Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 27
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 27 Menningardagar hefjast í Kópavogi Kópavogsdagar verða haldnir 5.– 11. maí. Setningarhátíð verður í Smáralind á laugardeginum kl. 14. Ungir listamenn koma þar fram auk þess sem opnuð verður ljós- myndasýningin Frá háaloftinu. Um er að ræða ljósmyndir af börnum frá árunum 1950–1970. Kl. 16 verða í Salnum Tíbrártónleikar þar sem fram koma Skólakór Kársness og Emilíana Torrini. Myndlistarsýning í Mosfellsbæ Freyja Önundardóttir opnar myndlistarsýningu sína í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarnanum, Þver- holti 2 í Mosfellsbæ í dag. Nú er um að gera að næra efnið og and- ann, drífa sig á staðinn og njóta fal- legrar myndlistar. Rúnar Magnússon í Bessastaðakirkju Í Bessastaðakirkju mun Rúnar Magnússon flytja verk sem hann samdi fyrir myndlistarsýninguna Hraunland, sem sýnd var í Gammel Strand-sýningarsalnum í Kaup- mannahöfn á dögunum. Tónleikarn- ir eru á morgun, laugardag, og hefjast kl. 20. Senjórítur syngja Senjórítur Kvennakórs Reykja- víkur munu syngja inn vorið í Há- teigskirkju á morgun, laugardag. Tónleikarnir hefjast kl. 14 og flutt verða fjölbreytt og skemmtileg lög sem munu koma öllum sem á hlýða í sannkallað sumarskap. Stjórnandi kórsins er Ágota Joó og undirleikari er Vilberg Viggós- son. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn, verð 1.200 kr. Lífstakturinn á Akureyri Á morgun, laugardag, kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Ak- ureyri yfirlitssýning á jarðlista- verkefni Andrews Rogers; Lífstakt- urinn. Aðal Rogers eru risastórir grjótgarðar og er ætlun hans að mynda grjótkeðju umhverfis heims- kringluna. Í bígerð hjá honum er að smíða tólf umhverfisverk og hef- ur hann þegar lokið við sjö þeirra og eitt þeirra er að finna á Ak- ureyri. Lögreglukórinn gleður landann Lögreglukór Reykjavíkur og Kór Prestsbakkakirkju verða með tón- leika í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Klaustri á morgun, laugardag, kl. 16. Lofað er léttum og skemmti- legum lögum og tilvalið að upphefja sálina með því að hlusta á kraft- mikinn kórsöng fyrir þá sem verða á ferðinni á þessum slóðum. mælt með „HINGAÐ voru keyptar þó nokkr- ar jólastjörnur fyrir jólin, en þær lifðu mislengi,“ segir Stella og neitar því algjörlega að það sé vegna þess að hún sé einhver sér- stök blómakona að þessar þrjár jólastjörnur séu enn á lífi. „Ég keypti mér sjálf jólastjörnu til að hafa heima og hún lifði nú ekki lengi!“ Talar við jólastjörnurnar Stella heldur að ástæðan fyrir þessu sérstaka langlífi jólastjarn- anna sé einfaldlega að yfir þeim eru halógenljós sem lýsa þeim alla daga og svo standa þær auðvitað í myrkri á nóttunni þegar búið er að slökkva ljósin í fyrirtækinu. Aðspurð viðurkennir Stella að hún fái mikið hól fyrir þessar fal- legu jólastjörnur. Samstarfskona hennar sem gengur framhjá þegar við erum að spjalla um blómin segir að það sé svo sannarlega Stella sem eigi heiðurinn af þess- um góða árangri, enda þurfi bæði að hugsa vel um blómin og tala við þau af og til. Jólastjörnurnar hennar Stellu fá hálft glas af vatni tvisvar í viku. Þær skarta enn rauðu háblöðunum og það sem meira er, á þeim eru ný blöð byrjuð að roðna. Hefðu verið keyptar jólastjörnur með hvítum blöðum en ekki rauðum hefðu þau getað þjónað hlutverki sannkallaðra „hvítasunnustjarna“. Óvenju langlífar jólastjörnur Morgunblaðið/G.Rúnar Met slegin Stella á heiðurinn af því hversu fallegar þessar jólastjörnur eru. Áreiðanlega reka ýmsir upp stór augu þegar þeir sjá myndir af jólastjörnu nú í maí. Oftar en ekki er hún orðin blaðlaus og ljót áður en jólin eru um garð gengin. Fríða Björnsdóttir rakst á þrjár fal- legar jólastjörnur. Morgunblaðið/G.Rúnar Blað roðnar Hér sést að blað er byrjað að roðna svo engin dauða- merki eru á plöntunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.