Morgunblaðið - 27.04.2007, Page 50

Morgunblaðið - 27.04.2007, Page 50
50 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Drengirnir hennar Díönu eruorðnir stórir og stæðilegir,gegna herþjónustu og hafa áhuga á stelpum eins og sönnum karlmönnum víst sæmir. Nú er svo komið að Bretaprins- arnir ungu hafa náð þeim aldri og stað í lífinu að fjölmiðlar eru farnir að sýna þeim aukinn áhuga, áhug- inn var nú nægur fyrir enda um ríkisarfa Bretlands að ræða en þeir þóttu nú ekki spennandi slúð- urefni fyrr en þeir lögðu leik- fangalestinni og fóru að kíkja und- ir pilsfalda og ofan í bjórkrúsir. Nú flettir maður varla bresku slúður- blaði án þess að þar sé umfjöllun um Vilhjálm eða Harry. Áður fyrr birtust reglulega myndir af þeim á pólóleikjum eða góðgerðarsam- komum og birtast slíkar myndir enn en í minna mæli en myndir af þeim að koma út af skemmtistað eða með stelpu upp á arminn á al- mannafæri.    Harry litli hefur þó alltaf veriðvinsælli hjá slúðurritunum en Vilhjálmur, hann virðist vera meiri gaur en eldri bróðir hans sem er ábyrgðarfyllri enda líklega tilvon- andi konungur Bretlands og hefur því fleiri skyldum að gegna gagn- vart titlinum. Frægt varð fyrir nokkrum árum þegar Harry fékk viðurnefnið „Potter“ eftir að hafa verið staðinn að því að reykja smá gras. Fjöl- miðlar fengu áfall yfir því að prins- inn sjálfur skyldi haga sér eins og hvert annað breskt ungmenni. Síð- an þetta var hefur fátt komið þeim á óvart varðandi Harry en fjaðra- fok varð þó fyrir tveimur árum þegar hann mætti í nasistabúningi í afmælisveislu vinar síns og þurfti að biðja almenning afsökunar á uppátækinu. Á forsíðu tímaritsins Hello! um miðjan apríl mátti sjá óskýra og illa tekna mynd af Harry kyssa Chelsy kærustuna sína á íþróttakappleik á Barbados þar sem þau voru í fríi. Inni í blaðinu er svo hver myndin á fætur annarri af kossaflensi þeirra en Harry var þarna að hitta Chelsy í fyrsta skipti í sex vikur og var að kveðja hana almennilega áður en hann færi til herþjónustu í Írak.    Kærustumál Vilhjálms eru líkamikið í sviðsljósinu, það ætti að vera flestum í fersku minni að hann sleit nýlega sex ára löngu sambandi við Kate Middleton öll- um til mikillar furðu enda þótti hún geta tekið við af Díönu heit- inni sem prinsessa fólksins. Minja- gripasalar voru byrjaðir að hanna könnur og lyklakippur með þeim saman og allir bjuggust við að þau gengju upp að altarinu bráðlega en svo verður nú ekki og segja fjöl- miðlar að það hafi verið sjálf El- ísabet drottning sem skipaði svo fyrir að barnabarnið skyldi segja þessari stúlku upp því hún vildi ekki nýja Díönu innan hallarveggj- anna. Kate þótti ekki henta prins- inum ljúfa sem er víst ekki svo sak- laus eftir allt saman því til hans sást í sleik við aðra stúlku stuttu seinna á skemmtistað, já, prinsar hafa víst kynhvöt eins og aðrir. Tímaritið Hello! gerir sér aftur mat úr ástarmálum prinsanna og í nýjasta tölublaðinu má sjá mynd af Vilhjálmi og Kate á forsíðu og margra blaðsíðna umfjöllun um sambandsslitin inni í blaðinu þar sem aðallega er verið að velta fyrir sér hvers vegna þau hættu að vera saman.    Í maíhefti Glamour kvenna-tímaritsins geta lesendur tekið smápróf til að komast að því hvort þeir spila í liði með Harry eða Vil- hjálmi, fólk getur haldið með öðr- um hvorum prinsinum eins og liði í enska boltanum. Ef þú ert Vil- hjálms-manneskja þá mætir þú frekar með stóra hatta í búðkaups- veislur og hlustar á James Blunt en ef þú ert með Harry í liði finnst þér allt í lagi að kela á almannafæri, sama hversu gömul/gamall þú ert og klukkan sex að morgni ferðu frekar að sofa en á fætur. Ég hef alltaf haldið meira upp á Harry en Vilhjálm enda er hann rauðhærður eins og ég og þeir sem tilheyra minnihlutahópum í útrýming- arhættu verða að standa saman. Prinsarnir eru ungir enn, rétt að byrja að átta sig á lífinu og tilver- unni eftir verndað uppeldi innan veggja halla og herrasetra. Það er ekki að undra að þeir þurfi að sletta smávegis úr klaufunum. Fjölmiðlar munu samt alltaf gera sér mat úr hverri hreyfingu þeirra, hversu hversdagsleg sem hún er enda mætti segja að þeir séu fædd- ir almenningseign. Heldur þú með Vilhjálmi eða Harry? Reuters Sæt saman Harry prins og kærasta hans, Chelsy Davy, á íþróttakappleik í byrjun apríl. AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir »Harry litli hefur þóalltaf verið vinsælli hjá slúðurritunum en Vilhjálmur, hann virðist vera meiri gaur en eldri bróðir hans. Kanna Af brúðkaupi Vilhjálms og Kate verður víst ekki, minja- gripasölum til mikillar vonbrigði. ingveldur@mbl.is Hve langt myndir þú ganga? Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Stranglega bönnuð innan 18 ára! eee EMIPIRE Þeir heppnu deyja hratt Next kl. 8 og 10 B.i. 14 ára Shooter kl. 8 og 10:15 B.i. 16 ára Perfect Stranger kl. 6 B.i. 16 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 6 Next kl. 5.45, 8, og 10.15 B.i. 14 ára Next LÚXUS kl. 5.45, 8, og 10.15 Pathfinder kl. 5.45, 8, og 10.15 B.i. 16 ára The Hills Have Eyes 2 kl. 8, og 10.10 B.i. 18 ára Perfect Stranger kl. 8, og 10.30 B.i. 16 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 3.45 Sunshine kl. 5.50 B.i. 16 ára TMNT kl. 4 og 6 B.i. 7 ára Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir - Kauptu bíómiðann á netinu HEIMSFRUMSÝNING NICOLAS CAGE - JULIANNE MOORE - JESSICA BIEL SÁ SEM SÉR FRAMTÍÐINA GETUR BJARGAÐ HENNI EFTIR HÖFUND MINORITY REPORT OG BLADE RUNNER GOÐSÖGNIN UM ÍSLENSKU VÍKINGANA LIFIR GÓÐU LÍFI Í ÞESSARI KYNGIMÖGNUÐU HASARMYND! Í KJÖLFAR 300 KEMUR PATHFINDER TVEIR HEIMAR LOKAORUSTAN EITT STRÍÐ ER HAFIN!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.