Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HÓPUR arkitekta hefur skilað skipulagssviði Reykjavíkurborgar tillögum sínum að því hvernig eigi að standa að uppbyggingu á reit- unum þar sem bruninn mikli varð í Lækjargötu og Austurstræti síðasta vetrardag. Funduðu borgaryfirvöld um tillögur hópsins á miðvikudag og munu ræða þær áfram á næstunni. Ekki fæst upp gefið enn sem komið er út á hvað tillögurnar ganga. Það var Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarstjóri sem fékk vinnu- hópinn til að semja tillögur að því hvernig ætti að standa að endur- byggingu húsanna sem skemmdust í brunanum. Niðurrif húsarústanna í Austur- stræti 22, þar sem áður var veit- ingastaðurinn Pravda, hefur farið fram að undanförnu en hlé hefur verið gert á því verki. Að sögn Ást- ráðs Haraldssonar, lögmanns eig- enda hússins, er mat á umfangi skemmdanna ekki orðið ljóst því eigendur og tryggingafélag eru ekki fyllilega á sömu línu þar. Segir hann að eigendur telji húsið ónýtt en tryggingafélagið hafi hins vegar ekki gengið frá yfirlýsingu þess eðl- is. Á meðan svo er ástatt töldu eig- endurnir óvarlegt að láta niðurrifið halda áfram. Þegar eldurinn logaði og slökkviliðsmenn höfðu reynt að slökkva í hálfa þriðju klukkustund var ákveðið að rífa þak Pravda. Rannsókn á brunanum stendur enn yfir hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Ekki er neinu sleg- ið föstu um eldsupptökin að sögn Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra, en ýmislegt bendir til að kviknað hafi í út frá loftljósi í Fröken Reykjavík, við hlið Pravda og stað- festi lögreglustjóri þá kenningu á brunadag. Hlé gert á niðurrifi húsarústa eftir Miðbæjarbrunann vegna tryggingavafa Endurreisn í skoðun Morgunblaðið/Júlíus Stöðvun Eigendur Pravda telja húsið ónýtt og vilja stöðva niðurrifið í bili. TEKIST hefur að bjarga steindum gluggum eftir Gerði Helgadóttur úr kirkju sem fyrirhugað er að rífa í Düsseldorf í Þýskalandi. Glugg- arnir hafa verið fluttir til landsins og verða sýndir í Gerðarsafni í Kópavogi næstu daga. Umrædd kirkja, Melanchton- kapellan, sem var byggð árið 1966, þarf að víkja fyrir öðrum bygg- ingum en með snarræði tókst að bjarga gluggunum sem eru 20 tals- ins og mynda eina heild. Þeir voru gerðir þegar Gerður stóð á hátindi þess skeiðs á ferli sínum sem kennt er við ljóðræna abstraktsjón. Gerður naut mikilla vinsælda í Þýskalandi en við gerð hinna frægu glugga fyrir Skálholtskirkju komst hún í kynni við Oidtmann-bræður í Linnich, sem voru fremstu hand- verksmenn þýsku þjóðarinnar á sviði steindra glugga. Báru þeir hróður hennar víða og fékk hún fjölda verkefna í kjölfarið. Sem dæmi má nefna að steinda glugga eftir Gerði er að finna í sex kirkjum í Þýskalandi. Gluggum Gerðar bjargað frá Þýskalandi Morgunblaðið/Brynjar Gauti STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir ánægjulegt að sjá mikinn stuðning Norðlendinga við að grafin verði göng undir Vaðla- heiði, en skoðanakönnun leiðir í ljós yfir 90% stuðning við málið. Sturla segir Vaðlaheiðargöng skynsamleg- an kost og segir hann að gert sé ráð fyrir fjárheimildum til verksins sam- kvæmt samgönguáætlun. „Það er gert ráð fyrir því að samgönguráð- herra hafi heimild til að hefja við- ræður og undirbúning vegna einka- framkvæmdar,“ bendir hann á. „Það hefur alltaf legið fyrir að í fyrsta lagi þyrfti að gera ráð fyrir fjármunum til að borga tengingar við þjóðvega- kerfið en jafnframt að ríkið kæmi með einhverju móti nálægt þessu.“ Forsvarsmenn Greiðrar leiðar ehf. sem létu gera könnunina fyrir sig, eru samt vonsviknir með nýsam- þykkta samgönguáætlun og eru svartsýnir á að nokkuð verði af verk- efninu í bráð miðað við óbreytta samgönguáætlun. Sturla segir að viðræður sem hafnar eru milli Vegagerðarinnar og Greiðrar leiðar hafi átt að leiða aðild ríkisins að málinu í ljós. „Og Vega- gerðin hefur gert mér grein fyrir þeim atriðum sem forsvarsmenn Greiðrar leiðar hafa sett fram og það er allt til meðferðar. Það á ekkert að vera því til fyrirstöðu að viðræður haldi áfram, þannig að viðbrögð for- svarsmanna Greiðrar leiðar koma mjög á óvart og eru algerlega þvert á vilja ríkisstjórnarinnar og vilja minn sem samgönguráðherra sem er sá að koma þessum göngum á og hefja framkvæmdir sem allra fyrst.“ | 24 Ráðherra vill Vaðla- heiðargöng sem fyrst Yfirgnæfandi stuðningur er við jarðgöngin fyrir norðan Í HNOTSKURN »Sturla Böðvarsson sam-gönguráðherra vill koma jarðgöngum undir Vaðlaheiði á dagskrá og hefja fram- kvæmdir sem allra fyrst. »Yfir 90% íbúa Eyjafjarðarog S-Þingeyjarsýslu vilja Vaðlaheiðargöng en forsvars- menn Greiðrar leiðar ehf. eru svartsýnir á að hægt verði að fara í verkefnið miðað við óbreytta samgönguáætlun. HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri í 8 mánaða fangelsi fyrir að ráðast á mann í and- dyri hótels á Akranesi og skalla hann í andlitið og ráðast síðan á annan mann fyrir utan hótelið og sparka ítrekað í hann liggjandi. Atvikið átti sér stað í júní á síðasta ári en menn- irnir, sem fyrir árásunum urðu, störfuðu báðir sem dyraverðir á hót- elinu. Maðurinn sem dóminn hlaut rauf með brotum sínum nú skilyrði reynslulausnar sem hann hafði feng- ið af 5 mánaða eftirstöðvum refsing- ar samkvæmt eldri dómi. Maðurinn var dæmdur til að greiða þeim sem hann sparkaði í tæpar 260 þúsund krónur í bætur auk málskostnaðar. Með dómi sínum staðfesti Hæsti- réttur dóm Héraðsdóms Vestur- lands frá 3. október sl. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Hjördís Hákonardóttir og Jón Stein- ar Gunnlaugsson. Verjandi var Hilmar Ingimundarson hrl. og sækj- andi var Sigríður Elsa Kjartansdótt- ir, saksóknari hjá embætti ríkissak- sóknara. Fangelsi fyrir árás FRAMSÓKNARFLOKKURINN tapar miklu fylgi yfir til Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Ríkisútvarp- ið. Sjálfstæðisflokkurinn og Sam- fylking halda sínu fylgi samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðisflokkur með 5 menn Könnunin var gerð dagana 25. apríl til 2. maí og samkvæmt henni mælist fylgi Sjálfstæðisflokks 41,6% og fær flokkurinn fimm þingmenn, fékk fjóra í síðustu kosningum. Fylgi Samfylkingar mælist 27,7% sem þýðir 4 þingmenn eins og í síðustu al- þingiskosningum. Fylgi Vinstri grænna mælist 14,8% og kemur flokkurinn einum manni að sam- kvæmt þeirri niðurstöðu. Fylgi Framsóknarflokksins í kjördæminu mælist 6,5% og tapar flokkurinn sín- um þingmanni. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist 4,9% og fylgi Íslandshreyf- ingarinnar 2,5%. Missir mikið fylgi til VG ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.