Morgunblaðið - 27.04.2007, Page 36

Morgunblaðið - 27.04.2007, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ásdís Þorgils-dóttir fæddist á Þórshamri í Sand- gerði 6. desember 1926. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 21. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Þorgils Árna- son, sjómaður á Þórshamri í Sand- gerði, f. 21. júní 1878, d. 1. apríl 1927 og Unnur Sigurðar- dóttir húsfreyja, f. 16. júní 1886, d. 28. júní 1965. Unn- ur og Þorgils voru í báðar ættir úr Vestur-Landeyjum. Systkini Ásdís- ar eru Guðbjörg Sigríður, hús- freyja í Sandgerði, f. 4. febr. 1904, d. 16. okt. 1964, gift Guðmundi Jónssyni bifreiðarstjóra, Árný Sveinbjörg, húsfreyja í Reykjavík, f. 17. okt. 1906, d. 6. febr. 1997, gift Valdimari Sigurðssyni sjómanni, Eyjólfur, netamaður í Reykjavík, f. 28. apríl 1908, d. 21. jan. 1989, kvæntur Kristínu Gunnlaugs- dóttur, Helgi Kristinn, fiskimats- maður í Reykjavík, f. 14. okt. 1909, d. 16. okt. 1981, kvæntur Önnu Þórólfsdóttur, Júlíana, f. 7. júlí 1912, d. 9. s.m., Ólafía Ingibjörg, húsfreyja í Reykjavík, f. 23. sept. 1913, d. 2. okt. 1993, gift Jónasi Þorbergi Guðmundssyni verka- manni, Guðbjartur, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 11. maí 1916, d. 10. febr. 1979, fyrr kvæntur Magneu Þóreyju Kristmannsdóttur, síðar Unni Þorsteinsdóttur, Unnur Þóra, Sverrir Rúts, tómstundafulltrúi í Sandgerði, f. 4. sept. 1981. 3) Óskar málarameistari í Reykjavík, f. 5. maí 1953, kvæntur Hervöru Lúð- víksdóttur bankastarfsmanni. Börn þeirra: María Kristín, nemi í Árósum í Danmörku, f. 14. júní 1972, gift Þorsteini Kristbjörnssyni matreiðslumanni, Rakel, rekstrar- fræðingur á Akranesi, f. 25. sept. 1976, gift Búa Örlygssyni banka- starfsmanni og Óskar, pípulagn- ingarmaður í Garði, f. 26. júlí 1981, í sambúð með Sigurbjörgu Jónas- dóttur. 4) Jóhanna, f. 1. des. 1959, búsett á Akranesi. Börn Birgir Dagbjartur verslunarmaður í Mos- fellsbæ, f. 14. mars 1978, í sambúð með Rannveigu Richter, Lárus verkamaður í Mosfellsbæ, f. 12 mars 1985, unnusta Erna Ósk Agn- arsdóttir, Unnur Ósk hárgreiðsl- unemi á Akranesi, f. 31. júlí 1988, unnusti Gústaf Lilliendahl, og Daníel, f. 13. jan. 1993. Barna- barnabörn Ásdísar og Guðjóns eru 21. Ásdís og Guðjón bjuggu lengi á Túngötu 3 í Sandgerði, þá í Kefla- vík og loks í Reykjavík. Unnur, móðir Ásdísar, var á efri árum mest í skjóli þeirra Guðjóns á Tún- götu 3. Ásdís var kraftmikil og dugandi kona. Á meðan börnin voru lítil vann hún, eins og tíðkast í sjávarplássum oft við að bjarga verðmætum, t.d. í fiskvinnslu og við síldarsöltun. Þegar börnin voru uppkomin vann hún hjá Loftleiðum hf. á Keflavíkurflugvelli og síðar lengi á Droplaugarstöðum í Reykjavík. Útför Ásdísar fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verð- ur í Gufunesi. ljósmóðir í Sand- gerði, f. 8. apríl 1920, gift Baldri Sigurðs- syni fiskimatsmanni, Lovísa, húsfreyja í Keflavík, f. 25. febr. 1923, gift Þorsteini Þorsteinssyni skip- stjóra, og Óskar, f. 24. febr. 1924, d. 11. júní 1931. Maki 15. des. 1945 Guðjón Valdimarsson matreiðslumeistari, f. í Móskógum í Fljótum 12. desember 1924. Foreldrar hans voru Valdimar Kristjánsson bóndi í Móskógum, f. 27. sept. 1892, d. 6. maí 1983 og kona hans Árný Ingibjörg Guðjóns- dóttir, f. 28. jan. 1892, d. 21. apríl 1968. Börn Ásdísar og Guðjóns eru: 1) Árný, f. 9. okt. 1945, búsett í Borgarnesi, gift Ingólfi Andréssyni verkamanni. Synir þeirra eru: Har- aldur Vignir, sjómaður á Drangs- nesi, f. 14. júlí 1964, í sambúð með Helgu Lovísu Arngrímsdóttur, Guðjón, sjómaður í Bolungarvík, f. 24. sept. 1971, kvæntur Jónu Guð- mundu Hreinsdóttur. 2) Unnur, nuddfræðingur í Grímsnesi, f. 3. sept. 1951, gift Sverri Jónssyni matreiðslumanni. Börn þeirra: Linda, búsett í Keflavík, f. 3. febr. 1968, gift Gunnari Inga Ingimund- arsyni verktaka, Ásdís, nemi í Keflavík, f. 5. des. 1975, í sambúð með Baldri Andra Stefánssyni raf- virkjanema, Árný, búsett í Kefla- vík, f. 27. febr. 1980, gift Dimitri Rushit Derti verkamanni, og Elsku mamma, ekki datt mér í hug að ég ætti eftir að skrifa minn- ingargrein um þig mánuði eftir að yngsta barnabarnið þitt, hann Daníel var fermdur. Þú veiktist viku eftir ferminguna, en gafst þér samt tíma til að fara með Sissu frænku, sem var þér svo kær og góð, í Perluna til að kaupa þér skó, sem þig langaði svo að eignast. Síð- an fórst þú á spítalann seinnipart- inn, en svona varst þú alltaf, svo fín og sæt og í tískunni. Unnur Ósk talaði alltaf um hvað þú varst mikil „pæja“, 80 ára göm- ul. Elsku mamma, ég var svo fegin að geta talað um mig við þig, þú hlustaðir alltaf og vissir alltaf hvernig mér leið. Þú gafst mér allt- af ráð, alveg undir það síðasta í þínu lífi. Ég finn mikla ró innra með mér að hafa talað við þig um mín framtíðaráform og þú lagðir bless- un þína yfir það, áður en þú kvaddir mig, það er mér mjög mikils virði. Elsku mamma, þið pabbi hafið átt góða ævi saman, þú talaðir um það hvað þið hafið skilað góðu starfi um ævina til okkar. Við systkinin og fjölskyldur okkar erum öll mjög stolt af ykkur. Við skulum halda áfram að láta ykkur pabba vera stolt af okkur í framtíðinni. Elsku pabbi, missir þinn er mik- ill, lífsförunautur þinn er fallinn frá, haltu samt áfram að vera duglegur eins og þú hefur verið í gegnum erfileikana, eins og í veikindum þín- um, mamma hefði viljað það. Við styðjum þig öll. Elsku mamma, far þú í friði, ég elska þig, þín dóttir Jóhanna. Elsku amma Dísa. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við fengum að eiga saman. Hugur minn ber mig til yngri ára minna þegar við fjölskyldan heim- sóttum ykkur afa svo oft í sumarbú- staðinn. Það fyrsta sem blasti við okkur var afi með skóflu eða eitt- hvert annað verkfæri í hendinni, alltaf var hann á fullu að betrum- bæta. Og þú, elsku amma, tókst svo hlý- lega á móti okkur, ávallt með hlað- borð af kræsingum. Þú vildir að all- ir fengju nóg að borða og að allir færu saddir frá þér. Svona var nú þetta til þíns seinasta dags, alltaf var nóg til af öllu fyrir alla. Ég vil einnig minnast þess hversu fín og falleg kona þú varst, vildir alltaf vera fín og vel til höfð, þú fórst sko ekki út úr húsi án þess að vera með varalit eða skart og fín- irí eða það sem við unga fólkið köll- um „bling“. Þú vildir ætíð líta vel út og það gerðir þú svo sannarlega. Það verður svo sannarlega erfitt að komast ekki í hlýjuna til þín eftir góðan dag í Reykjavík, ég mun halda áfram að heimsækja afa á Sóltún og hlúa að honum eins og ég get, hann á eftir að sakna þín mjög mikið, einu ástarinnar í lífi hans, og nú ertu farin. Þú veiktist skyndilega og fallega hjartað þitt gat ekki meir. Elsku amma, eins og hvað það er erfitt að kveðja þig með þessum fáu orðum veit ég vel að þú ert á fallegum stað á meðal englanna. Þú skilur eftir þig yndislegar minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu til eilífð- ar. Elsku amma Dísa, hér kveð ég þig og bið drottin guð um að varð- veita og blessa sálu þín. Elsku afi, mamma, pabbi og fjöl- skylda. Megi góði guð blessa ykkur öll. Ásdís og fjölsk. Elsku amma. Það var svo gott að geta glaðst saman á fermingardaginn minn. Þú komst upp á Skaga til að geta verið með mér í kirkjunni, það er mér dýrmæt minning. Þú hefur alltaf fylgst svo vel með mér, hvernig mér gangi í skólanum og ekki síst í golfinu, þú varst svo stolt af mér að ég skyldi vera að fara í golfferð til Spánar. Þú hringdir á hverjum degi til að fá fréttir af mér en nú er síminn þagn- aður. Það er erfitt elsku amma, en ég skal standa mig vel í því sem ég er að gera svo þú getir haldið áfram að vera stolt og fylgjast með. Sakna þín elsku amma. Þinn Daníel. Elsku amma. Nú er þrautagöngu þinni lokið. Þú sem varst alltaf svo flott kona. Ég byrjaði á því, þegar þið afi áttuð heima í Miðleitinu, að kalla þig ömmu „kringlu“ því þér þótti svo gaman að fara í Kringluna að versla og hitta fólk. Þær voru ófáar ferð- irnar með þér þangað. Þegar ég fór að læra hársnyrti fannst þér voða gott að ég kæmi og lagaði þig til. Það var ósjaldan sem þú varst með eitthvað flott úr tískuheimin- um og ég tók alltaf eftir því og spurði hvar þú hefðir fengið hlut- inn. Amma, þú varst 80 ára og ég 18 en samt varstu oft á undan mér að fylgjast með. Elsku amma, svona varst þú allt- af fín og sæt. Ég sakna þín. Þín Unnur Ósk. Elsku amma. Það var svo gott að geta glaðst saman á fermingardaginn minn. Þú komst upp á Skaga til að geta verið með mér í kirkjunni, það er mér dýrmæt minning. Þú hefur alltaf fylgst svo vel með mér, hvernig mér gengi í skólanum og ekki síst í golfinu, þú varst svo stolt af mér að ég skyldi vera að fara í golfferð til Spánar. Þú hringdir á hverjum degi til að fá fréttir af mér en nú er síminn þagn- aður, það er erfitt elsku amma, en ég skal standa mig vel í því sem ég er að gera svo þú getir haldið áfram að vera stolt og fylgjast með. Sakna þín, elsku amma, þinn Daníel. Elsku amma, nú er þinni þrauta- göngu lokið. Þú sem varst alltaf svo flott kona, ég byrjaði á því þegar þið afi áttuð heima í Miðleitinu að kalla þig ömmu „kringlu“, því þér þótti svo gaman að fara í Kringluna að versla og hitta fólk. Þær voru ófáar ferðirnar með þér þangað. Þegar ég fór að læra hársnyrti fannst þér voða gott að ég kæmi og lagaði þig til. Það var ósjaldan sem þú varst með eitthvað flott úr tískuheimin- um og ég tók alltaf eftir því og spurði hvar þú hefðir fengið hlut- inn. Amma, þú varst 80 ára og ég 18, en samt varst þú oft á undan mér að fylgjast með. Elsku amma, svona varst þú allt- af fín og sæt. Ég sakna þín, þín Unnur Ósk. Elsku amma Dísa mín. Nú ertu komin í faðminn á föður þínum sem þú ert búin að þrá svo lengi að geta hitt því þú hefur aldrei séð hann. Ég veit að hann hefur tekið vel á móti litlu stelpunni sinni. Mér finnst allt hafa gerst svo snöggt að ég átta mig ekki alveg á því að nú ertu farin en ég veit að þú munt alltaf vera hjá mér og fylgjast með mér. Alltaf þegar þú hringdir og þegar við hittumst spurðir þú mig hvernig mér liði í sambandi við veikindin mín. Þú skildir mig svo vel og mér þykir svo vænt um það, elsku amma mín. Það verður bara svo skrítið að fara til Reykjavíkur núna og geta ekki skroppið til þín, fengið sér kaffi og kökur, þegar ég kom í heimsókn var eins og einhver ætti afmæli því það voru alltaf svo miklar kræsingar hjá þér. Ég á eft- ir að sakna þín mikið, elsku amma, og ef mér á eftir að líða illa get ég alltaf talað við þig, því þú ert í hjarta mínu. Ég elska þig og afa af öllu mínu hjarta og það er erfitt fyr- ir hann að missa sína einu ást í líf- inu. Ég veit, þegar okkar tími er kominn að fara yfir móðuna miklu munt þú taka á móti okkur í faðm þinn. Elsku amma mín, þetta vers skrifaðir þú í Biblíuna mína sem þú gafst mér á fermingardaginn minn, sem ég er svo þakklát fyrir að eiga, því í hana vitna ég mjög oft. Í hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er allt vort stríð, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. (Matthías Jochumsson.) Elsku Gaui afi, mamma, pabbi og ættingjar ég votta mína samúð og megi Guð vera með okkur öllum. Árný Sverrisdóttir. Eftir erfiða en stutta baráttu er lífi ömmu Dísu lokið. Amma var fín og settleg kona eins og maður seg- ir. Það var stæll yfir henni. Hún passaði að hárið væri alltaf vel snyrt, elskaði að punta sig upp og setja á sig stóra og glitrandi skart- gripi. Já, hún var sko pæja sem tek- ið var eftir. Ef hún komst í Kringl- una lifnaði yfir henni því þá gafst tækifæri til að dressa sig upp og hitta fólk. En eftir að afi Gaui veikt- ist sá hún um að hjúkra honum og aðstoða og komst þ.a.l. ekki eins oft út og hún vildi, því henni þótti virki- lega gaman að vera innan um fólk. Heimili ömmu Dísu og afa Gauja bar vott um snyrtimennsku og hlý- leika, en amma var mikil listakona og eftir hana liggur mikið handverk sem prýddi heimilið. Það eru líka ófáir ullarsokkarnir og peysurnar sem hún prjónaði og gaf barnabörn- um og barnabarnabörnum sínum. Fyrstu minningar mínar um ömmu eru frá Miðgarðinum í Kefla- vík. Afi vann sem kokkur í mörg ár hjá Loftleiðum og í Messanum og amma var þar líka. Það er því ekk- ert skrýtið að minningarnar snúist um mat og kökur, en alltaf var séð til þess að nóg væri af mat og öðru góðgæti – kökum og nammi sem maður fékk ekki á hverjum degi heima hjá sér. Seinni árin hefur maður nú grínast með það að alltaf hafi það verið amma Dísa sem eyði- lagði alla megrunarkúra hjá manni því ætíð bauð hún upp á kökur og með því þegar maður kom í heim- sókn! Að segja nei takk við því var bannorð. Hinn 25. mars síðastliðinn hringdi ég í ömmu héðan frá Árós- um. Tveir dagar voru í Íslandsferð hjá okkur fjölskyldunni og allir voru spenntir að hittast. Amma lof- aði stelpunum pönnukökum og fannst æðislegt að við værum að koma í páskafrí til Íslands. Þetta sama kvöld fékk ég þær fréttir að hún hefði fengið hjartaáfall og bata- horfurnar væru ekki góðar. Það voru því blendnar tilfinningar sem fóru um huga minn þegar til Ís- lands kom. Við fjölskyldan fengum að koma í heimsókn til hennar á sjúkrahúsið og þá var nánast aug- ljóst hvert stefndi. Það var sárt að horfa upp á hana svona veika en á hinn bóginn erum við ákaflega glöð yfir því að hafa náð að kveðja hana. Ég veit að hún var ekki svo ósátt þegar hún kvaddi því á sjúkrahús- inu sagði hún við mig að hún gæti ekki annað en verið sátt við lífið og tilveruna því aldrei hefði hún þurft að horfa á eftir börnum sínum og afkomendum. Fyrir það ætti maður að vera þakklátur. Minningu um góða ömmu varðveiti ég í hjarta mínu – hennar er sárt saknað. Elsku afi, Árný, Unna, pabbi, Jó- hanna og fjölskyldur. Ég færi ykk- ur mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og megi góður guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. María Kristín Óskarsdóttir. Nú þegar elskuleg amma mín, amma Dísa, er fallin frá langar mig til að minnast hennar með nokkrum fátæklegum orðum en amma lést eftir stutt veikindi laugardaginn 21. apríl sl. Hún lofaði mér að vera sterk, þegar ég kvaddi hana nokkr- um dögum áður, og það var hún svo sannarlega, barðist eins og hetja. Það er afar sárt að horfa á eftir ömmu sinni sem unni öllum svo vel. Afi og afkomendur þeirra hjóna voru henni allt. Þegar ég hringdi í hana eða kom í heimsókn var byrj- að á því að spyrja hvort allir væru ekki hressir og hvort krakkarnir væru ekki kátir. Það verður erfitt Ásdís Þorgilsdóttir Dagur er liðinn horfin er sól himni, sjó og landi. Allt er gott! Í friði hvílir líkami, sál og andi. Góður Guð og englar hans verji öllu grandi. (Höf. óþ.) Elsku amma Dísa. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Það var yndislegt að koma til þín í pönnsur og fá knús. Við geymum þessar góðu minn- ingar í hjarta okkar og gleymum þeim aldrei. Sigríður Eva og Júlía Rós Þorsteinsdætur. HINSTA KVEÐJA ✝ Útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa, bróður og mágs, SKÚLA ÞÓRÐARSONAR, fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 30. apríl kl. 14.00. Bragi Skúlason, Anna Þuríður Kristbjörnsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir, Ólafur Jón Guðmundsson, Hafdís Skúladóttir, Magnús Árnason, Sigríður Birna Bragadóttir, Sigurjón Þorsteinsson, Ámundi Steinar Ámundason, Hrafnhildur Vala Grímsdóttir, Hafdís Anna Bragadóttir, Grímur Arnar Ámundason, Sara Skúlína Jónsdóttir, Arnar Már Símonarson, Arnar Ólafsson, Skúli Bragi Magnússon, Árni Þórður Magnússon, Bragi Þórðarson, Elín Þorvaldsdóttir, Birgir Þórðarson, Ása Gústavsdóttir, Hilmar Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.