Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 9 FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Þórhalli Gunnarssyni, ritstjóra Kastljóss: „Jónína Bjartmarz umhverfisráð- herra sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist hafa setið undir ásök- unum Kastljóss. Hún spyr hvort Kastljósið láti misnota sig með því að koma höggi á hana og Framsóknar- flokkinn í aðdraganda kosninga. Því er fyrst til að svara að Kastljós er ekki misnotað af neinum. Í Kastljósi var bent á að ung stúlka frá Gvatemala sem er búsett á heimili ráðherrans fékk ríkisborg- ararétt á aðeins 10 dögum þegar venjan er að slík afgreiðsla taki fimm til tólf mánuði. Í þættinum kom fram að stúlkan taldi að íslenskur ríkisborgararéttur gæti auðveldað henni að stunda nám erlendis því það skapaði henni vandamál að þurfa að sækja um dvalarleyfi í hvert skipti sem hún kæmi hingað til lands í skólafríum. Í Kastljósi var sýnt fram á það að stúlkan hefði dvalið í landinu í 15 mánuði þegar hún fékk íslenskt rík- isfang. Einnig kom fram að fólki með veigameiri ástæður var hafnað á sama tíma. Aldrei var sagt að Jónína hefði beitt sér í málinu heldur vakin at- hygli á óvenjulegri afgreiðslu máls- ins. Þegar við bætist að stúlkan býr á heimili umhverfisráðherra er full ástæða fyrir fjölmiðla að spyrja spurninga. Rétt er hjá Jónínu að stúlkan fékk ríkisborgararéttinn á grundvelli „skerts ferðafrelsis“ og er þar í hópi 22 annarra einstaklinga sem fengu íslenskt ríkisfang á sömu forsendum á þessu kjörtímabili. Hún gleymir hinsvegar að geta þess að 20 þeirra höfðu dvalið lengur en tvö ár í land- inu þegar þeir öðluðust sinn ríkis- borgararétt. Jónína bætir svo við að 30 einstak- lingar hafi fengið íslenskt ríkisfang á þessu kjörtímabili eftir að hafa dval- ið hér skemur en 1 ár. Hún getur þess hinsvegar ekki að enginn þeirra fékk íslenskan ríkisborgararétt vegna skerts ferðafrelsis. Jónína hallar réttu máli þegar hún segir að Kastljós hafi látið að því liggja að aðallega börn fengju rík- isborgararétt með lögum frá alþingi. Kastljós benti hinsvegar á að oft væri um börn að ræða, afreksmenn í íþróttum og fólk sem sótti um af mannúðarástæðum. Jónína kýs hins- vegar að sleppa því að nefna tvö af þessum atriðum sem Kastljós tiltók. Þess má geta að umrædd stúlka frá Gvatemala fékk ekki íslenskan rík- isborgararétt af þeim ástæðum sem eru tilgreindar hér að ofan. Jónína telur að Kastljós hefði átt að láta svör Bjarna Benediktssonar, Guðrúnar Ögmundsdóttur og Guð- jóns Ólafs Jónssonar nægja en kýs að horfa fram hjá því að þau af- greiddu þessa umdeildu umsókn. Jónína hefur ekki útskýrt hvers vegna hún veifaði gögnum um mann- réttindabrot í Gvatemala í viðtali í Kastljósi þegar ljóst er samkvæmt umsókninni að stúlkan þurfti ekki að þola mannréttindabrot í sínu heima- landi. Jónína Bjartmarz spyr í lokin „hvar er trúverðugleikinn“? Því er til að svara að Kastljós stendur við sína umfjöllun um málið.“ Yfirlýsing vegna ummæla Jónínu Bjartmarz Fréttir á SMS MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu: „Vegna umræðna um afgreiðslu alþingis á umsókn ungrar stúlku frá Guatemala um ríkisborgararétt vill dóms- og kirkjumálaráðuneytið taka fram: Aðalreglan er, að alþingi veitir ís- lenskan ríkisborgararétt með lög- um. Þegar umsækjandi óskar eftir, að umsókn fari fyrir alþingi, fer hún um hendur dóms- og kirkjumála- ráðuneytis, sem leitar umsagnar lögreglu og útlendingastofnunar. Ráðuneytið óskar eftir afgreiðslu þessara stofnana innan þeirra tíma- marka, sem afgreiðsla alþingis set- ur. Í því tilviki, sem hér um ræðir, hefur verið gefið til kynna, að af- greiðslan hafi verið á annan veg en almennt gerist. Fullyrðingar um það efni eru ekki réttar miðað við starfs- venjur ráðuneytisins, þegar umsókn er lögð fyrir alþingi. Upplýsingar frá lögreglu og útlendingastofnun eru þess eðlis, að almennt er unnt að veita þær samdægurs, ef svo ber undir. Tímafrestir, sem getið er um á vefsíðu dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins, gilda, þegar ráðuneytið sjálft veitir ríkisborgararétt, en ekki þegar umsókn er lögð fyrir alþingi.“ Hefðbundin vinnubrögð við afgreiðslu Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Sportlegir jakkar, pils, kvartbuxur og síðbuxur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 Ný sending frá Helgartilboð í Flash 20% afsláttur af kjólum við buxur Stærðir 36-46 Laugavegi 54 sími 552 5201 žàátÄt Útsala žàátÄt ÚtsalažàátÄt žàátÄt Útsal Nýbýlavegi 12, Kóp. Sími 554 3533. Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16. Hörfatnaður Gæði og glæsileiki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.