Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Guð-mundsdóttir fæddist á Egils- stöðum, Ölf- ushreppi, Árnes- sýslu, 24. desember 1935. Hún lést á Líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 28. apríl síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Stein- dórsson, f. 18. apríl 1906, d. 2. febrúar 1965, og Markúsína Jónsdóttir, f. 19. mars 1900, d. 8. desember 1994. Systkini Guðrúnar voru Jónína, f. 1929, María f. 1931, d. 1974, og Steindór, f. 1933. Guðrún giftist 26. desember 1958 Ástþóri Runólfssyni húsa- smíðameistara, f. 16. október 1936, frá Vestmannaeyjum. For- eldrar hans voru Runólfur Run- ólfsson f. 1899, d. 1983, og Unn- ur Þorsteinsdóttir, f. 1904, d. 1947. Guðrún og Ástþór eign- uðust fimm börn, þau eru: 1) 1987, unnusta hans er Kamilla Dögg Guðmundsdóttir, c) Kon- ráð, f. 1992 og d) Kolbeinn, f. 1994. 4) Hulda, f. 15. september 1964, gift Aðalsteini Guðmanns- syni, börn þeirra eru: a) Hákon, f. 1991, b) Ævar, f. 1995 og c) Haukur, f. 2001. 5) Runólfur Þór f. 1. mars 1978, kvæntur Heið- rúnu Ólöfu Jónsdóttur, börn þeirra eru: a) Ástþór Ingi, f. 2002 og b) Kristján Daði, f. 2005. Guðrún ólst upp í foreldra- húsum og gekk í skóla í Hvera- gerði. Hún vann við bú foreldra sinna á sumrin og í Vinnufata- gerðinni í Reykjavík á veturna. Hún fór í Húsmæðraskóla í Reykjavík 1957. Guðrún og Ást- þór hófu búskap í Laufási, æsku- heimili Ástþórs, í Vestmanna- eyjum en fluttu til Reykjavíkur 1964. Þar bjuggu þau í Gnoð- arvogi en síðan í Þúfuseli. Síð- ustu 18 árin vann hún við að- hlynningu aldaðra, fyrst í Seljahlíð og síðar í Furugerði, ásamt því að vera dagmamma barnabarna og barnabarnabarna sinna. Félagsstörfum sinnti Guð- rún af alúð, sat í stjórn Kven- félags Seljasóknar og Bjarkanna kynningarklúbbi, þar sem hún var ein af stofnendum. Útför Guðrúnar fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 4. maí kl. 15. Hildur, f. 31. maí 1959, gift Jóhanni Ólafi Jónssyni, börn þeirra eru: a) Guðný Debora f. 1990 og b) Markús Már f. 1992, börn Hildar frá fyrra hjónabandi eru: c) Erla Sylvía f. 1978 í sambúð með Jonat- hani Gerlach Ped- ersen sonur þeirra er Guðjón Ingi Ger- lach, f. 2004 og d) Elva Guðrún, f. 1981, í sambúð með Magnúsi Heiðari Magnússyni, sonur hans er Magnús Hrannar, f. 1999. 2) Guðmundur Már, f. 19. október 1961, börn hans eru: a) Ástþór Reynir, f. 1978, kvæntur Ásrúnu Ósk Bragadóttur, börn þeirra eru: Guðmundur Bragi, f. 2002, og Katrín Ósk, f. 2005, b) Ásdís Rut, f. 1989, unnusti hennar er Hilmar Þór Guðmundsson og c) Gísli Már, f. 1994. 3) Hlín f. 30. nóvember 1962, gift Hrafnkeli Marinóssyni, börn þeirra eru: a) Kolbrún, f. 1983, b) Kjartan, f. Elsku amma Okkur strákana langar að skrifa nokkur orð til þín. Að skrifa minn- ingargrein um þig er eins og að skrifa ævisögu okkar strákanna. Við höfum þekkt þig síðan við munum eftir okkur. Þú hefur alltaf verið til staðar til að hjálpa okkur þegar við þurftum á hjálp þinni að halda. Það er sárt að þú sért ekki lengur hér, en í hjarta okkar ertu alltaf hjá okkur. Þúfusel hefur verið eins og heimili fyrir okkur alla. Að koma aftur þang- að verður aldrei eins en minningin um þig mun alltaf hlýja okkur þó þú sért ekki lengur þar. Við eigum eftir að sakna þess að eyða ekki fleiri stundum með þér. Sérstaklega mun- um við sakna ferðanna í sumarbú- staðinn, að fá heimabakaðar flatkök- ur og volga kryddköku með mjólk. Allt þetta hefur hjálpað okkur að halda vinskap okkar á milli í gegnum tíðina. Þín ástkæru barnabörn, Hákon, Markús Már, Konráð, Kolbeinn, Gísli Már og Ævar. Elsku amma. Mikið ofboðslega er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Við vissum að þessi dagur myndi koma en við vissum ekki að hann kæmi svo fljótt, vissum ekki að þetta yrði svona erfitt og sárt. Þegar við hugsum til baka þá er enn erfitt að skilja hvernig þessi sjúkdómur virkar og af hverju hann tók þig frá okkur, en svona er lífið óútreiknan- legt, við verðum að halda áfram og þú að fylgjast með okkur eins og þú hefur ávallt gert. Fyrir ári síðan varst þú flottasta, fjörugasta og dug- legasta 70 ára kona sem við þekkt- um. Þú varst alltaf með fullt hús af fólki, Þúfuselið var eins og sam- komuhús, þar sem ætíð var fjör og gaman. Þú reyndir að halda þínu striki eftir að þú veiktist en krabba- meinið náði taki á þér og í fyrsta skipti þurftir þú að treysta á hjálp annarra, áður hafði öll fjölskyldan treyst á þína hjálp. Þegar við látum hugann reika og hugsum til baka þá eru ófáar minn- ingarnar sem við eigum úr Þúfusel- inu. Þegar maður kíkti í heimsókn þá var sama hversu stutt maður ætlaði að stoppa hjá ykkur afa, þú varst ekki lengi að skella hálfum ísskápn- um á borðið, setja á þig svuntuna og kveikja á hrærivélinni. Áður en mað- ur vissi af var ilmandi jólakakan komin á borðið og stoppið sem átti að verða stutt ílengdist um nokkrar ánægjulegar klukkustundir. Þú varst þekkt innan fjölskyldunnar sem mikill safnari og það mátti yf- irleitt ekki henda neinu, sama hversu gamalt og slitið það var. Okk- ur er minnisstætt eitt skiptið þegar taka átti til í geymslunni og fara með gamalt dót á haugana. Ekki varð mikið úr þeirri ferð þar sem þú sást iðulega verðmæti í hverjum hlut og úr varð endurröðun á „drasli“ í stað tiltektar. Annað sem ekki fór fram hjá neinum er hve dugleg þú varst að passa barnabörnin þín og barna- barnabörn. Þú varst svokölluð „já- manneskja“ – sagðir iðulega já við öllu og vildir allt fyrir alla gera. Þú vildir alltaf hafa mikið af fólki í kringum ykkur afa og vildir til dæm- is ekki heyra á það minnst að selja stóra húsið ykkar því þú varst svo hrædd um að gestagangurinn myndi minnka í kjölfarið. Þó oft hafi verið mikið fjör í Þúfuselinu var mjög gott að kíkja í rólegt kvöldkaffi og spjalla við ykkur afa, þar sem þú sast í sæt- inu þínu og heklaðir dúllur í frægu teppin þín sem þú síðan gafst áfram til barna og barnabarna. Við lítum allar á Þúfuselið sem okkar annað heimili enda höfum við allar verið búsettar þar á einhverjum tíma- punkti. Það mun ekki breytast þrátt fyrir að þú sért farin en það verður erfitt að venjast þeirri tilhugsun að þú sért ekki lengur á meðal vor. Með þessum orðum viljum við kveðja þig, elsku amma. Guð varð- veiti þig að eilífu. Þínar dótturdætur, Erla Sylvía, Elva Guðrún, Guðný Debora og fjöl- skyldur. Elsku besta Amma. Þegar við hugsum tilbaka, hversu gott var að kíkja uppí Þúfu og fá sér heita jólaköku og mjólk sem var allt- af til á borðinu hjá henni ömmu okk- ar. Amma sem var alltaf jafn góð við okkur og manni leið alltaf svo vel í návist hennar. Erfitt að hugsa til þess að þú hafir orðið svona veik, því við vorum alveg viss um það að þú myndir vera hjá okkur mikið lengur, þú varst alltaf jafn hress og kát, al- veg sama hvað bjátaði á. En þín verður sárt saknað, elsku amma, vegna þinnar lífsgleði og allra þeirra minninga sem þú hefur gefið okkur í gegnum tíðina. Hvíldu í friði, elsku amma Þín barnabörn, Kolbrún og Kjartan. Elsku amma okkar. Eftir langa baráttu ertu nú farin á betri stað, þín verður sárt saknað. En við höldum í allar góðu minningarnar úr Þúfusel- inu, Egilsstöðum og bústaðnum. Amma Guðrún var fyrirmynd allra sem stefna að því að vera hjartagóðir og umhyggjusamir, tala nú ekki um allan þann góða mat sem þú hefur eldað ofan í okkur. Við munum seint gleyma þeim ótal- mörgu jólakökum og flatkökum sem við höfum fengið frá þér. Þú kenndir okkur ómeðvitað að það eru ekki endilega stóru hlutirnir sem skipta mestu máli, við munum til dæmis alltaf minnast þess hvernig þú bjóst um rúmið þegar við komum í pössun og hvernig þú brettir uppá sængina þannig að rúmið varð miklu hlýlegra. Þökkum fyrir allar þær góðu stundir sem þú hefur gefið okkur. Við munum ávallt minnast þín sem góðu ömmu okkar sem alltaf var hægt að leita til. Sama hvað var að eða hvert okkar þurfti passa, amma var alltaf tilbúin. Hvíldu í friði, elsku amma okkar, þú átt alltaf þinn stað í hjörtum okk- ar. Ásdís Rut og Ástþór Reynir. Hún tengdamóðir mín, Guðrún, er nú látin og vil ég því minnast hennar í örfáum orðum. Þó allir hefðu verið undir þessa staðreynd búnir, vegna veikinda hennar, þá er það einhvern veginn þannig að þegar að stundinni kemur þá er enginn tilbúinn. Ég man ennþá þegar ég sá Guð- rúnu fyrst, hvað hún var glæsileg og glaðvær kona. Guðrún var fædd og uppalin að Egilsstöðum í Ölfusi. Æskuheimilið var henni mjög kært, hún kom þar mjög oft og þá sérstaklega á meðan móðir hennar Markúsína bjó þar. Öll börn Guðrúnar fóru til sumardvalar að Egilsstöðum. Guðrún byggði ásamt eiginmanni sínum Ástþóri glæsilegt fjölskyldu- heimili að Þúfuseli 2 í Reykjavík. Á þessu hlýlega heimili var gott að vera, mikil gleði ríkti þar og allir voru velkomnir, hvort sem það var til lengri eða styttri tíma. Guðrún lagði metnað sinn í að hafa allan hópinn hjá sér og að öllum liði vel. Sérstak- lega voru henni jólin og áramótin kær og þá var allur hópurinn hjá henni. Þau hjónin byggðu ásamt börnum sínum sumarhús að Kiðjabergi og fjölskyldan kom þar oft saman síð- ustu árin. Barnabörnin dvöldu oft með þeim hjónum þar á sumrin. Guðrúnu var sérstaklega annt um fjölskyldu sína og fór enginn var- hluta af því. Síðustu æviár sín bjó Markúsína móðir Guðrúnar á heimili hennar. Oft voru þar einhver af yngstu barnabörnunum hennar og börn annarra ættingja á meðan þau höfðu ekki aldur til að fara á leik- skóla. Allir drengirnir mínir nutu þessarar umhyggju hennar. Ég og fjölskylda mín vorum þeirra gæfu njótandi að búa aðeins í nokkur hundruð metra fjarlægð frá heimilli hennar. Söknuður okkar á eftir að verða mikill. Síðari ár starfaði Guðrún við umönnunarstörf að Furugerði í Reykjavík. Guðrún tók virkan þátt í félagslífi. Hún ferðaðist mikið bæði innanlands sem utanlands. Ég var þess heiðurs njótandi að ferðast með henni í nokkrum af þessum ferðum. Elsku Guðrún, nú er komið að því að kveðja, takk fyrir allar samveru- stundirnar sem ég og fjölskylda mín áttum með þér, þessar stundir skilja eftir góðar minningar um þig og nærveru þína. Aðalsteinn Guðmannsson. Mig langar til að minnast elsku- legrar tengdamóður minnar með nokkrum orðum. Ég hitti Guðrúnu fyrst árið 1992 og þá var ég aðeins 14 ára gömul. Alveg frá fyrstu stundu tók hún mér opnum örmum með sinni glaðværð og hlýju og bauð mig strax velkomna í fjölskylduna. Nokkrum árum seinna þegar for- eldrar mínir bjuggu í Svíþjóð, var hún mér í raun sem móðir sem ég gat alltaf leitað til, það var ómetanlegt. Guðrún var einstök kona sem allir geta tekið sér til fyrirmyndar. Hún var með afskaplega góða nærveru og manni leið alltaf vel í kringum hana. Hún var með mikið jafnaðargeð og ávalt glöð og kát. Guðrún gerði sjald- an veður út af hlutunum og gat alltaf séð björtu hliðarnar á lífinu. Þolin- mæði hennar og yfirvegun var líka ótrúleg. Hún naut þess að hafa marga í kringum sig og þá sérstak- lega barnabörnin og barnabarna- börnin sem hún passaði ósjaldan og var dagmamma þeirra flestra. Hún eldaði og bakaði ofaní alla þá fjöl- mörgu sem áttu leið um Þúfuselið og sá til þess að enginn færi svangur þaðan. Hún var alltaf boðin og búin að aðstoða með pössun, eða hvað sem var. Hún hugsaði iðulega fyrst um aðra og hikaði ekki við að breyta sínum plönum til að geta aðstoðað eða létt undir með öðrum. Þegar hún og Ástþór fóru í sum- arbústaðinn um helgar og á sumrin tóku þau mjög oft nokkur barnabörn með sér, sem unnu sér vel í sveitinni. Hún naut þess að ferðast og síð- asta utanlandsferðin sem hún átti var fyrir nákvæmlega ári síðan. Þá komu þau hjónin í heimsókn til okk- ar Runólfs í Kaupmannahöfn. Þar áttum við ógleymanlegar stundir saman í yndislegu veðri. Stuttu seinna greindist hún með krabbamein. Það kom okkur öllum í opna skjöldu, enginn hafði búist við þessu, þar sem Guðrún hafði alltaf verið svo ótrúlega heilsuhraust og ungleg. Það var afar erfitt fyrir okk- ur Runólf að vera svona langt í burtu á meðan hún var að berjast við þenn- an illvíga sjúkdóm. Við hefðum svo gjarnan viljað geta stutt hana betur og verið meira á landinu. En Guðrún tók sjúkdómnum með ótrúlegu æðruleysi og kvartaði aldrei. Guðrúnar á eftir að verða sárt saknað en við minnumst hennar með miklu þakklæti fyrir allt það sem hún gerði fyrir okkur og mun hún ávalt eiga stórt pláss í hjörtum okkar allra. Blessuð sé minning hennar. Heiðrún Ólöf. Elsku tengdamamma. Þegar ég sest niður og byrja að skrifa til þín er svo ótrúlega margt sem mig langar að skrifa um en kem því engan veg- inn fyrir á einu blaði. Það er svo óraunverulegt að þú skulir vera farin eins hress og þú varst. Alltaf hugs- aðir þú um að öllum liði sem best og gleymdir iðulega sjálfri þér. Þegar þú kvaddir okkur að kvöldi síðasta laugardags var okkur efst í huga að væri bara hægt að vekja þig og vor- um viss um að þú hefðir byrjað á því að segja „hvaða vesen er þetta, eruð þið öll hérna vegna mín“. En stað- reyndin er sú að þú ert farin við eig- um þig bara í minningunni og sú minning er góð. Með okkur tókst gott samband þegar ég var að fagna fæðingu Kollu, dóttur okkar Hlínar, smávaltur á fótunum um miðja nótt! þegar við í sameiningu vöskuðum upp allt sparistellið þitt án þess að á það kæmi rispa. Barnabörnunum og barnabarnabörnunum hefur fjölgað og ég held að það sé eins og að reyna að telja stjörnurnar að hafa tölu á þeim skiptum sem þú hefur passað þau, alltaf tími og aldrei sagt nei. Ótal skipti tekið þau með í bústaðinn Laufás í Kiðabergi og jafnvel í marga daga. Það var alveg sama hvert var verið að fara, vinnuferðir, veiðitúra eða skemmtiferðir, alltaf varst þú tilbúin með nesti og þar var að finna bestu jólakökur í heimi sem enginn gat bakað betur en þú. Þegar þú fórst að vinna fyrir nokkrum ár- um fyrir utan heimilið kom það fyrir að þú varst ekki með okkur á gaml- árskvöld vegna vakta. Þá fann mað- ur hvað vantaði þegar þú varst ekki og alltaf tilhlökkun krakkanna, hve- nær kemur amma? Samheldni fjöl- skyldunnar er mikil og átt þú stóran þátt í þeirri samheldni, Þúfuselið alltaf galopið öllum, sama á hverju stóð. Eitt sinn fórum við Guðmundur Már í Þórsmörk ásamt sameiginleg- um vini, þetta var 2. janúar í miklu frosti. Þú hafðir ekki áhyggjur af ferðalagi okkar heldur varst þú mest miður þín yfir sviðahausum sem þú hafðir fundið til fyrir okkur og við gleymt á tröppunum. Við vorum reyndar með slatta af brauði sem þú hafðir smurt og dugði sá skammtur alveg. Prjóna sokka og hekla teppi þar voru barnabörnin efst í huga þér, að þeim yrði aldrei kalt, ekki veit ég hvað þú er búin að gera við margar vinnubuxur af mér og strákunum en þær eru þó nokkrar. Til dæmis kenndir þú strákunum mínum að reima skó án þess að losa slaufuna. Allt eru þetta smáatriði sem skipta kannski ekki máli en eru okkur samt dýrmæt þegar maður horfir til baka og veit að margt af þessu kemur aldrei aftur. Þú átt svo mikinn þátt í hvernig líf fjölskyldunnar hefur þróast, eitthvað sem fáir tóku eftir en þú hafðir þitt fram, ekkert fór fram hjá þér en þú varst samt aldrei að trana þér neitt fram. Elsku Guð- rún, nú hefur þú lagt frá þér prjón- ana en lætur okkur um minninguna um dásamlega mömmu,tengda- mömmu, ömmu og langömmu. Hrafnkell. Nú þegar vorið fyllir loftið og við sjáum líf kvikna hvert sem litið er hefur ástkær systir og frænka yfir- gefið þessa jarðvist. Hún kvaddi á friðsælan og kyrrlátan hátt og var að leiðarlokum þakklát fyrir það sem lífið hafði gefið henni. S.l. tíu mánuði barðist Guðrún af einstöku æðruleysi við illvígan sjúk- dóm sem um tíma leit út fyrir að hún hefði sigrað en því miður varð hún að lúta í lægra haldi fyrir honum að lok- um. Okkur setur hljóð og það er sárt að horfast í augu við það að Guðrún sé farin. Við höfum yljað okkur við minn- ingarnar sem hafa komið fram ein af annarri undanfarna daga. Við minn- umst einstakrar gestrisni Guðrúnar sem við fengum ósjaldan að njóta hvort sem var í Gnoðarvoginum, Þúfuselinu og eins í bústaðnum í Kiðjabergi. Hvenær sem komið var til Guðrúnar var ævinlega slegið upp veisluborði og voru það engin venju- leg veisluborð því að baki þeirra var kona með stórt hjarta sem var svo umhugað um að hitta fólkið sitt, þar deildi hún skoðunum sínum en hún hafði sterka og ákveðna lífsýn en ekki síst fannst henni mikilvægt að gleðjast með ættingjum og vinum. Guðrún var einstaklega frændrækin og dugleg að kalla saman stórfjöl- skylduna og notaði hún til þess hvert tækifæri. Með gjörðum sínum frekar en orð- um tjáði hún okkur væntumþykju sína. Hún bjó yfir dyggðum sem ekki eru öllum gefnar og eru af sumum taldar á undanhaldi í hröðu sam- félagi nútímans, dugnaður og elja einkenndu líf hennar svo og um- hyggja fyrir sínum nánustu en fjöl- skyldan var henni mikilvægust af öllu. Hún ól ekki eingöngu upp sín eigin börn heldur tók hún mikinn þátt í uppeldi barnabarna sinna og einnig lítilla frændsystkina á fyrstu æviárum þeirra. „Dagömmu“-hlut- verkinu sinnti hún eins og öllu því sem hún tók sér fyrir hendur með glæsibrag og full áhuga. Við erum henni afar þakklát fyrir hlutdeild hennar í lífi okkar barna. Við minnumst fallegrar konu sem hafði búið sér og fjölskyldu sinni glæsilegt heimili og er óhætt að segja að hver fermetri í stóra húsinu hennar og Ástþórs hafi verið vel nýttur. Hugur okkar er þessa dagana hjá Guðrún Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.