Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Kraftaverki líkust.“ Observer „Framúrskarandi.“ Mail on Sunday „Sláandi.“ The Times „Stórsigur.“ Guardian „Sjálfsævisaga sem grípur lesandann sterkum tökum svo hann stendur á öndinni.“ Kulturnytt Nafn Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Starf Forseti Skáksambands Ís- lands. Fjölskylduhagir Í sambúð með Steinunni H. Blöndal. Kjördæmi Suðvestur, 2. sæti fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt fram- boð. Helstu áhugamál? Skák, útivist, lestur góðra bóka, kvikmyndir og mannlífið yfirleitt. Hvers vegna pólitík? Vegna þess að ég er metnaðarfull fyrir Íslands hönd og mig langar til að hjálpa til við að gera samfélagið betra. Er Alþingi áhugaverður vinnu- staður? Já, ég hef unnið í fjögur ár á al- þjóðasviði Alþingis og séð með eigin augum að þetta er áhugaverður vinnustaður. Þar er gott fólk í öllum flokkum sem vill gera vel. Ég held samt að það sé enn áhugaverðara að vera þar sem þingmaður og geta haft veruleg áhrif til góðs. Fyrsta mál sem þú vilt koma á dagskrá? Þau eru svo mörg að ég veit varla hvar ég á að byrja! Aðbúnaður aldr- aðra, öryrkja og barna er ofarlega á blaði. Svo verndun íslenskrar nátt- úru, afnám launaleyndar og jafnrétti kynjanna í víðu samhengi og að táknmál sé viðurkennt sem fyrsta mál. Þarf breytingar? Já, það þarf róttækar breytingar á mörgum vígstöðvum. Kosturinn er að það býr mikill kraftur og styrkur í okkar samfélagi. Nú þurfum við að hlúa vel að grundvallarstoðunum þannig að allir geti haft það gott, ekki bara sumir. Nýir frambjóðendur Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Metnaðarfull fyrir Íslands hönd Morgunblaðið/Árni Torfason Betra samfélag Guðfríður Lilja vill bæta aðbúnað aldraðra, öryrkja og barna og berjast fyrir jafnrétti. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is MANNEKLA og fjármögnun á starfsemi Landspítala-háskóla- sjúkrahúss (LSH) voru ofarlega á baugi á vinnustaðafundi þriggja frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins með starfsmönnum LSH við Hring- braut í gær. Þau Ásta Möller, Illugi Gunnars- son og Grazyna María Okuniewska- ,frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins, kynntu starfsfólki á LSH kosningastefnu sjálfstæðismanna, einkum í heilbrigðismálum, dreifðu kosningabæklingi og svöruðu fyrir- spurnum starfsfólks í matsal spítal- ans í hádeginu í gær. Bæði Ásta og Illugi lögðu áherslu á að Sjálfstæð- isflokkurinn myndi sækjast eftir heilbrigðisráðuneytinu verði flokk- urinn í næstu ríkisstjórn. Byrjað á byggingu þjóð- arsjúkrahússins á árinu 2009 Ásta Möller sagði að aðbúnaður sjúklinga og starfsfólks skipti miklu og að starfsgleði ríkti meðal starfs- fólks á sjúkrahúsinu. „Það hefur ver- ið mikil umræða um byggingu nýs þjóðarsjúkrahúss og það var Sjálf- stæðisflokkurinn sem tók af skarið með að það er hafinn undirbúningur að slíku þjóðarsjúkrahúsi. Það verð- ur byrjað á næsta ári við undirbún- ing og á árinu 2009 verður byrjað á byggingu sjúkrahússins. Ég held að fólki sé ekki almennt kunnugt um að á árabilinu 2009 til 2014 verður byggð ný bygging undir bráðastarf- semi spítalans og á árinu 2014 verð- ur starfsemi á Borgarspítalanum flutt hingað niður eftir. Frá 2014 verður því bráðastarfsemin öll hér á Landspítalalóðinni og þar með verð- ur búið að byggja nýja skurðstofu, nýjar legudeildir og nýja slysamót- töku.“ Ásta sagði manneklu á LSH ekki nýtt vandamál en stjórnvöld hafi brugðist við þeim vanda. Benti hún m.a. á að hjúkrunarfræðingum færi fjölgandi „Það voru 97 hjúkrunar- fræðinemar í námi á 2002 en núna eru þeir um 160. Á árunum 1996 til 2004 útskrifuðust 1.000 hjúkrunar- fræðingar og á næstu tíu árum munu 1.400 hjúkrunarfræðingar útskrifast frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Þetta er töluverð fjölg- un, og meiri en ég hafði gert mér grein fyrir,“ sagði Ásta. Spurningar sem starfsfólk lagði fyrir frambjóðendurna snerust allar um hvernig tryggja ætti mönnun og fjárveitingar til spítalans. Illugi sagði það stefnu Sjálfstæðisflokks- ins að fjármögnun á þjónustu spít- alans ætti að vera í samræmi við þarfir, umfang og eðli þjónustunnar. Hann sagðist telja að stjórnmála- menn hefðu forðast að ræða af fullri alvöru þá erfiðu spurningu hvernig eigi að forgangsraða verkefnum í heilbrigðisþjónustunni. Illugi minnti einnig á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki haft heilbrigðisráðuneytið með höndum í mjög langan tíma. „Það er liðinn langur tími síðan Sjálfstæðisflokkurinn bar ábyrgð á þessum málaflokki. Ég tel að ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst í ríkis- stjórn eftir þessar kosningar, þá beri honum skylda til þess að reyna að fá þetta ráðuneyti. Það gengur ekki að langstærsti flokkur þjóðarinnar beri ekki ábyrgð á þeim málaflokki sem tekur stærstan hluta af ríkisútgjöld- unum í svona langan tíma.“ sagði Ill- ugi. Hann sagði það einnig sína skoðun að stjórnmálamenn þyrftu að breyta hugsunarhætti sínum um heilbrigð- ismál. „Okkur er tamt að tala um heilbrigðismál þannig að við lítum á þau sem útgjaldaflokk. Við tölum reglulega um útgjöld til heilbrigðis- mála. Ég held að við þurfum aðeins að hugsa þetta upp á nýtt. Við erum búin að læra þetta í menntamálunum þar sem við tölum um fjárfestingu í menntun. Ég tel að við þurfum að fara að horfa á þennan málaflokk út frá því sjónarmiði að við séum að fjárfesta í heilbrigði,“ sagði hann. Illugi beindi einnig máli sínu til við- staddra lækna og hjúkrunarfólks og sagði ástæðu til að ætla að eitthvað væri að í samfélaginu þegar fyrir lægi að fjöldi öryrkja hafi nær tvö- faldast frá 1995. „Það er stór spurn- ing til ykkar sem vinnið hér og til okkar sem erum í stjórnmálunum að svara því hvernig á þessu stendur og í öðru lagi hvað hægt er að gera í þessu. Ég held því fram að ef við leysum ekki þennan vanda, þá mun hann vaxa ekki bara fyrir þá einstak- linga sem lenda í þessum hremm- ingum, heldur fyrir samfélagið allt.“ Fram kom í máli Ástu að sjálf- stæðismenn hefðu áhuga á að fara úr föstum fjárlögum til spítalareksturs- ins yfir í bæði föst og breytileg fjár- lög, þar sem m.a. væri tekið mið af afköstum. „Með því móti erum við líka með betri tæki í höndunum til þess að semja við aðra aðila, önnur sjúkrahús, sjálfstæða aðila um að taka að sér tiltekin verkefni og get- um metið kostnaðinn við það,“ sagði Ásta. Með því móti yrði fjármögn- unin faglegri. Þurfum að temja okkur nýja hugsun í heilbrigðismálum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ræða málin. Ásta Möller, Illugi Gunnarsson og Grazyna María Okuniewska kynntu stefnumál Sjálfstæðisflokks- ins í alþingiskosningunum fyrir starfsfólki Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut í matsal spítalans. Sjálfstæðismenn munu sækjast eftir ráðuneyti heilbrigðismála VÆNTA má að sýslumanninum í Reykjavík muni berast 10.000 til 12.000 utankjörfund- aratkvæði í Laugardagshöll- inni fyrir al- þingiskosning- arnar annan laugardag, þar af nokkur hundr- uð frá útlöndum. Þetta segir Þór- ir Hallgrímsson, kjörstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík. Hann segir aðspurður að nú hafi 200 fleiri greitt atkvæði en fyrir fjórum árum, eða um 2.300 miðað við 2.100 þá. Þórir segir utankjörfundarstað- inn fyrst og fremst hugsaðan fyr- ir umdæmi sýslumannsins í Reykjavík, þótt fólk hvaðanæva af landinu getið kosið þar. Það sama eigi við um aðra utankjör- fundarstaði á landinu sem séu jafn margir og sýslumenn á land- inu eða 26. Þeir séu opnaðir sam- kvæmt lögum átta vikum fyrir kosningar og lokað daginn fyrir kjördag. Áfram verður hins veg- ar hægt að skila atkvæði, að því gefnu að kjósendur séu ekki í eigin kjördeild, þangað sem þeir eigi að fara á kjördag. Þúsundir skila utankjörfund- aratkvæði OPNAÐ hefur verið fyrir rafræn- an aðgang að kjörskrá í Reykja- víkurkjördæmunum vegna alþing- iskosninga 2007. Í kjörskránni er hægt að slá inn kennitölu eða nafn og heimilisfangikjósanda og fá þannig upplýsingar um hvoru kjördæmi kjósandi tilheyrir, á hvaða kjörstað hann á að kjósa og í hvaða kjördeild. Viðmótið er einfalt og aðgengi- legt en farið er inn í grunninn af forsíðu vefs Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is. Um að ræða einfalda leið fyrir borgarbúa til að nálgast upplýsingar um hvar þeir eigi að kjósa og í hvaða kjör- deild. Rafræn kjör- skrá á netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.