Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ IngibjörgLovísa Sæunn Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 4. nóv- ember 1966. Hún lést á gjörgæslu- deild Borgarspít- alans 24. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Mar- grét Sigurpáls- dóttir frá Stein- dyrum í Svarfaðar- dal f. 5.2. 1925 og Jón Sæmundsson, f. í Hlíðarhúsum á Siglufirði 3.6. 1923, d. 17.7. 2005. Ingibjörg var yngst sex systkina. Hin eru: Jón Veigar Þórðarson, f. 6.12. 1947, maki Ragnhildur Þórðardóttir og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Jóhanna María Ingvadóttir, f. 17.9. 1954, maki Smári Karlsson og eiga þau tvo syni og tvö barnabörn. Linda Líf Ingvadóttir, f. 28.12. 1957, maki Guð- mundur Helgason og eiga þau fjögut börn og fimm barnabörn. Auður Rós Ingvadóttir, f. 24.1. 1959, d. 2.5. 1999, lét eftir sig eiginmann og einn son. Sigurbjörg Katrín Ingvadóttir, f. 19.2. 1960, d. 5.9. 1978. Ingibjörg stund- aði sína skólagöngu í Safamýraskóla og var á dagheimilinu Lyngási. Ingibjörg ólst upp í foreldra- húsum til 24 ára aldurs og þá flutti hún að fjölskylduheimilinu Grundarlandi 17. Ingibjörg stundaði vinnu á Bjarkarási frá árinu 1984 til hinsta dags. Útför Ingibjargar verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Með þessum fagra sálmi kveð ég þig, elsku Ingibjörg mín, og þakka þér fyrir allar þær stundir sem við erum búnar að vera saman frá því ég fékk þig í fangið nýfædda fyrir 40 árum. Síðan hefur margt á daga okkar drifið sem of langt yrði að telja hér upp en ég geymi í minn- ingu minni. Eftir að þú varst orðin fullorðin og fluttist að heiman komst þú reglulega í heimsókn til mín og varst hjá mér um skemmri eða lengri tíma. Nú síðast um páskana vorum við saman í Ljósheimunum og sá ég ekkert eftir mér að dekra við þig og allt varð að vera í réttri röð, kaffið tilbúið, morgunblaðið á borðinu, smá snyrtistund og að morgundekrinu loknu var svo sest niður og horft á Stellu í orlofi og fleiri góðar myndir. Eftir páskana fórstu svo heim í Grundó og ég hringdi svo í þig föstudagskvöldið 20. apríl og þá varst þú glöð og kát að halda saumaklúbb og allt var í stakasta lagi. Ekki óraði mig fyrir því að þetta var okkar síðasta sam- tal. Um helgina veiktist þú og á þriðjudeginum varstu farin. Mikið mun ég sakna þín, elsku vinan mín. Ástarkveðja, Mamma. Vinátta dýrmæt sem gull. Þú átt hana og gefur í senn. Vinátta einstök sem demantur. Endist um aldur og ævi. Vinátta sterk sem stál. Þú getur ávallt leitað hennar hjá sönnum vini. Vinátta verðmæti, ekki í krónum talin. Þú hvorki kaupir hana né selur. Vinátta kærleikurinn í vinamynd. Þakkaðu guði fyrir þá bestu gjöf sem þú færð og gefur. Elsku systir og mágkona. Við þökkum þér þær góðu stundir er við áttum saman. Minning þín lifir í huga okkar og hjarta. Hvíl í friði, elsku vina. Jóhanna María og Smári. Elsku frænka mín, minningarnar um þig eru svo bjartar og skemmti- legar. Ég man svo vel eftir því þeg- ar ég, þú og afi vorum alltaf að bralla eitthvað saman, bíltúrarnir og ekki má gleyma þegar við gátum endalaust horft á „fastir liðir eins og venjulega“. Afi og amma dekr- uðu við okkur þegar ég fékk að gista í Ásgarðinum. Fannst svo mikið sport að kíkja í heimsókn til þín á sambýlið Grundarland 17 þeg- ar ég var yngri en svo þegar maður eldist þá verður víst svo mikið að gera hjá manni að maður hefur varla tíma fyrir sjálfan sig. Þú tókst alltaf svo vel á móti manni og stutt í húmorinn, iðin við að kitla okkur frændsystkinin. En ég er svo glöð að við fjölskyldan erum búin að geta hist svo oft síðast liðið ár. 40 ára afmælið þitt var haldið með pomp og prakt og svo komstu til mín og Simma í brúðkaupið hinn 17. mars síðastliðinn og það var svo gaman að sjá hvað þú geislaðir af gleði og varst svo fín og sæt enda alltaf svo vel til fara eins og ný- klippt úr tískublaði. Þú vildir alltaf hafa á hreinu að allir pössuðu vel hver upp á annan, Simmi passar mig, ég passa Aron Blæ og ég skal passa mömmu og ömmu fyrir þig. Okkur frændsystkinum þótti afar vænt um þig, Ingibjörg mín. Megi Guð og englarnir vera hjá þér. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Kveðja Sigurbjörg (Didda frænka). Elsku Ingibjörg vinkona okkar í Grundarlandi 17 er látin. Við kveðjum þig með söknuði, þú varst einstakur vinur og barst vel- ferð okkar allra fyrir brjósti. Við vorum svo lánsöm að njóta samvista við þig. Þú sagðir oft: Pabbi minn á mig, mamma mín á mig og Guðný mín á mig. Þú varst mikill gleðigjafi og komst okkur alltaf á óvart, um hæfni, getu, sjálfstæði, og húmor. Við missum öll mikinn vin. Þú varst drottningin okkar. Þú sýndir öllum mikinn áhuga og fylgdist vel með. Ef það byrjaði t.d. nýr starfsmaður í Bjarkarási, fengum við í Grundó fréttirnar fljótt, allt um viðkomandi, hvort hann ætti mann, börn, bíl, dýr og fleira. Þú varst fréttakonan okkar, með allt á hreinu. Það var nóg að spyrja þig, klukk- an hvað á ég að mæta í vinnuna, eða hver væri að vinna í kvöld. Föstudagskvöldið 20.4. 2007 varst þú saumaklúbb í Grundó. Og það var umræðuefnið þessa vikuna. Að baka og hringja út í vinkon- urnar og líka að fara til tannlæknis. Guðný þín hjálpaði þér. Á mánudag varst þú komin með háan hita og fylgdi Kolla þér upp á spítala. Þú sagðir „sofa eina nótt á spít- alanum og ekki meir“. Og þú stóðst heldur betur við það, um kvöldið varst þú komin á gjörgæslu, daginn eftir dáin. Þú varst ekki að tvínóna við hlut- ina þegar þú tókst þig til. Þegar þú varst á spítalanum mikið veik, var alltaf verið að sprauta þig. Þú sagð- ir við lækninn og bentir á eyrun: stinga hér, ég vil fá göt í eyrun eins og Nanna. Ég gat þá ekki annað en brosað að „minni“. Þú varst þyrst og bauð ég þér upp á kók. Nei takk, sagðir þú og baðst um kaffi. Þú varst svo mikil kaffikona. Minningarnar um þig eru skemmtilegar og dýrmætar . Við þekktum þitt göngulag, þú áttir það til að koma fram á morgn- ana þrammandi, leggja hendur á öxlina á okkur og bjóða okkur góð- an daginn með kossi. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa til. Aðstoðaðir Nönnu þegar hún missti eitthvað niður. Fórst í göngutúra með Ásdísi. Kallaðir Snorra manninn þinn og færðir honum kaffi. Og Halla færðir þú lestrarefni . Við fórum með þér í febrúar til Kanarí. Áttum þar yndislega tíma. Þú með þína fallegu rauðu tösku á hjólum og passaðir vel upp á hana. Naust þín í sólinni á kaffihúsum, í gönguferðum og auðvitað þurftirðu að punta þig fyrir kvöldin áður en farið var út að borða. Veðráttan átti svo vel við þig og allir fínu staðirnir. Ekki sakaði ef pitsa var á matseðl- inum. Sérhver stund með þér var gæðastund. Ákveðin að fara aftur næstu jól. Í nóvember á síðasta ári varst þú fertug og hélst upp á það með stórri veislu. Við vorum svo stolt af þér. Þú varst svo fín og naust þín svo vel. Það var eins og þú hefðir ekki gert annað um ævina en að halda veislur og taka á móti gestum. Þín er sárt saknað, umhyggju- semi þinnar og gæsku, sem þú varst svo rík af og við svo lánsöm að njóta. Við þökkum þér fyrir samfylgd- ina, elsku vinkona. Nú ert þú komin í himnaríki. Ein- hvern tímann seinna sjáumst við og þá eigum við von á góðu faðmlagi og kossi frá þér. Þú ert örugglega búin að finna hann Jón pabba þinn og við verðum víst að skila þér. Hann á þig núna, Guð veri með þér. Þökkum þér fyrir samfylgdina. Vinir í Grundarlandi 17. Kveðja frá Bjarkarási Í dag kveðjum við kæra sam- starfs- og vinkonu til margra ára. Ingibjörg vann í Bjarkarási í 23 ár og í dag telst það mjög langur starfsaldur hjá sama fyrirtæki. Hún var mjög vinnusöm og líkaði ekki ef lítið var um verkefni. Einnig var hún mjög nákvæm í vinnu- brögðum og skilaði sínu verki vel unnu. Ingibjörg var afar félagsleg og lét sér annt um vini sína. Hún fylgdist vel með fjölskylduhögum þeirra, hvað allir fjölskyldumeðlim- irnir hétu og gerðu í lífinu. Hún var ein af þessum eftirminnilegu kon- um sem gefa lífinu lit og ljóma og er því óhætt að segja að stórt skarð hafi verið höggvið í starfsmanna- hópinn hér. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að eiga langt og far- sælt samstarf með Ingibjörgu. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Við vottum móður hennar og systkinum, ásamt öllum í Grund- arlandi 17 samúð okkar. Valgerður Unnarsdóttir, Þórhildur Garðarsdóttir. Að heilsast og kveðjast er lífsins saga. Ingibjörg Lovísa sem við kveðj- um í dag var félagi í leiklistar- klúbbnum Perlufestinni. Í lok hvers fundar kvaddi hún með orðunum „Sjáumst á þriðjudaginn“. Hún var virkur félagi, tjáði sig í pontu og lét sig ekki vanta í leikhúsferðir. Alltaf fallega klædd og stundum með hatt. Glaðværð og góðvild einkenndi Ingibjörgu Lovísu og návist hennar var hlý og góð. Hún var ljós yfirlit- um og lagleg. Hún var einstaklega hugsunarsöm og lét sér annt um vini sína. Hún var barngóð og spurði oft um þau börn, sem hún kynntist í gegnum Perlufestina. Þótt börnin yxu úr grasi voru þau í hennar huga alltaf sömu börnin og áður. Að leiðarlokum þökkum við Ingi- björgu Lovísu góð kynni. Það er erfitt að kveðja og vita að við sjáumst ekki á þriðjudaginn. En minningin um góða og saklausa stúlku lifir með okkur. Við beygjum okkur fyrir lögmálinu. Við sendum aðstandendum og öllum í Grundarlandi samúðar- kveðjur, Sigríður Eyþórsdóttir og Perlufestarfélagar. Kær vinkona mín, Ingibjörg L.S. Jónsdóttir, er fallin frá aðeins 40 ára gömul, svo ung og svo óvænt. Mig langar að minnast hennar með örfáum orðum. Þegar ég byrjaði að vinna í Lyng- ási árið 1978 var þar ung dama 12 ára gömul með sítt ljós hár og var hún kölluð Abba. Við kynntumst svo betur þegar hún kom á tán- ingastofuna á Lyngási, en þar átt- um við margar góðar stundir saman við leik og störf. Fórum m.a.í ferð- lög og sumardvöl í Ölver 2 sumur. Þegar unglingsárunum lauk byrjaði Abba að vinna á hæfingarstöðinni Bjarkarási, en samband okkar hélst þó leiðir skildu. Bauð Abba mér og dóttur minni Bergdísi í afmælið sitt í mörg ár. Við þau tímamót að fara að vinna á Bjarkarási ákvað Abba að hætta að nota gælunafnið sitt og hét nú Ingibjörg og fékk ég bágt fyrir ef mér varð á að kalla hana Öbbu. Þannig var hún staðföst í ákvörðunum sínum og enginn komst upp með neitt múður. 24 ára gömul flutti Ingibjörg úr foreldra- húsum á fjölskylduheimilið Grund- arlandi 17. Þangað var gott að koma í heimsókn, gestrisni í háveg- um höfð og alltaf kaffi á könnunni. Sl. haust hélt Ingibjörg stórveislu í tilefni af 40 ára afmælinu sínu. Það var frábær dagur þar sem hún var í faðmi fjölskyldu og vina. Það er gott að eiga minningar um þennan dag. Þér kæra sendir kveðju með kvöldstjörnunni blá. Það hjarta sem þú átt en sem er svo langt þér frá, Þar mætast okkar augu Þótt ei oftar sjáumst hér Ó, Guð minn ávallt gæti þín. Ég gleymi aldrei þér. (W.Th. Söderberg) Elsku Margrét mín og aðrir ætt- ingjar, ég votta ykkur mín dýpstu samúð svo og öllum í Grundarlandi 17. Helga Hjörleifsdóttir. Við kveðjum þig, Ingibjörg, með miklum söknuði. Þú varst hrifin svo fljótt í burtu frá okkur. Ingibjörg var alltaf svo hress, brosmild og blíð. Megi allir góðir englar veita okkur styrk í sorginni. Minning hennar geymist í hjörtum okkur. Guð geymi þig. Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (G.Ö.) Við viljum votta Margréti, systk- inum og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúð. Megi Guð vera með ykkur. Linda Björk og Axel Fannar. Ingibjörg Lovísa Sæunn Jónsdóttir Elsku frænka Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Megi Guð og englarnir vera hjá þér. Þínir frænd- ur: Helgi Ævar og Trausti Marel. Ingibjörg var dugleg í leikfimi. Við vorum stund- um saman í rútunum og í Hinu húsinu. Við vorum líka saman að biðja bænir og syngja Ó, Jesú bróðir besti, í kirkjunni hjá Guð- nýju. Við unnum saman og sátum saman í kaffinu. Ég sendi fjölskyldu Ingi- bjargar og öllum í Grund- arlandi samúðarkveðjur. Birna Rós Snorradóttir. HINSTA KVEÐJA ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓHANNA AÐALSTEINSDÓTTIR frá Vaðbrekku, Lindasíðu 4, Akureyri, áður til heimilis á Ásgarðsvegi 15, Húsavík, sem lést fimmtudaginn 26. apríl, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 5. maí kl. 14.30. Aðalsteinn Helgason, Ágústa Þorsteinsdóttir, Kristjana Helgadóttir, Arnar Björnsson, Bjarni Hafþór Helgason, Margrét Þóroddsdóttir, Helgi Helgason, Anna Guðrún Garðarsdóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Halldór Benediktsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg systir mín, ILSE HÄSLER ANDERSON, North Branford, Connecticut, andaðist á hjúkrunarheimili í Connecticut mánudaginn 23. apríl. Útförin hefur farið fram ytra. Guðrún Häsler Jónsson, systkini og aðrir vandamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.