Morgunblaðið - 27.04.2007, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is
NEXT kl. 6:30 - 8:30 - 10:30 B.i. 12 ára
BREACH kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 12 ára
TÍMAMÓT (ÍSLENSK KVIKMYND) kl. 8 - 10 LEYFÐ
THE GOOD SHEPERD kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára
BECAUSE I SAID SO kl. 5:50 - 8:10 LEYFÐ
300 kl. 10:30 B.i. 16 ára
/ KEFLAVÍK
BLADES OF GLORY kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
BECAUSE I SAID SO kl. 8 LEYFÐ
THE MESSENGERS kl. 10 B.i. 16 ára
MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 6 LEYFÐ
/ AKUREYRI
BECAUSE I SAID SO
BESTA MAMMA Í HEIMI
GETUR LÍKA VERIÐ ERFIÐASTA MAMMA Í HEIMI
Diane Keaton Mandy Moore
eee
Ó.H.T. RÁS2
eee
S.V. MBL
BLADES OF GLORY kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
SHOOTER kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára
MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 6 LEYFÐ
ANNAR ÞESSARA
TVEGGJA...
HEFUR HEILA...
Á STÆRÐ VIÐ
HNETU!
MÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ MARK
WAHLBERG FRÁ LEIKSTJÓRA "TRAINING DAY"
Í GÆR VAR ÞAÐ HEIÐURINN
Í DAG ER ÞAÐ RÉTTLÆTIÐ
eeee
SV, MBL
eee
MMJ, Kvikmyndir.com
M A R K
W A H L B E R G
SANNSÖGULEG
MYND UM STÆRSTA
HNEYKSLISMÁL
Í SÖGU FBI
eeee
S.V.
eeee
V.J.V.
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ
EDISONS LIFANDI LJÓSMYNDIR KYNNIR:
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ
GÓÐA HELGI!
eee
LIB, Topp5.is
Lýstu eigin útliti
Þessi góðlegi frá Grindavík.
Ef þú gætir breytt einhverju einu í öllum heiminum hvað
væri það fyrst og fremst? (Spurt af síðasta aðalsmanni,
Eyþóri Inga Gunnlaugssyni)
Maður þarf alltaf að byrja á sjálfum sér en orð eru til alls
fyrst og sendi stjórnvöldum tóninn – EKKERT RUGL Á
BUGL – Kirkjunnar presta bið ég að koma upp úr pok-
unum (sbr. út úr skápnum) og elska alla eins og Jesús
gerði. Elska skaltu og elska skaltu …
Ég held að það sé stríð í hjörtum margra hér á Íslandi – og
við þráum öll frið. Friðarsúlurnar hennar Yoko eru bara
táknrænar en færa okkur ekki frið. Við þurfum kennslu í
að sinna okkur sjálfum. Hugga okkur sjálf.
Hvað er það furðulegasta sem þú hefur reynt?
Draumur sem er ekki hægt að segja frá enda birtist hann
á skynjunarformi sem ekki þekk-
ist.
Hvaða auglýsingar þolirðu ekki?
Ég er hættur að ÞOLA EKKI.
Uppáhaldsmaturinn?
Rjúpa og hreindýr. Uppáhalds-
kokkurinn minn er elsku Eva.
Hvenær lastu bók síðast?
Sendiherrann. Lýsandi fyrir stríð-
ið í hjörtum mannanna.
Hvaða plötu ertu að hlusta á?
Ekkert nýtt. Hinsvegar er stóra
uppgötvunin útvarpsstöð á netinu
WFMU Live - www.wfmu.org
Hvað uppgötvaðir þú síðast um
sjálfan þig?
Að það er frábært að vera giftur.
Hver er átrúnaðargoðið?
Guð – þú skalt ekki aðra guði hafa.
Hefurðu lesið sjálfshjálparbók?
Já.
Hefurðu reynt að hætta að
drekka?
Nei.
Hefurðu þóst vera veikur til að
sleppa við að mæta í vinnu?
Nei
Geturðu farið með ljóð?
Já.
Er frostmorgunn flýgur um Reykjavík
og fólksmergðin skríður til vinnu
er stunan úr andlitum fólksins slík
að þú heldur það laust við sinnu.
Þá leita ég uppi lífssins sykur
eitthvert lag eða stef eða tón
en þá kemur hann upp þessi kunni fnykur
frá kexverksmiðjunni Frón
Og lyktin hún lætur mig andvaka
en læðir því að einhvern veginn
ad lífið sé lítil kexkaka
ljómandi góð – báðum megin.
Halldór Gylfason fær aftur í
bakið en nú í miðri sýningu á
Gretti, hvernig bjargar þú mál-
unum svo sýningin verði ekki
eitt stórt klúður?
Ég næ í hjólastól og læt Tarzan
aka Gretti um í honum og spinn
eitthvað um að hann sé svo
mikil stjarna að mér sé heiður
af því að ýta honum áfram.
Áttu flatskjá, expresso-
kaffivél og stól frá Arne Jacob-
sen?
Nei, nei og nei.
Grettir Ásmundsson eða Gísli
Súrsson?
Óskar og bleikklædda konan
og Yfirvofandi (komið öll á
Listahátíð).
Hver er verðugasti
andstæðingurinn?
Ég á enga andstæðinga utan
eigið „ego“.
Hvers viltu spyrja næsta
viðmælanda?
Hvað ertu algjörlega viss um?
BERGUR ÞÓR
AÐALSMAÐUR VIKUNNAR GETUR FARIÐ MEÐ LJÓÐ EFTIR
SJÁLFAN SIG OG FINNST GOTT AÐ BORÐA RJÚPU OG
HREINDÝR. LEIKARINN BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON FER
MEÐ HLUTVERK TARZAN Í SÖNGLEIKNUM GRETTI SEM NÚ
ER SÝNDUR Í BORGARLEIKHÚSINU.
Morgunblaðið/Kristinn
Aðall Bergur Þór er hættur að þola ekki.
Gríndávaldurinn Sailesh er aftur mættur á klakann til að dáleiða mann
og annan. Sýningin fer fram í kvöld í Broadway og er miðaverð 2.500 krón-
ur. Miðað við ásókn unga fólksins á fyrri sýningar dávaldsins ætti húsið að
fyllast fljótt en það skal tekið fram að einungis 800 miðar eru í boði. Þeir
sem hafa áhuga á að njóta villtra ásta með stólbaki, nú eða að bara að gera
sig almennt að fífli eru vinsamlegast beðnir um að fjölmenna.
Dávaldurinn með skrítna nafnið
Leitast verður við að svara
spurningunni hér að ofan á hádeg-
isfundi á vegum Íslensku kvik-
mynda- og sjónvarpsakademíunnar
í dag. Anna María Karlsdóttir,
framleiðandi, heldur um hálftíma
fyrirlestur um málið og eftir það
gefst tækifæri til fyrirspurna og
umræðna.
Fundurinn hefst stundvíslega
klukkan 12 í fyrirlestrasal Þjóð-
minjasafnsins. Allir eru velkomnir
og aðgangur er ókeypis.
Hverjir sjá íslensk-
ar kvikmyndir?
B&L hélt glæsilega bílasýningu á
Nordica hóteli í fyrrakvöld þar sem
ríka, fræga og fallega fólkið kom
saman og barði augum nýjustu kyn-
slóðina af sportjeppa BMW, X5.
Logi Bergmann Eiðsson stýrði
veisluhöldum en á meðal þeirra
sem komu fram voru tónlist-
armennirnir Pétur Ben, Lay Low
og Ólöf Arnalds. Einhvern tíma
hefði verið sagt að þarna hefðu
tveir ólíkir heimar skollið saman en
svo virðist sem tónlistin hafi fallið
vel í kramið innan um dempaða
hurðaskelli og bílabónsangan.
Ólíkir heimar á
Nordica
„Reisum Rósenberg“ er yf-
irskrift tónleika sem haldnir verða í
Loftkastalanum laugardag og
sunnudag. Í tilkynningu frá að-
standendum segir að eitt helsta vígi
íslenskrar tónlistarmenningar riði
til falls því Café Rosenberg hafi
verið sá staður sem hafi veitt ung-
um og upprennandi tónlist-
armönnum hvað flest tækifæri og
mest frelsi undanfarin ár.
Vilja margir meina að það versta
við þessa „efsta stigs“-yfirlýsingu
aðstandenda sé að hún sé, þegar
öllu er á botninn hvolft, furðu nærri
sannleikanum ef litið er til þess af-
leita ástands sem nú sé á tónleika-
markaði borgarinnar.
Eins og maðurinn
sagði: „Sad but true!“
Bandaríska danspönksveitin The
Rapture, sem gerði allt vitlaust með
tónleikum sínum á Iceland Airwa-
ves fyrir fimm árum, snýr nú aftur
og treður upp á skemmtistaðnum
NASA við Austurvöll hinn 26. júní.
Tónleikarnir eru liður í tónleika-
ferðalagi sveitarinnar til kynningar
á nýjustu breiðskífu hennar, Pieces
of the People We Love, en sú hefur
hlotið fádæma viðtökur gagnrýn-
enda jafnt og almennings.
The Rapture
snýr aftur