. Juan Jose Ibarrtxe, forseti Baskahéraðs, krafðist þess, að íbú- arnir yrðu formlega beðnir afsök- unar á ódæðinu. Sjötíu ár frá Guernica Loginn Luis Iriondo lifði af árásina á Guernica. SÆNSKUM matvælum verður brátt gefin einkunn eftir því hvort þau eru vistvæn eður ei. Eru það samtökin KRAV, sem ætla að gang- ast fyrir því, og þá verður m.a. skoðað hvernig þau eru flutt og hvaða orka eða eldsneyti eru notuð. Vistvæn matvæli VERÐBÓlGA í Zimbabwe, sem er sú mesta í heimi, komst í 2.200% í síðasta mánuði. Kom það fram hjá Gideon Gono, seðlabankastjóra landsins. Efnhagslífið er enda al- gerlega í rúst og þriðjungur þjóð- arinnar sveltur. 2.200% verðbólga MARGIR spilafíklar virðast eiga það sameiginlegt að hafa búið við óöryggi í æsku. Kemur það fram í danskri rannsókn og er það talið valda því, að þeir líti ekki vinnings- líkurnar í spilakössunum jafn- raunsæjum augum og annað fólk. Óöryggi og fíkn ALBERTO Ruiz Gallardon, borgarstjóri Madr- íd-borgar, leggur til að komið verði upp eftirlits- myndavélum við Montera-stræti miðsvæðis í borginni þar sem vændiskonur selja blíðu sína. Markmiðið með tillögu Gallardons, sem er íhaldsmaður, er að fæla frá hugsanlega kaup- endur vændis, um leið og öryggi vændiskvenn- anna er aukið en dólgar eru sagðir hóta íbúum í nágrenninu. Sveitarstjórnarkosningar fara fram syðra þann 27. maí nk. og er borgarstjór- inn talinn vera að svara kröfum íbúa, sem hafa hótað að setja upp eigin netmyndavélar verði ekki gripið til aðgerða. Beinist grunur íbúanna að vændishringjum frá Austur-Evrópu. Myndavélar gegn vændi í Madríd Suðrið Miðborg Madrídar. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SVO getur farið að Rússar hætti þátttöku í mikil- vægum samningi um takmörkun vígbúnaðar, CFE, vegna óánægju með stefnu Vestur- veldanna, að sögn Vladímírs Pútíns forseta sem flutti árlega stefnuræðu sína á þingi í gær. Forsetinn gagnrýndi einnig það sem hann taldi ótilhlýðileg afskipti af innanlandsmálum Rússa. „Það eru ekki allir hrifnir af því hvernig ríki okkar er smám saman að eflast á ný. Sumir nota hugmyndafræði lýðræð- isins til að hafa afskipti af innri mál- um okkar,“ sagði hann. Vestrænir ráðamenn og fjölmiðlar hafa sakað Pútín um að þrengja að lýðræði í landinu og reyna að múl- binda fjölmiðla og stjórnarandstæð- inga. „Á nýlenduskeiðinu töluðu þeir um svonefnt siðmenningarhlutverk nýlenduveldanna,“ sagði Pútín. Pútín sagði ríki Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, nú reyna að efla árásarviðbúnað sinn í grannlöndum Rússa. Rússar eru afar ósáttir við hugmyndir Bandaríkjamanna um að koma fyrir 10 gagnflaugum í Tékk- landi og Póllandi til að geta varist eldflaugaárásum frá svonefndum út- lagaríkjum eins og Íran sem talið er að séu ef til vill að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Telja Rússar að flaugarnar verði ógn við öryggi sitt. Bandaríkjamenn segja á hinn bóginn að svo fáar flaugar geti varla verið umtalsverð ógn við hinn geysiöfluga eldflaugaherafla Rússlands. „Rússar eiga þúsundir kjarna- odda,“ sagði Condoleezza Rice, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. „Það er hreinlega út í hött að ímynda sér að hægt verði að svara lang- drægum kjarnorkuvopnum Rússa með fáeinum gagnflaugum.“ CFE-samningurinn var gerður árið 1990 og fjallar hann um takmörk á hefðbundnum vopnabúnaði og her- mannafjölda Sovétríkjanna sem þá voru enn við lýði og Vesturveldanna. Samningurinn var lagaður að breytt- um aðstæðum árið 1999. En nokkur fyrrverandi leppríki Sovétmanna í austanverðri Evrópu hafa neitað að staðfesta hann fyrr en Rússar draga herlið sitt frá ákveðnum svæðum sem þeir hersitja í Georgíu og Mol- dóvu. Þar gætir rússneskt lið hags- muna aðskilnaðarsinna á umrædd- um svæðum. Í HNOTSKURN »Pútín sagði í ræðu sinni aðþetta yrði síðasta stefnu- ræða sín sem forseta en seinna kjörtímabil hans rennur út 2008. Vangaveltur hafa verið um að stjórnarskránni verði breytt svo að hann geti boðið sig aftur fram. »Rússneski forsetinn sagðiefnahag landsins hafa tek- ið miklum framförum og full- yrti að hagkerfi Rússa væri nú meðal hinna tíu stærstu í heiminum. Vladímír Pútín Hótar að Rússar segi sig frá vígbúnaðarsamningi UPPREISNARMENN úr röðum ísl- amista í einu vígi sínu í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Þeir berjast við stjórnarhermenn er njóta aðstoðar eþíópísks herliðs. „Við vonumst til að geta lokið stríðinu á morgun og stjórnarherinn mun þá ná tökum á borginni,“ sagði Ali Mohamed Gedi forsætisráðherra í gær. Reuters Bardagar í Mogadishu ÓVENJUMIKLIR hitar hafa verið í Vestur-Evrópu nú í vor og mjög víða meiri en áður hafa mælst í apr- ílmánuði. Óttast margir þurrka og vatnsskort af þeim sökum, til dæmis á Ítalíu þar sem varað er við því, að hugsanlega verði að loka verksmiðj- um vegna vatns- og rafmagnsleysis. Í N-Frakklandi hefur hitinn farið hátt í 30 gráður að undanförnu en það er hvorki meira né minna en 10 Celsíusgráðum umfram meðallag á þessum árstíma. Í Belgíu er apríl sá heitasti frá 1830 og í Þýskalandi hafa ekki fyrr mælst í apríl jafn- margar sólarstundir og nú. Í Bret- landi hefur ekki verið heitara frá 1945. Það, sem veldur þessu, er hæð yf- ir Austur-Evrópu og lægð yfir Spáni en saman dæla þær heitu lofti frá N-Afríku yfir Evrópu. Neyðarástand á Ítalíu? „Hér skín sólin 11 klukkustundir á dag og það hefur ekkert rignt frá því í mánaðarbyrjun,“ sagði franski veðurfræðingurinn Michel Daloz. Í Hollandi hefur ekki rignt í 33 daga samfleytt; í Suður-Frakklandi er vatn í ám og vötnum orðið ískyggilega lítið og á Ítalíu er ástandið enn verra. Ætlar ítalska ríkisstjórnin að koma saman 4. maí nk. til að ákveða hvort lýsa skuli yfir neyðarástandi en það myndi gefa henni aukin völd til að fást við vand- ann. Óttast vatnsskort vegna mikilla hita Reuters Sólbað Í Þýskalandi hefur apríl ekki fyrr verið jafnsólríkur og nú. MEIRIHLUTI Breta er hlynntur því að útdeila atvinnuleyfum til þeirrar um hálfu milljónar manna sem talin er starfa sem óskráðir inn- flytjendur í Bretlandi. Aðbúnaður fólksins hefur verið mikið til um- ræðu í Bretlandi að undanförnu og honum í sumum tilvikum lýst sem af- ar slæmum. Um 66 prósent að- spurðra í könnuninni, sem var á veg- um herferðarinnar Strangers into Citizens, segjast hlynnt því að veita atvinnuleyfi til þessa hóps gegn því að hann borgi skatta. Segir í breska blaðinu Independent, að þetta sé vís- bending um að kjósendur vilji sjá skýra stefnumótun hjá stjórnmála- flokkunum. Frumvarp á ítalska þinginu Ítalska þingið lagði á þriðjudag fram lagafrumvarp sem munu gera auðveldara fyrir erlent vinnuafl að fá störf í landinu. Stjórnarandstaðan gagnrýndi frumvarpið harðlega en um 2,7 milljónir löglegra innflytj- enda voru búsettar í landinu í fyrra, tveimur milljónum fleiri en áratug áður. Vilja veita atvinnuleyfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.