Morgunblaðið - 27.04.2007, Síða 46
Þeir þóttu nú ekki spennandi
slúðurefni fyrr en þeir lögðu
leikfangalestinni og fóru að kíkja und-
ir pilsfalda og ofan í bjórkrúsir… 50
»
reykjavíkreykjavík
SENN líður að Söngvakeppni og margir eflaust farnir að velta fyrir
sér hvar þeir ætla að vera 10. og 12. maí næstkomandi.
Undirbúningur er í fullum gangi í Helsinki og verið er að leggja
lokahönd á dagskrá undankeppninnar sem og aðalkeppninnar.
Strengjakvartettinn og heimamennirnir í Apocalyptica stíga á
svið á úrslitakvöldinu og leika átta mínútna verk af nýjustu plötu
sinni. Í sveitinni eru fjórir sellóleikarar, þeir Eicca Toppinen,
Perttu Kivilaakso, Paavo Lötjönen og Mikko Sirén. Þeir hafa skap-
að sér nafn með því að leika þungarokkslög á sellóin og þá sér-
staklega eftir Metallica.
Auk þeirra stíga heimamennirnir og greppitrýnin í Lordi á svið
en þeir sigruðu í keppninni í fyrra.
Keppnin verður haldin í Hartwell Arena, skammt frá miðborg
Helsinki. Þátttökulöndin hafa aldrei verið fleiri eða 42. 28 lönd taka
þátt í undankeppninni og þeirra á meðal eru tveir nýliðar, Georgía
og Tékkland. Þar að auki keppa Serbar og Svartfellingar nú hvorir í
sínu lagi.
Jaana Pelkonen og Mikko Leppilampi verða kynnar í keppninni.
Sú fyrrnefnda, Jaana, er þekkt andlit á finnskum sjónvarpsskjám
en Mikko er nýliði í greininni. Hann útskrifaðist úr leiklistarskóla
og gaf út sína fyrstu plötu í fyrra.
Fjögur selló og greppitrýni
Höllin Löndin 42 reyna með sér í söng í Hartwell Arena.Kynnarnir Jaana Pelkonen og Mikko Leppilampi.
Teiknimyndin
Anna og skap-
sveiflurnar vann
til verðlauna á al-
þjóðlegu teikni-
myndahátíðinni
Cartoons on the
Bay á Ítalíu á dögunum.
Verðlaunin, sem nefnast Pulc-
inella, fékk Anna í flokki sjónvarps-
mynda.
Að sögn Hilmars Sigurðssonar,
hjá Caoz, sem gerir myndina, voru
upphaflega sendar 162 myndir inn í
keppnina. Af þeim voru svo 40 til-
nefndar í 8 flokkum. Anna má því
vel við una þrátt fyrir glímuna við
erfiða skapgerð.
Það er Björk sem ljáir Önnu rödd
sína en sagan er eftir Sjón.
Skapstóra Anna
sigurvegari á Ítalíu
Fyrir misgáning hjá vefversl-
uninni iTunes í Bretlandi var Volta,
væntanleg plata Bjarkar Guð-
mundsdóttur, aðgengileg þar í
nokkra tíma sl. þriðjudag, en hún á
ekki að koma út fyrr en 9. maí
næstkomandi. Mistökin áttu sér
stað þegar myndband við fyrstu
smáskífuna af plötunni, „Earth Int-
ruders“, var frumsýnt á iTunes í til-
efni af því að sala hófst á laginu.
Óprúttnir voru snarir í snúningum
við að afrita plötuna og dreifa á
Netinu, en það eintak sem hefur
farið um sem eldur í sinu er gallað
því fyrstu fjögur lögin eru skemmd.
Einhverjir hafa reynt að gera við
lögin, en hljómgæði eru með
minnsta móti að sögn þeirra sem
heyrt hafa. Hægt er að kaupa plöt-
una á vefsetrinu smekkleysa.is.
Björk lekur
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA er svona lauslega þýtt, þetta þýðir eig-
inlega „stóri hóllinn“,“ segir Lóa Hlín Hjálmtýs-
dóttir um sýninguna La Grande Colline sem opn-
uð var í 101 Gallery við Hverfisgötu í gær. Á
sýningunni gefur að líta portrettmyndir af út-
hverfabarónessum, smágreifum og ýmsu hefð-
arfólki í Breiðholtinu. „Nafnið passar betur við
fólkið en staðinn, þetta er hefðarfólk í blokk-
arumhverfi,“ segir Lóa. „Þetta eru ekki endilega
Breiðhyltingar heldur hálfgerðar skrípamyndir
því þetta er ekki alveg raunsætt. Myndirnar eru
meira í átt að teiknimyndasögum.“
Lóa segist vinna út frá stemningu og tilfinn-
ingu, en hún notaði Breiðholtið sem ramma í
þessu tilfelli. „Þetta eru myndir af því hvernig
fólki líður, því líður mjög dramatískt en það
passar ekki alveg við umhverfið. Umhverfið er
mjög leiðinlegt þannig að þetta er meira tilfinn-
ingalegt landslag,“ segir Lóa, en umhverfis fólk-
ið má sjá félagsmálablokkir, hálftómar íbúðir og
gróðurlausa auðn.
Gott að búa í Breiðholti
Aðspurð segir Lóa ekki beint um háð að ræða
þótt vissulega megi greina nokkurn húmor í
verkunum. „Ég bjó í Breiðholtinu og þetta er
kannski svolítið grátbroslegt. Ég er ekki beinlín-
is að gera grín að einhverju, nema kannski að
sjálfri mér. Maður býr í blokk í Breiðholtinu en
líður samt eins og frönskum greifa,“ segir Lóa
sem ólst upp í Breiðholtinu og útskrifaðist úr FB.
„Það var fínt að búa þarna þangað til ég varð
eldri, þá passar maður ekkert inn í þetta ef mað-
ur á ekki börn. En ég er alls ekki að gera grín að
Breiðhyltingum, mér finnst ekkert hlægilegt við
fólk sem býr í úthverfum,“ segir hún og bætir við
að umfjöllunarefnið sé hvernig umhverfi og
innri líðan fara ekki endilega saman.
Lóa útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið
2003 og er þetta fyrsta stóra einkasýning henn-
ar. Hún hefur meðal annars fengist við mynd-
skreytingar auk þess sem hún er meðlimur í
hljómsveitinni FM Belfast.
La Grande Colline er opin þriðjudaga til laug-
ardaga frá 14 til 17 og stendur yfir til 13. maí.
Morgunblaðið/Sverrir
Grátbroslegt „Ég bjó í Breiðholtinu og þetta er kannski svolítið grátbroslegt. Ég er ekki beinlínis að gera grín að einhverju, nema kannski að sjálfri mér.“
Hið franska Breiðholt
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir opnaði sína fyrstu einkasýningu í 101 Gallery í gær
www.101hotel.is