Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 56
Hann kom í skólann sér til skemmtunar en börnin höfðu ekki hugmynd um að þau væru í ná- vist goðsagnar … 59 » reykjavíkreykjavík Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is MARÍA Isabel Vargas Arbeláez heitir kólumbísk myndlistarkona sem sýnir málverk í Galleríi Tukt. Titill sýningarinnar er „Hvað er þetta?“, en það er spurning sem María segist oft fá frá vinum sínum þegar þeir virða fyrir sér verk henn- ar. María ákvað að vinna út frá spurningunni með því að leyfa sýn- ingargestum og vinum að skrifa á blað við hvert verk hvað þeir sjái út úr því og er túlkun manna vægast sagt misjöfn. Menn sjá fugla ræða saman, eggjarauður á símalínum, „hljóð blóma“ og tölvur lifna við, allt úr sama verkinu. „Ef ég set titil á verkið er ég að- eins að stjórna því hvað áhorfandinn sér en með þessu móti held ég túlk- uninn opinni og áhorfandinn getur komið með sína sýn á verkið,“ segir María um þessa aðferð. Hún málar óhlutbundin akrýlverk sem hún vinnur tilraunakennt. „Ég helli málningu þunnt yfir strigann og vinn svo út frá því sem við blasir þegar málningin þornar,“ segir María. Hin þornaða málning, fyrsti bletturinn, geti t.d. litið út eins og manneskja. Engin tvö málverk fara því í sama farveg, ný form verða allt- af til í hverju verki. Litagleðin er mikil í verkum Mar- íu og segist hún hneigjast til sterkari lita. Hún segir litagleði ekki ein- kenna kólumbíska list frekar en ann- að. Ungir myndlistarmenn í Kól- umbíu vinni mikið með stafræna tækni, myndbönd og annað, og sæki ekki mikið í að mála. Hún hafi hins vegar kosið að gera það. María er 23 ára og með BA-gráðu í myndlist frá myndlistardeild Há- skólans í Kólumbíu, Universidad Nacional de Colombia. Hún kom hingað til lands í september og fór þá að vinna sjálfboðavinnu við að tína gulrætur á landsbyggðinni. Nú vinnur hún sjálfboðavinnu í Reykja- vík, hjá Alþjóðlegum ungmenna- skiptum, en ætlar að halda heim til Kólumbíu aftur í haust. Hvað varðar framhald á sýning- arhaldi hér á landi segist María hafa áhuga á að sýna í fleiri galleríum áð- ur en hún heldur til heimalandsins. Hún ætlar að halda áfram að mála meðfram öðrum störfum. Myndlistin færi ekki salt í grautinn. Eggjarauður á símalínum Morgunblaðið/G.Rúnar Listakonan María kom hingað til lands í september og fór þá að vinna sjálfboðavinnu við að tína gulrætur á landsbyggðinni. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞETTA er vegamynd sem fjallar um albanskan mótorhjólasendil í London sem fer til Afríku að leita bróður síns sem týndist í Balkanskaga- stríðinu,“ segir Páll Sigþór Pálsson leikari um ís- lenska kvikmynd sem hann skrifaði handritið að. Myndin gerist að stórum hluta í London en einn- ig að miklu leyti í Suður-Evrópu og Vestur- Afríku. Það er nýstofnað kvikmyndafyrirtæki, Pálssons Productions, sem stendur að myndinni en það skipar hópur leikara og kvikmyndagerð- arfólks. Tökur hefjast í London í haust og halda þær áfram sem leið og saga myndarinnar liggur suður eftir Evrópu og til Afríku. Áætlað er að tökum ljúki hér á landi næsta vor og búast má við myndinni í bíóhús haustið 2008 ef allt gengur að óskum. Myndin verður leikin á ensku og verða bæði íslenskir og breskir leikarar í helstu hlutverkum og má þar nefna Pál sjálfan sem fer með hlutverk albanska mótorhjólasendilsins og Caroline Dalton, eiginkonu hans, sem leikur kærustu Albanans. Aðrir leikarar eru m.a Gott- skálk Dagur Sigurðarson og Jörundur Ragn- arsson. Stjórn kvikmyndatöku annast Björn Helgason og leikstjóri er Haukur Valdimar Páls- son bróðir Páls Sigþórs. „Ég vann sjálfur sem hraðsendill á mót- orhjólum í London þegar ég var nýútskrifaður leikari og þá kviknaði hugmyndin að sögunni um þennan Albana. Brúðkaupsferð okkar hjóna á mótorhjólum frá Englandi til Rúmeníu kynti svo enn betur undir hugmyndinni og þegar Haukur bróðir útskrifaðist úr Kvikmyndaskólanum í fyrra, ákváðum við að skella okkur út í þessa kvikmyndagerð af fullum krafti. Við bræðurnir höfum alltaf verið hrifnir af vegamyndum, og verður þessi mynd blanda af ýmsum áhrifavöld- um okkar, svona spennu-drama mynd, með smá hasar en líka húmor,“ segir Páll en hann og Car- oline munu ferðast alla vegalengdina í myndinni á mótorhjólum og þeim fylgir jeppi með tökulið- inu. Myndin endar í Gabon í Mið-Afríku og neitar Páll að ljóstra upp um hvort Albaninn finni bróð- ur sinn enda er sú leit spennan sem myndin gengur út á. „Umfang myndarinnar er nokkuð óljóst enn og fjármögnun aðeins að hefjast en þeir sem að verkefninu standa hafa trú á því og eru tilbúnir að leggja sig fram við það,“ segir Páll að lokum. Morgunblaðið/Ásdís Pálssons Páll Sigþór, Caroline Dalton og Haukur Valdimar Pálsson ætla að ferðast frá London til Afríku og gera mynd um albanskan mótorhjólasendil. Leitar bróður síns Pálssons Productions hefur tökur í haust á íslenskri kvikmynd sem fjallar um albanskan mótorhjólasendil sem ferðast frá London til Afríku á hjóli sínu Föstudagur <til fjár> Café Oliver DJ JBK Prikið Frank & Kristó Players Sálin hans Jóns míns Hressó Gotti & Eisi / DJ Maggi Barinn Ghozt & Brunhein / DJ Inpulse 12 Tónar Hjaltalín Vegamót DJ Kári Grand Rokk Severed Crotch Laugardagur <til lukku> Café Oliver Addi trommari & DJ JBK Prikið DJ Kári Players Karma Hressó Flat Five / DJ Maggi Barinn Maggi Lego & Hólmar / DJ Bjarki Vegamót DJ Gorilla Funk ÞETTA HELST UM HELGINA » Hjaltalín Spilar í 12 Tónum kl. 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.