Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Los Angeles. AP. AFP. | Eftir að Ron- ald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, særðist alvarlega í skotárás árið 1981 lýsti hann at- burðinum með örfáum orðum í dag- bók sinni: „Það er sárt að vera skot- inn.“ Útdrættir úr dagbókum Reagans eru birtir í nýjasta tölublaði tíma- ritsins Vanity Fair sem kom út í fyrradag. Reagan, sem lést 93 ára að aldri árið 2004, hélt aldrei dagbók áður en hann varð forseti 1981. Öll átta árin sem hann gegndi embættinu skrifaði hann í dagbækur á hverjum degi nema þegar hann var á sjúkra- húsi. Í dagbókunum lýsir Reagan m.a. sambandi sínu við Míkhaíl Gorbat- sjov, síðasta forseta Sovétríkjanna, undir lok kalda stríðsins. Þegar Gorbatsjov komst til valda árið 1985 minntist Reagan aðeins lítillega á hann í dagbókarfærslu, kvaðst hafa þurft að fara í sovéska sendiráðið til að rita nafn sitt í „sorgarbók“ vegna andláts sovétleiðtogans Konstantíns Tsjernenkos. Reagan skrifaði að ráðamennirnir í Moskvu væru „sjúklega tortryggnir“ í garð Vest- urlanda en seinna fór honum að þykja vænt um „Gorbí“ eins og hann kallaði sovéska forsetann. „Það leikur enginn vafi á því í mín- um huga að það eru ákveðin vin- áttutengsl milli okkar,“ skrifaði Reagan árið 1988. Reagan hæddist að þeirri fullyrð- ingu Dons Regans, fyrrverandi skrifstofustjóra í Hvíta húsinu, að Reaganhjónin hefðu leitað ráða hjá stjörnuspekingum áður en þau tóku mikilvægar ákvarðanir. „Fjölmiðl- arnir hegða sér eins og börn með nýtt leikfang – kæra sig kollótta um að það er ekki nokkur fótur fyrir þessu.“ Reagan lýsti einnig vandræðalegu axarskafti þjóna Hvíta hússins þeg- ar Karl Bretaprins kom þangað í heimsókn, en þeir báru þá teið fram með pokann í bollanum eins og þeir eru vanir. „Ég áttaði mig loksins á því að hann hélt bara á bollanum og lagði hann að lokum á borðið. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera.“ Reagan fjallaði einnig um ýmis persónuleg mál, lýsti m.a. ást sinni á eiginkonunni og orðasennum við son sinn og dóttur. „Geðveiki er arf- geng,“ skrifaði hann. „Fólk fær hana frá börnunum sínum.“ „Sárt að vera skotinn“ AP Vinsæll Reagan var einn af vinsæl- ustu forsetum Bandaríkjanna. Útdrættir úr dag- bókum Reagans BÆJAR- og sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Bret- landi í gær, auk þess sem kosið var til heimastjórn- arþinganna í Wales og Skotlandi. Þetta er væntanlega í síðasta skipti sem kjósendum í Bretlandi gefst tækifæri til að fella dóm sinn yfir Tony Blair en gert er ráð fyrir að hann tilkynni innan fárra daga um afsögn sína sem forsætisráðherra. Augu manna beindust einkum að Skotlandi þar sem skoðanakannanir bentu til að þjóðernissinnum myndi vaxa mjög ásmegin, Skoska þjóðarflokknum (SNP) var spáð 45 þingmönnum en Verkamannaflokknum 39, en 129 fulltrúar sitja á skoska heimastjórnarþinginu. Komist SNP til valda hefur flokkurinn í hyggju að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði til handa Skotlandi. Líklegt þótti að Verkamannaflokkurinn tapaði víða fylgi í kosningunum í gær. Því hefur lengi verið spáð að Blair myndi tilkynna um afsögn sína þegar í kjölfar þessara kosninga en hann hefur nú setið á stóli for- sætisráðherra í heilan áratug. Reuters Síðustu kosningar Blairs Sigurviss Alex Salmond, leiðtogi skoskra þjóðernissinna, var kampakátur á kjörstað í gær. Tallinn. AFP. | Atlantshafsbandalagið hét því í gær að styðja Eista í deilu þeirra við Rússa vegna sovésks stríðsminnismerkis sem eistnesk stjórnvöld létu fjarlægja úr miðborg Tallinn, höfuðborgar Eistlands. Í yfirlýsingu frá Atlantshafs- bandalaginu sagði að það hefði mikl- ar áhyggjur af því að öryggi starfs- manna sendiráðs Eistlands í Moskvu væri í hættu vegna mótmæla ung- menna sem styðja rússnesk stjórn- völd. „NATO hvetur rússnesk yfir- völd til að uppfylla skyldu sína samkvæmt Vínarsáttmálanum um stjórnmálatengsl ríkja,“ sagði í yf- irlýsingu bandalagsins. Jaap de Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóri NATO, hringdi í Toomas Hendrik Ilves, forseta Eist- lands, hét honum stuðningi banda- lagsins og lét í ljósi áhyggjur af framferði rússneskra stjórnvalda gagnvart smáríkinu. „Flutningurinn á minnismerkinu er innanríkismál Eistlands,“ hafði eistneska forseta- embættið eftir framkvæmdastjóra NATO. Scheffer er einnig sagður hafa fordæmt áróðursherferð Rússa gegn Eistlandi og látið í ljósi áhyggj- ur af fréttum um að eistnesk stjórn- völd hefðu neyðst til að loka vefsíð- um sínum um tíma vegna tölvuárása frá Rússlandi. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, áréttaði í gær að sú ákvörðun Eista að flytja stríðsminn- ismerkið hefði haft „alvarlegar af- leiðingar fyrir tengsl landanna tveggja“. Lavrov hafnaði gagnrýni Eista á mótmælin í Moskvu og sagði að rúss- nesk yfirvöld hefðu gert allar nauð- synlegar ráðstafanir til að tryggja að mótmælendurnir brytu ekki lands- lög. Hann hvatti Eista til að rann- saka hvernig eistneska lögreglan tók á mótmælum rússneskra ungmenna í Tallinn í vikunni sem leið þegar þau mótmæltu flutningnum á minnis- merkinu. NATO lofar að styðja Eista í deilu við Rússa AVS-rannsókna- og þróunarsjóður úthlutaði í gær tæplega 238 millj- ónum króna til 60 verkefna í sjávar- útvegi. Þetta er í fimmta sinn sem styrkir eru veittir úr sjóðnum til rannsókna- og þróunarverkefna í sjávarútvegi. AVS hefur úthlutað hátt í 900 milljónum króna til á þriðja hundrað verkefna frá því sjóðurinn tók til starfa árið 2003. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra sagði á kynningar- fundi AVS á Ísafirði í gær að enginn velktist í vafa um þýðingu sjóðsins fyrir sjávarútveginn. „Óhætt er að fullyrða að AVS-sjóðurinn hafi stuðlað að nýsköpun og rannsókna- og þróunarstarfsemi í greininni fyrir rúmlega tvo milljarða króna á síð- astliðnum fimm árum og af því erum við afar stolt.“ AVS veitir styrki til verkefna sem snúa að fiskeldi, líftækni, markaðs- setningu í sjávarútvegi, veiðum, vinnslu, búnaði og gæðamálum. Fyr- ir árið 2007 var sjóðnum falið að út- hluta sérstaklega til markaðsátaks bleikjuafurða og til kynbóta í þorsk- eldi. Þessu fylgdi viðbótarfjármagn svo heildarráðstöfunarfé sjóðsins er nokkru hærra en undanfarin ár eða samtals 254 milljónir kr. Umsóknarfrestur var 1. febrúar s.l. og bárust sjóðnum 114 umsóknir þar sem sótt var um rúmlega 500 milljónir kr. Á vegum sjóðsins starfa fjórir faghópar sem í starfa 35 manns og lögðu þessir aðilar faglegt mat á umsóknirnar sem lagt var til grundvallar við úthlutun. „Í langflestum tilfellum er hvert verkefni samstarfsverkefni margra aðila og mjög algengt er að í verk- efnum vinni saman fyrirtæki, rann- sóknastofnanir og háskólar. Sjóður- inn hefur því skapað vettvang fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi til að afla sér nýrrar þekkingar með aðstoð vísindafólks. Flest vinnslufyrirtæki í sjávarútvegi eru úti á landi og hefur því sjóðurinn komið beint að því að styrkja stöðu þeirra með öflugu þró- unar- og rannsóknastarfi,“ segir í frétt frá sjóðnum. Á árinu 2007 njóta 60 verkefni stuðnings sjóðsins. Annars vegar eru verkefni sem spanna 1-3 ár og fá styrk sem er hærri en ein milljón króna. Hins vegar eru þetta verk- efni sem kalla má forverkefni eða smáverkefni til skemmri tíma en eins árs og fá ekki hærri styrk en sem nemur einni milljón króna. Að þessu sinni eru 47 rannsóknaverk- efni styrkt og 13 forverkefni. Markaðsátak vegna bleikjuafurða Alls bárust 7 umsóknir í markaðs- átak vegna bleikjuafurða og fá fjög- ur þeirra styrk, samtals 17,1 m.kr. 24 umsóknir bárust í fiskeldi og kyn- bætur í þorskeldi og fengu níu verk- efni styrk í almenn fiskeldisverkefni og eitt í kynbætur í þorskeldi, sam- tals 71,4 m.kr. Í líftækni bárust 14 umsóknir og fengu 10 þeirra styrk, samtals 25,8 m.kr. Af þessum 10 verkefnum eru fjögur smáverkefni. Umsóknir í markaðsverkefni voru 23 og fengu 12 þeirra styrk, samtals 28,4 m.kr, en af þessum 12 verk- efnum eru 7 smáverkefni. Langflest- ar umsóknir tilheyra flokknum veið- ar, vinnsla, búnaður og gæði eða samtals 46 umsóknir og fengu 24 styrk að þessu sinni, samtals 95,2 m.kr. Þrátt fyrir að úthlutun sé lokið að sinni þá er enn svigrúm innan ársins til að styrkja nokkur smá- verkefni eða forverkefni til viðbótar og er opið fyrir slíkar umsóknir fram á haust. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Fundir Friðrik Friðriksson, formaður stjórnar AVS-sjóðsins, kynnir út- hlutun sjóðsins á Ísafirði í gær. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, fylgjast með. AVS-sjóðurinn styrkir 60 verkefni Sjóðurinn hefur úthlutað hátt í 900 milljónum til verkefna í sjávarútvegi Í HNOTSKURN »Óhætt er að fullyrða að AVS-sjóðurinn hafi stuðlað að ný- sköpun og rannsókna- og þróun- arstarfsemi í greininni fyrir rúmlega tvo milljarða. »Fyrir árið 2007 var sjóðnumfalið að úthluta sérstaklega til markaðsátaks bleikjuafurða og til kynbóta í þorskeldi. »Langflestar umsóknir til-heyra flokknum veiðar, vinnsla, búnaður og gæði eða samtals 46 umsóknir og fengu 24 styrk. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is AFKOMA Aker Seafoods batnaði á fyrsta fjórðungi samanborið við sama fjórðung í fyrra. Tekjur námu 709 milljónum norskra króna og juk- ust um 17%. Tekjuaukningin skýrist af afurðaverðshækkun, bæði á það við um unnar afurðir landvinnslu sem og hækkun á aflaverðmæti á lönduðum afla. Frá þessu er sagt í Morgunkorni Glitnis. Framlegð af útgerðarþætti félagsins var góð, eða 33% af tekjum (var 30% á fyrsta fjórðungi ársins 2006). Taka ber fram að framlegð er vanalega best hjá Aker á fyrsta fjórðungi vegna mikillar botnfisk- veiði á fyrstu mánuðum ársins. Framlegð (EBITDA) af vinnslu var lítillega hærri en í fyrra, eða 5,4% af tekjum. Hagnaður fjórðungsins nam 34 milljónum norskra króna en var 33 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Að sögn stjórnenda Aker er nokkuð bjart framundan hjá félaginu og er búist við áframhaldandi háu afurða- verði á erlendum mörkuðum. Betra hjá Aker Seafoods ÚR VERINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.