Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 28
vín 28 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Enn halda dómarnir um2006 árganginn í Bor-deaux að streyma inn ognú er stóridómur fallinn, bandaríski víngagnrýnandinn Ro- bert Parker, hefur fellt úrskurð sinn. Það er ekkert í vínheiminum sem vekur jafnmikla umræðu, vangaveltur og deilur og árgang- arnir í Bordeaux. Þetta er árlegt „Dallas“ eða „One Tree Hill“ fyrir þá sem fylgjast með vínum. Og það sama á raunar við um dóma Par- kers. Deilurnar um þá eru oft há- værari en deilurnar um ágæti ár- gangsins. Parker er langáhrifamesti vín- maður heimsins og þykir mörgum nóg um. Hann gnæfir yfir allt og alla og mörg stóru vínhúsanna bíða með að verðleggja vínin áður en þau hafa verið tekin fyrir í riti hans „Wine Advocate“. Parker er gagn- rýndur fyrir að vera of amerískur í smekk sínum og vínhús eru sökuð um að laga vín sín að smekk hans. Stundum mætti halda að hann ætti sök á öllu því sem miður fer í vín- heiminum eða þá að honum beri að þakka þær gífurlegu umbætur er orðið hafa á síðustu áratugum. Betri árgangur en hefði mátt ætla En hvað segir svo Parker? Jú, 2006 er betri en hefði mátt ætla er í stuttu máli niðurstaða hans. Þurru hvítvínin frá Pessac koma vel út og Pomerol-vínin fá almennt mjög góða dóma. Í Médoc þar flest þekktu húsanna er að finna eru það þó einungis þau sem höfðu nógu djúpa vasa til að grípa til að- gerða til að bregðast við erfiðri veðráttu sem ná góðum árangri. Það vekur athygli að einungis þrjú Chateau eiga að hans mati kost á fullu húsi eða 100 stigum (hann fellir ekki endanlegan úr- skurð enn) nefnilega Mouton- Rothschild, La Mission-Haut-Brion og hið agnarsmáa vínhús Bellevue Mondotte í St. Emilion sem er í eigu sömu aðila og Chateau Pavie. Ekkert hinna stóru nafnanna s.s. Lafite, Latour og Haut-Brion nær þessu takmarki. Nú telja flestir að verð 2006- árgangsins verði einhvers staðar á milli 2004 og 2005 sem að flestra mati er of hátt og því ekki góð fjárfesting í 2006. Sérstaka athygli vekur að Parker varar Bordeaux- húsin undir rós við því að snúa baki við hinum hefðbundnu mörk- uðum sínum í Bretlandi og Banda- ríkjunum með því að verðleggja vínin í takt við það sem nýir mark- aðir í Austurlöndum fjær eru reiðubúnir að punga út. Það væri mikil skammsýni að hans mati og er það mjög í takt við umræður ekki síst í Bretlandi um að hætta sé á hruni í eftirspurn eftir Bor- deaux-vínum vegna verðlagningar. Fínt í upphafi grilltímabilsins Fyrir þau okkar sem búum í hin- um venjulega heimi eru hins vegar hér dæmi um nokkur feikilega góð vín sem eru fáanleg í vínbúðunum á Íslandi á broti þess verðs sem bestu Bordeaux-vínin kosta. Fín fyrir upphaf grilltímabilsins. Rioja á Spáni hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá íslenskum vín- unnendum. Og ekki nema von. Þegar vel lætur eru þetta frábær vín á toppverði. Baron de Ley Finca Monasterio 2003 er í þeim hópi, tignarlegt, hefur þroskað yfirbragð, virkilega árennilegt og fínt til neyslu núna. Ávöxturinn djúpur með reyk, kjöti og kaffi. Langt og þétt í muni með öflugri sýru og löngu bragði. Með grillaðri nautasteik, t.d. T-Bone eða Prime-Rib. 2.190 krónur. 90/ 100 Chile-vínin eru sömuleiðis áreið- anleg og ekki síður ánægjulegt að vínum í efri gæðaflokkum þaðan fjölgar stöðugt og þau verða æ betri. Coyam 2004 er besta vín Emi- liana, framleiðanda sem fjallað var um hér fyrir skömmu. Blanda úr einum fimm þrúgum með Syrah, Cabernet, Carmenére og Merlot ásamt einum tveimur prósentum af Mourvédre. Megn angan af þroskuðum sól- berjum og krækiberjum, svartur og dökkblár ávöxtur, kröftugur með vott af súkkulaði, kaffi og lakkrís. Eikað og reykað með brenndum sykri og vanillu. Góð tannín og sýruuppbygging. Ungt en árennilegt og lífrænt þar að auki. Fínt með grilluðu nauti eða af hverju ekki hreindýri 2.740 krónur. 90/100 Ef menn eru fyrir það að hjúpa steikina með bragðmikilli grillsósu þarf vín sem hikar ekki við að tak- ast á við slíka áskorun. Ástralskur Shiraz er þá góður kostur. Hér er eitt frábært slíkt. Peter Lehmann Futures Shiraz 2003 er töluverður bolti sem ræður við flest. Kókos og þroskaður, þykkur plómuávöxtur, mikið súkkulaði, feitt og þétt með mjúk- um tannínum. Flott með grillkjöt- inu. 1.790 krónur. 90/100 Og loks eitt fínlegt en unaðslegt hvítvín frá Ítalíu. Annað hvort á meðan beðið er eftir grillsteikinni eða þá með t.d. grillaðri bleikju. Falesco Vitiano 2005 er einfald- lega yndislegt hvítvín með grænum og gulum perum í nefinu, sætum sítrus og hvítum blómum. Ferskt en með þyngd sem viktar á móti matnum. 1.590 krónur. 89/100 Enn um 2006 og fyrstu grillvínin Morgunblaðið/Ásdís Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 464 7940 ÓTRÚLEGA HAGSTÆÐAR MÁNAÐARGREIÐSLUR! Engin útborgun, jafnar mánaðargreiðslur. Þeir sem kaupa Note með hagstæðu bílaláni frá fá að auki 10.000 króna bensínkort með bílnum! Það er ekki eftir neinu að bíða, það er komið grænt ljós á Note!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.