Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Regluleg þátttaka Íslend-inga í Feneyjatvíær-ingnum hófst 1984, þegarokkur bauðst að leigja
skála Finna, sem Alvar Aalto teikn-
aði, en áður höfðu nokkrir íslenzkir
listamenn sýnt þar á samsýningum
eða á sérstökum svæðum. 2005 vildu
Finnar fá skálann aftur og því verð-
ur íslenzka sýningin nú á nýjum
stað. Hanna segir að leigu-skálinn
hafi verið, eins og fleiri byggingar
Aalto fyrst og fremst byggingarlegt
listaverk, en erfiður fyrir myndlist,
en hann er hins vegar vel staðsettur,
við hliðina á ítalska skálanum og því
nutu íslenzku verkin góðs af þeim
mikla straumi sem þar lá um. Um
helmingur þeirra 70 þjóða, sem taka
þátt í Feneyjatvíæringnum, á skála
inni á aðalsýningarsvæðinu; Giardini
di Castelli, en framtíðaruppbygging
tvíæringsins hefur verið valinn stað-
ur þar sem heitir Corderi delĺ-
Arsenale og eru stórar samsýningar
listamanna þegar haldnar á þeim
slóðum. Íslendingar, eins og aðrar
þjóðir sem ekki eiga eigin skála, eiga
í vændum boð um lóð þar.
Sérstakt sýningarkerfi
og stór sýningarskrá
Christian Schoen, forstöðumaður
Kynningarmiðstöðvar íslenskrar
myndlistar, sem hefur umsjón með
framkvæmd íslenzku sýningarinnar,
valdi nýja húsnæðið, sem er talsvert
frá aðalsýningasvæðinu sjálfu, en
miðsvæðis í borginni og liggur vel
við aðalkanal hennar og líka einni
aðalbreiðgötunni. Það verður því
auðvelt að finna staðinn, þar sem
hann er í alfaraleið þeirra sem Fen-
eyjar heimsækja, ekki aðeins þeirra,
sem sækja Feneyjatvíæringinn,
heldur allra ferðamanna sem leggja
leið sína til Feneyja það hálfa ár,
sem tvíæringurinn stendur. Skálinn
er í gömlum flóðakjallara, sem
Hanna segir að sé ákaflega fallegt
sýningarrými, en ekki einfalt mál að
koma verki Steingríms þar fyrir. Ló-
an er komin samanstendur af 13
sjálfstæðum verkum með yfir 100
einingum; ljósmyndum, skúlptúrum,
textum, teikningum, myndböndum
og öðrum miðlum. Til þess að sýna
verkið hefur verið hannað sérstakt
sýningarkerfi, sem leyfir sýning-
arrýminu að halda sínum svip og
verkinu um leið að njóta sín sem
bezt. Uppistaðan í sýningarkerfinu
er grind sem er smeygt inn í sýning-
arrýmið, fest í loft og gólf og þeir
hlutar verksins, sem þurfa að hanga
uppi, eru festir á plötur á grindina.
Í sambandi við sýninguna á Fen-
eyjatvíæringnum hefur verið gefin
út sýningarskrá upp á 130 síður með
greinum um Steingrím Eyfjörð og
myndum af verkum hans og ýmsu í
kringum tilurð verksins Lóan er
komin. Með þessu segir Hanna að
fáist gott yfirlit yfir feril listamanns-
ins, en ekki séu mörg tækifæri fyrir
íslenzka myndlistarmenn til að fá
gefnar út bækur um verk sín. Það
veldur alltaf erfiðleikum hversu lítið
er til af prentuðum upplýsingum um
íslenzka listamenn og segir Hanna
að þegar þurfi að koma upplýsingum
um íslenzka þátttakandann til 350
erlendra fréttamanna og reiknað sé
með um 1200 fréttamönnum á Fen-
eyjatvíæringinn, þá sé erfitt um vik,
þegar lítið er af upplýsingum til þess
að vísa til. Útgáfumálin segir Hanna
mikið hagsmunamál, ekki einasta
einstakra listamanna heldur líka
myndlistarinnar almennt.
Þessi sýningarskrá er hluti af
þeirri áherzlu sem nú er lögð á
kynningarmálin, en til þeirra hefur
verið ráðið brezkt listkynningarfyr-
irtæki, Brunswick Arts.
Kostnaðaráætlun
upp á 40 milljónir
Samkvæmt upplýsingum frá
Kynningarmiðstöð íslenskrar mynd-
listar hljóðar kostnaðaráætlun við
þátttökuna í Feneyjatvíæringnum
upp á 40 milljónir króna.
Í upplýsingabæklingi um Ísland á
Feneyjatvíæringnum 2007 segir að
fjöldi bakhjarla eigi þátt í því að fjár-
magna verkefnið og eru taldir upp:
menntamálaráðuneytið, utanrík-
isráðuneytið, Reykjavíkurborg,
Baugur Group, Landsvirkjun,
Landsbankinn, Glitnir, Straumur
Burðarás fjárfestingarbanki, Trygg-
ingamiðstöðin, Icelandair, Is-
landstours á Ítalíu og Vodafone í
Þýzkalandi.
„Það hefur skapazt hér á síðasta
áratug hefð fyrir því að fyrirtæki
styrki menningarviðburði mjög
myndarlega,“ segir Hanna. „Það
hefur orðið gjörbylting á skilningi
opinberra aðila og hópur fyrirtækja
hefur líka komið til skjalanna. Auð-
vitað höfum við fengið synjanir líka.
Fyrirtæki verða að velja og hafna á
þessu sviði sem öðrum; það geta
ekki allir stutt allt, en á heildina litið
er ég mjög ánægð með árangurinn.
Það er bara mjög lýðræðislegt að
sem flestir komi að fjármögnun
verkefnis eins og þessu.
En það má ekki gleyma því, að
fjöldi fólks hefur unnið að verkefn-
inu endurgjaldslítið eða endur-
gjaldslaust og sá stuðningur er ekki
minna virði en stuðningur bakhjarl-
anna.“
Ekki einkamál listamannsins
„Það skiptir máli í þessu sam-
bandi,“ heldur Hanna áfram, „að ís-
lenzk fyrirtæki þekkja auðvitað bezt
til þess sem er að gerast í listalífinu
hér. Það blasir ef til vill ekki við af
hverju þátttaka í sýningu sem þess-
ari hefur slíkt vægi sem raun ber
vitni. En það sem skiptir máli er að
sá listamaður sem valinn er á Fen-
eyjatvíæringinn hverju sinni er fyrst
og fremst fulltrúi íslenzku þjóð-
arinnar. Þátttaka hans skiptir ekki
aðeins máli fyrir feril hans sjálfs
heldur getur hún líka vakið áhuga
alþjóðamyndlistarsamfélagsins á ís-
lenzkum listamönnum og íslenzkri
myndlist yfir höfuð. Það njóta allir
góðs af; myndlistarsamfélagið,
menningarsamfélagið og íslenzka
samfélagið allt.
Það skiptir líka máli að almenn-
ingur fái að sjá þau verk sem sýnd
eru í Feneyjum. Verk Steingríms
Eyfjörð verður sýnt í Hafnarhúsinu
í janúar á næsta ári og verkið, eða
hluti af því, sýnt á vegum Lands-
virkjunar sumarið eftir. Þátttaka í
Feneyjatvíæringnum er ekki einka-
mál listamannsins, þó að hún sé
sannarlega stórt tækifæri fyrir
hann, heldur er hann fulltrúi fólksins
og því skiptir gríðarlegu máli að
verk hans sé líka aðgengilegt hér
heima.“
Um verk Steingríms segir Hanna,
að þar sé fléttað saman ólíkum þráð-
um, íslenzkum sögum og hind-
urvitnum og mjög flókinni heim-
speki með alþjóðlegum
skírskotunum. Verkið eigi því að
höfða jafnt til áhugafólks sem fag-
fólks.
Í kynningu segir: „Steingrímur
kafar djúpt í menningararfleifð Ís-
lendinga og nútímalega tjáningu
hennar, en endurskoðar um leið þá
tjáningu og setur hana í annað og
margræðara samhengi en oftast er
raunin. Þungamiðja verksins er
Gerðið. Gerðið sjálft er smíðað eftir
leiðbeiningum huldumanns sem
Steingrímur komst í samband við í
gegnum miðil en verkið lýsir ferð
listamannsins til heimkynna huldu-
manns á Suðurlandi til að kaupa af
honum kind.“
Lóan er komin er sagt falla einkar
vel að yfirskrift Feneyjatvíærings-
ins 2007, en í hana megi lesa „við-
snúning á viðteknum hugmyndum
um þekkingarsköpun, sem er ein-
mitt ríkur þáttur í verkum Stein-
gríms og kemur skýrt fram í áhuga
hans á fyrirbærum sem eru and-
stæða rökhyggjunnar, s.s. hind-
urvitnum og þjóðsögum.“
Sautjándu aldar flóðakjallari
sem er í alfaraleið í Feneyjum
Íslendingar sýna nú á
nýjum stað á Fen-
eyjatvíæringnum; verk
Steingríms Eyfjörð,
Lóan er komin, verður
sýnt í gömlum flóða-
kjallara í 17. aldar
byggingu miðsvæðis í
Feneyjum. Hanna
Styrmisdóttir er sýn-
ingarstjóri þessa nýja
íslenzka skála. Frey-
steinn Jóhannsson
hitti Hönnu að máli.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Úr hulduheimi Ein af á annað hundrað einingum í verki Steingríms Ey-
fjörð sem verður fulltrúi Íslands í á Feneyjatvíæringnum 2007.
Bjartsýn Hanna Styrmisdóttir er
ánægð með undirbúninginn.
Í HNOTSKURN
»Feneyjatvíæringur verðuropnaður almenningi 10. júní
og stendur til 21. nóvember.
Formleg opnun íslenzka skálans
verður 6. júní, en hann er á nýj-
um stað miðsvæðis í borginni.
»Fyrsti Feneyjatvíæringurinnvar 1895. Framan af var
myndlist eina viðfangsefnið, en
síðan hefur tvíæringurinn fært
út kvíarnar á svið kvikmynda-
listar, byggingarlistar, tónlistar,
leiklistar og danslistar.
»Jóhannes Kjarval og Ás-mundur Sveinsson voru
fyrstu fulltrúar Íslands á Fen-
eyjatvíæringnum 1960.
»Yfir 70 þjóðir senda fulltrúa sína á myndlist-
arhlutann annað hvert ár. Gestir
sýningarinnar eru hátt í milljón
manns.
Glæsihús Íslenzki sýningarskálinn á Feneyjatvíæringnum 2007 verður á nýjum stað; í flóðakjallara þessa
sautjándu aldar húss, sem er miðsvæðis í Feneyjaborg og stendur við aðalkanalinn og nálægt aðalbreiðgötunni.