Morgunblaðið - 27.04.2007, Page 20

Morgunblaðið - 27.04.2007, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SENDUM Í PÓSTKRÖFU www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Gjafir jarðar Ingólfsstræti 2, Maður Lifandi Borgartúni 24, Maður Lifandi Hæðarsmára 6, Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Í dagsins önn Náttúrulegt B-vítamín ásamt magnesíum og C-vítamíni í jurtabelgjum HAFIÐ er sérstakt umhverfisverk- efni á vegum Akureyrarbæjar með það að markmiði að Akureyri verði fegursti bær landsins. Átakið mun standa yfir til 15. september nk. og ástand í þessum málaflokki þá met- ið. Ef ástæða þykir til þá verður framhald á átakinu. Um er að ræða samstarfsverk- efni umhverfisnefndar, fram- kvæmdaráðs og heilbrigðisnefndar bæjarins. Stefnt er að því að koma í veg fyrir að skildir séu eftir á víða- vangi lausamunir sem valdið geta slysum, mengun eða lýti í umhverf- inu. Nefnd eru bílflök, bílhlutar, kerrur, vélar, tæki, landbúnaðar- plast, byggingarefni, umbúðir utan af sælgæti, drykkjum og annað sambærilegt. Fyrirtækjum og einstaklingum verður sent bréf þar sem átakið verður kynnt og fólk hvatt til að hreinsa umhverfi sitt. Mánaðarlega verður sagt frá ár- angri og eða árangursleysi átaksins á heimasíðu Akureyrarbæjar en bærinn sjálfur mun sýna fordæmi með því að hreinsa lóðir stofnana sinna og opin svæði s.s. Glerárdal. Bæjarfélagið stendur fyrir umhverfisátaki AKUREYRI FIMM milljónir króna voru í gær veittar úr Háskólasjóði KEA. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri af- henti styrkina fyrir hönd KEA við at- höfn á Borgum, rannsóknar- og ný- sköpunarhúsi við Norðurslóð. Níu aðilar fengu styrk en alls komu fimm milljónir til úthlutunar.  Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur og prófessor, fékk úthlutaða hæstu fjárhæðina, eina milljón króna, vegna rannsóknar um aðdraganda jarðskjálfta fyrir Norð- urlandi og viðvaranir um þá.  Þóroddur Bjarnason 350.000 kr. vegna Rannsóknarseturs for- varna við HA. Sérstök áhersla verður lögð á rannsóknir sem stuðla að vel- ferð barna og ungmenna.  Jóhann Örlygsson 500.000 kr. vegna rannsókna á nýtingu hita- kærra brennisteinsbaktería í líf- tækni.  Trausti Þorsteinsson 500.000 kr. vegna verkefnis sem beinist að því að staðla lesskilningspróf sem Dagný Birnisdóttir, kennari í Lundarskóla, hefur samið. Prófin eru þrjú fyrir hvern árgang í 3. til og með 9. bekk grunnskóla. Markmiðið er að gera al- mennum grunnskólakennurum kleift að meta lesskilning nemenda og kanna framfarir þeirra með áreiðan- legum matstækjum. Þetta verða fyrstu stöðluðu lesskilningsprófin sem kennarar eiga aðgang að.  Kjartan Ólafsson 500.000 vegna rannsóknarinnar Börn og sjónvarp á Íslandi 1968–2003.  Ingi Rúnar Eðvarðsson 800.000 vegna rannsóknar á útvistun þjón- ustustarfa frá Reykjavík til lands- byggðar.  Oddur Vilhelmsson 500.000 vegna greiningar á svömpum og sam- lífisörverum þeirra en markmið verkefnisins er að kennigreina til ættkvísla samlífisbakteríur svampa og annarra hryggleysingja við hve- rastrýturnar í Eyjafirði og þróa heppilega aðferð til að kennigreina sjávarsvampa með tilsvarandi að- ferðum.  Hreiðar Þór Valtýsson 500.000 kr. vegna umhverfisrannsókna vegna bláskeljaræktar. Markmið verkefnis- ins er að koma af stað vöktunarverk- efni vegna bláskeljaræktunar.  Kamilla Rún Jóhannsdóttir og Nicola Whitead 350.000 kr. til að rannsaka áhrif þjálfunar og reynslu á samspil farsímanotkunar og athygli ökumanna. Fimm milljónir króna úr Háskólasjóði KEA Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ýmiskonar rannsóknir Nokkrir þeirra sem fengu úthlutað úr sjóðnum ásamt framkvæmdastjóra KEA, staðgengli rektors og bæjarstjóranum. Hæsta fjárhæðin vegna jarðskjálfta Í HNOTSKURN »Markmið rannsóknarRagnars Stefánssonar er kortlagning á brotflötum stórra jarðskjálfta við Norður- land sem og spennuástandi. Ragnar stefnir að því að koma niðurstöðum rannsóknarinnar og annarra inn í bráðavár- kerfi til að þær nýtist strax til hættumats og viðvörunar. EINA tilboðið sem barst í trésmíða- vinnu við menningarhúsið Hof var upp á rúmlega 208% yfir kostnaðar- áætlun. Tilboðið var 486 milljónir en áætlunin um 233. Frá þessu er sagt í Vikudegi sem kom út í gær- kvöldi. Tilboð í flesta verkþætti voru langt yfir áætlunum. Tilboðin langt yfir áætlunum HIÐ árlega Hængsmót, opið íþróttamót fyrir fatlaða á vegum Lionsklúbbsins Hængs á Akureyri, verður í íþróttahöllinni um helgina. Þetta er í 25. skipti sem mótið fer fram og verður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heið- ursgestur í lokahófi mótsins sem fram fer á mánudagskvöldið. Kepp- endur verða um 200 að þessu sinni, frá 12 félögum. Hængsmótið um helgina HIN árvissa vorhreinsun í Reykjavík verður dagana 28. apríl–5. maí en þá leggja starfs- menn hverfastöðva framkvæmdasviðs garðeig- endum lið og fjarlægja garðaúrgang sem sett- ur hefur verið út fyrir lóðamörk. Það var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sem hleypti átakinu formlega af stað með því að taka til í garðinum við hús sitt í Máshólum. „Garðeigendur eru beðnir um að nota tæki- færið og klippa þann gróður sem vex út fyrir lóðamörk og hindrar umferð. Góður frágangur flýtir fyrir vorhreinsun og eru garðeigendur beðnir um að binda greinaafklippur í knippi og setja garðaúrgang (lauf og plöntuleifar) í poka. Mikilvægt er að blanda ekki lausum jarðvegi og öðru rusli saman í pokana. Framkvæmda- svið vill árétta að eingöngu verður fjarlægður garðaúrgangur, en annað rusl, jarðveg og ýmsa muni verða garðeigendur sjálfir að fara með til förgunar og er bent á endurvinnslu- stöðvar Sorpu í því sambandi. Þá verða ekki fjarlægð stór tré og trjástofnar,“ segir í til- kynningu frá framkvæmdasviðinu. Á ferð um borgina alla vikuna Starfsmenn hverfastöðvanna verða á ferð um borgina alla vikuna og geta garðeigendur hvenær sem er til og með 5. maí sett garðaúr- gang út fyrir lóðamörk. Allt að 50 manns koma að vinnunni og nýta til þess 16 vinnuflokkabíla, 5 vörubíla og 8 traktorsgröfur. Garðaúrgangur fer á jarðvegslosunarsvæði Reykjavíkurborgar og sömu leið fara trjá- greinarnar eftir að þær hafa verið kurlaðar. Kurlið, ásamt því sem til fellur frá grasslætti í sumar, verður notað til að þekja yfirborð á jarðvegstipp og hefur það reynst góður grunn- ur fyrir sáningu. Síðastliðin þrjú ár hefur verið sáð í um það bil 5 hektara svæði með slíkum hætti. Vorhreinsun að hefjast í Reykjavík Morgunblaðið/Sverrir Hreinsun Vorhreinsunin er hugsuð sem hvatning til íbúa borgarinnar að taka til í eigin garði. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri lætur ekki sitt eftir liggja. FYRSTA skóflustunga vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Kaplakrika var tekin í vikunni. Einn- ig voru undirritaðir verksamningar um jarðvinnu og eftirlit. Þessum framkvæmdum á að vera lokið að fullu fyrir 1. júní 2009 og eru þær meðal annars nýtt frjálsíþróttahús, tengibyggingar, lyftingarsalur, starfsmannarými, félagsaðstaða, yfirbyggð áhorfendastúka við núverandi leik- vang, breyting á núverandi byggingu, breytingar á bílastæðum og aðkomu. Gunnar Svavarsson er formaður byggingarnefndar. Undirbúningur að lokaáfanga á uppbyggingu FH svæðis hófst sumarið 2005, í framhaldi af viljayfirlýsingu á milli FH og Hafnarfjarðarbæjar sem undirrituð var á 75 ára afmælis félagsins 16. október 2004. Byggingarnefnd FH ákvað að bjóða út arkitektahönnun og verkfræðihönnun í lokuðum útboðum. Samið var við arkitektastofuna Batteríið ehf. og VSB verkfræðistofu. Samtals eru nýbyggingar um 7.000 m². Lóðin verður öll endurgerð, bílastæði, gönguleiðir og aðkoma að svæðinu þ.m.t. við Flatahraun og aðgengi að íþróttamiðstöðinni. Núverandi íþrótta- hús og knatthúsið Risinn verða í notkun allan byggingartímann. Þó verður eldri búnings- herbergjum lokað meðan unnið er að endurgerð þeirra. Morgunblaðið/Golli Skóflustunga í Kaplakrika MENNINGARMÁLASTOFNUN Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) vinnur að gerð staðla sem skilgreina eiga tæknifærni kennara. Ósk- ari J. Sandholt, framkvæmdastjóra fræðslu-, menningar- og þróunarsviðs Seltjarnarnesbæj- ar, var boðið að vera einn sérfræða sem fara yf- ir tillögur frá UNESCO, meta gagnsemi þeirra og benda á kosti og galla. Verkefnið er umfangsmikið og koma sér- fræðingar frá öllum heimsálfum að starfinu. Markmiðið er að styðja við kennara og auka hæfni þeirra til að miðla þekkingu á tímum tækniþróunar. Staðlarnir beinast fyrst og fremst að því að samþætta tækniþekkingu við uppeldis- og kennslufræði og skipulagningu skólastarfs. Vonast er til að tilkoma staðlanna stuðli að betra menntakerfi sem aftur skili hæf- ara fólki út á vinnumarkaðinn. Tekur þátt í UNESCO-verkefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.