Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 47 ✝ Hjörtur LeóJónsson fæddist á Kambi í Deild- ardal í Skagafirði 26. maí 1918. Hann lést Sjúkrahúsi Suð- urlands 24. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Hólmfríður Rann- veig Þorgilsdóttir og Jón Halldór Árnason bændur á Kambi sem bæði eru látin. Systkini Hjartar voru Stein- þór og Baldur Ágeirssynir, látnir, sammæðra. María, samfeðra, bú- sett á Siglufirði. Albræður Hjartar voru Páll Ágúst, látinn, Runólfur Marteins, dvelst á Sjúkrahúsi Sauðárkróks og Ingólfur, látinn. Fyrri kona Hjartar var Lilja M. Fransdóttir. Þau eiga tvær dætur; þær eru: 1) Hólmfríður Rannveig, f. 6. október 1941, gift Ólafi Sig- fússsyni, f. 20. maí 1938, þau eru búsett á Selfossi. Þau eiga fjögur börn, þau eru: a) Anna Lilja, gift Bjarna Davíðssyni, þau eiga fjög- ur börn og þrjú barnabörn. b) Inga Björk, hún á þrjú börn og fjögur barnabörn. c) Sigmar, í sambúð unn Gígja, b) Hjördís Gígja og c) Hreinn Orri. Hjörtur lauk barnaskólanámi á Hofsósi, stundaði nám við Bænda- skólann á Hólum 1933–34 og nám við Íþróttaskólann í Haukadal 1938–39. Hann stundaði síðan ým- is störf til sjós og lands, var t.d. lögregluþjónn á Siglufirði um skeið. Hann flutti á Eyrarbakka 1946 og starfaði hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi til 1949 en hóf þá störf hjá Landnámi ríkisins þar sem hann starfaði til 1960. Þá hafði hann um tíma allmikla garð- rækt sem hann stundaði meðan aldur leyfði. Hjörtur var hrepp- stjóri á Eyrarbakka í tuttugu ár. Hann sá um sjúkrasamlag Eyr- arbakka um árabil og sá um öll sjúkrasamlög Árnessýslu á ár- unum 1972–90 er hann hætti vegna aldurs. Hjörtur var mikill hagleiksmaður og hafði á heimili sínu í Káragerði smíðaverkstæði þar sem hann annaðist húsgagna- viðgerðir og smíði ýmiss konar um árabil. Alla tíð hafði hann mikinn áhuga á hverskonar handverki sem hann sinnti fram á síðustu ár. Útför Hjartar Leós verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. með Rósu Jóhanns- dóttur, þau eiga tvö börn. d) Birgir Leó í sambúð með Rögnu Björnsdóttur. Þau eiga tvö börn. 2) Sigríður Hrafn- hildur, f. 25. ágúst 1943. Hún var ætt- leidd. Búsett á Spáni. Hún á fjögur börn Hinn 31. mars 1945 giftist Hjörtur Leó Sesselju Ástu Er- lendsdóttur, f. í Reykjavík 28. sept- ember 1921. Hún er dóttir Erlends Jónssonar, skipstjóra á Stokkseyri og Vigdísar Guðmundsdóttur hús- móður, sem bæði eru látin. Börn Hjartar og Ástu eru: 1) Jón Er- lendur, f. 8. mars 1946, d. 16. ágúst 2001, 2) Vigdís, f. 2. mars 1951, gift Þórði Grétari Árnasyni, f. 26. mars 1950. Börn þeirra eru a) Þórdís Erla, gift Guðjóni Ægi Sigurjónssyni, þau eiga Hjört Leó og Hörpu Hlíf og b) Árni Leó, hann á Vigdísi Höllu. 3) Hreinn, f. 13. mars 1956, kvæntur Iðunni Ásu Hilmarsdóttur, f. 22. maí 1961. Þau skildu. Börn þeirra eru a) Ásta Huld, dóttir hennar er Ið- Elsku afi minn. Þó að við vitum alltaf að á einhverri stundu komi að leiðarlokum erum við alltaf jafn- óviðbúin því og eigum erfitt með að trúa að einhver nákominn okkur sé horfinn á braut. Eftir lifa góðar og kærar minningar sem gott er að líta til. Þú varst einstakur persónuleiki, með hlýtt hjartalag og góða nær- veru. Þegar ég var lítil stelpa sótti ég í að umgangast þig og ég minnist þess þegar ég gerði mér ferðir til þín í vinnuna á sjúkrasamlaginu og fékk að hjálpa til við verkefnin þín. Þá var toppurinn að setjast niður með þér eftir vinnuna og við fengum okkur appelsín og Hraun og ræddum dag- inn og veginn. Það voru merkilegar stundir í huga lítillar stelpu. Um helgar sótti ég í að fá að vera hjá þér og ömmu í Káragerði þar sem nóg var við að vera og þú gafst þér alltaf nægan tíma fyrir mig þó að verk- efnin væru ærin. Mörgum stundum eyddi ég með þér í smíðaverkstæð- inu í kjallaranum sem var eins og ævintýraland í huga lítillar stelpu. Þú varst náttúrlega höfðinginn í þessu ævintýralandi og eftir þig liggja mörg meistaraverkin sem þú smíðaðir af þinni miklu kunnátt- usemi. Þegar þú skutlaðir mér heim eftir heimsóknirnar fékk ég að sitja frammi í hjá þér og passaði ég að beygja mig niður ef sást til löggunn- ar til að þú lentir ekki í vandræðum. Þegar ég eltist var ég ákveðin í að ef ég skyldi eignast son skyldi hann fá nafnið þitt. Það nafn mætti bera með stolti. Það var því mikið gleði- efni þegar sonur minn fæddist og var þegar gefið nafnið þitt. Þú varst einstök barnagæla og öll börn hændust að þér. Þú gafst þér alltaf tíma til að spjalla við börnin, miðla af þekkingu þinni á hverju sem var og ekki síst að stríða þeim aðeins og leika við þau. Alltaf þegar við hitt- umst í seinni tíð voru það börnin mín sem þú spurðir um í upphafi, hvort þau væru ekki dugleg, hvort þeim kæmi ekki vel saman og gengi ekki vel í skólanum. Ég veit að þau áttu sérstakan stað í hjarta þínu og iðu- lega endaðir þú spurningarnar um þau á að segja „þetta eru snillingar“, kíminn á svip. Það verður ekki skilið við minn- ingarnar um þig án þess að minnast á hvers lags listamaður þú varst í höndunum. Eftir þig liggja margir fallegir trémunir og húsgögn. Allir þeir munir sem þú færðir okkur eða lagfærðir fyrir okkur og prýða heim- ili okkar eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Elsku afi minn. Það er svo margs að minnast og af svo mörgu að taka. Í huga mínum eru samverustundir með þér og ömmu stór hluti æsku- minninga minna. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að og fengið að njóta allra góðu samverustundanna með þér. Elsku amma, megi góður Guð gefa þér styrk til að takast á við brott- hvarf afa. Minning hans lifir í hugum okkar allra. Þórdís Erla. Elsku afi minn, með þessum orð- um langar mig að þakka þér fyrir all- ar þær stundir sem við áttum saman. Ég gleymi seint öllum þeim ferðum norður í Skagafjörð sem ég fór með þér og ömmu í bústaðinn. Einnig allra heimsóknanna á Eyrarbakka þar sem þið bjugguð sem lengst. Þú varst svo góður við okkur systkinin. Við nutum góðs af að eiga svona frá- bæran afa eins og þú varst okkur. Þú varst hafsjór af fróðleik sem ég fékk að njóta, hvort sem það voru sögur frá gömlum tíma eða vísur sem þú kunnir nóg af. Einnig tryggðir þú að ég ætti nóg af húsgögnum þegar ég hóf minn búskap. Nóg var til af handverki þínu sem ég mátti fá. Þú varst listamaður í höndunum og naust þín best við rennibekkinn og annað handverk meðan þú hafðir heilsu til. Dóttir mín Vigdís Halla (3 ára) var heppin að fá að kynnast þér. Heim- sóknir hennar í Gauksrimann til þín og ömmu vöktu mikla lukku hjá henni og ekki síður hjá þér, þar sem þið færðuð hvort öðru svo mikla gleði. Þið hændust hvort að öðru. Seinustu dagar hafa verið tómlegir og ég hugsa um hvað þú reyndist mér vel. Takk fyrir allt elsku afi minn, þín verður sárt saknað og minning þín lifir í hjarta mínu. Góði Guð veitt ömmu og okkur öllum styrk á þess- um erfiðu tímum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Árni Leó og Vigdís Halla. „Þetta er leiðin okkar allra,“ var sagt við okkur systkinin þegar okkur var tilkynnt skyndilegt fráfall afa Hjartar, en hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi þ. 24 apríl sl. Afi var fæddur og uppalinn í Deildardal í Skagafirði, honum þótti alltaf vænt um heimahagana, enda byggði hann sér lítið sumarhús á jörðinni Nýlendi, þar sem fjölskyld- an átti lengi góðar og skemmtilegar stundir. Afi var ekki einn á sinni lífsgöngu. Lífsförunautur hans var amma okk- ar Ásta Erlendsdóttir, einstök gæða- kona, og eignuðust þau þrjú börn, tvö eru á lífi en eldri soninn Jón Er- lend misstu þau fyrir sex árum. Ömmu er mjög annt um börn sín og barnabörn, enda eru ófá sokkapörin sem hún hefur prjónað á litla kalda fætur. Afi var mjög vinnusamur maður, á unga aldri vann hann mikið við jarð- vinnslu til sveita, en eftir að amma og afi fluttu suður og settust að á Eyrarbakka varð hann hreppstjóri sveitarinnar og gegndi ýmsum fleiri trúnaðarstöfum fyrir sveitunga sína, þar á meðal var hann forstjóri Sjúkrasamlags Suðurlands í mörg ár. Þegar opinberum starfstíma lauk tók afi til við að bólstra og smíða hús- gögn, til þess hafði hann aðstöðu á heimili sínu. Í eigu okkar afabarna hans eru ófáir fallegir nytjahlutir sem hann smíðaði og eru mjög dýr- mætir í dag. Við minnumst afa mest og best með því að varðveita þessa dýrgripi, sem hann framleiddi með eigin höndum á langri starfsævi. Afi og amma á Eyrarbakka voru mjög glaðvært og gestrisið fólk, þess nutum við í ríkum mæli með heim- boðum til þeirra af allskonar tilefn- um. Við minnumst jólaboðanna sem stóðu frá morgni til kvölds, öllum til ánægju og gleði, þar sem borðið hennar ömmu var hlaðið góðgæti. Heilsu afa fór hrakandi hin síðari ár og var hann orðinn mjög sjóndap- ur, en hann bar gæfu til að dvelja heima fram á síðasta dag. Við þökkum þér, elsku afi, alla þína vinsemd við okkur systkinin og biðjum góðan guð að varðveita minn- ingu þína. Ásta Huld, Hjördís Gígja og Hreinn Orri. Fallinn er nú frá tengdafaðir minn eftir langt og farsælt æviskeið, sem varði í tæp 89 ár. Það var árið 1969 sem leiðir okkar lágu saman er ég kynntist dóttur hans, sem síðar varð eiginkona mín. Allt frá fyrsta degi fann maður að þar var traustur mað- ur. Hann tók mér með varúð og var ekki tilbúinn að hleypa mér að sér strax, en það tók ekki langan tíma og eftir það var okkar vinátta mikil og innileg. Hjörtur Leó var mikill hagleiks- maður og vinnusamur. Það var ekk- ert það verkefni sem hann treysti sér ekki í og leysti að jafnaði. Þrátt fyrir vinnusemina gaf hann sér alltaf tíma ef gest bar að garði til að spjalla, segja sögur eða fara með vísur. Hann var afskaplega hjálpsamur og ófáar voru þær stundir sem hann veitti liðsinni sitt þegar við vorum að koma okkur upp þaki yfir höfuðið. Hann bar miklar taugar til Skaga- fjarðar og fann maður það vel eftir að hann eignaðist sumarhús í Deild- ardal í Skagafirði hvað honum leið vel í dalnum við skógrækt og annað sem til féll. Í bústaðinn fóru þau hjónin mörgum sinnum á sumri á meðan honum entist heilsa að keyra norður. Á síðustu æviárum sínum fékkst hann við hverskonar handverk og liggja margir fagrir gripir eftir hann. Undir lokin þegar hann var hættur að geta smíðað þá voru nokkrir grip- ir ókláraðir og oft hafði hann á orði hvort ég gæti ekki klárað þetta fyrir sig. Ég kveð minn kæra tengdaföður með söknuði og þakka fyrir að hafa átt samfylgd með slíkum manni. Guð blessi þig og þína. Megir þú hvíla í friði. Þinn tengdasonur, Þórður G. Árnason. Elsku langafi. Nú er komið að kveðjustund. Það er margs að minn- ast þessi 12 ár sem við vorum sam- ferða. Mér finnst eins og ég hafi hitt þig í gær en samt finnst mér óra- langt síðan þú kvaddir okkur. Ég man heimsóknir mínar á Eyrar- bakka og það sem við gerðum til að stytta okkur stundir var margbreyti- legt. T.d að spila á spil, tefla eða bara sitja og tala saman. Það var margt sem að þú kenndir mér t.d að tefla og sýndir mér hvernig er að vera gam- all en samt hraustur. Í hvert skipti sem að þú talaðir við mig sagðirðu „nafni minn“ og spurðir hvað ég væri orðinn gamall, hvernig mér gengi í skólanum, hvar systir mín væri og hvort að ég væri ekki alltaf stilltur og prúður en systir mín óþæg. Með þessum orðum kveð ég þig nafni minn og hafðu það gott þar sem að þú ert núna. Kveðja, Hjörtur Leó yngri. Kær vinur minn og frændi, Hjört- ur Leó Jónsson er dáinn. Ég kveð hann með söknuði en minnist jafn- framt kynna okkar með mikilli ánægju. Hjörtur var bróðir afa míns og kynntist ég honum fyrst að ráði þegar ég hóf störf á Selfossi 1990. Hann var þá nýhættur störfum, en sat þó sannarlega ekki með hendur í skauti því hann var ávallt önnum kafinn við smíðar löngu eftir þetta. Smám saman fór ég að venja komur mínar til þeirra Hjartar og Ástu í Káragerði á Eyrarbakka, enda lá leið mín oft niður á ströndina. Ef Hjörtur var ekki niðri í kjallara við smíðar byrjaði hann alltaf á því að fara með mig þangað og sýna mér það sem hann var að vinna að. Hann var hagleiksmaður á tré og lék efnið í höndunum á honum og úr varð hver kostagripurinn af öðrum. Heimsókn- in endaði svo yfirleitt á því að Ásta bauð upp á hlaðið kaffiborð. Það var gott að eiga Hjört að vini og það var alltaf skemmtilegt að hitta hann, glettnin var ávallt skammt undan og tilsvörin oft tví- ræð. Margs er að minnast, t.d. þegar ég hitti hann nokkrum sinnum norð- ur í Deildardal, þar sem hann var í essinu sínu á bernskuslóðum sínum, t.d man ég vel eftir ræðu hans á ætt- armótinu 1989, sem var stór- skemmtileg, en Hjörtur var vel máli farinn og átti auðvelt með að sjá skondnar hliðar mannlífsins. Ég vil um leið og ég kveð vin minn og frænda, Hjört Leó, senda Ástu mínar dýpstu samúðarkveðjur sem og öllum vinum og ættingjum þeirra. Karl Gauti Hjaltason. Ég stend úti fyrir dyrunum í Káragerði og banka, dyrnar opnast og frammi fyrir mér stendur maður mikill vexti og mikilúðlegur á svip. Hann horfir á mig smá stund, glettið bros færist yfir andlitið og stráksleg- ur glampi kemur í augun, hann réttir mér hramminn og býður mér inn með einhverju huggulegu ávarpi sem við kunnum báðir að meta. Hann kallar inn í húsið ,,Það er kom- inn gestur Ásta, – ég set hann í horn- ið“. Ég sest í hornið og á móti mér sest húsbóndinn og líflegar samræð- ur hefjast með græskulausum glett- um. Auðvitað þótti sjálfsagt að hún Ásta stæði allan tímann í eldhúsinu með kaffikönnuna á lofti og með kök- ur á borði. Oft var hún þá nýkomin heim eftir vinnu í frystihúsinu og vafalaust dauðþreytt. En gestrisni hjónanna í Káragerði var slík að þau viku öllu öðru til hliðar, rausnar- skapurinn var þeim í blóð borinn. Við Hjörtur kynntumst fyrst fyrir alvöru þegar leiðir okkar lágu saman í margvíslegum félagsmálastörfum á Eyrarbakka. Hjörtur bar hag sveit- ar sinnar mjög fyrir brjósti enda lengi hreppstjóri og lét öll góð mál sem vörðuðu hag Eyrarbakka sig varða. Það var gott að vita af Hirti og eiga hann sem bakhjarl og samherja og það var aldrei nein lognmolla í kringum Hjört. Hann var óhræddur við að hafa sínar skoðanir á hlutun- um og var þá ekki alltaf mjúkur á manninn en undir hörðum skrápnum leyndist ljúfur drengur sem oftar en ekki reyndist lipur samstarfsmaður. Hjörtur var greiðugur og gott að leita til hans. Einu sinni sem oftar leitaði ég til Hjartar og þá til að undirbúa hús til flutnings sem Ungmennafélag Eyr- arbakka hafði keypt. Þegar við kom- um á staðinn þurfti að aftengja ofn- ana en ég hafði gleymt að taka rörtöng með. Hjörtur leit á mig með miklum þunga og blés útúr sér ,,Ertu ekki búinn að aftengja ofnana maður?“ Ég sá strax að nú mundi draga til tíðinda og kallaði á strák- ana Hrein og frænda hans, sem þá voru unglingar og með okkur í för og forðaði mér með þá út úr húsi. Eftir stutta stund heyrðum við gríðarleg- an gauragang inni í húsinu og allt lék það á reiðiskjálfi. Eftir svo sem 15 mínútur heyrðist ekkert hljóð lengur svo ég áræddi að opna dyrnar. Hjörtur stóð þar á miðju gólfi með alla ofnana aftengda í kringum sig, þann þyngsta um 300 kg. Mesti móð- urinn var þá runninn af Hirti, en það veit Guð að ég þorði ekki að minnast á rörtöng það sem eftir lifði dags og hvernig hann fór að því að aftengja ofnana án verkfæra, því hef ég ekki enn fengið svör við. Hjörtur var mikill vinnuþjarkur og verklaginn. Skóflan, kartöflu- kvíslin, hamarinn eða penninn, allt lék í höndunum á honum en þó held ég að hann hafi haft mest yndi af smíðum enda smiður góður. Það var gaman að koma í kjallarann til hans og skoða smíðisgripi eða húsgögn sem hann bólstraði og gerði sem ný fyrir marga. Í kjallaranum virtist orka athafnamannsins breyta um svip og í fínlega gerðum smíðisgrip- um sínum tjáði Hjörtur þær tilfinn- ingar listamannsins sem báru vott um mildi og hlýju sem nánir vinir hans urðu svo oft aðnjótandi í fé- lagsskap hans. Í Orðskviðum Salomons segir að ,,Væn kona sé kóróna manns síns“ og þegar ég nú kveð minn gamla vin sem ég kýs að gera í minningunni með því að rísa upp úr horninu mínu í eldhúskróknum í Káragerði vil ég segja þakka þér fyrir mig, Ásta mín, þú varst vissulega kórónan hans Hjartar. Drottinn Jesús styrki þig og blessi. Ég votta aðstandendum Hjartar samúð mína og bið þeim Guðs friðar. Ársæll Þórðarson. Hjörtur Leó Jónsson REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.