Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista kaup- hallarinnar, OMX á Íslandi, hækkaði um 0,4% í gær og er lokagildi vísitöl- unnar 7.817 stig. Mest hækkun varð í gær á hluta- bréfum Atlantic Petroleum, en þau hækkuðu um 4,0%. Þá hækkuðu bréf Teymis um 2,2% og bréf Lands- bankans um 1,6%. Mest lækkun varð hins vegar í gær á hlutabréfum Össurar, en þau lækk- uðu um 2,1%. Næstmest lækkun varð á hlutabréfum Mosaic Fas- hions, eða um 1,2%. Hækkun í kauphöllinni ● BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson sagði við Morgun- blaðið að Novator hefði farið út úr rekstri búlgarska símafélagsins BTC á hárréttum tíma, fyrirtækið væri komið á gott ról og tekist hefði að ná fram mikl- um breytingum á skömmum tíma. „Við erum ekki að yfirgefa símamark- aðinn í Austur-Evrópu og erum ennþá inni með hluti í nokkrum símafyrir- tækjum. Fjárfestingar okkar eru ekk- ert bundnar við þetta svæði, við er- um opnir fyrir tækifærum annars staðar. Nú erum við komnir með dá- góðan sjóð til að fjárfesta, ætlum að- eins að slaka á og sjá hvaða færi gefast,“ sagði Björgólfur Thor. Novator opið fyrir öðrum tækifærum Björgólfur Thor Björgólfsson FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is HAFI yfirtökunefnd ekki mátt til þess að sinna sínu hlutverki verða stjórnvöld að taka á málinu að sögn Jóns Sigurðssonar viðskiptaráð- herra. Forstjóri kauphallarinnar segir það vel koma til álita að veita nefndinni lagaheimildir til þess að efla hana. Eins og fram hefur komið á síðum Morgunblaðsins undanfarna daga hefur yfirtökunefnd gengið treglega að safna upplýsingum um eignarhald á Glitni banka og varð nefndin að vísa málinu til Fjármálaeftirlitsins (FME). Eðlilegt er að velta fyrir sér hvort ekki sé tilefni til þess að veita nefndinni lagaheimildir svo hún geti framfylgt hlutverki sínu af meiri festu, einkum þegar haft er að í huga að bresku yfirtökunefndinni, sem er fyrirmynd þeirrar íslensku, hafa ver- ið veittar slíkar heimildir. Yfirtökunefnd var tilraun Viðskiptaráðuneytið var einn stofnaðila nefndarinnar og segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra að yfirtökunefnd sé tilraun til þess að markaðsaðilar veiti hver öðrum að- hald og markaðurinn sjálfur og markaðsaðilar í frjálsum samtökum hafi áhrif á starfshætti og ákvarðan- ir. „Ef það kemur í ljós að það dugir engan veginn þá munu yfirvöld alveg áreiðanlega bregðast við því á viðeig- andi hátt,“ segir Jón. Hann segir málið ekki komið á það stig enn, en komi í ljós að nefndin hafi ekki mátt til þess að sinna sínu hlutverki verði stjórnvöld að taka á málinu. Getur torveldað fjármögnun Breska yfirtökunefndin var stofn- uð árið 1968 og hafði í upphafi ekki stoð í lögum en það hefur nú breyst. Nefndin hefur lagaheimildir til þess að kalla eftir upplýsingum og sé því kalli ekki svarað sem skyldi, er um lögbrot að ræða. Sé slíkt brot framið hefur yfirtökunefndin breska heimild til þess að refsa gerandanum, annað hvort með opinberum eða óopinber- um ávítum, eða að draga til baka for- réttindi, sem nefndin getur veitt, tímabundið eða endanlega. Jafn- framt getur nefndin tilkynnt fjár- málaeftirliti um brotið eða sent frá sér opinbera yfirlýsingu þess efnis að gerandi sé ekki líklegur til þess að hlíta reglugerðinni. Eftir því sem blaðamaður kemst næst hefur sjald- an reynt á þessar heimildir þar sem almennt er brugðist mjög hratt og vel við tilmælum nefndarinnar. Í Svíþjóð hefur Aktiemarknads- nämnden (AMN) svipuðu hlutverki að gegna og yfirtökunefnd en þar gildir það sama og hér að aðilum á markaði er í sjálfsvald sett hvort þeir skila inn upplýsingum eða ekki. AMN hefur ekki frumkvæði að því að yfirfara mál, þeim er vísað þangað. Berist henni ekki þær upplýsingar sem óskað er eftir, getur hún vísað málinu til fjármálaeftirlitsins sænska, Finansinspektionen. Jafn- framt getur nefndin gripið til þess ráðs að opinbera hverjir veita ekki upplýsingar og getur það reynst skil- virkt verkfæri, sérstaklega ef við- komandi er annt um orðspor sitt. Þeir sem komast á tossalista AMN geta átt von á því að slíkt torveldi fjármögnun sem og að dragi úr selj- anleika hlutabréfa þeirra, þegar það á við. Nauðsynlegt að yfirfara Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX á Íslandi, segir það vel geta komið til álita að veita yfirtökunefnd lagaheimildir. „Í það minnsta er nauðsynlegt að yfirfara verkefni og skipulag yfirtökunefndar. Hugmynd- in var ljóslega sú í upphafi að nefndin hefði ekki stoð í lögum heldur að hún hefði skýrt hlutverk í krafti þekking- ar og gagnsemi fyrir markaðinn svip- að og í Bretlandi þar sem yfirtöku- nefnd hafði ekki lagastoð fyrr en nýlega. Það getur vel verið að við eig- um að halda áfram að fylgja þeirri fyrirmynd og íhuga einhvers konar lagastoð fyrir yfirtökunefndina í ljósi þeirrar atburðarrásar sem nú hefur átt sér stað,“ segir Þórður. Lagasetning möguleg Markaðurinn Yfirtökunefnd gekk treglega að fá upplýsingar vegna við- skipta með hlutabréf Glitnis. Það gæti kallað á lagabreytingu. Morgunblaðið/Kristinn 2  6 )! 7 ! ! 6 # 389$ %+  "#$  %$ -* 74 '   74 ' 4 74 '  ?  ?@3 '   74 8    74 3A 74   0 74 B4C 49 /D %  E/0 74 A %0 D %74 ;  74 ;   3 7 74 !  #8  23$2 4074 F 74 & '#! % CG 74 3 /  74 H  %   B %/74 H  %  74 &I7 $74 J;K'8 :<74 : </// 74 " 74 ('     ! 2 49 /!  %4 " %) %!*   B8 %74 B  $ 74 + ,%  )   )     )            )                              B % #   % / : 0  % /  ! # +. , , +  +.* ,  +  **, ,*+ ++ -,*- ,-  + ., + -.*   . .,,,, ,*.,* *-.* +   -+ +  -,*+,- +-* #  . -* ... , # # ->.. ,>- .>+ * > > *> ,> *>, -.> +> - > .>, *>- >  .>  -> > - *>, *>* >. .>* ->, >- >  ->.+ ,>* .>+-  > > *>- ,>  > -.>- +> - >-  >- *>  >* *> ->  > * > *> >* .>*, .> >*  > > "  6 ':BM'7 /   3$ %   #  + + - . . , * ,.  + *  .-   # - . # # N /      -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -   -.     -   -   -   -  *.  -.  J;K J;K  ) 3 4 4   J;K 08K 3   5 5   N O5  & % P 3 3 5 5   3:!C N'K 3 3 5 5   J;K1 J;K). 3 3 5 4   Four Seasons glerbyggingar eru frábær lausn sem hefur ver ið mikið notuð á Ís landi . Gler ið er háeinangrandi , með mjög góðri sólarvörn og öryggisgler sem er skylda að nota í þök. Gler ið ger i r húsin að 100% hei lsárshúsum. Tré-ál eða ál útfærsla. Sem dæmi um notkun hér á landi er: Fyrir einkaheimili: Stofur, sólstofur, borðstofur, eldhús, svalalokanir, sumarbústaðir og margt fleira. Fyrir atvinnuhúsnæði: Veitingahús, hótel, verslunar- hús, söluskálar, barnaheimili og margt fleira. Verkhönnun Kirkjulundi 13, 210 Garðabæ Sími 565 6900 Netfang verkhonnun@simnet.is SÓLSTOFUR - SVALALOKANIR Viðhaldsfríar í húsið eða sumarbústaðinn FARI hlutur eins hluthafa í Glitni yfir 33,3% af heildarhlutafé bank- ans geta aðrir hluthafar krafist inn- lausnar á eign sinni samkvæmt samþykktum bankans. Þetta felur ekki í sér yfirtökuskyldu heldur einungis að þeir sem það kjósa, geta krafið þann hluthafa sem á meira en 33,3% hlut um innlausn. Þorsteinn M. Jónsson, stjórnar- formaður bankans, segir í samtali við Morgunblaðið að þetta ákvæði sé enn virkt og óbreytt en bendir jafnframt á að enginn einn aðili hafi eignast svo stóran hlut. „Yfir- taka á bankanum er ekki á döf- inni,“ segir Þorsteinn, sem er fulltrúi stærsta hluthafans, FL Group, í stjórn bankans. FL Group og tengd félög eiga 31,97% hlut í Glitni samkvæmt nýj- ustu flöggun. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Innlausnarákvæðið virkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.