Morgunblaðið - 27.04.2007, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 39
✝
Við þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts okkar ást-
kæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SOFFÍU JÓHANNSDÓTTUR
frá Skálum
á Langanesi.
Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki
Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun.
Guðbjörg Nielsen, Kári Nielsen,
Fróði Indriðason, Leena Janus,
Kristján Indriðason,
Kristín María Indriðadóttir, Kristinn Óskarsson,
Guðmundur Hólm Indriðason,
Ragnar Indriðason, Aðalheiður Daníelsdóttir,
Birgir Indriðason,
Rut Indriðadóttir, Pétur Bolli Jóhannesson.
✝
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður og ömmu,
SOFFÍU NÍELSDÓTTUR
hjúkrunarfræðings,
Víðimel 30,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deilda 11B og 11G,
Landspítala við Hringbraut.
Grímur Jósafatsson,
Hlynur Níels Grímsson, Elísa Guðrún Halldórsdóttir,
Egill Smári Hlynsson,
Kjartan Nói Hlynsson.
✝
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð
við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
KRISTJÁNS SIGURJÓNSSONAR.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Roðasala,
Grundar og Sunnuhlíðar fyrir frábæra umönnun og
hlýhug.
Helga Kristjánsdóttir,
Kristján Þór Gunnarsson, Guðrún Hulda Birgis,
Sigurjón Kristjánsson, Ragnhildur Sumarliðadóttir,
Jónína Kristjánsdóttir, Magnús Eðvald Kristjánsson,
Freyja Kristjánsdóttir, Einar Rafn Haraldsson,
Arnar Logi Kristjánsson,
Júlíus Steinn Kristjánsson, Anna Lísa Rasmussen,
Hörður Þ. Garðarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
af golfbakteríunni sem hann hafði
svo gaman af. Hann var rólegur að
eðlisfari, nægjusamur og vinmargur.
Elsku Krissa, Bára, Hjalti, Leó og
aðrir ættingjar, við sendum ykkur
allan okkar styrk á erfiðum tíma.
Minningin um einstakan dreng lifir í
hjörtum okkar allra.
Jóhann Þór, Guðrún
og fjölskylda.
Hér sit ég hljóð og hnípin við tölv-
una mína og byrja á því að spyrja
góðan Guð hvort hann ætli virkilega
að taka til sín í einni andrá allt besta
og fallegasta unga fólkið í fjölskyld-
unni. Hinn 16. mars síðastliðinn
fylgdi ég bróðurdóttur minni til graf-
ar aðeins 49 ára gamalli, stórgáfaðri
og vel gerðri stúlku í alla staði. Í dag,
27. apríl, fylgi ég systursyni mínum,
honum Daða Halldórssyni til grafar
aðeins 47 ára gömlum. En hann fékk
hjartastopp á golfvellinum hér á
Akranesi sumardaginn fyrsta, af-
mælisdegi einu systur sinnar.
Ég var rétt að leggja frá mér sím-
tólið eftir að hafa óskað henni til
hamingju með afmælið þegar síminn
hringdi og mér barst þessi voðafregn
að Daði væri dáinn. Hvernig getur
þetta gerst, þessi gullfallegi ungi
maður sem var hvers manns hugljúfi
og í alla staði sómamaður. Ég deili
ekki við dómarann, enda hlýtur þetta
að vera Guðs vilji. Mikið ósköp á ég
erfitt með að trúa því að ég fái ekki
að sjá hann framar. En það er gott
að eiga góðar minningar, þær tekur
enginn frá mér. Og þú sem varst mér
sem besti sonur alla tíð og ekki síst
þegar ég átti hvað erfiðast eftir frá-
fall mannsins míns. Þá var ósköp
gott að geta farið á Furugrundina til
Daða og Krissu.
Lífshlaup þitt, elsku Daði minn,
ætla ég ekki að rekja hér, en geri
kveðskap Vigdísar Runólfsdóttur frá
Gröf, eins og hún var ætíð kölluð, að
lokaorðum mínum til þín.
Lokið er kafla í lífsins miklu bók.
Við lútum höfði í bæn á kveðjustund.
Biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf og tók
græðandi hendi að milda sorgarstund.
Ó, hve við eigum þér að þakka margt
þegar við reikum liðins tíma slóð.
Í samfylgd þinni allt var blítt og bjart
blessuð hver minning, fögur, ljúf og góð.
Okkur í hug er efst á hverri stund
ást þín til hvers, sem lífsins anda dró
hjálpsemi þín og falslaus fórnarlund.
Friðarins Guð þig sveipi helgri ró.
Krissa mín, Bára, Hjalti og Leó.
Ég veit hvað harmur ykkar er mikill,
þá er gott að hugsa til orða ömmu
Löllu sem sagði ætíð þegar eitthvað
amaði að „þið vitið að Guð leggur
ekki meira á okkur mennina en okk-
ur er ætlað að þola“. Og ég veit líka
að þið verðið sterk og standið þétt
saman. Að lokum votta ég öllum ást-
vinum hans mína dýpstu samúð og
bið Guð að styrkja ykkur öll. Blessuð
sé minning þín, kæri vinur.
Hafdís Daníelsdóttir.
Ég er á leiðinni uppá Skaga, það
er vor í lofti og aðalmarkmið ferð-
arinnar er að hitta besta frænda
minn og uppeldisbróður, Daða Hall-
dórsson. Við ætlum að fara á báti
hans úr Kalmannsvík á grásleppu,
veiða svolítið af svartfugli og mögu-
lega skjóta varg.
Daði er skipperinn, enda mikill
veiðimaður á sjó og landi. Hann
stjórnar fjörinu á sinn rólega og yf-
irvegaða hátt. Við frændurnir erum
jafnaldrar, fæddumst í sama húsi og
ólumst þar upp fyrstu sjö árin, hjá
Löllu ömmu, sátum saman í grunn-
skóla og ærsluðumst duglega í fyrsta
og öðrum gaggó. Þá spiluðum við
saman fótbolta í öllum flokkum ÍA.
Hann traustastur í „halfsentinum“
og ég tengiliður. Hér fór saman löng
saga og mikill vinskapur, enda vor-
um við félagar sem gjörþekktum
hvor annan.
Á útstíminu tók ég púlsinn á stöð-
unni, um Krissu, börnin og bankann
og hvort hann væri ekki orðinn
þreyttur á því að vera svona innilok-
aður, sjórinn væri frelsið. Daði gaf
lítið út á það, enda vissi ég að þótt
hann kynni vissulega að meta það
frelsi sem slíkar ferðir fela í sér, var
fjölskyldan honum fyrir öllu. Við
ræddum málin í þaula og hann,
raunsæismaðurinn, endaði gjarnan á
því að segja: „Já, já, Denni minn
svona er þetta bara, við getum litlu
breytt þar um“.
Við vorum sextán þegar hann
missti móður sína. Ég vissi vel hve
mikið hann hafði misst en þeir sem
þekktu hann minna áttuðu sig síður
á því, enda var hann einn af þeim
sem bera harm sinn í hljóði.
Daði Halldórsson var mikill húm-
oristi, hvers manns hugljúfi og mátti
ekkert aumt sjá. Því kynntist ég vel
þegar ég missti föður minn. Þá
reyndist mér enginn betur en Daði.
Að auki var Daði glæsilegur á
velli, mikill íþróttamaður, hraustur
og hress, nærgætinn og umhyggju-
samur, vel liðinn, nákvæmur og
mjög duglegur. Ímynd sem Lands-
bankinn á Skaganum mun njóta um
ókomna tíð, enda vann hann í þeirri
stofnun allan sinn starfsaldur og
naut mikils trausts hjá yfirmönnum
bankans og ekki síður hjá heima-
mönnum sem allir vildu hafa hann
með í ráðum.
Á undanförnum vikum hittumst
við Daði oft í fermingarveislum og þá
gafst okkur einatt færi á að ræða
málin. Ég hafði sérsaka ánægju af
því að sjá hversu rólegur og yfirveg-
aður fjölskyldufaðir Daði var orðinn
og hve stoltur hann var af fjölskyldu
sinni. Dóttirin í háskóla og strák-
arnir á fullu við sitt. Það er erfitt að
trúa því að minn kæri vinur sé okkur
horfinn fyrir fullt og allt. En ég veit
að handan tjaldsins verður vel tekið
á móti honum.
Kæra Krissa, Bára, Hjalti, Leó og
fjölskylda, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð og bið Guð að styrkja
ykkur í sorg ykkar.
Kæri frændi og fóstbróðir, takk
fyrir góðlega brosið og samfylgdina.
Daníel Helgason.
Elsku Daði frændi.
Það er erfitt að trúa því að ég muni
aldrei hitta þig framar. En ég á svo
margar minningar frá því þegar ég
var yngri og kom til ykkar í heim-
sókn, ég fékk alltaf svo hlýlegar og
góðar móttökur. Það var alltaf jafn
gaman að fara með ykkur á fótbolta-
leiki og í bíltúra um bæinn. Svo má
ekki gleyma golfhringjunum sem við
höfum spilað saman á síðustu árum.
Ég mun alltaf líta upp til þín,
vegna þess hversu góður þú varst,
brosmildur og notalegur.
Þakka þér fyrir allar þær stundir
sem við höfum átt saman. Minning
þín mun alla tíð lifa í hjarta mínu.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens.)
Lárus Freyr.
Elsku Daði, þú varst svo góður og
hlýr, og það var svo gaman að sitja
hjá þér og spjalla, það eru margar
minningar sem hellast yfir okkur
núna, við munum vel eftir brosinu
þínu, hlátrinum og hvernig bláu aug-
un blikuðu þegar þú sagðir skemmti-
lega sögu.
Daði hafði einstaklega góða nær-
veru, hann var hreinskilinn og jarð-
bundinn. Þegar við systkinin vorum
yngri vorum við oft í pössun á Furu-
grundinni, það var alltaf svo gaman,
og mikið sótt í að vera þar því þar
leið okkur vel.
Það er erfðara en orð fá lýst að
missa þig en um leið erum við þakk-
lát fyrir að hafa fengið að kynnast
þér og átt margar góðar stundir
saman, þú átt alltaf stað í hjörtum
okkar. Fjölskyldunni þinni sendum
við hlýju og ást.
Sjáumst seinna. Kveðja
Ögmundur og Gerða.
Lífið er hverfult. Á það erum við
rækilega minnt þegar kær vinur og
vinnufélagi á besta aldri er fyrir-
varalaust hrifsaður á brott án nokk-
urs fyrirvara, vel á sig kominn og
ekkert virtist ama að.
Það var sumardagurinn fyrsti –
vorið og sumarið rétt handan við
hornið. Dagurinn var bjartur og fal-
legur og Daði Halldórsson ákveður
að fara á þann stað þar sem hann
undi sér best í sínum frítíma utan
faðms fjölskyldu sinnar. En sá stað-
ur var golfvöllurinn á Akranesi. Daði
var mikill golfáhugamaður og snjall
kylfingur. Hann lagði af stað í golf-
hringinn ásamt æskufélaga sínum og
vini Guðjóni Viðari Guðjónssyni.
Þeir voru skammt komnir í golf-
hringnum þegar hann fékk alvarlegt
hjartaáfall og var allt gert sem í
mannlegu valdi stóð, bæði hjá þeim
sem næst voru þarna á staðnum og
síðar hjá færustu læknum, en því
miður án árangurs.
Eftir standa fjölskylda, vinir og
vinnufélagar agndofa og máttvana.
Vorkoman hafði líka aðra merk-
ingu í lífi Daða og hjá okkur sem til
þekktu. Það var grásleppuvertíðin.
Hann var þegar byrjaður að huga að
henni enn eitt vorið. Upphaflega fór
hann á grásleppuveiðar með afa sín-
um og hafði síðan til fjölda ára ásamt
mági sínum, Guðmundi Sigurbjörns-
syni, stundað grásleppuveiðar við
Akranes. Við vinnufélagarnir vissum
að það var stutt í vertíðina þegar
ákveðinn fiðringur kom í okkar
mann á vormánuðum. Í fyrstu tók
hann ætíð sumarfríið sitt til þess að
geta stundað veiðarnar af krafti en
hin síðari ár var hann farinn draga
úr ákafanum og notaði aðeins hluta
frítíma síns utan vinnu við veiðarnar.
Daði var mikill fjölskyldumaður.
Hann var ástríkur heimilisfaðir og
mikill vinur barna sinna. Hann og
Kristrún, eiginkona hans, voru af lífi
og sál með börnum sínum í þeirra
áhugamálum og fylgdu þeim frá
unga aldri á íþróttamót og aðra við-
burði sem tengdust áhuga þeirra og
væntingum, auk þess að starfa öt-
ullega í foreldrafélögum m.a. ÍA.
Sjálfur stundaði Daði íþróttir af
miklum krafti á sínum yngri árum.
Lék með Skagamönnum upp alla
yngri flokkana í ÍA og með meist-
araflokksliði ÍA í handbolta.
Daði mikill áhugamaður um allar
íþróttir þótt golfið og knattspyrnuna
bæru þar hæst. Hann var mikill
stuðningsmaður Skagamanna og svo
Arsenal í enska boltanum.
Daði vann lengst af starsævi sinn-
ar hjá Landsbanka Íslands á Akra-
nesi. Þaðan þekktum við hann best
sem þessar línur ritum. Daði var frá-
bær starfsmaður og vinnufélagi.
Hann starfaði sem þjónustufulltrúi
og leituðu viðskiptavinir bankans
mikið til hans enda lagði hann sig
fram um að leysa úr þeirra málum.
Hann var einstaklega ráðagóður og
hafði ríka þjónustulund. Við vinnu-
félagarnir höfum fundið það svo vel
síðustu daga hversu sorg og sökn-
uður alls þessa fólks er mikill. Blóm
og gjafir hafa borist til okkar í bank-
ann frá viðskiptavinum til minningar
um Daða. Það segir allt sem segja
þarf.
Það sem einkenndi Daða líka öðru
fremur var hversu létta lund hann
hafði og stutt var í hláturinn. Hlátur
hans var svo smitandi og hann var
fljótur að sjá allar spaugilegu hliðar
tilverunnar. Hann var lúmskt stríð-
inn og var fljótur að bauna á okkur
starfsfélagana ef við gáfum færi á
því en allt á svo skemmtilegan og
góðlátlegan hátt.
Við eigum erfitt með að skilja
hvers vegna Daði var tekinn frá okk-
ur svona fljótt en við trúum því og
vitum að honum hefur verið ætlað
annað hlutverk. Söknuður okkar
samstarfsfólks Daða í Landsbankan-
um á Akranesi er meiri en orð fá lýst
en minningin um ljúfan dreng mun
lýsa veg okkar áfram.
Elsku Krissa, Bára, Hjalti og Leó
og aðrir ættingjar og vinir Daða, við
sendum ykkur innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum ykkur guðs bless-
unar á þessum erfiðu tímum, þó að
fráfall hans sé óskiljanlegt í dag
fáum við skýringar þótt síðar verði.
Blessuð sé minning Daða Hall-
dórssonar.
Samstarfsfólk í Landsbanka
Íslands á Akranesi.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Sumardagurinn fyrsti rann upp
einstaklega fagur, fólk var í sumar-
skapi og framan af degi var fátt sem
gat bent til þess að hann yrði sveip-
aður þeirri sorg sem hann nú hefur
skilið eftir í hjörtum okkar allra.
Það er erfitt að sætta sig við að
missa þig frá okkur og við munum
alltaf koma til með að sakna samvist-
anna við þig, ekki síst léttleikans og
þíns þægilega viðmóts sem alltaf
hefur einkennt þig og fylgt þér.
Flest okkar urðu þess aðnjótandi
að fá að alast upp með þér frá barns-
aldri, beint og óbeint, í gegnum
íþróttir og skóla, en tengsl okkar
voru endanlega innsigluð og staðfest
þegar þið Krissa hófuð ykkar sam-
búð. Hópur vinkvenna hafði byrjað í
saumaklúbb aðeins 17–18 ára gamlar
og í framhaldinu tíndust makarnir
inn. Margt hefur verið brallað á
þessum 30 árum. Minnisstæðust eru
ferðalögin okkar með börnunum,
sumarbústaðaferðirnar ásamt mörg-
um uppátækjum sem urðu til þegar
einhver í hópnum átti afmæli eða
þegar við gerðum okkur glaðan dag
saman. Mikill vinskapur og sam-
heldni hefur einkennt okkar hóp all-
an þennan tíma. Gott dæmi um það
er þegar við fórum saman í fimm-
tugsafmæli í vetur. Þar fórst þú á
kostum og þá minningu um þig lang-
ar okkur að varðveita og taka með
okkur. Við munum alltaf minnast þín
sem mikils áhugamanns um fótbolt-
ann á Skaganum og líklega hafa fáir
haft jafnmikinn skilning og þekkingu
á íþróttinni og þú.
Í fyrsta skipti á farsælum ferli
hópsins stóðum við frammi fyrir því
að hittast við svo erfiðar kringum-
stæður sem þessar. Og þvílíkt áfall.
Ekki bara góður félagi heldur einnig
kær eiginmaður og faðir hefur kvatt
okkur allt of fljótt.
Elsku Krissa, Bára, Hjalti og Leó.
Foreldrar, systkini, tengdabörn,
ættingjar og vinir. Megi góður guð
gefa ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum. Minningin um góðan dreng
mun lifa.
Saumaklúbburinn og makar.
Við kynntumst Daða fyrir um fjór-
tán árum þegar Björg og Krissa
kona hans urðu skólasystur í FÍ.
Nokkrum árum síðar höguðu örlögin
því svo að við fluttum á Akranes og
frá þeim tíma hafa þau hjón og börn
þeirra verið ein af okkar albestu og
tryggustu vinum. Þau bókstaflega
sáu um okkur á Skaganum fyrst eftir
að við fluttum á nýjan stað, þar sem
við þekktum engan. Um Bjarka hafa
þau oft á tíðum séð um lengri eða
skemmri tíma, því stundum er vont
að eiga ekki nána ættingja á staðn-
um sem maður býr á.
Það var gott að umgangast Daða.
Svo hægan og rólegan, en gat samt
verið ákveðinn og fastur fyrir. Alltaf
gott að leita ráða hjá honum við
vandamálum. Hann bar hag fjöl-
skyldu sinnar mjög fyrir brjósti og
börnin voru honum einkar hugleikin
og að þeim farnaðist vel í lífinu.
Það er dýrmæt minningin sem við
eigum núna um Daða sem við áttum
kvöldstund með helgina áður en
hann lést. Þar var talað og hlegið og
síðar um kvöldið kom svo Krissa og
við hlógum og töluðum enn meira.
M.a. um börnin okkar og yngstu syn-
ina sem þá voru einmitt saman eins
og svo oft áður.
SJÁ SÍÐU 40