Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í fangelsi í 3 mánuði fyrir skjalafals. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri var dæmdur í 9 mánaða fangelsi. Fullnustu refsinga er frestað og falla þær niður að liðn- um 2 árum frá birtingu dómsins haldi þeir almennt skilorð. Ákæru á hend- ur Jóni Gerald Sullenberger var vís- að frá. Tíu ákæruliðum var vísað frá. Jón Ásgeir var sýknaður af sjö ákæruliðum en sakfelldur af einum lið, að hafa látið gefa út tilefnislausan reikning frá fyrirtækinu Nordica. Tryggvi var sýknaður af fjórum ákæruliðum og sakfelldur í fjórum ákæruliðum, en þeir vörðuðu reikn- inga frá Nordica og SMS í Færeyjum og bókhaldsbrot við sölu hlutabréfa. Dómurinn í gær er annar héraðs- dómurinn sem fellur í máli gegn stjórnendum Baugs. Upphaflega var gefin út ákæra í 40 liðum. 32 þessara liða var vísað frá og staðfesti Hæsti- réttur þann dóm. Dómur gekk í þeim 8 ákæruliðum sem eftir stóðu og var sýknað í þeim öllum. Eftir að nýr sak- sóknari var settur til að fara yfir mál- ið gaf hann út nýjar ákærur í 19 lið- um. Héraðsdómur vísaði fyrsta lið ákærunnar frá og var sú niðurstaða staðfest í Hæstarétti. Vísað frá vegna óskýrra refsiheimilda Fyrstu níu liðir ákærunnar varða ólögmætar lánveitingar Baugs hf. til Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf., Fjárfars ehf. og Kristínar Jóhannes- dóttur. Það er Jón Ásgeir sem er ákærður fyrir brot á hlutabréfalög- um í þessum liðum. Í dómnum kemur fram að verkn- aðarlýsing lúti ekki að athöfnum ein- staklinga heldur hlutafélags. Bent er á að í 69. gr. stjórnarskrárinnar segi að engum verði gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um hátt- semi, sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað. „Þetta ákvæði hefur í fram- kvæmd verið talið gera ákveðnar kröfur til skýrleika refsiheimilda, meðal annars með hliðsjón af túlk- unum á 6. og 7. gr. mannréttindasátt- mála Evrópu,“ segir í dómnum og er þar vísað til nýlegs dóms í svokölluðu olíusamráðsmáli, en þar var máli for- stjóra þriggja olíufélaga vísað frá dómi vegna skorts á skýrleika refsi- heimilda. Dómararnir komast að sömu niðurstöðu varðandi þennan hluta ákærunnar og vísa honum frá. Galli talinn vera á ákæru Í 10. lið ákærunnar var Jóni Ás- geiri gefið að sök meiri háttar bók- haldsbrot með því að hafa látið færa í bókhaldi Baugs sölu félagsins í Baug- i.net ehf. á óeðlilegu verði. Í dómnum segir að til að ákæra geti uppfyllt skilyrði laga „verður verknaðarlýsing hennar að vera þannig úr garði gerð að hvorki ákærði né dómari þurfi að vera í vafa um hvaða refsiverð háttsemi ákærða er gefin að sök. Verður að vera hægt að ráða þetta af ákærunni einni sam- an og skiptir engu hvaða ályktanir megi draga af rannsóknargögnum eða hvað ákærða kann að vera ljóst vegna rannsóknar málsins. Með ákærunni á þannig að leggja full- nægjandi grundvöll að málinu svo hægt sé að fella dóm í því samkvæmt því sem í ákærunni er tilgreint. Í þessum ákærulið er ætluðu broti ákærða ekki lýst og er ákæruliðurinn því ekki í samræmi við nefnt laga- ákvæði og óhjákvæmilegt að vísa honum frá dómi. Breytir engu um þessa niðurstöðu að í ákæruliðnum er talað um að tilkynningar Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands hafi byggst á „framangreindri rangfærslu“, enda rangfærslunni í engu lýst,“ segir í dómnum. Ekki stórfellt gáleysi Í 11. lið ákærunnar er Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa látið rangfæra bókhald Baugs og búa til gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskipt- um. Jafnframt er Jón Ásgeir sakaður um að hafa látið senda Verðbréfa- þingi tilkynningu sem hann hafi vitað að innihélt rangar upplýsingar. Málið varðar tiltekið fylgiskjal, sem dóm- urinn telur sannað að sé efnislega rangt. Tryggvi taldi að misskilningur hefði átt sér stað við gerð fylgiskjals- ins og telur dómurinn að sá fram- burður hafi fengið stuðning af fram- burði fjármálastjóra Baugs, sem taldi ekki útilokað að slíkt hefði átt sér stað. „Samkvæmt þessu er ósannað að ákærði, Tryggvi, hafi af ásetningi eða af stórfelldu gáleysi látið búa til fylgi- skjalið með hinu ranga efni og verður hann því sýknaður af þessum ákæru- lið. Þá er ósannað að ákærði, Jón Ás- geir, hafi vitað um þau gögn sem til urðu í samskiptum þeirra ákærða, Tryggva, og fjármálastjórans og færslu þeirra. Það er einnig ósannað að ákærði hafi vitað annað en tilkynn- ingar, sem sendar voru Verðbréfa- þingi Íslands, hafi verið réttar. Ákærði, Jón Ásgeir, er því einnig sýknaður af því sem á hann er borið í þessum ákærulið.“ Í 12. lið ákærunnar er Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa látið rangfæra bókhald Baugs hf. og hagað því með þeim hætti að það gæfi ranga mynd af viðskiptum og notkun fjár- muna. Málið varðar samskipti Baugs og Kaupþings vegna sölu á hlutabréf- um í Baugi og þóknun vegna sölunn- ar. „Með framburði ákærðu og vitna, sem rakinn var, er sannað að ákærðu töldu sig eiga kröfu á Kaupþing hf. vegna þóknunar fyrir sölu hluta- bréfa. Þótt ekkert skjal hafi verið gert um kröfuna, og ekkert formlegt samkomulag, er sannað, með fram- burði framangreindra vitna, að hún var til og var gerð upp í viðskiptum Baugs hf. og Kaupþings hf. síðar og í framhaldinu bakfærð, eins og lýst er í ákærunni. Af þessu leiðir að ósannað er að ásetningur ákærðu hafi staðið til þess að rangfæra bókhald Baugs hf. eins og þeim er gefið að sök. Það var hins vegar gáleysi af þeirra hálfu að afla ekki gagna, sbr. 8. gr. bók- haldslaga, áður en þeir létu færa kröfuna. Krafan átti sér hins vegar stoð í viðskiptum og þess vegna met- ur dómurinn gáleysi ákærðu ekki stórfellt. Samkvæmt þessu verða þeir sýknaðir af þessum ákærulið. Með sömu rökum er ákærði, Jón Ásgeir, sýknaður af ákæru um rangfærslu skjala og brot gegn hlutafélagalög- um.“ Í 13. lið ákærunnar er Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa látið rangfæra bókhald Baugs hf. vegna viðskipta sem tengdust kaupum Baugs á 10-11 verslunarkeðjunni. Ákærðu neituðu sök og telur dómur- inn að skýringar þeirra séu studdar framburði vitna. „Það er niðurstaða dómsins að ósannað sé að viðskipti þau sem þessi ákæruliður fjallar um hafi ekki átt sér stað og því hafi færsl- urnar sem byggðust á þeim verið réttmætar. Af þessu leiðir að ákærðu verða sýknaðir af þessum lið ákær- unnar. Með sömu rökum er ákærði, Jón Ásgeir, sýknaður af ákæru um rangfærslu skjala og brot gegn hluta- félagalögum.“ Tryggvi dæmdur vegna við- skipta með bréf í Arcadia Í 14. lið ákærunnar er Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að láta færa í bókhaldi Baugs hf. þrjár rangar færslur sem tengjast viðskiptum með hlutabréf í Arcadia. Ákæruliður þessi, sem í þremur hlutum, varðar færslur sem ákæru- valdið telur rangar, en þær tengjast allar innbyrðis. Fyrsti hluti ákærulið- arins varðar það að færsla á sölu hlutabréfa í Arcadia með færsludegi 31. desember 2000 hafi verið röng. Salan hafi ekki átt sér stað. Í dómn- um er tekið undir þetta. Hlutaféð hafi með samningnum verið afhent Kaup- thing Lux til vörslu, en ekki selt og hafi færslan því verið röng. Annar hlutinn varðar færslu 2. febrúar 2001, þar sem látið er líta út fyrir að innborgun á bankareikning Baugs hf. á Íslandi sé greiðsla frá Kaupþingi hf. á kaupverði hlutabréf- anna í Arcadia. Dómurinn telur sömuleiðis sannað að um ranga færslu hafi verið að ræða og að Fengu dóm fyrir tilhæfu- lausan kreditreikning Jón Ásgeir Jóhannesson var dæmdur fyrir einn lið af 16 sem hann var ákærður fyrir. Tryggvi Jónsson var dæmdur fyrir fjóra ákæruliði. Átta ákæruliðum var vísað frá vegna óskýrleika refsi- heimilda og tveimur var vísað frá vegna galla á ákæru. Morgunblaðið/RAX Verjendur Gestur Jónsson, Jakob Möller og Brynjar Níelsson, verjendur sakborninga, virtust rólegir þegar þeir biðu eftir því að dómur yrði kveðinn upp. Í HNOTSKURN »Rannsókn Baugsmálsinshófst 25. ágúst 2002 þegar Jón Gerald Sullenberger lagði fram kæru á hendur Jóni Ás- geiri og Tryggva. »Á grundvelli framburðarJóns Geralds var heimiluð húsleit hjá Baugi og Aðföng- um en hún átti sér stað 28. ágúst sama ár. »Ákærur voru gefnar út ímálinu í 40 liðum 1. júlí 2005 en 32 þeirra var vísað frá og sýknað var í 8 liðum. »Nýjar ákærur í 19 liðumvoru gefnar út 30. júní í fyrra.        ! ()  #* #+ ,     - .   *  + , ' /  0 /  "   1 /)  2/    1 /)  2/  3$2 4  1 /)  2/   567 % 867 %0 / 8 /  867 %0 / 8 / 867 %0 / 8 /# 7  0 94 867 %0 / 8 /# 2# 867 %0 /  2' % :7)4  /  & % :7)4  /  !;!3) <$ 867 %0  7  0 94 3$2 % 2 / :7" 3$2 % 2 /   6 / =/$ % 56(/ 56(/ 56(/ 56(/ 56(/ 56(/  /: <// 56(/  /: <// 56(/  /: <// 56(/  /: <// 56(/ >: <// /56 % 56(/  /: <// 56(/  /: <// 56(/  /: <// : <// ()  * %"%' +# ,  * %-" ' . " " !"   * %-" ' . " " !"   * %-" ' . " " !"   * %-"   # . %  . %  . %  /' 0" . %1- "  /' 0" 1- "  #" /' 2" -* % /' 0" . %1- "  /' 0" . %1- "  . %  * %-"   # &  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.