Morgunblaðið - 27.04.2007, Síða 53

Morgunblaðið - 27.04.2007, Síða 53
Hressir Gleðisveit Ármúla tók lagið í skjóli fyrir rigningunni. NEMENDUR við Fjölbrautaskólann í Ár- múla gerðu sér glaðan dag í gær og háðu meðal annars keppni í sápubandí og úðuðu í sig pylsum á árlegri vorhátíð skólans. „Við urðum reyndar að laga dagskrána aðeins að rigningunni og hljómsveitin lék til dæmis innandyra til að koma í veg fyrir skemmdir á hljóðfærum,“ sagði Rebekka Líf Albertsdóttir, einn skipuleggjenda hátíð- arinnar. „Þetta er orðið árlegur viðburður hjá okkur,“ bætir Rebekka Líf við. Hún er í málfundafélagi skólans „en allt nem- endaráðið sér um að skipuleggja þetta í sameiningu.“ Síðasti skóladagur skólaársins er í dag og er vorhátíðin hugsuð til skemmt- unar fyrir nemendur áður en prófalestur tekur við. Verst er að líklega verður ekki prófað í sápubandí. Morgunblaðið/Kristinn Pylsur Það hefur enginn prófalestur á fast- andi maga. Spennandi Sápubandí verður kannski keppn- isgrein á Ólympíuleikunum í framtíðinni.Fjör fyrir prófalestur Vorhátíð FÁ tókst vel þrátt fyrir rigningu MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 53 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is NEXT kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára BLADES OF GLORY kl. 4 - 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 12 ára BREACH kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ DIGITAL 3D MEET THE ROBINSONS ótextuð m/ensku tali kl. 6:10 LEYFÐ DIGITAL 3D / KRINGLUNNI BLADES OF GLORY kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12.ára BLADES OF GLORY VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 SHOOTER kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára THE GOOD SHEPERD kl. 10:10 B.i.12.ára THE MESSENGERS kl. 8 - 10:10 B.i.16.ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 4 - 6 - 8 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ WILD HOGS kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i.7.ára / ÁLFABAKKA SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is eeee VJV, TOPP5.ISeeee KVIKMYNDIR.IS eeeee FILM.IS Saga öflugustu leyniþjónustu fyrr og síðar, CIA. eee H.J. STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM Börn sjá meira en fullorðnir gera sér grein fyrir! HEIMSFRUMSÝNING NICOLAS CAGE - JULIANNE MOORE - JESSICA BIEL SÁ SEM SÉR FRAMTÍÐINA GETUR BJARGAÐ HENNI EFTIR HÖFUND MINORITY REPORT OG BLADE RUNNER SPRENGHLÆGILEG MYND FRÁ BEN STILLER Fór beint á toppin í USA SJALDAN EÐA ALDREI HAFA TVEIR KARLMENN DANSAÐ JAFN VEL SAMAN! UMHVERFISMÁL Félög sjálfstæðismanna í Langholts, Laugarnes og Túnahverfum halda fund um Umhverfismál á kosningaskrifstofunni Langholtvegi 43 (Gamla Landsbankaútibúinu) sunnudaginn 29. apríl 2007 kl. 14.00. Gestur fundarins verður Illugi Gunnarsson hagfræðingur og frambjóðandi til Alþingis. Heitt á könnunni . Allir velkomnir. Félög sjálfstæðismanna í Langholts, Laugarnes og Túnahverfum. Símar 569 8141 og 569 8240. KRISTÍN Ólafsdóttir, framleið- andi hjá Klikk Productions sem m.a. hefur tekið þátt í gerð kvik- myndanna Börn, Foreldrar og How do you like Iceland?, verður fulltrúi Íslands í Producers on the Move-verkefninu sem snýst um að kynna upprennandi framleiðendur fyrir öðrum í bransanum á kvik- myndahátíðinni í Cannes sem fer fram 16. til 27. maí næstkomandi. Ásamt Kristínu voru tuttugu aðrir framleiðendur valdir til þátt- töku í Producers on the Move, þeir eru allir á þröskuldi alþjóðlegs fer- ils og hafa vakið athygli fyrir metnað og áberandi framleiðslu. Þetta er í áttunda sinn sem slík- ur hópur af framleiðendum á upp- leið er valinn og þykir þetta góður stökkpallur út í heiminn. Fram- leiðendurnir eru kynntir í bak og fyrir meðan á Cannes-kvik- myndahátíðinni stendur og þar hafa þeir einnig tækifæri á að kynna eldri verkefni sín sem og þau sem þeir vinna að um þessar mundir. Það er Euro- pean Film Promotion sem stendur fyrir verkefninu og skilyrði fyrir þátt- töku er að viðkomandi hafi átt mynd nýlega á alþjóðlegri kvik- myndahátíð, selt mynd sína nýlega á erlendum markaði eða mynd hans hafi fengið góða aðsókn í heimalandinu. Þeir Íslendingar sem hafa áður orðið fyrir valinu í Producers on the Move eru m.a: Anna María Karlsdóttir, Ingvar Þórðarson, Kristín Atladóttir, Júlíus Kemp og Hrönn Kristinsdóttir. Kristín Ólafsdóttir Kristín Ólafsdóttir fer til Cannes Framleiðandi á uppleið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.