Morgunblaðið - 27.04.2007, Síða 43

Morgunblaðið - 27.04.2007, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 43 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30. Vinnustofan opin kl. 9–16.30. Bónusferð kl. 10. Bingó kl. 14. Söng- stund við píanóið kl. 15.30. Árskógar 4 | Kl. 9–12 opin handavinnustofa. Kl. 9– 16.30 opin smíðastofa. Kl. 13.30 bingó (2. og 4. föstudag í mán.). Bergmál líknar- og vinafélag | Bergmál, líknar- og vinafélagið, verður með opið hús þriðjudaginn 1. maí kl. 16 í Blindraheimlinu, Hamrahlíð 17, og hefst með hugvekju séra Sigurðar Jónssonar. Söngur, gamanmál. Matur að hætti Bergmáls. Vinsamleg- ast tilkynnið þátttöku hjá Þórönnu s. 568 1418/ 820 4749 og Ernu s. 557 6546/864 6661. Bólstaðarhlíð 43 | Blaðaklúbbur og umræður kl. 10. Leikfimi kl. 11. „Opið hús“ spilað á spil, vist/ bridge kl. 13. Kl. 14.30 kemur sönghópur frá Versl- unarskóla Íslands og syngur nokkur lög undir stjórn Vilborgar Þórhallsdóttur. Allir velkomnir. Hár- greiðsla, böðun, almenn handavinna, morgunkaffi/ dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, frjálst að spila í sal, kaffi. Upplýsingar í síma 552 4161. FEBÁ, Álftanesi | Gönguhópurinn hittist þriðju- dags- og föstudagsmorgna kl. 10 við Litlakot. Geng- ið í u.þ.b. klst. á hraða sem hentar öllum. Kaffi í Litlakoti eftir gönguna. Nýtt fólk velkomið. Litlakot kl.13–16. Vilborg okkar ber fram heimalagaða súpu og nýbakað brauð kl. 13.30. Akstur annast Auður og Lindi, sími 565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | FEBK verður með Opið hús í félagsheimilinu Gullsmára, laugardaginn 28. apríl kl. 14. Samkór Kópavogs syngur. Stjórn- andi Björn Thorarensen. Upplestur: Ólafur Jens Pétursson. Þráinn kynnir ferðir FEBK í sumar. Tískusýning. Fatnaður frá Dalakofanum í Hafn- arfirði og Dressmann í Smáralind. Veitingar. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bókmenntahópur í dag kl. 13, umsjón Sigurjón Björnsson, prófessor og bókmenntagagnrýnandi. Munið Vorfagnaðinn í kvöld kl. 20, fjölbreytt skemmtiatriði og dans. Eldri borgarar, tökum höndum saman við Reykjavík- urtjörn á morgun, kl. 13–15. Gangan hefst kl. 14. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30. Yoga kl. 10.50. Hádegisverður kl. 11.40. Lokað eftir hádegi í dag vegna fræðsluferðar starfsmanna. Félagsvist kl. 20.30. Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður, kl. 9.30 jóga, kl. 10 ganga, kl. 10.30 leikfimi, kl. 11.40 hádegisverður. Lokað eftir hádegi vegna ferðalags starfsfólks. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 12 í Mýri. Bútasaumur og ullarvinnsla kl. 13 í Kirkju- hvoli. Bíósýning í boði kirkjunnar kl. 14 í safn- aðarheimilinu. Síðasti dagur til að sækja leik- húsmiða í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar m.a. bókband. Kl. 10.30 á vegum FÁÍA kennsla í Lancier-dansi (vantar karlmenn) und- irbúningur fyrir Landsmót UMFÍ í júlí. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 13 kóræfing. Uppl. á staðnum og s. 575 7720. Strætisvagnar S4, 12 og 17. Hraunbær 105 | Föstudaga: Kl. 9–12.30 handa- vinna. Kl. 9 baðþjónusta. Kl. 9–12 útskurður. Kl. 12– 13 hádegismatur. Kl. 14.45 bókabíllinn. Kl. 14 bingó. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi kl. 11.30. Tréskurður kl. 13. Brids kl. 13. Boccia kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Jóga kl. 9–12.15, Björg F. Opin vinnustofa kl. 9–12, postulínsmálning. Hársnyrting 517 3005/849 8029. Hæðargarður 31 | Sparikaffi. Fastir liðir eins og venjulega. Sjálfstæðisflokkurinn kemur í heimsókn föstudag 27. apríl í hádeginu. Síðasti fundur í bók- menntahópi er nk. miðvikudag kl. 20. Suðursveit- arhópurinn mætir. Allir velkomnir alltaf. Kíktu við. S.568 3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaðaklúbbur og um- ræður kl. 10. Leikfimi í salnum kl. 11. „Opið hús“ spil- að á spil kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Upplýsingar í síma 552 4161. Vesturgata 7 | Kl. 13.30–14.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs Björgvinssonar. Kl. 14.30– 16 dansað í aðalsal við lagaval Sigurgeirs. Kl. 15 koma frambjóðendur frá Sjálfstæðisflokknum í heimsókn. Rjómaterta í kaffitímanum. Allir vel- komnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9.30–12.30, leirmótun kl. 9–13, morgunstund 9.30, leikfimi kl. 10-11, bingó kl. 13.30. Allir eru velkomnir í fé- lagsmiðstöðina. Þórðarsveigur 3 | Kl. 13 opinn salurinn. Kl. 13 boccia. Kirkjustarf Áskirkja | Dalbraut 27, kl. 10.15–11. Öndunar- æfingar, slökun og bæn í umsjá djákna Áskirkju. Kl. 14 verður guðsþjónusta á Dalbraut 27 í umsjá sóknarprests Áskirkju. Furugerðiskórinn syngur. Breiðholtskirkja | Fjölskyldumorgunn kl. 10. Ávext- ir, kaffi og djús í boði. Allir velkomnir. Dómkirkjan | Kl. 17.30 verður kyrrðarstund í Dóm- kirkjunni fyrir ungt fólk. Að athöfninni standa Mið- borgarstarf Dómkirkjunnar, Foreldrahús, Vímulaus æska og ÆSKR. Allir eru velkomnir. Fyrir hönd samstarfshópsins, sr. Þorvaldur Víðisson, miðborg- arprestur Dómkirkjunnar. Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma kl. 20. Biblíu- fræðsla, söngur, samvera og fleira. Allir unglingar velkomnir. www.kefas.is. Vegurinn, kirkja fyrir þig | Unglingasamkoma verður haldin í Veginum að Smiðjuvegi 5 kl. 20. Lofgjörð, predikun, fyrirbæn og kærleikur. Allir vel- komnir. www.gsus.is. Vídalínskirkja, Garðasókn | Í dag, föstudaginn 27. apríl, stendur eldriborgaranefnd Garðasóknar fyrir sýningu myndarinnar, „About Schmidt“ með Jack Nicholson í aðalhlutverki, í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 14. Kaffi og umræður á eftir. Þorlákur sækir þá sem óska, sími 869 1380. Verið velkomin. Upplýsingar í síma 565 6380. dagbók Í dag er föstudagur 27. apríl, 117. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Rarik er 60 ára í ár og verðurafmælisins minnst meðfyrirlestradagskrá í dag,föstudag, að loknum aðal- fundi, í Salnum, Kópavogi. Tryggvi Þór Haraldsson er forstjóri Rarik: „Málþingið er frá 14 til 16 og verða flutt áhugaverð erindi um fortíð, nútíð og framtíð Rarik,“ segir Tryggvi Þór. „Rarik hóf starfsemi 1. janúar 1947 með það að markmiði að afla al- menningi og atvinnugreinum nægrar raforku á sem hagstæðastan hátt. Síð- an þá hefur Rarik verið í stöðugri upp- byggingu og þróun, en meðal verkefna má nefna línulögn og rafvæðingu meg- inhluta landsins, margs konar virkj- unarframkvæmdir og uppbyggingu byggðalínukerfis sem tengdi saman raforkuframleiðslu um land allt og batt enda á raforkuframleiðslu með olíu- og dísilstöðvum. Í dag tengjast rúmlega 28.000 heimtaugar háspennukerfi Ra- rik sem er um 9.000 kílómetrar að lengd og starfa 215 manns hjá fyrir- tækinu.“ Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra flyt- ur opnunarávarp málþingsins. „Þá mun Sveinn Þórðarson sagnfræðingur fjalla um sögu rafmagns á Íslandi í 100 ár og hvernig sú saga er samofin framfara- sögu þjóðarinnar,“ segir Tryggvi Þór. „Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri seg- ir sögur af komu rafmagnsins í sveit- ina, Steinunn Huld Atladóttir, gæða- og umhverfisstjóri Rarik, spyr spurn- ingarinnar „Eru línurnar í lagi?“ og skoðar umhverfisstefnu Rarik og þá stefnu fyrirtækisins að fækka raf- magnstaurum og leggja raflínur í auknum mæli í jörð. Loks mun Þor- steinn Pálsson ritstjóri fjalla um breytt viðhorf til nýtingar auðlinda og eigna- réttar.“ Tryggvi Þór segir mörg spennandi tækifæri framundan fyrir Rarik: „Ra- rik var gert að hlutafélagi í ágúst á síð- asta ári, og orkusala fyrirtækisins hef- ur verið færð inn í sjálfstætt dótturfélag og þannig aðskildir einka- leyfis- og samkeppnisþættir í starfsemi fyrirtækisins. Þá er þátttaka í verk- efnum erlendis nú í skoðun en breytt rekstrarumhverfi raforkufyrirtækja hefur jafnað rekstrarmöguleika fyr- irtækisins talsvert og er Rarik vel í stakk búið til að takast á við næstu 60 ár.“ Orka | Málþing í Salnum í Kópavogi í dag kl. 14 til 16 á 60 ára afmæli Rarik Fortíð, nútíð og framtíð Rarik  Tryggvi Þór Haraldsson fædd- ist í Reykjavík 1956. Hann lauk stúdentsprófi frá MT 1976, og C.Sc. prófi frá Háskóla Íslands 1980. Tryggvi hóf störf hjá Rarik 1980, fyrst á áætlanadeild, síðar rafeinda- deild og frá 1993–2003 umdæmis- stjóri Rarik á Norðurlandi eystra. Hann tók við starfi rafmagnsveitu- stjóra 2003. Tryggvi er kvæntur Guðrúnu S. Jónsdóttur leikskóla- kennara og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. Tónlist Fella- og Hólakirkja | Húnakórinn og Kammerkórinn Opus 12 halda sameiginlega vortónleika í Fella- og Hólakirkju laugardaginn 28. apríl kl. 17. Fjölbreytt efnisskrá, lög eftir innlenda og erlenda höf- unda. Grand Rokk | Dikta og Hjaltalín halda rokktónleika á Grand Rokk. Dikta frumflytur m.a. ný lög. Tón- leikarnir hefjast upp úr miðnætti og kostar 500 krónur inn. Norræna húsið | Sumartónleikar Vox Borealis-kórs ungmenna- deildar Norræna félagsins. Föstu- daginn 27. apríl kl. 18 í Norræna húsinu. Miðaverð kr. 500. Salurinn, Kópavogi | LHÍ Út- skriftartónleikar, föstudagur 27. apríl, kl. 20. Matthildur Anna Gísladóttir heldur útskrift- artónleika sína frá Listaháskóla Íslands. Hún spilar á píanó. Að- gangur ókeypis og allir velkomnir. Myndlist Listasafn ASÍ | Sýningu Borg- hildar Óskarsdóttur „Opnur“ lýk- ur um helgina á Listasafni ASÍ. Uppistaðan í sýningunni er ætt- ar- og fjölskyldusaga sem tengist hinum ýmsu stöðum á sunn- anverðu landinu, náttúrunni þar og húsum. Opið 13–17. Aðgangur ókeypis. Listasafn Reykjanesbæjar | Föstudaginn 27. apríl kl. 18 verð- ur opnuð sýning á Listasafni Reykjanesbæjar á verkum Haf- steins Austmanns, bæði olíu- málverkum, akrýl- sem og akv- arella- myndum. Hafsteinn hefur lengi talist til okkar allra færustu listamanna og spanna verkin á sýningunni tímabilið 1986–2007. Sími 421 3796. Uppákomur Múltí Kúltí | Okkar vikulega styrktarsúpa er í hádeginu. Súpa, brauð og kaffi, kr. 1000. Að venju fáum við gest í heimsókn. Að þessu sinni kemur leynigestur frá Framsóknarflokknum. Verið vel- komin. Saltfisksetrið í Grindavík | Söguskilti af Þórkötlustaðahverfi verður vígt kl. 11, laugard. 28. apr- íl, við réttina í Þórkötlustaða- hverfi í Grindavík. Jafnframt verður boðið upp 1 og 1/2 tíma göngu um hverfið með leiðsögn. Kaffisala verður í Auðsholti í til- efni dagsins og sögukort verða einnig til sölu. Fyrirlestrar og fundir Norræna húsið | Kl. 12.15–15.30. Málþing Samtaka heilbrigð- isstétta (SHS) um börn, trygg- ingar og persónuvernd. Fyrirles- arar verða frá Læknafélagi Íslands, tryggingafélögum og Persónuvernd. Þátttökugjald er kr. 1.500 (súpa og kaffi). Allir vel- komnir. MATTEL, fyr- irtækið sem framleiðir eina frægustu dúkku allra tíma, hana Barbie, hefur nú sett á mark- að MP3 spilara í líki dúkk- unnar góðu. Spilarinn var kynntur í New York í gær. Barbie á tækniöld FRÉTTIR VINÁTTU- og menningar- félag Mið-Austurlanda, VIMA, heldur aðalfund sinn á Korn- hlöðuloftinu nk. laugardag kl. 14. Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður félagsins, flytur skýrslu stjórnar um ferðir fé- laga og um verkefni félagsins í Jemen, en þar styðja félagar nú hátt í 100 börn og full- orðnar konur til náms. Hún segir einnig frá gjafakortum VIMA en þau eru nýmæli. Að loknum aðalfund- arstörfum mun Gísli B. Björnsson tala um soldáns- ríkið Óman og sýna teikn- ingar og myndir þaðan. Nýir félagar eru velkomnir. Aðalfundur Vináttu- og menn- ingarfélags Mið-Austurlanda Í DAG, föstudag, verður opnuð MAC-sérverslun í Kringlunni. Verslunin er á 2. hæð við innganginn, við hliðina á versl- un Hagkaupa. „M·A·C (Make-up-Art- Cosmetics) er leiðandi merki á snyrtivörumarkaðinum. Það var stofnað í Toronto í Kanada árið 1985. Vinsældir merkisins fara stöðugt vaxandi um heim allan og er það ekki síst vegna ánægju fagfólks með vörurnar s.s. förð- unarmeistara, ljósmyndara og blaðamanna. MAC er selt í um 57 löndum,“ segir í frétta- tilkynningu. MAC-búð opnuð í Kringlunni TUTTUGU keppendur eru skráðir til leiks í WPC- Íslandsmóti í kraftlyftingum sem haldið verður í Smáralind. kl 13 á morgun, laugardaginn 28. apríl. Meðal þátttakenda má nefn gestakeppandann Jörgen Ljungberg frá Svíþjóð, Magnús Ver sem mætir eftir langt hlé og nokkra uppskurði á hnjám, Ingvar Jóel, Pétur Bruno og síðast en ekki síst Stefán Sölva Pétursson, sem mikil sýnir örugglega mikil tilþrif í rétt- stöðulyftu, eins og segir í fréttatilkynningu. Mótshaldarar eru Magnús Ver Magnússon og Arnar Már Jónsson. Íslandsmót í kraftlyftingum Skartgripir Fjallkonunnar Reynomatic Café Mílanó Tónlistarskólinn í Reykjavík Innritun stendur yfir sjá tono.is STJÓRN Hertz-bílaleigunnar hefur ákveðið að hafist verði handa við að fyrirtækið verði vottað samkvæmt alþjóðlega um- hverfisstaðlinum ISO 14001 í upphafi ársins 2008. Nú þegar hefur verið gengið frá samningi við fyrirtækið UM- ÍS ehf. – Environice um ráðgjöf í tengslum við verkefnið. Hlutverk Environice er að finna bestu lausnina á hverjum tíma í sam- vinnu við viðskiptavininn. Ráð- gjafi Hertz í verkefninu er Anne Maria Sparf umhverfisfræð- ingur. „Þegar hefur verið hafist handa við verkefnið þar sem Hertz mun í sumar taka inn í flot- ann umhverfisvænan kost eða Toyota Prius sem er margverðlaun- aður bíll á alþjóðlega vísu sem umhverfisvænn kostur. Jafnframt hefur Hertz fest kaup á þremur vetnisbílum sem koma til landsins í byrjun september á þessu ári. Þar með hafa nú þegar verið stigin fyrstu skrefin í átt að umhverfisvænni bílaflota hjá Hertz á Íslandi,“ segir í fréttatilkynningu. Anne Maria Sparf ráðgjafi Hertz, ásamt Margréti Líndal markaðs- og gæðastjóra og Björgvin Njáli framkvæmdastjóra Hertz. Hertz-bílaleigan í umhverfismálin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.