Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 30
matur 30 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Bókin er eins konar ferða-lag um allt Frakkland ogég hef reynt að velja ein-ungis hefðbundnar franskar uppskriftir. Þetta er mat- ur sem flestir Frakkar þekkja – franskar fjölskylduuppskriftir, sem margar eru mörg hundruð ára gamlar en sem flestir elda enn heima hjá sér,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir sem nýlega sendi frá sér bókina Sælkeraferðalag um Frakkland hjá Sölku útgáfu. En segja má að fjölskylduþemað hald- ist við gerð bókarinnar, því dóttir Sigríðar, Silja Sallé ljósmyndari og myndlistarmaður á heiðurinn að myndunum sem þar birtast. Hvert hérað með sína hefð Sjálf hefur Sigríður verið búsett í Frakklandi frá því 1970 og er því orðin vel kunn matarhefðum heima- manna. „Ég kynntist frönskum manni Michel Sallé heima á Íslandi þegar hann var þar að skrifa dokt- orsritgerð sína,“ segir Sigríður. Þau hafa búið í París frá því þau fluttu til Frakklands og þar fædd- ust þeim hjónum þrjú börn, Jón sem starfar sem verkfræðingur, Edda sem hefur verið mjög veik allt frá fæðingu og svo Silja. „Örlögin höguðu því þannig til að ég varð heimavinnandi húsmóðir. Edda hefur alltaf þurft á mikilli umönnun að halda og því hentaði vel að ég væri heima. Fyrir vikið hafði ég líka góðan tíma til að elda og þannig jókst matreiðslukunnátta mín smám saman. Það er gaman að elda þegar maður veit hvað maður er að gera og hefur þá tilfinningu fyrir hráefninu að geta gert það sem mann langar til og veit að út- koman verður góð,“ segir Sigríður sem hefur gaman af að blanda sam- an matarhefðum og búa til sínar eigin uppskriftir. Engar slíkar æfingar eru þó hafðar uppi í bókinni Sælkeraferð um Frakkland, enda um að ræða landshlutaskipta matreiðslubók sem byggir á hefðbundnum frönskum réttum. Þær mæðgur eyddu líka fjórum mánuðum síðasta sumar í að elda réttina sem þar er að finna fyrir myndatökur. „Það er svo merkilegt með Frakkland að hvert hérað hefur sína matarhefð og sínar uppskriftir sem byggja á því hráefni sem finna má á þeim stað og það segir kannski hvað mest um stærð lands- ins hversu fjölbreytilegt það úrval er,“ segir Sigríður. Þannig má nefna sem dæmi að epli setja sterk- an svip á matarmenningu Norm- andí á meðan að innmatur er áber- andi í Austur-Frakklandi. „Á hverjum stað eldar fólkið ein- faldlega úr því hráefni sem er við höndina. Kryddjurtirnar, grænmet- ið, ávextirnir og kjötið – allt kemur þetta úr næsta nágrenni og hefðin hefur verið að skapast í margar aldir.“ Þegar komið er til Parísar verða hlutirnir hins vegar nokkuð lausari í reipunum. „Parísarbúar koma víða að og taka með sér matarmenning- una að heiman,“ segir Sigríður og bætir við að þess utan sé að finna í borginni fjölda veitingastaða sem sérhæft hafa sig í matarmenningu ákveðins landshluta. Við gerð bókarinnar leitaðist hún við að hafa uppskriftirnar sem ein- faldastar og aðgengilegastar, auk þess sem hráefnið í réttina yrði að fást á Íslandi. „Þess vegna varð ég náttúrulega að sleppa ýmsum rétt- um sem gaman hefði verið að hafa með, hráefnið hefði einfaldlega ver- ið illfinnanlegt heima.“ Fjölskyldan í öndvegi Hún neitar að einhver uppskrifta bókarinnar sé í sérstöku uppáhaldi hjá sér, segir jafn gaman að elda þær allar. „Hvað Frakkana sjálfa varðar þá finnst þeim hins vegar matargerðin frá Suður-Frakklandi vera sú allra besta. Það er líka það- an sem anda- og gæsalifrin fræga kemur, auk þess sem öndin sjálf setur sterkan svip á matseldina sem og villisveppir og fleira góð- gæti.“ Bókin er þó ekki bara matreiðslubók að mati Sigríðar. „Þessi bók er ekki bara um mat- argerð, heldur er hún líka um ham- ingjuna. Frakkar upplifa nefnilega hamingjuna með því að elda góðan mat og borða hann saman. Að fjölskyldan komi saman við matarborðið skiptir hér miklu máli. Það skiptir til að mynda börnin miklu máli að fjölskyldan taki sér þennan tíma, því þar fá þau tæki- færi til að tala við foreldra sína án nokkurs annars áreitis. Eins er hefð fyrir því að jafnvel margir ættliðir njóti sunnudags- matarins saman og þá er setið við matarborðið í margar klukkustund- ir, borðað og spjallað. Þessi hefð er mjög sterk upplifun, bæði andleg og líkamleg,“ segir Sigríður og bætir við að henni megi jafnvel líkja við hina heilögu kvöldmáltíð. Tarte aux pommes Þessa eplatertu segir Sigríður vera vinsælasta eftirrétt í öllu Frakk- landi. Fyrir 6-8 Bökudeig: 200 g hveiti 100 g lint, saltað smjör ½ glas ískalt vatn Fylling: 800 g epli 2 msk. sykur kanill, ef vill Búið til deigið. Blandið saman hveitinu og smjörinu, reynið að koma sem minnst við. Hellið vatn- inu út í, hnoðið kúlu. Stráið hveiti á borðið, fletjið kúluna út með fingr- unum. Brjótið saman í þrennt, end- urtakið tvisvar. Geymið í kæli í 1 klst. Fletjið deigið þunnt út með kefli. Leggið það í stórt bökuform, upp með börmum. Afhýðið eplin, skerið í þunnar sneiðar. Leggið þétt ofan á deigið. Sneiðarnar eru settar hálfar ofan á næstu sneið. Stráið sykri yfir og kanil ef þið viljið. Setjið í 200°C heitan ofn, bakið í 40 mín., eða þangað til tertan er orðin fallega gulbrún. Borðið hana volga. Gott er að bera fram þeyttan rjóma með henni. Lotte a l’armoricaine (Skötuselur í tómatsósu) Fyrir 4 1 kg skötuselur 250 g tómatar 2 skalottlaukar 1 hvítlauksrif 1 glas hvítvín 1 staup koníak ½ glas vatn 2 msk. hveiti matarolía salt og pipar rauður pipar Skerið skötuselinn í bita, saltið, piprið, veltið honum upp úr hveiti. Hitið olíuna á pönnu sem má loka. Steikið fiskinn og laukinn við með- alhita. Laukurinn má ekki brúnast. Hellið koníakinu út í, hitið og kveikið í. Afhýðið tómatana og skerið þá í litla bita. Bætið þeim út í ásamt krömdum hvítlauknum og örlitlum rauðum pipar, vatni og hvítvíni. Lokið pönnunni og látið krauma í hálftíma. Berið fram með soðnum kart- öflum og steinselju eða soðnum hrísgrjónum. annaei@mbl.is Frakkar upplifa hamingj- una gjarnan í gegnum neyslu ljúffengra rétta í góðum félagsskap. Anna Sigríður Einarsdóttir ræddi við Sigríði Gunn- arsdóttur sem, í nýrri bók, miðlar Íslendingum af þekkingu sinni á franskri matargerð. Táknræn Myndin af Sigríði við eplatínsluna er tæknræn fyrir þema bókarinnar – að tína hamingj- una þar sem hún finnst og njóta dagsins án þess að vera að gera sér rellu yfir smámunum. Lotte a l’armoricaine Skötuselur í tómatsósu. Ljósmynd/ Silja Sallé Tarte aux pommes Einn vinsælasti eftirrétturinn í Frakklandi. Bókarhöfundar Sigríður Gunnarsdóttir og dóttir hennar Silja Sallé elduðu fjölda rétta vegna gerðar bókarinnar. Að handsama hamingjuna við matarborðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.