Morgunblaðið - 04.05.2007, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.05.2007, Qupperneq 26
|föstudagur|4. 5. 2007| mbl.is daglegtlíf Meistarakokkarnir Bjarni Gunn- ar Kristinsson og Ragnar Óm- arsson bjóða upp á ýmsa kart- öflurétti. »29 matur Sælkeraferðalag um Frakkland er nýútkomin bók um franska matargerð með sérvöldum upp- skriftum. »30 frakkland Dómarnir um 2006-árganginn í Bordeaux streyma inn og nú hefur víngagnrýnandinn Robert Parker fellt úrskurð. »28 vín Ég nýt meiri útivistar enaðra daga,“ segir FreyjaÖnundardóttir myndlist-armaður um athafnir sín- ar um helgar. „Ég er reyndar mikið úti alla daga, en meira um helgar,“ hnykkir hún á. „Mér finnst alveg yndislegt að vakna snemma, áður en lífið og borgin vakna, og fara þá út að ganga eða hjóla. Það er algjör snilld sko, og sannarlega er næring í því,“ segir hún létt. Freyja á hund, blending af labra- dor og golden retriever. „Tíkin mín, hún Birta, fer með mér og kann ald- eilis að njóta þessa með mér. Þeir kunna þetta nefnilega hundarnir; að sýna þessi gleðiviðbrögð við að vera úti í náttúrunni og það er svo smit- andi. Hún er yndislegur vinur,“ seg- ir Freyja. Hún býr í Fossvogi og þess vegna er stutt fyrir hana að komast á göngusvæði þó að hún búi svo að segja í borgarmiðjunni. „Þeg- ar við förum svona snemma á morgnana förum við Birta bara tvær, svo förum við gjarnan aftur seinnipartinn og þá með einhverjum góðum göngufélögum.“ Freyja hjól- ar líka mjög mikið, en þar sem Birta er orðin níu ára gömul er minna um að hún fari með Freyju í hjólreiða- túrana. „En þó, hún hjólar aðeins með mér, bara ekki lengri vega- lengdir,“ segir Freyja. Líka menning Hún segist líka nota helgarnar í að fara á sýningar, hvort sem er myndlistar- eða leiksýningar. „Eitt- hvað menningartengt,“ segir hún. Núna um helgina verður þó annað upp á teningnum hjá henni því sjálf opnar hún sýningu í Mosfellsbæ á morgun, laugardag. „Um það snýst náttúrlega þessi helgi hjá mér, að taka á móti gestum, vinum og list- unnendum. Í flestum tilfellum eru listsýningar skemmtilegar uppá- komur og á þær kemur mjög skemmtilegt fólk,“ segir Freyja. Á sýningunni hjá henni núna verð- ur afrakstur nokkurra ára vinnu og hún viðurkennir að það sé talsvert verk að koma heim og saman svona sýningu. „Þetta þarf svo líka auðvit- að allt að ganga upp í rýminu,“ segir hún, „en þetta er skemmtilegt,“ bæt- ir hún við ákveðin. Freyja bjóst við að vera klár með sýninguna í dag [föstudag] og var búin að skipuleggja nokkurn veginn hvernig hún ætlaði að búa sig undir helgina. „Mér finnst yndislegt að kíkja aðeins í bæinn, þá gjarnan með góðum vinum, og fer þá gjarnan á sýningar hjá öðrum og kannski á Kaffitár í einn soja-latté. Þá er það auðvitað félagsskapurinn sem gerir gæfumuninn,“ segir hún. Gaman að vera í kór Freyja er í kórnum Léttsveitinni og segir að sér finnist ofboðslega gaman að syngja. „Eins og alla aðra daga er mjög skemmtilegt að syngja um helgar. Og þá helst með þessum 120 konum í Léttsveitinni … eða allavega einhverjum þeirra,“ bætir hún við kímin. „Í næstu viku eru tvennir tónleikar þannig að það er mikið æft nú um stundir. Við höfum líka talsvert komið fram að und- anförnu. Léttsveitin er þannig stór þáttur af félagslífinu hjá myndlist- armanninum sem eðli málsins sam- kvæmt vinnur mikið einn,“ segir hún glettin. Freyja er fjölskyludumanneskja, börnin hennar tvö eru þó brottflutt. „Um helgar er yndislegt að fá þau heim og gera vel við sig í mat. Elda eitthvað hollt og gott, þá er lyk- ilatriðið að hafa ferskt hráefni,“ klykkir Freyja út með. Sálin nærist í göngu áður en borgin og lífið vakna Morgunblaðið/Ásdís Hvernig finnst þér þessi? Freyja leggur á ráðin með tíkinni Birtu við uppsetningu sýningarinnar. Birta er vinnufélagi Freyju og hennar besti vinur. Þær ganga saman daglega og hjóla líka styttri vegalengdir. Njóta útivistar: Fara út að ganga eða hjóla. Syngja: Helst með 120 kon- um í Léttsveitinni, ef ekki, bara syngja! Njóta menningarinnar: Fara á leik- eða myndlistarsýn- ingar, það er mjög gefandi. Hitta jákvætt og skemmti- legt fólk: Það er lykilatriði í lífinu. Dekra við sig: Gera vel við sig í mat og drykk, ferskur fiskur er t.d. alveg frábær. Freyja mælir með Ekki er lengur um það deilt að 3–5 bollar af kaffi yfir daginn eru góð- ir fyrir kroppinn. Kaffisían slær þó espressóvélina út hvað heilsu- samlegu áhrifin snertir. Frá þessu er sagt á vefnum forskning.no. Í flestum niðurstöðum rann- sókna sem gerðar hafa verið er sýnt fram á að 3–5 bollar af kaffi yfir daginn minnki áhættu á þó nokkrum sjúkdómum. Það á m.a. við um sykursýki, Parkinsons, Alz- heimers, nýrnasteina, gallsteina, krabbamein í ristli og endaþarmi og lifrarkrabba. Á síðasta ári var gerð opinber rannsókn norskra vísindamanna en niðurstöður hennar sýndu að 60 prósent andoxunarefna sem Norð- menn fá í sig almennt eru fengin úr kaffi. Það er þó ekki endilega vegna þess hversu mikið af andox- unarefnum er í kaffi heldur hversu mikið kaffi er drukkið í Noregi. Kaffi getur þó líka innihaldið efni sem eru vond fyrir heilsuna. Það á t.d. við um fituefnin cafestol og kahwol. Þetta tvennt getur aukið kólesterólmyndun og hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Og þá er komið að kaffisíunni og espressó. Ofannefnd fituefni verða nefnilega eftir í kaffisíunni og eru þar með að hluta til fjar- lægð úr kaffinu. Lena Frost And- ersen sem stýrði norsku rannsókn- inni sem nefnd er hér að ofan tekur sérstaklega fram að koffein geti verið skaðlegt. „Fituefnin eru einn hlutinn,“ segir hún. „Koffein- ið er annað. Til dæmis sýna rann- sóknir að mikil inntaka koffeins geti aukið hættu á skyndilegu fóst- urláti hjá ófrískum konum.“ Frost Andersen er ekki tilbúin til að mæla sérstaklega með kaffi- drykkju vegna þess hversu margir óvissuþættirnir um kaffidrykkju eru enn sem komið er. Hún segir jafnframt mikilvægt að horfa til þess að hin jákvæðu áhrif kaffi- drykkju séu fyrir bí ef drukknir eru fleiri en fimm kaffibollar á dag. Uppáhellt kaffi hollara en espresso Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Þorkell Úrsmíðafyrirtækið Vacheron Constantin hefur opnað vinnustofu til að sterkefnaðir viðskiptavinir geti komið og hannað sín eigin úr sem kosta þá frá 700.000 krónum og upp úr. Vacheron Constantin er 252 ára gamalt fyrirtæki og þar með elsta úrsmíðafyrirtæki heims.. Sterkefnaðir hanna sín eigin úr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.