Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 53
Félagsstarf
Árskógar 4 | Kl. 8.15-16 baðþjónusta. Kl. 9-12
opin handavinnustofa. Kl. 9-16.30 opin smíða-
stofa. Ekki Bingó (Er 2. og 4. föstudag í mán.)
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgr., böðun, alm. handa-
vinna, fótaaðgerð, kaffi. Á morgun, laugard. 5.
maí, og sunnud. 6. maí, er opið hús kl. 13-17.
Sýning á handverki unnu í félagsstarfinu. Ingvar
Hólmgeirsson mætir með nikkuna, tískusýning,
kynslóðir mætast og dansa línudans, flautu-
leikur barna. Vorhátíðin er 11. maí, skráning haf-
in.
Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30. Jóga
kl. 10.50. Félagsvist kl. 20.30. Vorsýningin verð-
ur á morgun, laugardaginn 5. maí og sunnudag-
inn 6. maí kl. 14-18 báða dagana.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður,
kl. 9.30 jóga, kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegis-
verður, kl. 14 söngur Gleðigjafanna - eldri borg-
ara - síðasta samvera vetrarins.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi
kl. 12 í Mýri, vöfflukaffi í Garðabergi, opið til kl.
16.30.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustof-
ur opnar m.a. bókband eftir hádegi. Kl. 10.30
kennsla í Lancier dansi umsj. Kolfinna Sigur-
vinsd. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá
hádegi spilasalur opinn. Kl. 13 kóræfing. S. 575–
7720.
Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 14-18 verður
handverks og listmunasýning félagsstarfsins í
Furugerði 1. Kaffi og vöfflur. Allir velkomnir.
Hraunbær 105 | Kl. 9-12.30 handavinna. Kl. 9
baðþjónusta. Kl. 9-12 útskurður. Kl. 12-12.30 há-
degismatur. Kl. 14.45 bókabíllinn. Kl. 14 bingó.
Kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi kl.
11.30. Tréútskurður kl. 13. Bridge kl. 13. Boccia
kl. 13.30. Dansleikur kl. 20.30. Caprí tríó leikur
fyrir dansi.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-12.15, Björg F.
Opin vinnustofa kl. 9–12, postulínsmálning. Hár-
snyrting s. 517–3005/849–8029.
Hæðargarður 31 | Allir velkomnir. Í dag kl. 11
koma fulltrúar Framsóknar. Harmónikkuleikur og
spjall í hádeginu. Baráttuhópur Hæðargarðs um
bætt veðurfar verður stofnaður kl. 14 síðdegis.
Hópurinn hyggst ekki bjóða fram til Alþingis að
þessu sinni. S. 568–3132, asdis.skuladottir-
@reykjavik.is.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaðaklúbbur og
umræður kl. 10. Leikfimi í salnum kl. 11. „Opið
hús“ spilað á spil vist/brids kl. 13. Kaffiveitingar
kl. 14.30. Dagblöðin liggja frammi í setustofunni.
Allir velkomnir.
Norðurbrún 1 | Kl. 9: Smíði, myndlist. Opin hár-
greiðlsustofa, s. 588–1288. Kl. 13.30 Messa sr.
Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju.
Vesturgata 7 | Kl. 13.30-14.30 sungið við flygil-
inn við undirleik Sigurgeirs Björgvinssonar. Kl.
14.30-16 dansað við lagaval Sigurgeirs. Kl. 15
koma frambjóðendur Framsóknarflokksins í
heimsókn. Harmonikkuleikur. Kl. 13-16 verður
flóamarkaður. Veislukaffi.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30-12.30,
leirmótun kl. 9-13, morgunstund kl. 9.30, hár-
greiðslu og fótaaðgerðastofa opnar frá kl. 9,
leikfimi kl. 10-11, bingó kl. 13.30. Allir velkomnir.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 13 Opinn salurinn. Kl. 13
boccia.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Aftansöngur kl. 18. Sr. Óskar
Hafsteinn Óskarsson. Stúlknakór Akureyrar-
kirkju syngur. Organisti: Eyþór Ingi Jónsson.
Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með öndunar-
æfingar, slökun og bæn á Dalbraut 27, kl. 10.15 í
dag. Guðþjónusta á Norðurbrún 1 í umsjá
sóknarprest kl. 13.30.
Digraneskirkja | Kvöldvaka hjá öldruðum kl. 20
í safnaðarsal kirkjunnar.Fjölbreytt dagskrá.
Grafarvogskirkja | Barnamessur vetrarins enda
með ferð til Grindavíkur laugardaginn 5. maí.
Lagt verður af stað frá Grafarvogskirkju og
Borgarholtsskóla kl. 10. Komið verður til baka
um kl. 14.30.
Vegurinn kirkja fyrir þig | Smiðjuvegi 5. Ung-
lingasamkoma kl. 20. Gunnar Wiencke talar. Lof-
gjörð, predikun, fyrirbæn og kærleikur. Allir vel-
komnir. www.gsus.is.
dagbók
Í dag er föstudagur 4. maí, 124. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1.)
Ádögunum var úthlutað úrLaunasjóði fræðiritahöfunda.Ólafur Jónsson er formaðurstjórnar sjóðsins: „Sjóðurinn
var settur á laggirnar af Birni Bjarna-
syni menntamálaráðherra árið 1999
með það að markmiði að styðja samn-
ingu bóka og verka á stafrænu formi til
eflingar íslenskri menningu,“ segir
Ólafur. „Sjóðurinn hefur sérstaklega að
leiðarljósi að styrkja gerð fræðirita sem
höfða til almennings, s.s. orðabækur og
upplýsingarit og hvetja til útgáfu í fjöl-
breyttu formi þar sem möguleikar staf-
rænnar tækni eru nýttir.“
Sjóðurinn hefur styrkt höfunda verka
af fjölbreyttum toga: „Styrkir hafa ver-
ið veittir til verka á jafnólíkum sviðum
og sagnfræði og íslensku, náttúrufræði,
viðskipta- og hagfræði og guðfræði,“
segir Ólafur. „Árlega berast rúmlega 50
umsóknir en því miður hefur sjóðurinn
ekki ráð á að styrkja fleiri en 7 til 8
fræðirithöfunda á ári og deila þeir sín á
milli 15 milljónum króna, eða sem nem-
ur launum í 6 mánuði.
Styrkþegar í ár voru Adolf Frið-
riksson fyrir verkið Hulin spor, yf-
irlitsrit um fornleifafræði, Astrid El-
isabeth Oigilvie sem vinnur
rannsóknarverk um Ástandið á Íslandi:
Mat og þjóðlýsingar sýslumanna og
amtmanna á árunum 1700 til 1894 og
Ármann Jakobsson til styrktar fræði-
legri útgáfu á Morkinskinnu í ritröðinni
Íslensk forrit. Elísabet Valgerður Ing-
ólfsdóttir hlaut styrk til ritunar sögu
húsgagna- og innanhússarkítektúrs á
Íslandi, Garðar Baldvinsson til ritunar
verks um Alfræði íslenskra bókmennta
og bókmenntafræða, Sigrún Péturs-
dóttir til ritunar á ævisögu Þóru Péturs-
dóttur Thoroddsen, Þórgunnur Snædal
til ritunar verks um rúnir á Íslandi og
fjölbreytilega notkun þeirra og Þórunn
Sigurðardóttir fyrir verkið Harmljóð og
huggunarkvæði um sorg og ástvina-
missi í íslenskum bókmenntarfi.
Ólafur segir það ætíð vera erfitt verk
fyrir stjórn sjóðsins að velja styrkþega
úr hópi margra hæfra umsækjenda:
„Því miður getur sjóðurinn ekki styrkt
fleiri höfunda á hverju ári en ljóst er að
mikil gróska er í fræðaskrifum hér á
landi og óhemjumikil þekking og fróð-
leikur sem býr í þeirri breiðu flóru höf-
unda sem leita til sjóðsins,“ segir Ólaf-
ur. „Iðulega er um að ræða mjög
yfirgripsmikil verk en þeir sex mánuðir
sem sjóðurinn styrkir hvern fræðirita-
höfund, er aðeins brot af þeim tíma sem
rithöfundurinn hefur varið til að semja
verkið. Hins vegar er það samhljóma
álit þeirra sem sjóðurinn hefur styrkt
að mikið muni um þennan stuðning, sem
oft veitir höfundinum ómetanlegt tæki-
færi til að helga sig verkinu og fullvinna
útgáfu sem hefur verið nokkur ár í
smíðum.
Nánari upplýsingar um reglur sjóðs-
ins og úthlutanir má finna á slóðinni
www.rannis.is.
Útgáfa | Styrkir veittir til fjölbreyttra verkefna úr Launasjóði fræðarithöfunda
Fjölbreytt fræðirit
Ólafur Jónsson
fæddist í Reykja-
vík 1959. Hann
lauk stúdentsprófi
frá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti
1979, B.A. í fé-
lagsfræði frá Há-
skóla Íslands 1987
og leggur stund á
meistaranám í mannauðsstjórnun við
sama skóla. Ólafur starfaði hjá
Menntamálaráðuneytinu áður en hann
tók við starfi sviðsstjóra hjá Iðunni
fræðslusetri. Ólafur er kvæntur Auði
Ingimarsdóttur jarðfræðingi og eiga
þau tvær dætur.
Tónlist
Langholtskirkja | Vox academica
flytur Ein Deutsches Requiem e.
Brahms laugard. 5. maí kl. 16 í Lang-
holtskirkju ásamt Jón Leifs Came-
rata og einsöngv. Sigrúnu Hjálmtýs-
dóttur sópran og Kristni
Sigmundssyni barítón. Stjórnandi
Hákon Leifsson. Verð 3.000 í forsölu
(www.habil.is/vox) og 3.500 við inn-
gang.
Myndlist
Anima gallerí | Kristinn G. Harð-
arson til 19. maí. Könnun umhverfis.
Á sýningunni eru málverk, en þau
eiga það sameiginlegt að vera að
grunni til frásagnir eða lýsingar á
stöðum, atvikum eða aðstæðum.
Opið þri.–laug. kl. 14–17. www.anima-
galleri.is
Vor | Laugavegi 24. Sýning á verk-
um eftir Þorgerði Ólafsdóttur. Kl. 17–
19. Gestir og gangandi velkomnir.
Sýningin stendur til 2. júní.
Skemmtanir
Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin
Spútnik leikur fyrir dansi um helgina,
föstud. og laugard. Húsið opnað kl.
22, frítt inn til miðnættis.
Uppákomur
Nexus afþreying | Verslunin Nexus
afþreying á Hverfisgötu 103 tekur
þátt í „Free Comic Book Day“ og
gefur þúsundir myndasögublaða fyr-
ir alla aldurshópa, kl. 14–18.
Svalir sundgarpar
Reuters
UNGUR drengur syndir með apann sinn yfir Indus-fljótið í Pakistan í gær. Mikill hiti
hefur verið í landinu að undanförnu og í gær náði hitastigið 45 gráðum.
Skartgripir
Fjallkonunnar
Reynomatic
Café Mílanó
MÁLÞINGÐ „Stefnir í stjórnarkreppu? – fordæmi úr fortíð-
inni“ verður haldið í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla
Íslands, í dag, föstudaginn 4. maí, kl. 12–13.30. Málþingið er
öllum opið.
Eftirtalin erindi verða flutt:
Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur:
Þingræði og myndun ríkisstjórna, 1944–1959.
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur:
Stjórnarandstöðumyndunarviðræður, 1971–1995.
Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur:
Hverju breyttu kosningar?
Agnes Bragadóttir, blaðamaður:
Stjórnarmyndunarkostir í kjölfar kosninga.
Fundarstjóri verður Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmála-
fræðingur.
Að málþinginu standa Sagnfræðingafélag Íslands, Stofnun
um stjórnsýslu og stjórnmál og Morgunblaðið.
Hádegismálþing um
stjórnarmyndanir
Á FUNDI Húsafriðunarnefndar ríkisins þann 2. maí sl. var fjallað
um brunann í Austurstræti / Lækjargötu.
Eftirfarandi samþykkt var gerð:
Húsafriðunarnefnd ríkisins fagnar frumkvæði borgarstjóra
Reykjavíkur um enduruppbyggingu þeirra merku húsa á horni
Austurstrætis og Lækjargötu sem skemmdust í eldsvoða þann 18.
apríl sl. þar sem m.a. yrði tekið tillit til listræns og menningar-
sögulegs gildis gamla yfirréttarhússins, sem friðað er samkvæmt
lögum um húsafriðun.
Fagna frumkvæði borgarstjóra
FUNDUR í stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar ítrekaði áskorun sína
á væntanlega alþingismenn að samþykkja á næsta hausti hækkun á
skattleysismörkum tekjuskatts þannig að þau verði aldrei lægri en
umsamin lágmarkslaun stéttarfélaga innan Alþýðusambands Ís-
lands, sem eru nú 125.000 kr. á mánuði.
„Sívaxandi skuldabyrði og bágur hagur heimilanna í landinu
krefst þess að þessi hækkun komi á eigi síðar en í ársbyrjun 2008,“
segir í ályktun stjórnar félagsins.
Vilja hækka skattleysismörk
FRÉTTIR
Röng mynd
Ekki var rétt mynd birt af Gunnari Erni Marteinssyni, oddvita
Skeiða- og Gnúpverjahrepps, með frétt um stækkun friðlands
Þjórsárvera í þriðjudagsblaðinu. Sá sem var á myndinni var Ari
Einarsson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Frétt birtist of seint
Vegna mistaka birtist í gær frétt um vorferð sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík. Þessi frétt birtist viku of seint, því ferðin var farin um
síðustu helgi. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Langafi en ekki afi
Miðvikudaginn 25. apríl var sagt í frásögn af ferð alþingismanna til
Kaliforníu að afi Toms Torlaksons, öldungadeildarþingmanns á
ríkisþingi Kaliforníu, hafi heitið Einar Þorláksson og hafi m.a. róið
til fiskjar fyrir vestan með afa Einars Kr. Guðfinnssonar sjávar-
útvegsráðherra. Hið rétta er að afi Toms hét Karvel Helgi Krist-
ján Einarsson. Faðir hans og langafi Toms var Einar Elías Þor-
láksson.
Tvö orð féllu niður
Í grein eftir Ólínu Þorvarðardóttur, sem birtist í Morgunblaðinu 1.
maí undir fyrirsögninni „Fátækt og velmegun – Ísland í dag“, urðu
þau leiðu mistök að tvö orð féllu út úr setningu sem hljóðaði þann-
ig: „Nærri lætur að fimmta hvert barn á Íslandi búi við fátækt“.
Þarna átti að standa: Nærri lætur að fimmta hvert barn einstæðra
foreldra á Íslandi búi við fátækt.
Er beðist velvirðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT